Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Blaðsíða 28
~i 28 FIMMTUDAGUR 16. MAI 2002 Sport 27 menn í æfinga- hópi Guðmundar - Halldór Sigfússon, KA, er eini nýliðinn og Duranona er með á ný Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í gær 27 manna hóp sem hann hefur valið fyrir kom- andi verkefni landsliðsins en liðið býr sig nú af kappi undir leikina gegn Makedóníumönnumnum 2. og 9. júní. Þessir leikir eru gríðarlega mikilvægir fyrir nánustu framtíð landsliðsins enda leikir sem ráða því hvort ísland kemst á HM í janú- ar. Guðmundur hefur kallað á Ró- bert Julian Duranona á ný inn í landsliðið og þá fær Halldór Sigfús- son úr KA sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu en hann lék frábærlega í úrslitaleikjunum gegn Val á dögunum. Guðmundur hefur hug á að fá Duranona til móts við landsliðið þegar það tekur þátt i æflngamóti í Belgíu til þess að skoða hvort hann sé inni í myndinni. Guðmundur valdi eftirtalda 27 leikmenn en af þeim verða 16 valdir til Belgíufarar- innar 24. til 26. maí næstkomandi og síðan 16 fyrir leiki Islands og Makedóníu í undankeppni HM: Markverðir: Birkir ívar Guðmunds- son, Torrevijeo, Bjarni Frostason, Hauk- um, Guðmundur Hrafnkelsson, Conver- sano, Hlynur Morthens, Gróttu/KR, og Hreiðar Guðmundsson, ÍR Hornamenn: Bjarki Sigurðsson, Val, Einar Örn Jónsson, Haukum, Guðjón Val- ur Sigurðsson, Essen, Gústaf Bjarnason, Minden, Gylfi Gylfason, Diisseldorf, Jón Karl Björnsson, Haukum Línumenn:Róbert Gunnarsson, Fram, Róbert Sighvatsson, Diisseldorf, Sigfús Sigurösson, Val Leikstjórnendur: Dagur Sigurðsson, Wakunaga, Halldór Sigfússon, KA, Ragn- ar Óskarsson, Dunkerque, Snorri Steinn Guðjónsson, Val, og Patrekur Jóhannes- son, Essen. Skyttur: Gunnar Berg Viktorsson, París SG, Halldór Ingólfsson, Haukum, Heiðmar Felixson, KA, Hilmar Þórlinds- son, Modena, Ólafur Stefánsson, Magde- burg, Róbert Julian Duranona, Liib- becke, Rúnar Sigtryggsson, Haukum og Sigurður Bjarnason, Wetzlar Leiktimabilið í Þýskalandi og Frakk- landi er enn i fullum gangi og því verða þeir Guðjón Valur, Gústaf, Gunnar Berg, Ólafur, Patrekur, Ragnar og Sigurður ekki með liðinu á mótinu í Belgíu. OOJ Það verður heldur betur fjör við Reynisvatn við Reykjavík um hvítasunnuhelgina en þá verður vatn- ið opnað aftur fyrir veiðimenn eftir stutt stopp. Væn- um fiski, þriggja til fjögurra punda, hefur verið sleppt í vatnið og aðstaðan verið löguð fyrir veiðimenn á öll- um aldri. Það styttist í ritið Veiðisumarið sem Rit og Rækt í Mosfellssveit gefur út en í blaðinu er aö finna ýmsan fróðleik fyrir veiðimenn. Listinn yfir vötn og ár lands- ins stendur alltaf fyrir sínu, auk annars efnis. Eirikur St Eiriksson, ritstjóri Veiðimannsins, er að vinna að bók um veiðiár og vötn, en sú bók á víst að koma út innan skamms. Þorkell Fjeldsted gaf út fyrir skömmu myndband um netaveiðina í Hvítá í Borgarfirði sem hefur vakið mikla athygli þeirra sem séð hafa. Myndbandið var sýnt á opnu húsi hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Þorkell hóf að framleiða fjósalykt á flöskum og aldrei að vita nema hann geri eitthvað nýtt i framtíðinni. Stangaveiðtfélag Hafnarfjarðar er aldrei sprækara en núna á fimmtíu ára afmælinu en það gefur út fé- lagsblaðið Agnið. Blaðið kom út fyrir skömmu og kennir ýmissa grasa eins og grein um að veiða og sleppa, minkaveiði á íslandi, unglingastarf, skoðana- könnun um veiðisvæði og ýmislegt annað sem við- kemur félaginu - blaðið er þrælgott. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnaði nýjan vef fyrir nokkrum dögum, Agn.is, en þetta er mjög fullkomin vefur og hægt að finna ýmislegt sem við- kemur veiði á vefnum. Guðni Ágústsson sagði í sam- tali við DV-Sport að þetta væri hinn fróðlegasti vefur, rétt eftir að hann opnaði hann formlega. Það styttist allverulega í að Norðurá i Borgarfirði opni fyrir veiðimenn en það veröur um mánaðamót- in. Eitthvað hafa menn verið að kikja en lítið séð enn þá enda áin mjög vatnsmikil síðustu daga. Laxá á Ásum i u Veiðifélag Laxár á Ásum í Hunavatnssýslu hefur ákveðið að áin verði boðin út næsta sum- ar til leigu. Veiðin hefur minnkað í henni og þess vegna verður veitt í færri daga í henni en oft áður í sumar. Veiðifélagið sendi fjórum aðilum bréf um daginn, meðal annars Veiðifélaginu Lax-á, Pétri Péturssyni og Þresti Elliðasyni, til kanna áhuga þeirra á málinu. Ekki er vitað um áhuga þeirra og reyndar skrýtið ef áin verður ekki auglýst þegar nær dregur. Aðeins verður leyfð fluguveiði í ánni í sum- ar og ekki veitt nema í 75 daga miðað við 90 daga í flestum öðrum ám. Leigusamningurinn er hugsaður tU þriggja ára. Eifitt er að henda reiður á hvað áin verður leigð á en kringum 20 milljónir er ekki óraun- hæft, jafnvel meira. Bændur hafa sjálfir selt veiðileyfi í Laxá á Ásum síðan elstu menn muna. Reyndar hefur ekki verið samkomulag fyrr en núna að leigja út ána. Dýrasti dagurinn í sumar er seldur á 220 þúsund og komast færri að en vilja. Veiðin þar byrjar núna 15. júní, nokkrum dögum seinna en verið hefur. -G. Bender Árni Gústafsson sveiflar flugustönginni vifi Vífilsstaöavatn í gær. Mjög góö veiöi hefur veriö í vatninu það sem af er vertíöinni. DV-mynd G. Bender Elliðavatn: 7 punda fiskur á maðk - sá stærsti á land í sumar „Þetta var hörkuveiði hjá honum Kára Friðrikssyni, fyrsta daginn sem mátti veiða og síðan tveimur dögum seinna. Þá veiddi hann þennan stóra 7 punda fisk á maðk," sagði Vignir Sigurðsson við Elliða- vatn i vikunni en fyrir nokkrum dögum kom stærsti fiskur súmarsins úr vatninu og var hann 7 pund. „Fyrsta daginn sem mátti veiða fékk hann 21 fisk og voru nokkrir þeirra 3 og 4 pund. Síðan kom hann tveimur dögum seinna og veiddi þá nokkra i viðbót og þennan stóra líka, 7 punda urriða. Veðrið hefur batnað mikið núna og hlýnað veru- lega, flugan ætti að koma meira upp næstu daga. Veiðimenn eru víða að reyna, veiðivonin er þónokkur," sagði Vignir enn fremur. Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér í vatninu í vikunni var föngulegur hópur kvenna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Veiðiskapur gekk misjafnlega en það var mikið reynt en hvasst var og fiskurinn ekki í miklu tökustuði. Veiðimaður sem var i Vífilsstaðavatni fyrir nokkrum dögum veiddi 8 bleikjur og veiðin þar hefur verið alveg ágæt. Meðal þeirra sem voru við veiðar var Þór Nlel- sen, veiðimaðurinn klóki. Góö byrjun í Litluá og Húseyjar- kvísl „Byrjunin hefur verið mjög góð í Litluá í Kelduhverfi og eiginlega mokveiði á köfl- um, þrátt fyrir að veörið hafi alls ekki ver- ið gott," sagði Pálmi Gunnarsson, annar af leigutökum árinnar, í samtali við DV- Sport í vikunni en þá var Pálmi á leið í Kelduhverfið til veiða. „Veiðin byrjaði vel í Húseyjarkvíslinni og þetta lofar góðu með framhaldið," sagði Þorgeir Haraldsson, einn af leigutökum hennar. Mjög góð byrjun var i veiðiskapn- um í Húseyjarkvísl en Björgvin Halldórs- son og félagar voru við veiðar og fengu 29 fiska á bilinu tvö til níu pund, flestir voru um það bil sex pund. Það var mjög kalt og vatnshitinn um það bil fjórar gráður. Nokkrir fiskar voru teknir í soðið en flest- um var sleppt. Hollið sem kom á eftir var með um það bil 30 fiska, marga yfrr fimm pund, enda annálaðar aflaklær úr Hafnar- firði. Á Vatnasvæði Lýsu er bleikjan aðeins byrjuð gefa sig þessa dagana, en veiði- menn sem voru þarna fyrir skömmu veiddu nokkrar. Líklega er þetta í bland staðbundin bleikja og sjóbleikja. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.