Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Page 12
12 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 DV Frá vettvangl slysslns. Tveggja daga þjóðarsorg Björgunarmenn hafa gefið upp alla von um að finna einhvern á lífi í rústum lestarslyssins í Tansaníu sem kostaði minnst 200 manns lífið á mánudag. 900 til viðbótar eru al- varlega slasaðir. Benjamin Mkapa, forseti lands- ins, lýsti í morgun yfir tveggja daga þjóðarsorg um leið og hann sagði að slysið og orsakir þess yrðu rannsak- aðar til hlítar. Forsetinn var á slys- stað í gær og sagði að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma i veg fyrir stórslys en sumir farþeganna hafa sakað lestarstjórann um van- rækslu. „Allt bendir til þess að um slys sé mn að ræða,“ sagði Mkapa. „Og við erum bjargarlaus gagnvart slysum." Rassskellingar eru af hinu slæma Þó að foreldrar nái athygli bama sinna um leið þegar þeir rassskella þau getur það hins vegar haft slæm- ar afleiðingar þegar til lengdar lætur. Samkvæmt rannsókn Eliza- beth Thompson, sálfræðings við Columbia-háskólann í New York, geta þau börn sem refsað er með rassskellingum orðið árásargjöm á fullorðinsárum, jafnvel ofbeldisfull. „Líkamleg refsing er góð leið til að fá bömin til að hlýða tilmælum foreldra sinna umsvifalaust en jafnframt getur það leitt til þess að bömin geti á fullorðinsárum farið að leggja hendur á eigin böm eða maka sína,“ sagði Thompson. Refsing af þessu tagi er hvergi meira stunduð en í Bandarikjunum, þar sem rannsóknin fór fram. REUTERSMYND Farinn Nebojsa Pavkovic hershöfðingi hefur látið undan og hætt sem yfirmaður júgósiavneska herráðsins eftir að Kostunica forseti rak hann. Hershöfðinginn lét loks undan Nebojsa Pavkovic hershöfðingi, sem var rekinn úr starfi yfirmanns júgóslavneska heraflans, hefur tekið poka sinn og skipaður eftirmaður hans tekið við stjómartaumunum. Pavkovic, sem var fyrram banda- maður Slobodans Milosevics, hafði haft uppi hótanir um að hlýðnast ekki Vojislav Kostunica forseta sem rak hann. Að sögn fjölmiðla í Belgrad i morgun hafði Kostunica aflað sér stuðnings yfirmanna hers- ins í málinu. Arafat lagöi „hryðju- verkasamtökum" lið - samkvæmt heimildum Bush Bandaríkjaforseta George W. Bush Bandaríkjafor- seti fékk fregnir af því í síðustu viku að Yasser Arafat hefði stutt samtök fjárhagslega sem hafa staðið fyrir mörgum sjálfsmorðsárásum í ísrael undanfarið. Það var embætt- ismaður í Bandaríkjunum sem greindi frá því i gær að leyniþjón- usta Bush hefði fært sönnur á þetta í síðustu viku. Bush hélt til Kanada i gær á leið- togafund G8-ríkjanna þar sem aðrir leiðtogar hikuðu við að standa á bak við orð Bush um að Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, ætti að vikja frá hið fyrsta og í stað hans kjósa nýjan leiðtoga. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, talaði varfærnislega um Arafat og sagðist ekki hafa skoðun á því máli sérstak- lega en Jean Chretien, forsætisráð- herra Kanada, sagði að það gæti verið „góð hugmynd“. Bush og Chretien funduðu við komuna í gær en talið er að við- brögð við tillögum Bush um nýtt REUTERSMYND Arafat undir smásjá Bandaríkjamenn segja Arafat hafa stutt fjárhagsiega hóp sjálfsmorösliða sem hafa undanfarið ráöist á ísrael. palestínskt ríki muni verða mest áberandi á leiðtogafundinum sjálf- um. Meðal þess sem Bush hefur krafist af Palestínumönnum vilji þeir stuðning Bandaríkjastjómar eru miklar lýðræðislegar breytingar á stjómarkerflnu, stjómarskrá og nýtt öryggiskerfi sem ísraelsmenn geta tekið mark á. Á fundi Bush með Chretien varði hann rétt ísraelsmanna að „verja sig“ og sagði það sjálfsagðan rétt allra manna. Talsmenn Chretien sögðu að það sem hann meinti með „góðu hugmyndinni" væri að ef Palestínumenn ákveða sjálfir í kosningum að leyfa öðrum en Ara- fat að leiða landsmenn sína væri það af hinu góða. Chretien bætti því við að kosningamar yrðu aðeins marktækar ef þær færa fram af fullri alvöru. Palestínsku borgimar sjö á Vest- urbakkanum í ísrael eru nú her- teknar af ísraelsher og hóta þeir að gera slíkt hið sama á Gaza-svæðinu. REUTERSMYND Æðsta setur „svartagaldurs" Áhugamenn um svartagaldur hafa safnast saman í hofí hindúagyðjunnar Kamakhya í bænum Guwahati í vesturhluta Indlands þar sem þeir telja að hofið sé æðsta setur svartagaldurs í heiminum. Maðurinn á myndinni heitir Shiva Nath Aghur og er af iðkendum svartagaldurs talinn heilagur maöur. Leiðtogar auðugustu landa heims funda í Kanada: Andstæðingar hnattvæðingar ráku rassinn út í loftið Andstæðingar hnattvæðingarinn- ar afklæddu sig fyrir utan fataversl- un fyrirtækisins Gap í miðborg Cal- gary í Kanada i gær, hundraðum starfsmanna í nærliggjandi bygg- ingum til óblandinnar skemmtunar. Með þessu vildu mótmælendur lýsa áliti sínu á steinu Gap í starfs- mannamálum. Mótmælin í gær vora liður í að- geröum sem andstæðingar hnatt- væðingar hafa boðað vegna leið- togafundar hins svokallaða G-8 hóps auðugustu ríkja heims sem haldinn er i fjallabænum Kananskis, um 90 kílómetra frá Calgary. Leiðtogamir hefja tveggja daga fund sinn í dag þar sem þeir munu ræða ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs, baráttuna gegn hryðjuverka- starfsemi og aðstoð við Afríkuríki. Kanadísk stjómvöld, gestgjafar REUTERSMYND Rasslnn út í loftið Andstæðingar hnattvæðingarinnar ráku rassinn út í loftið í Kanada í gær til að sýna andúö sína á fjöl- þjóöafyrirtækjum og stefnu þeirra. fundarins, hafa gætt þess vandlega að mótmælendur komist hvergi nærri leiðtogunum, eins og gerðist á fundinum í Genúá á Ítalíu í fyrra. Hermenn með skriðdreka og leysi- stýrð flugskeyti að vopni gæta þess að óboðnir gestir komist ekki í tæri við leiðtogana. Meira að segja bjam- dýrin sem lifa í grennd við fundar- staðinn fá ekki að fara frjáls ferða sinna. Komið hefur verið fyrir senditækjum á þeim til að koma megi í veg fyrir að varðmenn og dát- ar eyði púörinu aö óþörfu. Reikna má með að umdeildar hugmyndir Georges W. Bush Bandaríkjaforseta til lausnar deil- um ísraela og Palestínumanna verði aðalumræðuefnið. Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, er hins vegar staðráðinn í að beina kastljós- inu að fátækum Afríkulöndum. msmm Til í að loka búðum Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, sagði i gær að hann vildi loka Sangatte flótta- mannabúðunum sem hafa valdið titringi í samskipt- um Frakka og Breta. Hann sagðist þó aðeins myndu gera það ef Bretar hertu lög sín um innflytjendur. Sprengjugabb tafði för Sprengjugabb tafði fór flugvélar ísraelska flugfélagsins E1 A1 frá Kaíró í Egyptalandi um tvær klukkustundir seint í gærkvöld. íhuga ríkisábyrgð á iáni Stjórnvöld í Washington íhuga að veita lestarfyrirtækinu Amtrak að minnsta kosti 100 milljóna dollara ríkisábyrgð til að bjarga megi því úr fjárkröggum. Mahathir ætlar að fara frá Fjölmiðlar í Malasíu voru bæði undrandi og hrifnir vegna opinberr- ar tilkynningar um að Mahathir Mohammed forsætisráðherra ætlaði að fara frá og afhenda varaforsætis- ráðherranum völdin. Hundruð deyja í flóðum Gífurleg flóð í Kína hafa orðið að minnsta kosti 543 að bana í Kína í þessum mánuði og búast má við fleiri fómarlömbum þegar flóðatím- inn nær hámarki í júlí og ágúst. Á leið yfir Andesfjöll Bandariski auð- kýfmgurinn, ævin- týramaðurinn og loftbelgsfarinn stefhdi hraðbyri í átt til Andesfjalla í gær á leið sinni kringum hnöttinn í loftbelg. Veður var nokkuð gott og hefur ferðinni miðað vel til þessa. Vika er síðan Fossett lagði upp í hnattflugið frá Ástralíu. Veiða mýs til að græða íbúar þorps eins í Kambódíu hafa ákveðið að reyna að græða aðeins á öllum músunum sem eru á ökrunum og selja þær til matar í ná- grannalandinu Víetnam. Dóms að vænta 1. júlí Dómari í Perú sagði í gær að hann myndi kveða upp fyrsta úrskurð sinn í máli gegn Vla- dimiro Montesinos, fyrrum yfirmanni leyniþjónustunnar, þann 1. júlí næst- komandi. Montesinos er í gæslu- varðhaldi, ákærður fyrir margvis- lega glæpi svo sem fjármálaspill- ingu, morð og peningaþvætti. Tvíburaaðgerð frestað Læknar í Bandaríkjunum ákváðu í gær að fresta aðgerð þar sem skilja átti að síamstvíbura sem vaxnir era saman á hvirfliniun. Vandræði komu upp eftir að aðgerðin var byrjuð á mánudag. Hvítir bændur mótmæla Tveir hvítir bændur í Simbabve höfðuðu mál í gær til að reyna að fá ógilta ákvörðun stjómvalda um að hvítir bændur skuli yfirgefa jarðir sínar á næstu 45 dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.