Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 Skoðun DV Stundarðu líkamsrækt reglulega? (Spurt á Akureyri) María Tryggvadóttir, náms- og leiósögumaður Nei. Þaö er aöallega vegna tímaieysis og áhugaieysis. Ég vel frekar útivistina en lík- amsræktina sem slíka. Valgerður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Já, en meö hléum samt. Þaö er helst ef maöur fer í frí eöa einhverjar breytingar veröa tímabundiö sem þetta fellur niöur. Guðlaugur Jóhannsson, starfsmaður Vífilfells Nei, ekki reglulega, aöallega vegna tímaleys- is. Ég ferþó á veiöar á vetuma og slíkt. Fæ reyndar þó nokkuö út úr því aö lyfta kössum í vinnunni. Steinar Óli Gunnarsson sjómaður Óreglulega. Ég er sjómaöur og reyni aö fara í ræktina þegar ég er í landi auk þess sem viö höfum allargræjur úti á sjó. Já, ég fer í vaxtarræktina reglulega. Síöan hjóla ég auövitaö oggeng. Þaö gefst alltaf einhver tími. Sigurgelr Júlíusson sjómaður Já, viö hjónin göngum nokkra kílómetra á hverjum degi, heima í Hrísey. Síöan fer ég á trílluna mína og dreg fisk mér til gamans. Slysagildra segja foreldrar í Grafarvogi - lítil hætta á feröum, segir gatnamálastjóri. Hér sést tjörnin sem um ræöir. „Staðsetning tjamarinnar inni í miðju umferðarmann- virki gerir hana óaðgengi- lega, langtímum saman verð- ur vatn í henni gruggugt og lítið freistandi.“ verður vatn í henni gruggugt og lítið freistandi. Einnig eru bakkar hallalitlilr og oftast er mesta dýpi eimmgis rúmur metri. Komi í ljós að börn sæki í tjöm- ina þannig að af stafi slysahætta verður hún girt af. Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar, skrifar: Föstudaginn 14. júní sl. birtist í blaðinu grein um settjörn sem verið er að gera á gatnamótum Vikurvegar og Vesturlandsvegar. í greininni er því haldið fram að dýpi tjarnarinnar verði allt að 3,5 metrar, henni sé ætlað að taka við yfirborðsvatni ásamt skólpi og að af henni stafi slysahætta. Hlutverk tjamarinnar er að taka við regnvatni af nálægum götum, gönguleiðum og húsþökum og er gert ráð fyrir að verulegur hluti þeirra óhreininda sem í ofanvatn- inu eru nái að botnfalla i tjörninni áður en því er veitt úr henni i Úlf- arsá. Engu skólpi er veitt í tjömina. Bakkar tjamarinnar eru með litlum halla, 1 á móti 3, og mesta dýpi í þurrviðri er um 1,15 m. í aftakarigningu getur dýpið orðið allt að 2,0 metrar og hámarksdýpi, sem reiknað er með að komi á u.þ.b. 10 ára fresti og standi ein- ungis stuttan tíma, er um 2,50 m. Að mínu mati stafar því lítil sem engin slysahætta af tjöminni. Stað- setning tjarnarinnar inni í miðju umferðarmannvirki gerir hana óaðgengilega, langtímum saman Gatnamálastjórinn í Re^kjavík: Lítil sem engm slysa- hætta af tiörninni Gyðingar í Palestínu munu fá harðan dóm „Sá fasismi sem þama á sér stað er argasta drepkýli jarðarinnar. Einn góðan veðurdag á það kýli eftir að springa. Þá hefst þriðja heimsstyrjöldin - Harma- geddon. “ S.R. Haralds, Bakkakoti, Reykjavík, skrifar:_____ Markmiðið hjá gyðingum í Palest- ínu er að losna fyrir fullt og allt við alla Palestínu-Araba úr landinu. Þetta land tóku ísraelsmenn með valdi og blóðsúthellingum frá Aröb- um eftir 1000 ára búsetu þeirra. Það var aðeins hægt með dyggri aðstoð Bandaríkjamanna og peningum frá Þýskalandi. Heimurinn horfði á miskunnarlaus hryðjuverkin og pyntingar fómarlambanna án þess að hafast að. Nú ætti flestum að vera ljóst að ísraelsmenn munu ekki linna látum fyrr en síðasti Arabinn er farinn, eða drepinn. Sá fasismi sem þama á sér stað er argasta drepkýli jarðar- innar. Einn góðan veðurdag á það kýli eftir að springa. Þá hefst þriðja heimsstyijöldin - Harmageddon. Þegar það gerist munu allar Araba- þjóðir verða tilbúnar að beijast og gera út af við gyðingana. Spádómar i Biblí- unni nefna gyðingabyggð í Palestínu „glæpaland" og fólkið „lýðinn sem Drottinn er eilíflega reiður." Drottinn er reiður af því að þeir krossfestu ekki aðeins Jesúm heldur drápu flesta spá- menn þeirra. Enn munu þeir drepa tvo i viðbót i náinni framtíð. Því er spáð í Opinberunarbókinni 11:1 -13. Þegar Jesús var handtekinn öskruðu prestamir og múgurinn: „Komi blóð hans yflr oss og yfir böm vor, eins og segir í Matteusi. Einmitt þetta gerðist i helfórinni í síðustu heimsstyijöld. Drottinn beið í 2000 ár fyrir gyðinga að iðrast en það hafa þeir ekki enn þá gert. Þeir munu því hljóta harðari dóm eins og Jesaja spáði forðum. Friður í Mið-Austurlöndum er draumur sem mun ekki rætast fyrr en eftir þriðju heimsstyrjöld. Þetta em spádómar Biblíunnar og Nostradamusar. i I Síminn, leyniregla Einhverra hluta vegna hefur Garri alveg ómældan og gott ef ekki ótrúlegan áhuga á stjómum fyrirtækja. Fátt finnst Garra jafn- skemmtilegt og að fletta í ársskýrslum fyrir- tækja og kynnast því hvaða menn og konur sitja i stjórnum þeirra og fara með raunverulegu völdin sem skipta sköpum þegar á reynir. Garri er svolítið manískur á stundum og þar af leiðandi hefur þessi árátta hans að fylgjast með stjórnum fyrirtækja leitt hann út á nafír þær sem stundum eru kenndar við nörda. Hann á nú þegar gott safn um allar helstu stjórnir fyr- irtækja landsins og hefur komið sér upp lltilli aðstöðu í kytru undir stiga heima hjá sér þar sem hann geymir allar helstu úrklippumar sín- ar af starfandi stjórnarformönnum landsins. Eina mynd hefur vantað í þetta góða safn Garra í alltof langan tima, eða í nálega sex vik- ur og tveimur dögum betur. Það er myndin af Rannveigu Rist, álkonunni góðu sem gerð var að stjórnarformanni Landssímans eftir að fjöl- miðlum tókst að eyðileggja það fyrirtæki og all- an þess mannskap á liðnum vetri. Garri hefur reynt allt til að ná mynd af þess- ari konu á stjórnarfundi Símans og notað til þess margvíslegar aðferðir en allar án árangurs. Þess vegna hugsaði Garri sér gott til glóðarinn- ar í gær þegar hann hafði spurnir af því að stjóm Símans væri að funda. Hann tjaldaði með prímusgræjurnar sínar á Austurvelli og beið þar með kíkinn góða sem hann fékk í fertugs- gjöf frá félögunum um árið. Dagurinn leið, já al- veg frá morgni til kvölds, en ekki vottaði fyrir hjálmi úr ísal á stangli. Hins vegar var þeim mun meira af ágætlega græjuðum öryggisvörð- um allt í kringum aðalstöðvar Símans og upp úr klukkan fimm síðdegis tóku almennir starfs- menn Símans að raða sér hringinn í kringum hús félagsins við Austurvöll. Þar héldust þeir í hendur og vart hefði annað en fuglinn fljúgandi komist inn fyrir raðir þeirra. Sá fugl reyndist vera þyrla. Hún lenti á planinu framan við að- albygginguna. Þar steig stjómin út og skaust inn í skjóli öryggisvarða. Rétt sást í stöku frakkalaf. Garri náði engri mynd og reyndar engum áttum eftir þetta sjónarspil. Hann gefst samt ekki upp og hefur beðið drátthagan bróður sinn um að teikna andlitin af stjórnarfólki Símans eftir minni sínu. Það mun takast einhvem veginn. CiXrrl Presturinn og baráttan gegn næturlífinu JMG skrifar: Það var gott framtak hjá Land- lækni og Geðhjálp að stofna til ráð- stefnu um for- dómana í þjóðfé- laginu - og ekki síst var það al- deilis prýðilegt að leggja aðaláherslu á eigin fordóma en ekki annarra. Ég sá á myndum að miðborgar- presturinn, séra Jóna Hrönn Bolladóttir, sat við háborðið þegar verkefninu var hleypt af stokkun- um og þótti mér það vel við hæfi. Þessi prestur hefur haft uppi mikla fordóma gegn skemmtanalífinu í miðborginni og sérstaklega gegn næturklúbbunum. En vonandi tekst henni nú að vinna bug á þess- um fordómum sínum með guðs hjálp. Við sem stundum nætur- klúbbana leggjum mikið upp úr því að hafa prestinn á okkar bandi. Séra Jóna Hrönn Bolla- dóttlr - berst gegn næturlífi miö- borgarinnar. GO-flugfélagið var mlkll kjarabót - en er von á annarri eins þjónustu í sumar? Hvar eru lágu fargjöldin? Kona hringdi með fyrirspurn: Hvað varð um ódýra leiguflugið sem boðað var í fréttum í vetur eða vor? Talað var um að eitthvert er- lent flugfélag, hvers nafn ég ekki man, mundi koma í stað Go-flugfé- lagsins, sem mér skilst að Flugleið- ir hafi hrakið út af Islandsmark- aði. Gaman væri ef fjölmiðlar gætu flutt meiri fréttir af þessu máli. Það munar almenning í þessu landi heilmiklu hvort borgaðar eru 20 þúsund krónur fyrir skuthð til útlanda eða kannski 50 þúsund. Minningargrein- ar geta verið skemmtilegar KK sendi eftirfarandi pistil: Minningargreinar geta verið kostulegar og skemmtilegar, enda vinsælasta efhi sumra fjölmiðla. Ég læt flakka nokkur gullkom, eins konar sumarskaup, sitt af hverju sem hefur farið í gegnum prófarkalesturinn, en ekki ábyrgist ég að alveg rétt sé eftir haft: „Hann giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni og átu þau tvö böm“. Eða þetta. „Gönguíferðin þeirra varð styttri en menn vonuðu. Ban- vænn sjúkdómur beið hennar bak við stein og sló hana fljótt til jarð- ar.“ Um sannan íslending sagði: „Hann var sannur Islendingur og dó á 17. júní.“ Og um konu eina: „Hún hafði þaö sterka skapgerð að smá rigningarsuddi setti hana ekki úr jafhvægi." Og: „Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kvenfé- lag.“ Eflaust kunna lesendur ýmis- legt af þessu tagi og geta þá bætt við. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.ls Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.