Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2002, Page 28
28
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002
Sport
Handknattleikur:
Austurrískur
liðstyrkur til
Eyjastúlkna
Bikarmeisturum ÍBV í
handknattleik kverma barst í
gær góöur liðstyrkur fyrir næsta
tímabil þegar tveir austurrískir
leikmenn gengu í raðir félagsins.
Önnur heitir Birgit Engi, 23 ára
gömul, kemur frá spænska
liðinu Sagunto og á að baki 55
landsleiki. Hin heitir Sylvia
Strass, 27 ára og lék síðast með
þýska liðinu SG Hessen
Hersfeld. Hún hefur leikið 114
landsleiki fyrir Austurriki.
Þessar stúlkur búa yfir mikilli
reynslu og miðað við feril þeirra
er hér um að ræða mikinn
hvalreka fyrir ÍBV. -JKS
KA ekki með á
Evrópumótinu
íslandsmeistarar KA í hand-
knattleik taka ekki þátt í meist-
aradeild Evrópu en frestur til að
tilkynna þátttöku rennur út um
mánaðamótin. Þetta var niður-
staða handknattleiksdeildar á
fundi hennar i vikunni.
„Því miður var þetta niður-
staðan en skynsemin réð ferð-
inni í þessari ákvörðun og um
hana var einhugur. Áhættan er
mikil hvaö fjármálahliðina varð-
ar en reksturinn almennt séð er
nógu erfiður fyrir þótt maður
bæti ekki þátttökunni í Evrópu-
keppninni ofan á allt saman.
Undir niðri hefði ég viljað sjá
liðið taka þátt í meistaradeild-
inni en stjórnin hefur tekið þá
ákvörðun að vera ekki með,“
sagði Árni Þór Freysteinsson,
framkvæmdastjóri handknatt-
leiksdeildar KA. -JKS
Heimir Örn
til Haslum?
Heimir Örn Árnason, hand-
knattleiksmaður úr röðum ís-
landsmeistara KA, gerði norska
liðinu Haslum gagntilboð á dög-
unum og samkvæmt heimildum
blaðsins er ekki loku
fyrir það skotið að
hann leiki með lið-
inu á næsta tímabili.
Heimir Öm skoðaði
aðstæður hjá
Haslum ekki alls fyr-
ir löngu og gerði norska liðið
honum tilboð. Hann gerði síðan
liðinu gagntilboð og bíður hann
svara við því. -JKS
Kanslarinn fagnar
Þýska þjóöin réö sér ekki fyrir kæti í gær þegar Ijóst varö aö þýska landsliö-
iö haföi tryggt sér sæti í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu.
Gífurlegur fjöldi kom saman í borgum og bæjum um allt Þýskaland og horfði
á leikinn viö S-Kóreu á risaskjám sem haföi veriö komið upp. Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands, er mikill áhugamaöur um knattspyrnu og aö
sjálfsögöu fylgdist hann meö leiknum í beinni útsendingu. Hann var aö vísu
staddur i Kanada í tengslum viö fund stærstu iönríkja heims. Kanslarinn
sést hér rísa upp úr stól sínum og fagna þegar Þjóöverjar skoruöu mark sitt
gegn Kóreumönnum. JKS/Reuter
Breytingar hjá íslandsmeisturunum í körfuknattleik:
Brenton til Frakklands
- og Logi Gunnarsson með tilboð frá evrópskum liðum
Það er orðið ljóst
að Brenton Birming-
ham leikur ekki
með Njarðvík á
næsta keppnistíma-
bili en hann hefur
samið við Rueil-
Malmaison i 2. deild-
inni í Frakklandi.
Brenton, sem fékk
íslenskt ríkisfang
síðasta sumar, leik-
ur í Frakklandi sem
Evrópuleikmaður.
Brenton hefur átt
glæsilegan feril hér
á landi en hefur
leikið sinn síðasta
leik hér á landi í
bili. Hann mun í
Brenton Birmingham hefur leikiö stórt hlutverk meö sumar leika með ís-
íslandsmeisturum Njarövíkinga í körfuknattleik. lenska landsliðinu
sem tekur þátt í Norðurlandamóti
landsliða i lok ágúst. Það er ljóst
að Njarðvík veikist þónokkuð við
að missa Brenton.
Logi meö tilboö frá Belgíu,
Þýskalandi og Frakklandi
Þá er nánast öruggt að Logi
Gunnarsson leikur ekki heldur
með Njarðvík næsta vetur þar
sem hann er orðinn nokkuð eftir-
sóttur meðal liða í Evrópu. Logi
hefur fengið nokkur tilboð frá lið-
um í Þýskalandi, bæði efstu og
næstefstu deild, og einnig frá
Belgiu. Þá hafa lið frá Frakklandi
sýnt honum áhuga.
Hann hefur þó ekki ákveðið
hvert hann fer en segir að það
muni ráðast á næstu vikum.
-Ben
United á eftir
Rio Ferdinand
- verðlagður á 4 milljarða króna
Peter Kenyon, stjórnarformað-
ur Manchester United, staöfesti
við Reuters-fréttastofuna að hafa
átt í viðræðum við Leeds United
um hugsanleg kaup liðsins á
enska landsliðsmanninum Rio
Ferdinand. Málið
er sagt á byrjunar-
reit en engu að síð-
ur er fullyrt að
Manchester United
hafi mikinn áhuga
á að krækja í þenn-
an sterka varnar-
mann. Ekki er þó
víst að United sé
eitt um áhuga á
Ferdinand en í gær
kom fram að
ítalska liðiö
Juventus sýndi
leikmanninum
einnig áhuga.
Vitað er að fjár-
hagsstaða Leeds er
ekki sterk um þess-
ar mundir fremur
en reyndar margra
annarra liða. Leeds er talið
skulda rúma þrjá milljarða króna
og ekki verður grynnkað á skuld-
unum nema selja leikmenn.
Ferdinand gekk í raðir Leeds fyr-
ir um einu og hálfu ári frá West
Ham. Leeds greiddi
þá 2,4 milljarða fyr-
ir leikmanninn sem
hefur siðan hækkað
töluvert í verði.
Peter Kenyon
sagði að ekkert
gerðist í þessum
efnum fyrr en eftir
heimsmeistara-
keppnina en fyrir
utan þessi hugsan-
legu kaup gæti orð-
ið einhver breyting
á leikmannahópi
United fyrir næsta
tímabil. Liðið ætlar
sér stóra hluti
næsta vetur en það
vann enga titla á
siðasta tímabili.
-JKS
Rio Ferdinand er í hópi bestu
varnarmanna heims í dag.
Ronaldinho fer
ekki frá PSG
- segir forseti franska félagsins
Italska stórliðið Inter Milan fékk
orð í eyra frá forseta franska liðsins
Paris St. Germain í gær sem sagði
að Brasilíumaðurinn Ronaldinho
færi hvergi frá félaginu eins og látið
hefur verið uppi. Forsvarsmenn Int-
er lýstu því yfir í siðustu viku að
þeir hefðu mikinn áhuga á því að fá
Ronaldinho til félagsins. Félagi
hans í brasilíska landsliðinu, Ron-
aldo, er á mála hjá Inter og sáu Int-
er-menn þá félaga fyrir sér í fremstu
víglínu.
Forseti Parísarliðsins, Laurent
Perpere, sagði I gær engin áform
þess efhis að Ronaldinho væri á for-
um frá París. Hann væri leikmaður
félagsins og myndi leika með því á
næsta tímabili undir stjóm Luis
Femandez.
Ronaldinho, sem þykir eiga mikla
framtíð fyrir sér, hefur þó sagt sjálf-
ur að hann hafi mikinn áhuga á að
leika á Italíu og þangað stefndi
hann leynt og ljóst. Hann hefur
skorað tvö mörk á heimsmeistara-
mótinu en hefur samhliða því verið
að skapa mikinn usla í vömum and-
stæðingana. Hann var fjarri góðu
gamni gegn Tyrkjum í undanúrslit-
unum í morgun þar sem hann tók
út leikbann. Hann fékk að lita rauða
spjaldið i leiknum gegn Englending-
um, að mörgum fannst mjög ósann-
gjarnt.
-JKS
Hinn brasilíski Ronaldinho er ungur
aö árum og framtíðin blasir viö
honum í knattspyrnunni.
Norskir hefja
spark að nýju
Verkfalli hjá stærstum hluta
liða í norsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu var aflýst í gær en
það hafði staðið yfir frá því um
siðustu helgi. Leikmennimir hófu
verkfall vegna óánægju með ýmsa
þætti sem lutu að samningi þeirra
viö félögin og má í því sambandi
nefna tryggingar og félagaskipti.
Nýju samningamir ná einnig til
annarra íþróttagreina, eins og
handknattleiks og íshokkis. í
samningnum felst m.a. að
íþróttayfirvöld fari ofan í saumana
á tryggingamálum og fáist lausn i
þeim efhum eigi síðar en á næsta
ári. Ekki verður hróflað við at-
vinnumannasamningum og munu
félögin eftir sem áður sjá um þá en
leikmennimir vildu koma meira
að þeim en áður en fá ekki.
-JKS