Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Page 6
6
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002
Fréttir i>v
Hugmyndir um 300 milljóna kr. sjóð til gerðar leikins sjónvarpsefnis:
Gæti skapað 117
ársverk hér á landi
- og stóreflt menningu, þjóðarvitund og íslenskt mál
Ráðherra afhent skýrslan
Tómasi Inga Olrich menntamálaráöherra var afhent skýrsla
kvikmyndageröarmanna um sjónvarpsmyndasjóöinn í gærdag en
skýrsiuhöfundur telur aö slíkur sjóöuryröi sem vítamínsprauta fyrir
framleiöslufyrirtæki og atvinnulífiö í landinu.
Stofnun sjónvarpsmyndasjóðs
með ríkisframlagi upp á 300 millj-
ónir króna árlega skiptir sköpum
fyrir framleiðslu leikins íslensks
sjónvarpsefnis. Þetta eru niður-
stöður skýrslu sem Sigurður G.
Valgeirsson hefur unnið fyrir Afl-
vaka hf. en þar eru færð rök fyrir
stofnun slíks sjóðs. Bandalag ís-
lenskra listamanna, Framleiðenda-
félagið SÍK, Kvikmyndasjóður ís-
lands, Akademian og fleiri aðilar
hafa undanfarið leitað leiða til að
efla gerð leikins efnis fyrir sjón-
varp og þar hefur hugmyndin um
öflugan sjóð notið nokkiurar hylli.
Helstu rökin fyrir stofnun sjóðs-
ins eru m.a. þau að ein forsenda
þess að þjóðtunga og menning lifi
er að landsmenn fái að fylgjast
með islenskum samtímasögum í
sjónvarpi auk þess sem lands-
byggðin fær að sjá fyrsta flokks
innlenda leiklist og sitm- þannig
menningarlega við sama borð og
höfuðborgarsvæðið.
Fjárhagsleg rök eru einnig nefnd
í skýrslunni en með slíka upphæð í
veganesti ættu íslenskir framleið-
endur auðveldara með að nálgast er-
lenda fjármögnun, taka þátt í sam-
fjármagnaðri framleiðslu og er talið
að slíkt geti skilað allt að 200 millj-
ónum þannig að innlend framleiðsla
efnis gæti numið 500 milljónum
króna árlega. í skýrslunni er sagt að
slíkt átak myndi „stórefla þjóðarvit-
und íslendinga, íslenskt mál og
menningu" en leikið, innlent efni er
með vinsælasta sjónvarpsefni.
Skýrsluhöfundur telur að slíkur
sjóður myndi skapa 117 ársverk í
kvikmyndaiðnaðinum sem væri
mikil vítamínsprauta fyrir fram-
leiðslufyrirtæki og atvinnulífið í
landinu. Eins telur hann að endan-
legur kostnaður ríkisins við að
stuðla að gerð leikins efnis fyrir 505
milljónir króna væri tæpar 163
milljónir. Til að fá þá niðurstöðu
notar hann sömu forsendur og not-
aðar voru í skýrslu um kvikmynda-
iðnaðinn á íslandi og gerð var árið
1998. Miðað er við að ríkið fái hluta
af 300 milljóna framlagi sinu til
baka í skatttekjum, auk þess sem
hluti af erlendum styrkjum rynni
einnig til rikisins en gert er ráð fyr-
ir að skatttekjur séu um 30-35% af
heildarframleiðslukostnaði innan-
lands.
Skýrslan var afhent Tómasi Inga
Olrich menntamálaráðherra í gær.
-ÓSB
Sparisjóðshneykslið í Bandaríkjunum á síðustu öld:
Sagt vera mesta rán 20. aldar
- margir misstu aleiguna þegar hundruð sparisjóða fóru á hausinn
Margir misstu aleiguna
Allt fram til ársins 1994 fóru hundruö sparisjóöa á hausinn. Margir misstu
aleiguna og óprúttnir fjármáiaspekúiantar sem náöu undirtökum í sparisjóö-
unum lugu, sviku og stálu og auöguöust margir þeirra gríöarlega.
Langt er frá að öll kurl varðandi En-
ronhneykslið séu komin til grafar. Það
er talið stærsta gjaldþrot í sögu Banda-
ríkjanna og stendur yfir víðtæk rann-
sókn á margþættu misferli sem fram
fór áður en orkurisinn var tekin til
skipta. Meðal þeirra sem svara verða
til saka er eitt stærsta endurskoðenda-
fyrirtæki í Bandaríkjunum sem tók
þátt í svindlinu. Framkvæmdastjórar
Enron og dótturfyrirtækja skella skuld-
inni hver á annan og fjöldi annarra fyr-
irtækja blandast í málið. Gjaldþrotið er
hápólitískt enda eru nánir samstarfs-
menn og vinir Bush forseta og marga
annarra stjómmálamanna í vondum
málum og eiga dóma yfir höfði sér.
í umfjöllun um Enrongjaldþrotið
minna fréttaskýrendur vestra á spari-
sjóðshneykslið mikla sem þeir kalla
sumir hveijir mesta fjármálaglæp 20.
aldarinnar. Því er haldið fram fullum
fetum að bófar hafi stolið milli 400 og
500 milljörðum dollara af viðskiptavin-
um sparisjóðanna og af skattgreiðend-
um þegar þeir fóru að bralla með eigið
fé sparisjóðanna. Talið er að upp undir
þúsund sparisjóðir hafi orðið gjald-
þrota þegar óprúttnir fjármagnsbrask-
arar tóku fé þeirra traustataki.
Einkum fasteignaveö
Sparisjóðimir í Bandaríkjunum lán-
uðu einkum út á fasteignaveð. Þeir
stóðu að miklu leyti undir íbúðakaup-
um millistéttarfólks og voru eins konar
húsnæðismálastofnanir í sveitarfélög-
um vítt og breitt um Bandarikin. Þeir
vom svo þýðingarmiklir fyrir hinn al-
menna borgara að stjómmálamenn
sem einu sinni báru hag alþýðunnar
fyrir brjósti gengust fyrir lagasetningu
um aö lán sparisjóðanna vom bak-
tryggð af ríkinu.
Undantekningalítið skiluðu spari-
sjóðimir hlutverki sínu með sóma.
Þeir urðu aldrei gróðafyrirtæki en
mjög mikilvægir til að bæta kjör með-
altekjufólks og stuðla að efiiahagslegu
jafnvægi í hinu mikla landi tækifær-
anna. Starfsemi þeirra var takmörkuð
við veðlán og ríkistryggingunni fylgdu
ströng skilyrði um að fé þeirra væri
ekki notað til annars en hæfði hálfopin-
bera húnæðislánakerfi.
En samanlagt vora sparisjóðimir
svo mikil efhahagsstærð að fjármála-
heimurinn lét ekki staðar numið við að
sölsa þá undir sig fyrr en Ronald Reag-
an forseti breytti lögum. Fé sparisjóð-
anna mátti þá nota til hvers konar fiár-
málastarfsemi. En einu breytti forset-
inn ekki, enda vora ráðgjafar hans ekk-
ert að skýra honum frá hrapallegum
mistökum sem allir sáu nema frjáls-
hyggjumaðurinn frá Kalifomíu. Eftir
að fjármagn sparisjóðanna var gefið
frjálst var baktrygging rikisins áfram í
fuilu gildi.
Forsetinn á lögin
Ronald Reagan forseti setti lög um
frelsi og einkavæöingu sparisjóö-
anna sem þóttu hafa hrikalegar af-
leiöingar.
Þeir sem plötuðu Reagan og töldu
honum trú um að gamla sparisjóðs-
formið væri úrelt og svaraði hvergi
kröfum timans og hins frjálsa peninga-
markaðar fóru nú að ráðskast með rík-
istryggt eigið fé sparisjóðanna.
Aleigan farin
Ailt fram til ársins 1994 fóra
hundruð sparisjóða á hausinn. Margir
misstu aleiguna og óprúttnir fjármála-
spekúlantar sem náðu undirtökum í
sparisjóðunum lugu, sviku og stálu og
auðguðust margir þeirra gríðarlega.
Sumir þeirra sitja á þingi eða háum
embættum og aðrir styrkja kosninga-
sjóði stóru flokkanna ríflega og enn
aðrir skúra gólf í fangelsum.
Fjöldi bóka hefúr verið skrifaður um
spaisjóðshneykslið (S&L scandal) og
rakið hve svívirðilega ræningjar stóðu
að verki og flett hefur verið ofan af
mörgum „heiðursmanninum" sem
krækti sér í milljónir á vinsælan hátt.
Þá hafa dómstóiar haft ærinn starfa við
að rannsaka og dæma í þjófnaðarmál-
um sem leiddu af einkavæðingu hús-
næðislána hinna starfandi stétta.
En langflestir gróðapunganna ganga
samt lausir og era meðal máttarstólpa
þjóðfélagsins. Þess má geta að það sem
eftir lifði af valdaferli Reagans og alla
valdatíð Bush eldri í Hvíta húsinu, eða
í átta ár, var aldrei minnst á löggjöfma
um sparisjóðina frá 1982 af þeim stjóm-
völdum sem báru ábyrgð á skemmdar-
starfseminni. Kannski ekki von þar
sem einn sparisjóðstjóranna sem bor-
inn var þungum sökum fyrir að steypa
stofiiuninni sem honum var trúað fyrir
í gjaldþrot var sonur Bush eldri, vara-
forseta og siðar forseta, og er eðlilega
bróðir núverandi Bandarikjaforseta.
Hann hefur aldrei verið sakfelldur.
Gjaldþrot Enron er enn í rannsókn
og er staðhæft að það sé glæpsamlegt,
ekki síður en tiltektir fjármálajöfranna
sem hirtu sparisjóðina á sínum tíma.
En fréttaskýrendur taka svo djúpt i ár-
inni að telja rán sparisjóðanna mesta
glæp 20. aldar í Bandaríkjunum og að
afleiðingamar hafl ekki verið minni en
af verðfallinu mikla í Wall Street 1929.
Er þá mikið sagt. -OÓ
(Heimildir eru m.a:
St Petersburg Times)
1 Sólargangur oj u/íiJJ
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 24.02 24.49
Sólarupprás á morgun 03.00 01.39
Síðdegisflóð 20.21 00.54
Árdegisflóð á morgun 08.42 13.15
Vestan og suðvestan 3-10 m/s,
hvassast á annesjum norðan til.
Bjart veður, en þykknar upp
vestanlands. Suðlægari vestan til I
nótt og fer að rigna. Hiti 10 til 20 stig
aö deginum, hlýjast suðaustan- og
austanlands.
Rignir víöa
Hæg vestlæg eða breytileg átt,
skýjað og smá súld eða rigning víða
um land, einkum við ströndina. Hiti
10 til 20 stig
Laugardagur Sunnudagur Mánudagur
o Hiti 9°
Hiti 9° Hiti 9°
til 18“ til 18“ til 17®
Vindun 3-6 oíA Vindur: 3-7»'/. Vtndur: 4-7 m/s
7» 7» t
Hæg breytileg átt og skýjaö meö köflum, en lítils háttar þokusúld viö ströndina. Hiti 9 til lflstig. hlýjast inn til landsins. Hæg breytileg átt og skýjaö meö köflum, en fitils háttar þokusúld viö ströndina. Htti 9 til 18 stig, hlýjast inn til iandslns. Suölæg átt og súld eöa rigning sunnan- og vestanlands, en annars skýjaö meö köflum og þurrt. Áfram hlýtt í veöri
EBK
m/s 0-0,2
Logn
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola Stinningsgola Kaldi 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7
Stinningskaldi
Alihvasst
Hvassviöri
Stormur
Rok
Ofsaveður
Fárviðri
10.8- 13,8
13.9- 17,1
17,2-20,7
20,8-24,4
24.5- 28,4
28.5- 32,6
>= 32,7
AKUREYRI léttskýjað 10
BERGSSTAÐIR
BOLUNGARVÍK léttskýjaö n
EGILSSTAÐIR léttskýjað 7
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 11
KEFLAVÍK skýjaö 8
RAUFARHÖFN heiðskírt 8
REYKJAVÍK skýjað 7
STÓRHÖFÐI skýjað 9
BERGEN skúrt 9
HELSINKI skýjaö 14
KAUPMANNAHÖFN skýjað 14
ÖSLÓ skýjað 12
STOKKHÓLMUR skúr 13
ÞÓRSHÖFN skýjað 8
ÞRÁNDHEIMUR rigning 11
ALGARVE léttskýjaö 17
AMSTERDAM skýjað 15
BARCELONA
BERLIN skýjað 18
CHICAGO hálfskýjað 23
DUBLIN skýjað 11
HALIFAX alskýjaö 13
FRANKFURT léttskýjaö 18
HAMBORG skúr 13
JAN MAYEN alskýjaö 4
LONDON léttskýjað 13
LÚXEMBORG léttskýjaö 13
MALLORCA hálfskýjaö 22
M0NTREAL 21
NARSSARSSUAQ rigning 12
NEW YORK skýjað 27
ORLANDO alskýjað 23
PARÍS léttskýjað 14
VÍN léttskýjaö 19
WASHINGTON alskýjaö 22
WINNIPEG heiöskírt 21
TTT.ViY.iDimrjimLi.a