Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Síða 8
8 Fréttir FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 !DV Hlaut meðaleinkunnina 9,43 frá Háskóla íslands: Las 700 blaðsíður á dag - lokaritgerðin um eignastýringu lífeyrissjóða DV-MYND HARI Dúx viðskipta- og hagfræöideildar Hl Marinó Örn Tryggvason, dúx frá viöskipta- og hagfræöideild Háskólans meö meöaleinkunnina 9,43. Þann árangur þakkar hann því aö taka námiö eins og vinnu. Hann segir námiö hafa falliö mjög vel aö áhugasviöi hans. Akureyringurinn Marinó Öm Tryggvason náði þeim einstæða árangri nýverið að útskrifast frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands með með- aleinkunnina 9,43. Deildin með stuðn- ingi Hollvinafélags deildarinnar afhenti Marinó peningaverðlaun fyrir þennan einstæða árangur. BS-ritgerð Marinós nefnist „Eignastýring og fiárfestinga- stefna lífeyrissjóða." En hvemig næst svona glæsilegur ár- angur? Marinó segir að þegar verið sé í skóla séu alltaf einhver fóg sem gaman sé að glíma við en önnur sem era lesin af skyldurækni. En þegar nemandi hafi áhuga á því sem hann er að gera sækist námið mun betur og þannig hafi það verið í langflestum greinum námsins í Háskólanum. „Ég er ekki mjög skipulagður að eðl- isfari, t.d. glósaði ég aldrei, hvorki í tím- um né utan þeirra, en ég reyndi að vera búinn að lesa svolítið það efni sem átti að fjalla um á fyrirlestrum eða annars staðar. Ég les mjög hratt, kemst yflr að lesa kennslubók sem er allt að 700 blað- síður á einum degi og láta töluvert sitja eftir. Ég kemst því yfir mikið efni á stuttum tíma en reyndi þó að taka fyrir eitt fag i hverri viku, væri það mögu- legt. Ég satt að segja veit ekki hvort ár- angurinn kemur mér sérstaklega á óvart en ég reyndi að lesa í 8 til 10 tíma á dag, tók námið eins og vinnu, sem það auðvitað er. Ég sleit það ekki í sundur með því að fara á þeim tíma út í búð, það gerði ég eftir þann tíma. Ég stefndi að því að ná 1. einkunn, 7,25 en ég fann að námið gekk strax mjög vel. Það að fara í þetta nám var ekki löngu ákveðið, ég ætlaði fyrst í sagnfræði en þegar ég fór að lesa ævisögur stjómmálamanna stönguðust oft á pælingar þeirra hvað varðar fjármál og þegar ég fór að kynna mér betur þann bakgrunn sem lá að baki orðum þeirra vaknaði áhugi á hag- fræði.“ Þú fjallai' um fjárfestingarstefnu lifeyrissjóða í ritgerð þinni. Er henni ábótavant? „Ég var nokkuð búinn að hugsa hvað lífeyrissjóðir gætu best gert til að tryggja félagsmönnum öragga afkomu þegar starfsævi þeirra lyki og hvaða áhrif það hefði aö lífeyrissjóðimir ættu svona miklar fjárfestingar erlendis. Nið- urstaða mín er sú að íjárfestingar lífeyr- issjóða séu það sem íslendingar geti ver- ið hvað stoltastir af, næst á eftir arðsöm- um og skipulögðum fiskveiðum." Er þessi ritgerð skrifuð á máli sem allt venjulegt fólk skilur eða er hún skrifúð á stofnanamáli? „Auðvitað eru í henni kaflar sem era kannski torskildari almenningi og svo era i henni ýmsar stærðfræðijöfnur. Þetta er tæknileg útfærsla á því t.d. hvemig á að fara með gengishagnað. Lífeyrissjóðimir í landinu era af stærð- argráöunni 700 miiljarðar króna svo það er gríðarlega mikiivægt að fjárfesta þær eignir sem best með sem bestri ávöxtun. Fjárfestingarstefha snýst ekki síst um það að skilgreina áhættu samfara fjár- festingu en hún verður öll að vera skil- greind að mínu mati. Það skiptir máli hvert prósent sem við gætum bætt ávöxtun lífeyrissjóðanna um og þannig aukið lífeyrisgreiðslur landsmanna þeg- ar á eftirlaunaaidur kemur. Lífeyrissjóðakerfið er í dag mjög gott. Þeir sem eiga að njóta þeirra eflir t.d. 40 ár era vel settir og það eru litlar likur á að sjóðimir verði gjaldþrota, þótt það sé svolítið misjafnt, miðað við að eignir þeirra aukist um 3,5% á ári að raun- giidi. Jafnvel þó aðeins yrði keypt ríkis- ábyrgð sem er með lægstu ávöxtun stendur kerfið vel. OECD hefur sagt að lífeyrissjóðimir hér séu of margir, það hefur batnað en þeir vora yfir 100 þegar þeir vora flestir. Ný lög frá Alþingi hafa fækkað þeim en um leið tryggt afkomu sjóðfélaga." Marinó Öm hefur hafið störf hjá Kaupþingi. -GG Margir vilja í bæjar- stjórastóla Nokkrar bæjar- og sveitarstjóra- stöður eru auglýstar lausar þessa dagana og vekja greinilega mikinn áhuga. 20 manns sóttu um stöðu bæjarstjóra á Austur-Héraði en um- sóknarfrestur um stöðuna rann út 20. þessa mánaðar. Umsækjendur eru Ágústa Björnsdóttir, Austur-Hér- aði, Ámi Múli Jónasson, Reykjavík, Ásmundur Helgi Steindórsson, Nes- kaupstað, Bjarki Már Karlsson, Hvanneyri, Bjöm Helgason, Garða- bæ, Daðey Þóra Ólafsdóttir, Akra- nesi, Eiríkur Bjöm Björgvinsson, Akureyri, Guðjón Viðar Valdimars- son, Reykjavík, Hilmar Þór Haf- steinsson, Hveragerði, Jóhann F. Kristjánsson, Reykjavík, Jón Kr. Amarson, Hallormsstað, Jónas Eg- ilsson, Reykjavík, Magnús Kristján Hávarðarson, Bolungarvík, Óskar J. Sandholt, Reykjavík, Pétur Björns- son, Reykjavík, Reynir Þorsteins- son, Raufarhöfn, Stefán Arngrims- son, Reykjavík, Steinn Kárason, Danmörku, Theodór Blöndal, Reykjavík og Ævar Einarsson, Dan- mörku. Um starf sveitarstjóra á Hólma- vík sækja Ásdís Leifsdóttir og Bjöm Helgason, bæði í Garðabæ, Jón Ingi Jónsson og Pétur Einar Traustason, báðir í Kópavogi, Magnús Már Þor- valdsson og Reynir Þorsteinsson, báðir á Raufarhöfn, Kristján Eiríks- son og Egill Rúnar Sigurðsson, báð- ir í Reykjavík, og Jón Skjöldur Karlsson á Akureyri. Einn umsækj- enda óskaði nafnleyndar. Ólafur Öm Ólafsson, viðskipta- fræðingur í Kanada, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Grindavík. -GG A æfingunni verða m.a. David Beckham og fleiri stjörnur úr enska boltanum. Allt sem þú þarft að gera er að senda okkur mynd af þér sem lýsír best hversu mikill fótboltaáhugamaður þú ert og af hverju þú ættir að fá að fara í draumaferð DV og Pepsi. Skilafrestur er til 2. júlf 2002. ATH! Ferðin er fyrir ungan fótboltaáhugamann ásamt forráðamanni. Farið verður þann 20. júlf. Senda skal myndir á DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík, merkt „Draumaferð DV og Pepsi” Orval mynda mun birtast á síðum DV. Láttu drauminn rætast 09 fleiri stjörnuvn úr enska boltanum? Ungum lesendum DV gefst kostur á að vinna sér inn ferð fyrir tvo (ungan fót- boltaáhugamann ásamt forráðamanni) til Englands og æfa undir handleiðslu Alex Ferguson hjá Manchester United.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.