Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Síða 9
9
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002
DV Fréttir
Náttúrufræðistofnun íslands:
Alls 32 fuglar eru í
útrýmingarhættu
Náttúrufræðistofnun íslands hef-
ur gefið út annan hluta íslensks vá-
lista: Válista 2 - Fuglar, sem er skrá
yfir þær tegundir íslenskra fugla
sem eiga undir högg að sækja hér á
landi, eru í útrýmingarhættu eða
hefur veriö útrýmt. Listinn, sem
tekinn er saman af sérfræðingum
Náttúrufræðistofnunar, byggist á al-
þjóðlegum stöðlum Alþjóða náttúru-
verndarsamtakanna IUCN.
32 tegundir af 76 íslenskum varp-
fuglum eru á válistanum, eða 42%.
Síðustu geirfuglarnir í heiminum
voru drepnir við ísland 1844 og er
það eina tegundin á listanum sem
er útdauð i heiminum öllum.
Tvær tegundir eru útdauðar sem
varpfuglar í íslenskri náttúru,
haftyrðiil hætti varpi um 1995 og
keldusvín um 1970.
Sex tegundir eru taldar í bráðri
hættu og er stofnstærð þeirra talin
innan við 50 fuglar. Þetta eru
brandönd, fjöruspói, gráspör, skut-
ulönd, snæugla og strandtittlingur.
Fimm tegundir eru taldar í
hættu; haförn, helsingi, húsönd,
skeiðönd og þórsháni. Stofhstærðir
þessara tegunda eru innan við 250
fuglar, nema húsandar, sem er inn-
í útrýmingarhættu
42% íslenskra varpfugla eru á válistanum frá Náttúrufræöistofnun sem þýöir
að þeir eru í útrýmingarhættu eöa hefur veriö útrýmt.
an við 2500 fuglar en hefur fækkað
stöðugt á undanfómum áratugum.
Fimmtán tegundir em taldar í yf-
irvofandi hættu. Fjórar þeirrá; sjó-
svala, skrofa, stormsvala og súla,
verpa á mjög fáum stöðum á land-
inu. Stofnstærð sjö tegunda;
branduglu, fálka, flórgoða, gargand-
ar, gulandar, hrafnsandar og
himbrima, er innan við 1000 fuglar
og hefur flórgoða auk þess fækkað á
undanfömum árum. Stofnum grá-
gæsar, hrafns, stuttnefju og svart-
baks hefur einnig fækkað á undan-
fómum ámm.
Loks em grafond, stormmáfur og
straumönd taldar í nokkurri hættu
og háöar vemd.
Til hvers er válisti?
Fiestar þjóðir sem íslendingar
bera sig saman við hafa fyrir mörg-
um ámm gefið út opinbera válista
og verndaráætlanir fyrir tegundir í
útrýmingarhættu og búsvæði þeirra
byggðar á listunum.
Útgáfu válista er m.a. ætlað að
auðvelda þeim sem taka ákvarðanir
um landnotkun, auðlindanýtingu og
mannvirkjagerð á íslandi að sinna
sínum lögboðnu skyldum, sérstak-
lega við gerð skipulagsáætlana og
við mat á umhverfisáhrifum fram-
kvæmda.
Með útgáfunni er Náttúrufræði-
stofnun íslands ekki síður að sinna
alþjóðlegum skuldbindingum ís-
lands, þ.e. afla áreiðanlegra upplýs-
inga um tegundir sem eiga undir
högg að sækja, skrá þær með skipu-
legum hætti og gera tillögur um
frekari rannsóknir og aðgerðir þeim
til vemdar. -vig
Frændsystkinin Jóhanna Lan og Hjalti Snær skírð á Akureyri:
Lét skíra barnið og barnabarnið sama dag
Gleðistund var í garðinum að
Ásabyggð 9 á Akureyri undir kvöld
á þriðjudag þegar tvö böm í sömu
fjölskyldu voru skírð, Jóhanna Lan
Hjaltadóttir, 15 mánaða, og Hjalti
Snær Ámason, sex vikna.
Hjónin Hjalti Jón Sveinsson,
skólameistari Verkmenntaskólans á
Akureyri, og Svanhvít Magnúsdótt-
ir kennari ættleiddu Jóhönnu litlu
Lan í Kína 8. maí síðastliðinn. Dag-
inn eftir fæddist svo Hjalti litli
Snær - heima á Akureyri. Foreldrar
hans eru Gerður Ósk, dóttir Hjalta
Jóns, og Ámi Jökull Gunnarsson.
Hjalti Jón var því að láta skíra bæði
bara og bamabarn á heimili sínu.
En hvers vegna var þriðjudagur
valinn til að skíra bömin? Ástæðan
er sú að Jóhanna er skirð í höfuðið
á látinni systur föðurins, Hjalta
Jóns. Jóhanna heitin Sveinsdóttir,
bókmenntafræðingur og rithöfund-
ur, átti einmitt afmæli þann 25. júní
og því var tilvalið að skíra á þeim
degi. Hún lést af slysförum á
frönsku eynni Belle Isle en Mer árið
1995.
Það var Harines Öm Blandon,
prófastur í Eyjafirði, sem skírði
Hjalta Snæ og Jóhönnu Lan. Skírn-
arfonturinn var myndarlegur
stuðlabergssteinn úr Hólahnjúkum
í Hrunamannahreppi sem Hannes
Fjölskyldan við skímlna
Frá vinstri, hjónin Árni Jökull Gunnarsson og Geröur Ósk Hjaltadóttir meö Hjalta litla Snæ, Hannes Örn Blandon prófastur,
Una Sveinsdóttir, Hjalti Jón Sveinsson meö Jóhönnu litlu Lan og eiginkona hans, Svanhvít Magnúsdóttir, og sonur hennar,
Daöi Sveinsson, bróöir Unu. Auk Geröar Óskar á Hjalti Jón tvö önnur börn, þau Tómas Frey og Ingu Rut.
Öm helgaði og vígði vatnið i honum
fyrir athöfriina.
Kátínu vakti þegar prófasturinn
hafði lokið við að skíra og sagði:
„Nú lýkur þessari athöfn.“ Þá
Komnir á kreik
Geitungarnir eru sprottnir fram úr
fylgsnum sínum og hafnir handa viö
aö byggja bú. Þaö sem fyrst og
fremst kemur upp í huga fólks þegar
geitunga ber á góma er sú árátta
þeirra aö verjast af hörku og beita til
þess heldur ógeöþekkum ráöum.
Geitungarnir mættir:
Meindýraeyð-
ar byrjaðir að
eyða búum
í blíðviðrinu undanfarnar vikur
hafa geitungar sprottið fram úr
fylgsnum sínum en þeirra fyrstu
varð vart 25. maí síðastliðinn.
Undanfarin vor hefur einmitt mátt
vænta þeirra um það leyti. Fyrr-
um var um meiri óreglu að ræða,
þannig að það virðist sem að geit-
ungamir hafi aðlagast íslenskum
staðháttum.
Síðan hefur viðrað vel og þeir
sprottið fram úr fylgsnum sínum
unnvörpum. Þeir fyrstu eru þegar
farnir að byggja bú. Oftast taka
þeir þó nokkra daga í að nærast og
hressa upp á orkubúskapinn eftir
vetrarsvefninn áður en hafist er
handa við að koma þaki yfir höf-
uöið.
Alls hafa fjórar tegundir geit-
unga numið hér land. Þær eru
trjágeitungur, holugeitungur,
húsageitungur og roðageitungur.
Trjágeitungur er sá sem kemur
fyrst á stjá og hefur fólk orðið vart
við hann undanfarið.
Smári Sveinsson, meindýraeyð-
ir hjá Meindýr-Varnir og Eftirlit
ehfi, segir að fólk sé þegar byrjað
að hringja inn og biðja um að fjar-
lægja bú. „Um leið og sólin kemur
upp fara þeir á kreik og ég þurfti
m.a. að eyða einu nú í nótt. Þetta
eykst síðan eftir því sem líður á
sumarið og í ágúst og september
eru það að meðaltali um fjögur bú
á nóttu,“ segir Smári, en öll bú eru
fjarlægð á nóttunni meðan geit-
ungarnir sofa. Þessi fjöldi er þó
misjafn og fjarlægði Smári t.d. 17
bú eina nóttina í fyrra.
Aðspurður segist Smári ekki
verða var við sjáanlega fjölgun á
geitungum. „Það er náttúrlega allt
of snemmt um það að segja en
þetta virðist vera svipað og undan-
farin ár.“ -vig
horfði Jóhanna Lan, 15 mánaða,
sem þykir afar brosmilt bam, fram-
an í prestinn og klappaði saman lóf-
unum.
-hlh
Díoxín-reglugerð ESB gild 1. júlí nk.:
Framfylgni hennar í molum
Reglugerð ESB um hámark díoxíns
í fiskafurðum, dýra- og fiskafpðri tek-
ur gOdi 1. júlí nk. Framleiðendur og
þeir sem stunda viðskipti með þessar
vörar hafa verulegar áhyggjur af
framkvæmd reglugerðarinnar, eink-
um vegna þess að ESB hefur enn ekki
tekist að ná samkomulagi um aðferð-
ir við efnagreiningu og sýnatöku.
Einnig að misræmi verði í fram-
kvæmd reglugerðarinnar á milli
hinna ýmsu innflutningshafna. Efna-
greining díoxína er flókin, dýr og
tímafrek, getur tekið 3 vikur, og mjög
fáar efnagreiningarstofur til sem hafa
búnað og þjálfað starfsfólk til að
framkvæma greininguna. Þar fýrir
utan er nákvæmni greiningarinnar
ónóg, þegar miðað er við þau lágu
mörk sem ESB gerir ráð fyrir, og má
vænta mikils munar, eða allt að 50%,
á milli einstakra rannsóknarstofa.
Ekki er heldur ljóst hvað gera skuli
við vörusendingar sem kæmu til með
að verða yfir þeim mörkum í díoxín-
innihaldi sem reglugerðin segir til
um. Verður sendingunum fargað eða
endursendar til framleiðenda? Hafa
framleiðendur og/eða seljendur áfrýj-
unarrétt ef díoxin mælist yfir mörk-
unum?
Eitt er víst að kostnaður við fram-
kvæmd reglugerðarinnar verður
verulegur hver svo sem niðurstaðan
verður með að framfýlgja henni.
Þessi kostnaður kemur niður á selj-
endum og endanlega niður á fram-
leiðendum. Iffo (Intemational Fish
Meal and Fish Oil Organisation) og
GAFTA (Grain and Feed Trade
Association) hafa beitt áhrifum sín-
um við viðkomandi aðila innan Evr-
ópusambandsins til þess að reyna að
fá gildistöku reglugerðarinnar frestað
á meðan menn komi sér niður á raun-
hæfar leiðir til að framfylgja henni.
Hafa þessi samtök fyrir utan sín eig-
in bréfaskrif og viðræður við þessa
aðila fengið Straan Stevenson, sem er
formaður Sjávarútvegsnefndar Evr-
ópuþingsins, til að skrifa kommisör-
unum David Byme og Franz Fischler
og lýsa áhyggjum sínum yfir þeim af-
leiðingum sem gildistaka reglugerð-
arinnar hefur á meðan framfýlgni
hennar er í molum.
-GG
OPNA
TOP-FLITE - ETONIC
Opna TOP-FLITE - ETONIC mótið verður
haldið hjá Golfklúbbnum Kili á Hlíðavelli
í Mosfellsbæ laugardaginn 29. júní 2002.
Það verður ræst út kl. 08:00-10:20 og 13:00-
15:00.18 holu höggleikur með og án forgjafar.
Hámarksvallarforgjöf:
Konur: 28
Karlar: 24
Glæsileg verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti með
og án forgjafar.
Nándarverðlaun á 1./10. og 6./15. braut.
Mótsgjafd kr, 2.500,-
Skráning á netinu á golf.is og i síma 566-7415
TO^fUTE
Ausíurbakki