Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Qupperneq 16
16 + 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabðnkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Betri efnákagshorfur Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að yfirstandandi sam- dráttarskeiði ljúki á þessu ári og við taki hægur vöxtur á næsta ári. í þessari fyrstu áætlun um árið 2003 er gert ráð fyrir að að enn hægi á verðbólgu og að hún nemi 2,7% á milli áranna 2002 og 2003 og að hækkunin innan ársins verði einnig 2,7%. Bent er á að flestir kjarasamningar gilda fram á haust 2003 eða lengur og samkvæmt þvi er gert ráð fyrir að launavisitala hækki um 4,5% milli ára og að kaupmáttur launa hækki um 1,8% milli ára. Það er því bjartara fram undan en verið hefur og sam- dráttarskeið það sem við höfum gengið í gegnum virðist ætla að verða stutt. Áætlun Þjóðhagsstofnunar er hógvær enda liggur fyrir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um kvótaúthlutun fyrir fiskveiðiárið sem stendur til 1. sept- ember 2003. Samkvæmt henni er ekki gert ráð fyrir að framleiðsla sjávarafurða aukist á næsta ári. Þá gerir áætlunin heldur ekki ráð fyrir frekari upp- byggingu stóriðju þar sem engar áætlanir liggja fyrir i þeim efnum. Þar gæti þó tíðinda verið að vænta miðað við orð Daviðs Oddssonar forsætisráðherra í viðtali við Morg- unblaðið á sunnudag. Ráðherrann segir þar að flest bendi til að við séum nær þvi að erlendir og innlendir aðilar festi hér fé í álveri og virkjunum í stærri stíl en nokkru sinni fyrr. Það er að vísu ekki alveg komið fyrir vind, seg- ir Davið, en likindin aldrei jafn góð og nú. Slíkar stór- framkvæmdir eru að sönnu umdeildar en enginn efi á þeirri efnahagsinnspýtingu sem þær hefðu i för með sér. Yrði slíkt að veruleika, sem skýrist innan mánaðar, breytti það forsendum áætlunar Þjóðhagsstofnunar á þann veg að hjól efnahagslifsins snerust enn hraðar. Forsætisráðherra er bjartsýnn í fyrrgreindu viðtali og segir hugsanlegt að við gætum verið að upplifa á nokkrum árum mestu uppsveiflu sem við höfum fengið og horfir þá til lengdar hennar frá 1994 til 2005-2006 svo ekki sé getið lengra inn i eyður framtiðar. Hann þakkar það hreyfan- legra þjóðfélagi en áður, bankakerfi, viðskiptum við út- lönd, tilfærslu á vinnuafli auk annars. Þetta sé nú á valdi einstaklinga og fyrirtækja en ekki hins opinbera. Þótt efnahagslífið hafi hægt á sér hafi það varla hikstað. Gengi krónunnar hafi styrkst, viðskiptahalli minnki ört, verð- bólga lækki og vextir í kjölfarið. Forsendur kjarasamn- inga hafi haldið. Þjóðhagsstofnun áætlar, að samdráttarskeiðinu loknu, að einkaneysla vaxi á ný á næsta ári og samneyslan enn meira. Því er gert ráð fyrir að fjárfestingar taki aftur við sér eftir tveggja ára samdrátt. Aðgæslu er hins vegar þörf við þessar aðstæður svo þensla fari ekki úr böndum. Heimili í landinu er skuldsett og þvi mikilvægt að bati verði nýttur til að draga úr skuldum. Þá skiptir miklu að opinberir aðilar haldi vel á spöðunum, aukist þensla á ný. Forsætisráðherra boðar að ríkisstjórnin verði að gæta þess vel við fjárlagagerðina fyrir næsta ár að skila mynd- arlegum afgangi hjá ríkissjóði. Sömu aðhaldskröfu verður einnig að gera til sveitarfélaganna. Sviptingar i efnahagslífi okkar hafa verið miklar og nið- ursveiflur eftir góðæri hafa reynst mörgum þungar í skauti. Því er athyglisvert að nú er bata spáð eftir tiltölu- lega stutt samdráttarskeið, sem fylgdi áralöngu góðæri, án þess að gert sé ráð fyrir aukinni framleiðslu sjávarafurða eða frekari uppbyggingu stóriðju. Það ber vott um að efna- hagskerfið sé heilbrigðara og viðbragðsfljótara, að ein- staklingar og fyrirtæki ráði meiru um framvindu mála en áður. Jónas Haraldsson FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002_FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 2002 IDV Skoðun Lýðræði? Margrét K. Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins Nú er liðinn réttur mánuður frá borgarstjórnarkosning- um. Það kom ýmsum nokk- uð á óvart að Frjálslyndir og óháðir skyldu ná inn manni, en það er ekki í fyrsta sinn sem við berum sigurorð af skoðanakönn- unum. Það er furðulegt að aldrei skyldi koma fram í könnunum að við hefðum neina möguleika á fulltrúa í borgarstjórn og veikir það óneitanlega trúna á könn- unum þegar slíkt gerist æ ofan í æ. Þannig gekk það nefniiega líka til í síðustu alþingiskosningum. Þá sýndu kannanir aldrei að neinn væri inni hjá Frjáls- lyndum, en tveir komust á þing. í bæði skiptin má telja víst að fleiri hefðu greitt listanum atkvæði sitt hefðu kannanir sýnt að fulltrúi næðist inn, enda óttast margir að atkvæði sitt „falli dautt“ ef þeir greiða það lista sem ekki er líklegur til að koma manni að. Hins vegar höfum við fundið mikinn stuðning og fengið ótal hlýj- ar kveðjur frá fólki sem fagnaði innilega þeirri niðurstöðu að Frjálslyndir og óháðir skyldu fá talsmann fyrir stefnumál sín í borg- arstjórn. F-listinn náði góðum ár- angri og þakkar þann árangur þeim rúmlega 4000 manns sem greiddu honum atkvæði sitt. Skipað í nefndir og ráð Eftir kosningar var að vanda haf- ist handa við að skipa fulltrúa kjör- inna lista í nefndir og ráð. Þann 13. júní sl. voru kjörnir 7 fulltrúar i borgarráð og 7 til vara. Þar á Ólaf- ur F. Magnússon sæti sem áheym- arfulltrúi með málfrelsi og tillögu- rétt og undirrituð sem varamaður hans. í gær, 25. júní, var samþykkt í borgarráði að Ólafur F. Magnús- son yrði áheyrnarfulltrúi í skipu- lagsnefnd og Sveinn Aðalsteinsson til vara. Þá var einnig samþykkt að undirrituð yrði áheyrnarfulltrúi i félagsmálaráði og Gisli Helgason til vara. Þá ber þess að geta að á borg- arstjórnarfundi 20. júní sl. voru alls 220 manns valdir sem aðal- og vara- menn í fjölda nefnda borgarinnar og þar af fékk F-listinn engan. Frjálslyndir og óháðir mega heita sniðgengnir um fulitrúa í nefndum borgarinnar þó svo þeir hafi fengið umtalsvert fylgi. Áheyrn - lýðræðisins vegna Undirrituð þekkir af eigin raun þær reglur sem gilda á Alþingi um áheyrn í fastanefndum og þykir þær mjög til fyrirmyndar. Eigi þingflokkur ekki fulltrúa í fasta- nefnd getur hann óskað eftir því að fá að tilnefna einn þingmann til fastrar setu í nefndinni sem áheyrnarfulltrúa. Ávalit er reynt að verða við slíkum beiðnum. Sam- þykki þingnefnd beiðni þingflokks um áheyrnaraðild skal sá þingmað- ur sem tilnefndur er boðaður tii allra funda nefndarinnar með dag- skrá. Hann skal einnig fá öll þau gögn sem aðrir nefndarmenn fá. Áheyrnarfulltrúi hefur rétt til að taka þátt í umræðum á nefndar- fundi um efni dagskrármáls til jafns við nefndarmenn. Áheyrnar- fulltrúi hefur hins vegar ekki til- lögurétt á nefndarfundi um hverjir veita megi umsögn um erindi nefndarinnar, að einstaklingar séu kvaddir á fund nefndarinnar eða að tiltekinna upplýsinga sé aflað. Áheyrnarfulltrúi getur ekki gefið út nefndarálit eða ritað undir nefndarálit annarra og hann getur ekki krafist þess að afstaða hans til þess máls sem nefnd afgreiðir sé birt í nefndaráliti. Hins vegar hefur það verið viðtekin venja á Alþingi að geta þess hver afstaða áheyrnar- fulltrúa sé, þ.e. hvort hann sé fylgj- andi áliti meiri- eða minnihluta og jafnframt að tilgreina ef hann skil- ar séráliti. Kjósendur lítilsvirtir Það er eðlileg krafa þeirra kjós- enda sem gáfu F-listanum atkvæði sitt í borgarstjómarkosningunum að fulltrúar listans fái aðgang að nefndum og ráðum í samræmi við niðurstöður kosninganna. Auk þess getur aðild fulltrúa F-lista að nefnd- arstörfum sparað mikinn tíma þar sem fulltrúinn gæti komið skoðun- um sínum eða athugasemdum á framfæri innan nefndanna. Annars er viðbúið að umræður á borgar- stjórnar- eða borgarráðsfundum lengist sem því nemur. Aðild full- trúa F-listans að nefndum er í engu samræmi við kjörfylgi og vilji kjós- enda þannig lítilsvirtur. F-listinn mun því óska eindregið eftir því að fá áheyrn í tveimur nefndum að auki, umhverfisnefnd og samgöngunefnd, þar sem við „Það er eðlileg krafa þeirra kjósenda sem gáfu F-list- anum atkvœði sitt í borgarstjómarkosningunum að fulltrúar listans fái aðgang að nefndum og ráðum í samrœmi við niðurstöður kosninganna. Auk þess get- ur aðild fulltrúa F-lista að nefndarstörfum sparað mikinn tíma þar sem fulltrúinn gœti komið skoðun- um sínum eða athugasemdum á framfœri innan nefndanna.... Kjósendur F-listans hljóta að geta vœnst betri samvinnu af þeim meirihluta sem nú rœður ríkjum í Reykjavík en hann virðist sýna með skipan mála enn sem komið er.“ höfum lagt sérstaka áherslu á um- hverfismál og umferðaröryggi í okkar stefnuskrá. Kjósendur F-list- ans hljóta að geta vænst betri sam- vinnu af þeim meirihluta sem nú ræður ríkjum i Reykjavík en hann virðist sýna með skipan mála enn sem komið er. Sandkom Út og suður? Þótt margt gott megi segja um Krist- ján Pálsson alþingismann eru flestir sammála um að heimildarmaður Sand- korns hafi ofmetið stöðu hans fyrr í vikunni, þegar hann gerði því skóna að Kristján væri líklegastur til þess að leiða hsta sjálfstæðismanna í nýju Suð- urkjördæmi og mætti jafnvel vænta ráðherraembættis að loknum kosningum. Fullyrða má að a.m.k. tveir til þrír séu á undan Kristjáni í röðinni fyrir utan stjómarráðið. Suðurkjördæmi er eina kjördæmið þar sem sjálfstæðismenn eru í vandræðum með að leið- toga. Viðbrögðin við Sandkorni vikunnar voru með þeim hætti að Kristján verður tæpast talinn líklegastur þótt vinsæll sé og virtur í heimabyggð. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar í stöðunni. Guðjón Hjörleifsson fyrr- verandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er líklegur í fram- boð, en einnig heyrist það sjónarmið æ oftar að nauðsyn- legt sé að fá hreinlega lánsmann inn á línuna frá Hafnar- firði, annað hvort Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur eða Áma Mathiesen. „Römm er sú taug“ og allt það en spenn- andi verður að fylgjast með gangi mála. Þess má geta að litlar líkur eru til þess að „lánsmaðurinn“ yrði þess vald- andi að einn af sitjandi þingmönnum kjördæmisins þyrfti að setjast á bekkinn, þannig að þeir ættu að geta unað þessu þokkalega... Ekki frágangssök Ummæli Davíðs Oddssonar í Moggagrein á dögunum um ESB og Halldór Ásgrímsson standa enn þversum í koki fjölmargra framsóknar- manna. Á vefsiðu ungra Frammara, Maddömunni, má greina augljósan pirring og þar er líka spurt: „Er vinstri stjórn í burðarliðnum? Það er aldrei aö vita...“ Þegar betur er kikt í framsóknarfræðin kemur í ljós að menn telja ekki alveg vandalaust að líma saman slíkt samstarf, því greinarhöfundur segb: kjósendur vera um það bil að missa þolinmæðina gagnvart „á móti öllu“ stefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Taki flokkurinn hins vegar ábyrga afstöðu í ríkisfjármálum og lýsi sig reiðubúinn að skoða kosti íslendinga í Evrópu- samstarfi með opnum hug verði „á móti öllu stefnan" ekki frágangssök við ríkisstjómarmyndun ... Ummæli Einfaldari leið „Auðvitað þarf ekki að skipa neina nefnd til að greiða leið almennra borgara að ákvörðunum og stefnumótun í stjóm borgarinnar sem og þjónustu hennar. Það þarf einfaldlega að leggja meiri rækt við þennan þátt í starfi borgarfulltrúa og embættismanna til dæmis með því að borgarstjóri skipuleggi viðtalstíma sina með þeim hætti að hitta sem flesta og borgaryfirvöld nýti upplýsinga- tæknina betur. Fyrsta verkefnið ætti að vera að bæta vefsíðu Reykjavíkurborgar, svo að hún standist saman- burð við það sem best gerist hér á landi.“ Björn Bjarnason á Bjorn.is, um Lýöræöisverkefnið Greiðar götur Skipt um skoðun „Þá veit komið að liðnum, þar sem óskað vEtr heimild- ar bæjarstjómar fyrir lántökum uppá 195 milljónir króna eða sem samsvaraði skuldbindingu á hvem íbúa um rúmlega 40 þús. kr. Þetta var sérlega athyglisvert í ljósi þess að fyrir ári eða svo hafði oddviti Framsóknar- flokksins staðið fyrir útgáfu blaðs, þar sem varað var sterklega við frekari skuldasöfnun. í því blaði kom fram að skuldir bæjarins og stofnana hans væru orðnar a.m.k. ein milljón króna á mann og því i algert óefni komiö og lengra mætti ekki ganga á þeirri braut. Þegar hann var spurður sérstaklega um þetta kom loks hans eina framlag til umræðunnar á þessum tæplega fjögurra tíma bæjarstjómarfundi. Það var á þá leið að einn til- tekinn fulltrúi V-listans vildi koma á ný á ísöld i Vest- mannaeyjum, þar sem hún vildi ekki samþykkja lánið. Þessi yflrlýsing vakti hlátur og varð öllum samstundis ljóst að fyrri orð og skrif áttu ekki lengur við [...].“ Lúövík Bergvinsson I Dagskránni í Vestmannaeyjum, um fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnai Greiðar götur í Reykjavík „Lýðrœðisverkefninu Greiðum götum er ætlað að greiða leið Reykvíkinga að ákvörðunum, stefnumörkum og þjónustu borgarinnar með eflingu hverfalýðræðis, umbótum íþjónustu og einföldun boðleiða ístjómkerfi borgarinnar.“ Borgarstjórn hefur sam- þykkt aö hleypa af stokk- unum fjölþættu lýðræðis- verkefni undir nafninu Greiðar götur. Því er ætl- að að greiða leið al- mennra borgara að ákvörðunum og stefnu- mótun í stjórn borgarinn- ar sem og þjónustu henn- ar. Lögð verður sérstök áhersla á hverfalýðræði, rétt til upplýsinga, þátt- töku og sanngjarnrar málsmeðferðar. Fáum blandast hugur um að setning stjómsýslulaga, upplýs- ingalaga og stofnun embættis Um- boðsmanns Alþingis í lok níunda áratugarins og upphafi þess tíunda hafi leitt til mikilvægra umbóta í stjómsýslu hér á landi. Hluti verk- efnisins Greiðar götur verður að meta reynsluna af þessum lögiun og frammistöðu borgariimar í þeim efnmn. Málskot og kæruleiðir koma til sérstakrar skoðunar. Jafn- framt getur ástæða veriö til að Reykjavíkurborg setji sér í ein- hverjum tflvikum metnaðarfyllri markmið en lagaskyldur fela í sér. í því sambandi nægir að nefna að þegar stjómsýslulög voru sam- þykkt í þriðju atrennu á Alþingi hafði verið dregið úr þeim kröfum sem gerðar vora til stjómsýslunnar í fyrstu frumvörpum um málið. Þrátt fyrir kosti gildandi laga er jafnframt staðreynd að stjómsýsla nágrannEdandanna er jafnan opnari og aðgengilegri en tíðkast hér á landi. Fyllsta ástæða er til að fylgja bestu fordæmum í þessu efni í Reykjavík. Rök fyrir opinni og gagnsærri stjómsýslu era fjölda- mörg. Þau verði ekki rakin til hlít- ar í þessari grein. Efla á mannréttindaumræðu Kynning á réttindum Reykvík- inga verður að teljast eðlilegur hluti af virkum rétti til upplýsinga, þátt- töku og sanngjEimrar málsmeðferð- ar. Auk þeirra réttinda sem leiða af lögum er jafrdramt ætlunin að taka almenn mannréttindi til umræðu. Mannréttindi koma víða við sögu í þjónustu borgarinnar án þess að því hafi verið veitt sérstök athygli. Næg- ir að nefna skólakerfi, félagsþjón- ustu og húsnæðismál. Ég treysti mér til að fullyrða að víðtæk samstaða hljóti að vera um að mannréttindi og réttur einstaklinga gagnvart stjóm- völdum sé sá grunnur sem borgar- stjóm vill virma á. Umræða um fjöl- margar hliðar þeirra mála er hins vegar skammt á veg komin. I sam- þykkt borgarstjómar er gert ráð fyr- ir að úr því verði bætt. í því sam- bandi er rétt að ítreka að vitanlega er átt við efhahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi ekki síður en stjómmálaleg og borgarleg réttindi þegar rætt er um mannréttindi og Reykjavíkurborg. Það er í samræmi við þá mannréttindasáttmála sem ís- lendingar hafa undirritað á alþjóða- vettvangi og þróun alþjóðlegrar majmréttindaumræðu eftir lok kalda stríðsins. Hugmyndaleg endurnýjun Mat á reynslunni af gildandi lög- um og umræða um mannréttindi í þjónustu Reykjvíkurborgar eru dæmi um að i lýðræðisverkefninu Greiðum götum er ætlunin að læra af reynslunni jafnframt því að nálg- ast viðfangsefni borgarstjómar úr nýjum áttum. Á sama hátt verður unnið að eflingu hverfalýðræðis, umbætiun í þjónustu og einföldun boðleiða í stjómkerfi borgarinnar. Greiðum götum er ætlað að greiða leið Reykvíkinga að ákvörðunum, stefnumörkum og þjónustu borgar- innar. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.