Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002
29
DV
Sport '
Unnur ráðin
þjálfari ÍBV
Ekki er taliö ólíklegt aö Ahn Jun Hwan gangi til liös viö nýtt félag á næstunni. Hér sést hann fagna marki sínu gegn
Ítalíu í 16-liöa úrslitum heimsmeistarakeppninnar sem forseti Perugia gat ekki unnt honum. Reuters
Ummæli forseta Perugia draga dilk á eftir sér:
Ahn er sár
- neitar að snúa aftur til ítaliu - Qölmörg lið sýna áhuga
S-kóreski landsliðsmaðurinn
Ahn Jung Hwan var talsvert í frétt-
um í síðustu viku eftir að hann
gerði sigurmark S-Kóreubúa gegn
Ítalíu í 16-liða úrslitum heims-
meistaramótsins. Hann varð fyrir
vikið þjóðhetja en forseta ítalska
liðsins Perugia, Alessandro
Gauucci, sem Ahn er á mála hjá,
sveið þetta mark svo að hann
ákvað að leysa Ahn undan samn-
ingi við félagið. Hann óskaði eftir
því að leikmaðurinn sneri ekki aft-
ur til Ítalíu. Nú situr forsetinn í
súpunni fyrir bamaskap sinn og
neitar Ahn aö fara aftur til
Perugia.
Hann var mjög sár þegar hann
heyrði ummæli forseta Perugia og
var búist við að hann færi ekki aft-
ur til Perugia. ítalska félagið dró
ummæli forsetans til baka en skað-
inn var skeður og í samráði við
umboðsmann sinn hefur Ahn
ákveðið að leika ekki framar með
Perugia.
Frammistaða Ahns hefur ekki
farið fram hjá neinum og nú er svo
komið að hann getur valið úr til-
boðum sem borist hafa í hann á síð-
ustu dögum.
ítalska íþróttablaðið Gazzetta
della Sport sagði frá því í gær að
þrjú ensk úrvalsdeildarlið, West
Ham, Cheslea og Manchester City,
hefðu lýst yfir áhuga á að fá Ahn í
sínar raðir. Einnig hefðu forsvars-
menn Glasgow Rangers sett sig í
samband við umboðsmann Ahns
en leikmaðurinn er metinn á um
800 milljónir króna.
Víst má telja að nokkrir
leikmenn kóreska liðsins gangi til
liðs við lið á meginlandi Evrópu
eftir HM. -JKS
Unnur Sigmarsdóttir var í gær
ráðin þjálfari bikarmeistara ÍBV í
kvennaflokki í handknattleik. Unn-
ur lék lengi með meistaraflokki fé-
lagsins, síðast fyrir þremur árum,
en vermdi þó aðeins varamanna-
bekkinn á síðasta timabili. Unnur
hefur þjálfað yngri flokka félagsins
með góðum árangri.
„Unnur hefur reynslu af þjálfun
yngri flokka en hefur aldrei spreytt
sig á meistaraflokki áður. Hún hef-
ur mikinn áhuga á þjálfun og hefur
m.a. sótt námskeið í þeim fræðum
til' Sviþjóðar. Við treystum henni
fulikomlega til starfans enda ef svo
hefði ekki verið hefði hún ekki ver-
ið ráðin,“ sagði Þorvarður Þorvalds-
Sampras
úr leik
Pete Sampras, sem hefur sjö
sinnum unnið Wimbledon-mótið
í tennis, féll úr keppni í fyrstu
umferð mótsins í gær. Það var
Svisslendingurinn George Bastl,
sem er í 145. sæti á heimslistan-
um, sem sigraði Sampras í fimm
settum, 6-3, 6-2, 4-6, 3-6 og 6-4.
Sampras, sem er í sjötta sæti á
heimslistanum tapaði fyrstu
tveimur settunum en alit útlit
var síðan fyrir að hann myndi
ná sér á strik að nýju þegar hon-
um tókst að vinna næstu tvö
sett. Það gekk hins vegar ekki
eftir og Bastl sló Sampras út.
Bastl komst reyndar ekki á
Wimbledon-mótið í gegnum
venjulega úrtöku en var hleypt
inn vegna meiðsla annars kepp-
anda.
Önnur stórstjarna, Andre
Agassi, sem nú er í þriðja sæti á
heimslistanum, féll einnig úr
keppni í gær. Það var Taílend-
ingurinn Paradom Srichaphan
sem sló Agassi örugglega út í
þremur settum, 6-4, 7-6 og 6-2.
-HI
son, formaður kvennaráðs hand-
knattleiksdeildar ÍBV, í samtali við
DV í gær.
Þorvarður sagði gott að þjálfara-
málin væru komin á hreint og hvað
leikmannahópinn áhrærir væri
hann langt á veg kominn en í fyrra-
dag gengu tvær austurrískar lands-
liðskonur til ÍBV eins og kom fram
í blaðinu í gær.
„Við erum að leita að örvhentri
skyttu og þá aðallega erlendis. Það
hefur tekið sinn tíma en við erum
samt komnir langt á veg í þeim efn-
um. Það er ekkert í boði hér innan-
lands og því höfum þurft að leita er-
lendis," sagði Þorvarður.
-JKS
Bland í noka
Niall Quinn var í gær ráðinn þjálfari
Sunderland en hann mun samhliöa
þjálfuninni leika áfram með liðinu.
Adrian Heath verður hins vegar Pet-
er Reid, knattspymustjóra liðsins, til
aðstoðar.
Frakkinn Sebastien Schemmel hefur
skrifað undir nýjan þriggja ára samn-
ing við enska úrvalsdeildarliðið West
Ham. Newcastle og Glasgow Rangers
sýndu honum áhuga en hann hóf fer-
il sinn hjá West Ham 1991.
David O’Leary, knattspymustjóri
Leeds, segir að það komi ekki greina
að selja Rio Ferdinand frá félaginu
en Manchester United hefur staðfest
áhuga á þessum sterka vamarmanni.
Hann segist vera að byggja upp sterkt
lið á Elland Road og Ferdinand sé
mikilvægur hlekkur þegar horft væri
til framtíðar.
ívar Ingimarsson stóðst læknisskoð-
un hjá Wolves í gær. Fastlega er bú-
ist við að hann skrifi undir samning
við félagið á föstudag að öllu forfalla-
lausu.
Haukastúlkur bám sigurorð af ÍR,
9-0, í A-riðli 1. deildar kvenna í knatt-
spymu í gærkvöld. Fjóla Dröfn Frið-
riksdóttir skoraði sex mörk fyrir
Hauka, Anna M. Gunnarsdóttir og
Eva Björk Ægisdóttir skomðu eitt
mark hvor og eitt mark var sjálfs-
mark. -JKS
Ferrar i-keppnisliðiö:
80 milljóna króna sekt
- vegna uppákomunnar í austurríska kappakstrinum
Dómstóll í París komst að þeirri
niðurstöðu í gær aö dæma Ferrari-
keppnisliðið, með þá Michael
Schumacher og Ruben Barrichello
innanborðs, í 80 milljóna króna
sekt. Hún er tilkomin vegna atviks-
ins sem átti sér stað í austurríska
kappakstrinum í síðasta mánuði,
þegar stjómendur liðsins skipuðu
Barrichello að hleypa Schumacher
fram úr í sér þegar skammt var eft-
ir af kappakstrinum gagngert til að
hreppa sigurinn, Barrichello hafði
forystu mestalla keppnina og ekk-
ert benti til annars en sigurs hans
í keppninni þegar umrædd fyrir-
skipun var gefin. Þetta atvik vakti
að vonum heimsathygli og var ekki
Ferrari til framdráttar.
I dómnum kemur fram að ekki
verði tekin stig af þeim félögum
eins og sumir áttu von á heldur
einungis peningasekt sem Ferrari
var dæmt að greiða. Helmingur
hennar var strax greiddur við
dómsuppkvaðningu en ef keppn-
isliðið gerist ekki brotlegt i formúl-
unni í eitt ár fellur hinn helming-
urinn niður.
-JKS
Michael Schumacher gefur aödáanda eiginhandaráritun eftir
vitnaleiöslurnar í París í gær. Reuters