Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Blaðsíða 16
16 ÞREÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 2002 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og! gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fýrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Sýning og markadstorg Landsmót hestamanna hófst formlega í dag á Vindheima- melum í Skagafiröi. Hestamenn úr öllum fjórðungum hafa streymt þangaö undanfarna daga meö glæsilegustu fáka landsins. Á landsmótinu er saman kominn rjóminn af kyn- bótahrossum og gæðingum á landinu. 254 einstaklingsdæmd kynbótahross eiga þátttökurétt á mótinu. Þá er búist viö haröri keppni gæðinga og sýninga ræktunarbúa er beðið með eftirvæntingu. Þúsundir íslendinga munu dvelja i Skagafirðinum á þessu stórmóti islenskra hestamanna sem um leið er alþjóðleg sýn- ing því þúsundir erlendra gesta sækja landsmótið. Lands- mótshaldarar eru tilbúnir að taka á móti 10-12 þúsund gest- um og ferðamálafulltrúi í Skagafirði taldi að þar væri gert ráð fyrir 4-5 þúsund erlendum gestum. Þá munu tignir gest- ir heimsækja mótsstað því að Anna Bretaprinsessa sækir það með fylgdarliði sínu auk Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Hestamennska er með vinsælustu íþrótta- og tómstunda- greinum hérlendis. Landsmótin, sem haldin eru á tveggja ára fresti, laða að sér fleiri gesti en flest önnur mót. Þau eru enda sérlega glæsilegar samkomur þar sem mótshaldarar, hvar sem landsmót er haldið á landinu, leggja sig fram við að skapa því sem besta umgjörð. Því er mikil og ströng und- irbúningsvinna að baki mótinu á Vindheimamelum, auk þeirrar sem þar er að sjálfsögðu unnin mótsdagana. íslenski hesturinn er dáður, hvort heldur er hér á landi eða í fjölmörgum öðrum löndum þar sem hann nýtur hylli vegna hæfileika og geðslags. Hérlendis er hann í senn tóm- stundagaman alþýðu og viðfangsefni atvinnumanna sem stunda tamningar, útflutning og kynbætur. Ferðalög á hest- um verða æ vinsælli að sumarlagi. Stuttar ferðir eru eftir- sótt nýjung byrjendum og hinar lengri, jafnvel landshluta á milli, endurnæring og upplifun þeirra sem lengra eru komn- ir í hestamennskunni. Enn nýtist hesturinn bændum og öðr- um við smalamennsku. Þannig viðhelst hin aldagamla hefð hins þarfa þjóns mannsins. Ónefnt er uppeldisgildi þess að annast og umgangast skepnur, hvort sem börn og unglingar kynnast hestum á reiðnámskeiði eða með öðrum hætti. Þetta afbragðshrossakyn skipar einnig stóran sess í fjöl- mörgum löndum, einkum í Evrópu. Þar er íslenski hestur- inn brúkaður af áhugamönnum jafnt sem atvinnumönnum og stofninn kynbættur. Útlendingar leita þó til heimalands gæðingsins til þess að njóta þess besta sem í boði er. Meðal annars þess vegna sækja þúsundir útlendinga landsmót hestamanna, líkt og nú á Vindheimamelum. Landsmótið er því í senn samkomustaður íslenskra hesta- manna, góð landkynning og markaðstorg innlendra sem er- lendra áhuga- og atvinnumanna. Frábœru móti lokið Glæsilegu heimsmeistaramóti í knattspyrnu lauk á sunnudaginn með sigri Brasilíumanna á Þjóðverjum. Þar áttust við tvö gamalreynd knattspyrnustórveldi, fulltrúar Suður-Ameriku og Evrópu, tveggja helstu vígja knattspyrn- unnar. Keppnin var að þessu sinni haldin í Suður-Kóreu og Japan og var þeim þjóðum til sóma. Sérfræðingar gera nú upp keppnina, einstök lið og keppendur. Suður-Kórea komst í undanúrslit, lengra en Asíuríki hef- ur áður náð. Senegal fór fyrir Afríkjuríkjum, náði í átta liða úrslit. Knattspyrnuveldi féllu úr leik í riðlakeppninni en aðrar þjóðir náðu lengra en gert hafði verið ráð fyrir, t.d. Bandaríkjamenn og Tyrkir. Breiddin er meiri en áður og keppnin enn skemmtilegri. Leikir mótsins voru sjónvarps- veisla fyrir heimsbyggðina. Alþjóðleg hátíð sem þessi skapar, líkt og t.d. Ólympíuleik- ar, heilbrigða keppni og færir þjóðir sem búa við ólíka menningu og siði nær hver annarri. Jónas Haraldsson DV Skoðun Kunnugleg fóbía? okkar forna sið, eða hins illa auga sem viða er þekkt í ýmsum trúar- brögðum. Kannski hefur hann talið að mótmælendur gætu náð valdi á sál hans, kannski eitthvað annað - eins og segir í Bangsímon: það er ekki gott að vita hvemig býflugur hugsa. Hitt vitum við: þessi fóbía hans gagnvart því að mæta andstæðingum augliti til auglitis mætti skilningi hjá íslenskum ráðamönnum - djúpum skilningi - sérstaklega hjá einum þeirra. Ekki ætlast til mótmæla Kunningi minn varð vitni að því þegar mótmælaspjald var rifið af manni á Austurvelli þann sautjánda júní af fasmiklum lögreglumanni. Þegar sá var spurður hverju sætti þá svaraði hann því til að „ekki væri ætlast til þess að menn væru með mótmæli á þessum stað“. íslenska lögreglan virðist með öðr- um orðum vera orðin svo gagntekin af kinversku stjómarfari - þar sem löggur fá að vera löggur - að menn þar á bæ telja að því aðeins séu mót- mæli heimil að „ætlast sé til þeirra", Þegar Davið Oddsson kveinkar sér í viðhafnarviðtali i Mogga undan gagnrýni Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur við sama tækifæri og spyr með þjósti hvers vegna stjórnandi lúðrasveitarinnar hafi ekki líka tek- ið til máls þá segir það vissulega sína sögu um viðhorf Davíðs til almennra borgarfulltrúa - eða þingmanna - hann telur hana ekki bæra til að viðra skoðanir og hefur augljóslega ekki „ætlast til þess“ að Steinunn hagaði orðum sinum á þann veg sem hún gerði. Davíð Oddsson hefur sennilega unnið allar kosningar sem hann hef- ur tekið þátt í frá því að hann var níu ára. Þess er þvi kannski ekki að vænta að tilfinning hans fyrir lýð- réttindum sé jafn næm og æskilegt væri. Hins vegar má það vera honum umhugsunarefni að hann hefur sjálf- ur komið málum svo fyrir í opin- berri umræðu að öðruvísi var hrein- lega ekki hægt að ná eyrum hans með gagnrýni á nýlega framgöngu stjórnvalda en í hátíðarræðu 17. júní, þar sem hann yrði örugglega mætt- ur. Óttist hann að heyra eitthvað nei- kvætt þá mætir hann nefhilega ekki. Sé hann beðinn um að mæta í um- ræðuþætti þá er viðkvæðið ævinlega hið sama - hann vill ekki sitja and- „Líkamshreyfingar þeirra voru því að öllum likindum ekki einskœrar teygjur held- ur galdur, nokkurs konar ígildi níðstangarinnar sem við þekkjum úr okkar foma sið, eða hins illa auga sem víða er þekkt í ýmsum trúarbrögðum. Kannski hefur hann talið að mótmœlendur gcetu náð valdi á sál hans, kannski eitthvað annað - eins og segir í Bangsímon: það er ekki gott að vita hvemig býflugur hugsa.“ spænis öðrum en fréttamanni eða spyrli, sem ýmist fær það óþvegið eða fær að hlæja að gamanmálum en er aldrei keppinautur í augum okkar mn það hver eigi að fara með völd. Viðmælandinn er alltaf einn af okk- ur, fulltrúi okkar í áheym hjá Valds- herranum. Var þá Kínaforseti eftir allt saman ekki svo mjög að flytja með sér stjórn- arfar sitt þegar hann hagaði málum svo að hann þyrfti ekki að horfa upp á fólk sem hefur aðrar skoðanir en „ætlast er til“? Við skulum segja að við könnumst að minnsta kosti við fóbíuna, þó að munurinn sé að sjálf- sögðu líka sá að Davíð hefur unnið allar kosningar síðan hann var níu ára af þeirri einfóldu ástæðu að meirihluti fólks kýs hann. Það er nú eins og það er með það. Hitt má sennilega bóka: Davíð mun ekki mæta oftar á Austurvöll til að halda ræðu. Hann verður að ári í Smáralind í Kópavogi þar sem hann fær að vera aleinn. Þá fer allt eins og „ætlast er til“. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Hversu magnaður sem einn einræðisherra kann að vera þá getur hann ekki vænst þess að hann geti á ferðum sínum um heiminn fiutt með sér stjórnarfar sitt, eins og sokkana sína. Fyrr en nú: Kínaforseti er orðinn góðu vanur eftir íslands- för sína. Hvers vegna óttaðist Kinaforseti svo mjög Falungonga og hvers vegna tóku íslenskir ráðamenn þennan ótta svo alvarlega? Á því er naumast nema ein skýring: báðir aðilar virð- ast hafa talið að ógn stafaði af lík- amshreyfmgum trúarhópsins. Hitt máttu menn svo vita, að íslendingar almennt tækju Falon Gong fagnandi, þó ekki væri nema bara fyrir þá sök að þeir eru enn þá reiðir út af bruðlinu á Kristnihátíð og fagna því öllum trúarhópum sem stjómvöld hafa vanþóknun á. Hvað er Falun Gong? Helst er að skilja að Falun Gong sé einhvers konar nýaldarblanda af Vottum Jehóva, Moon-söfnuðinum og leikfimiteygjum. Þetta virðist vera lokað hugmyndakerfi sem vissulega getur skaðað fólk sem tek- ur of mikla trú á það en er í augum flestra annarra lítið annað en mein- laus vitleysa. Þótt kínverski forset- inn teljist tæplega til áhangenda Falun Gong má ljóst vera að hann trúir á kynngi kerfisins því annars hefði hann varla lagt svo ríka áherslu á að hann mætti aldrei vera í sjónmáli Falungonganna. Líkams- hreyfmgar þeirra voru því að öllum líkindum ekki einskærar teygjur heldur galdur, nokkurs konar ígildi níðstangarinnar sem við þekkjum úr Sandkom Jón Baldvin í Skagafjörð Hægri kratar bíða margir óþreyjufullir eftir endurkomu Jóns Baldvins Hannibalssonar í ís- lensk stjórnmál. Jón Baldvin er nú kom- inn heim í sumarfrí en engar fréttir hafa enn borist af því hvort hann ætli sér í framboð. Fleiri sögum fer hins veg- ar af nýju áhuga- máli hans sem er hestamennska. Jón Baldvin mun ætla á hestamannamótið í Skagafirði eins og prinsessur og forsetar og fleiri fyrirmenni. Ekki er enn vitað hvort hann mun taka þátt í sýningarhaldi þeysandi á fáki sínum eða láta sér nægja að vera í hópi áhorfenda. Vinur Jóns Baldvins, Jakob Frímann Magn- ússon, er sagður hafa lokkað hann á svæðið en þar munu Stuðmenn meðal annars halda uppi fjöri... Alltafhjá séra Emi Kjömefnd í Nesprestakalli í Reykjavík var sammála og sagði amen eftir efninu þegar hún valdi séra Örn Bárð Jónsson til að verða prest sóknarinnar, en því embætti hefur hann gegnt sem skipaður síðustu misser- in. Þar með er endanlega frágengið að sóknarprestur forsætisráðherrans sé hinn geðþekki smásagnahöfund- ur sem Davíð mislíkaði svo heiftarlega við. Benda kunnugir á að Davíð hefði raunar þurft að færa sig lengra en bara í Skerjafjörðinn til þess að losna við að Örn blessaði sig og sina á helgum tíðum, en bæði Lyng- haginn, þar sem forsætisráðherrann bjó áður, og Fáfn- isnes, þar sem hann á sitt veraldlega skjól í dag, eru í Nesprestakaili. Góði hirðirinn í SPRON Málefni SPRON eru nú mikiö í fréttum þótt ekki skilji allir um hvað málið snýst. Þeir sem ekki hafa áttað sig geta nú fagnað, því Þórarinn Eldjám hefur komist að kjama málsins, eins og þessi vísa hans sannar: Fé sem ekki hefur hiröi hafnar oft á röngum staö. Þaö er naumast nokkurs viröi nema Pétur hirói þaö. Kagar hann Gunnlaugur Sigmundsson af sinum hóli lon og don. Eygir góöa gróðavon góöi hiröirinn í SPRON. Ummæli Skolabreytingar í skýran farveg „Breytingar á skólakerfi eru í eðli sínu hægfara, mestu skiptir að þeim sé skipaður skýr farveg- ur og hefur það ver- ið gert með námskránum á grundvelli nýrrar skólastefnu, sem er að baki þeim. Hafa skólastjóm- endur og kennarar á öllum skóla- stigum lagt sig fram um að ná nýj- um markmiðum á sem skemmstum tíma. Gagnvart háskólastiginu er mikilvægt að hrinda áformum um samræmd próf í framhaldsskólum í framkvæmd eins og mælt er fyrir um í lögum. Hitt er þó ekki síst brýnt til að skapa samfellu milli allra skólastiga, að háskólar og há- skóladeildir sendi sem skýrust skilaboð um kröfur sínar til fram- haldsskólanema, svo að þeir geti áttað sig sem best á því, sem er í boði og hvað þurfi til að njóta þess og njóta sín sem best í háskóla- námi. Þar hvílir þung skylda á Há- skóla íslands vegna þess að náms- brautir eru flestar innan hans og þangað fara flestir nemendur." Björn Bjarnason á heimasíöu sinni. Til trúverðugra aðila „Aðstæður á hlutabréfamarkaði voru ekki hagfelldar þegar sala á hlutabréfum í Símanum hófst. Ég vona að þegar hlutabréfamarkaður- inn hefur styrkst og hinn alþjóðlegi íjarskiptamarkaður aftur komist á lygnan sjó eftir hinar miklu hremm- ingar undanfarinna missera, þá muni stjórn og forstjóra Símans hafa tekist að gera þær breytingar á rekstri Símcms sem gera hann að enn betra og verðmætara fyrirtæki. íslenskur fjarskiptamarkaður þarf á því að halda að vel takist til, bæði með breytingar hjá Símanum og sölu á hlut ríkisins til trúverðugra aðila.“ Sturla Böövarsson samgönguráöherra á heimasíöu sinni. Hið sanna andlit fátæktarinnar Nú eru aftur að koma mánaðamót og eins og um hver mánaðamót berst straumur fólks til presta og hjálpar- stofliana... Þetta er hið sanna andlit fá- tæktarinnar á íslandi í dag, andlit sem fáir ef nokkrir kjósa að sýna opinberlega. Það er e.t.v. ekki auð- velt að trúa því að það sé til fólk hér á landi sem hreint og beint á ekki til hnífs og skeiðar. En það er nú samt hin kalda staðreynd fátækt- arinnar. Menn deila um hvemig skilgreina beri hugtakið fátækt. Sú skilgreining er í raun sára einiöld. Það er fátæk fjölskylda sem verður að neita bömunum sínum um þátt- töku í margskonar félagsstarfi vegna þess að það eru engir pening- ar til á heimilinu." Þórhallur Heimisson á doktor.is Sandkomin í sýnd- arveruleikanum Kjaliari Friörik Rafnsson bókmennta- fræðingur og þýðandi Fyrir nokkrum árum skrif- aði mexíkóski rithöfund- urinn Carios Fuentes mik- inn doðrant, skáldsögu sem nefnist Terra nostra (Jörðin okkar). í henni er hann m.a. að velta fyrir sér þeirri merkilegu stað- reynd að ákveðnar mann- gerðir koma fyrir aftur og aftur í sögunni. Hann talar um að það sé eins og tilteknar manngerðir verði af- sprengi ákveðinna sögulegra kring- umstæðna, þær birtist í mismun- andi tilbrigðum eftir tímabilum og löndum og þá gildi einu hvort við- komandi einstaklingur vill þetta eða ekki. Það gerist bara ef réttar for- sendur era fyrir hendi. Ein þessara eilífú og að því er virð- ist óbreytanlegu manngerða er þaul- setni valdhaflnn sem missir smám saman jarðsambandið og verður yfir- gengilega pirraður ef hinn svokaOaði raunveruleiki knýr dyra. Sólkonungurinn Það má neflia fjölmörg dæmi um svona menn, en það fyrsta sem kemur upp í huga minn er sólkon- ungurinn franski, Lúðvík 14. Hann var að mörgu leyti merkur karl og áorkaði ýmsu, meðal annars i menningarmálum, en sennilega er hann þó þekktastur fyrir að láta reisa eina glæsilegustu höll sem byggð hefur verið fyrr og siðar: Versalahöllina. Hún er, eins og margir vita, afrek í byggingarlist- verkfræði og hönnun, enda fékk hann og ráðgjafar hans til liðs við sig úrvalsmenn á öllum sviðum. Og garðurinn við Versalahöllina er af- rek út af fyrir sig og varð fyrir- mynd að skrúðgörðum aðalsmanna víða um Evrópu. Allt er það nú gott og blessaö. Skuggahliðin á allri dýrðinni var hins vegar sú að franska þjóðin var blóðmjólkuð til þess að fjármagna hallarbygginguna, sem í rauninni var umfram allt nokkurs konar hof sem Lúðvik 14., sólkonungurinn svokallaði, var að láta reisa sjálfum sér til dýrðar. Byggingin er öll hönnuð með hliðsjón af gangi sólar- innar, svipað og pýramídarnir í Eg- yptalandi. Það er í sjálfu sér athygl- isvert, en það merkilega í þessu samhengi jarðsambandslausa vald- hafans er að til að þóknast kóngi var svefnherbergið hans (eða öllu heldur svefnálman) látið snúa í austur. Hann lét ævinlega vekja sig skömmu fyrir sólarupprás sem þýddi það að sólin „fór á fætur“ á sama tima og konungurinn. Hann fékk því daglega þægilega staðfest- ingu á því að allt og allir lytu valdi hans í hvívetna og að hann lifði í besta heimi allra heima. Þannig reyndi hann að hafa endaskipti á raunveruleikanum, stjóma honum, með afleiðingum sem allir þekkja. Sá kínverski Það kann að vera að bera í bakkafullan lækinn (eða bakka í berjafullan lækinn, eins og maður- inn sagði ...) að minnast á heim- sókn Kínaforseta til landsins á dög- unum, en sú meinta krafa hans og manna hans að vilja ekki sjá gul- klædda mótmælendur minnir óneitanlega á hann Lúlla gamla. Raunveruleikinn er pirrandi og óþægilegur og þess vegna er best að halda honum sem lengst frá sér. Sama gilti raunar um Maó formann á sínum tíma eins og kemur fram í litilli kínverskri skáldsögu sem ný- komin er út á íslensku, Balzac og kínverska saumastúlkan, en þar er m.a. sagt frá tannlækni sem dirfðist að segja frá því að hann hefði ein- hvern tímann gert við tennurnar í Hinum mikla leiðtoga. Eða eins og segir á einum staö í sögunni: „Dag nokkurn, áður en Menningarbylt- ingin skall á, hafði hann sagt nem- endum sínum að hann hefði gert við tennumar í Maó Zedong, frú Maó og líka i Jiang Jieshi, sem var forseti lýðveldisins áður en komm- únistar náðu völdum. Satt að segja var það þannig að þegar sumir höfðu horft á mynd af Maó árum saman tóku þeir eftir því að tenn- umar í honum voru farnar að gulna mjög, voru næstum skítugar, en enginn sagði neitt. Og svo gerð- ist það nú að virtur tannlæknir fullyrti á almannafæri að Bylting- arleiðtoginn mikli væri með falskar tennur. Þetta var meiri ósvífni en hægt var að þola, ótrúlegur, ófyrir- gefanlegur glæpur, ennþá verra en það að Ijóstra upp leyndarmáli varðandi varnir þjóðarinnar." Hvað sem sagt verður um núver- andi forseta Kína, þá má hann eiga það að hann heldur mjög vel við þessari maóísku hefð. Nýlegt dæmi um svipaða „veru- leikastjórnun" er það hvemig leið- togi Norður-Kóreu, Kim II Sung, lét taka á heimsmeistarakeppninni í knattspymu. Þar i landi var ein- faldlega ekki minnst á það einu orði að mestallur heimurinn stæði á öndinni yfir sparkkeppninni í ná- grannaríkinu, Suður-Kóreu ... Draumur þeirra allra Ef maður skoðar íslandsheim- sóknina í þessu ljósi er dálítið hjá- kátlegt að núverandi valdhafar hér og skósveinar þeirra skuli leggja sig í líma við að þjóna gestinum svona edgerlega skilyrðislaust. Það er nefnilega eitt að taka höfðinglega á móti gestum sínum, og það átti auðvitað að gera í þessu tiifelli, en annað að skríða fyrir þeim. Þetta var spuming um að sýna gestinum kurteisi eða auðsveipni, og siðari leiðin var valin, því miður. Ef til vill kann raunverulega skýringin á þessari auðsveipni ís- lenskra valdhafa að vera sú að þetta var auðvitað enginn venjuleg- ur gestur. Þama var forseti stærsta og hugsanlega bráðum voldugasta rikis i heimi að heiðra dvergríkið á hjara veraldar meö nærveru sinni, en auk þess er hann á vissan hátt holdgervingur drauma hvers stjómmálamanns. Þetta er maður sem er svo valdamikill að hann þarf ekki einu sinni að hlusta á efa- semdaraddir, gagnrýni, taka þátt í umræðum á þingi og þola marg- háttað pex eins og stjómmálamenn í vestrænu lýðræðisríki. Það er því von að hérlendir valdamenn hafl fengið glýju í aug- un og skjálfta í hnén þegar stór- mennið mætti til landsins. Kínafor- seti er kannski óskadraumur hvers stjórnmálamanns holdi klæddur, guðdómur sem þeir vita að þeir eiga aldrei eftir að öðlast hlutdeild í. Því varð að gera allt og miklu meira en það til að hafa fulla stjóm á þeim raunveruleika sem myndi umvefja hann á Islandi. Og umfram allt að styggja hann ekki, enda er það þekkt í sögunni að guðir, jafn- vel hálfguðir, eru engin lömb að leika sér við ef þeim mislíkar eitt- hvað. Þetta þekkjum við vel hér heima. Ég veit til dæmis um hér- lendan valdamann sem stekkur æv- inlega upp á nef sér þegar minnst er á óæskileg mál eins og Evrópu- bandalagið og fátækt á íslandi. Sá 'sem hefur komist í snertingu við guðdóminn öðlast örlitla hluteild í honum og ýmislegt er leggjandi á sig til þess, s.s. að þver- brjóta allar meginreglur eigin sam- félags. Enda blundar lítill einvaldur í jafnvel sakleysislegustu sálum eins og fram kemur í viðtali sem franska tímaritið L’Express tók við ítalska söguprófessorinn Luciano Camfora, en hann ritaði fyrir nokkru ævisögu Júlíusar Sesars: „Hugsjón Sesars lifir enn: einræð- istilburðirnir, þetta goðumlika samband milli flöldans og leiðtog- ans, herveldið, allt býr þetta enn í þeim stofnunum sem nú eru notaö- ar. Og jafnvel víða í vestrænum samfélögum." Við höldum stundum að sýndar- veruleikinn hafl orðið til i drauma- smiðjunni Hollywood eða í tölvu- leikjum, en sennilega er hann ógn sem stöðugt steðjar að okkur öllum, einkum þeim sem byggja vald sitt á hinu „goðumlíka sambandi milli flöldans og leiðtogans". Og þá gildir einu hvort sá leiðtogi er sflóm- málaforingi, smákóngur í sflóm- kerfinu eða forstjóri í fyrirtæki. „[Lúðvik 14.] lét ævinlega vekja sig skömmu fyrir sólarupprás sem þýddi það að sólin „fór á fætur“ á sama tíma og konungurinn. Hann fékk því daglega þægilega staðfestingu á því að allt og allir lytu valdi hans í hvívetna og að hann lifði í besta heimi allra heima. Þannig reyndi hann að hafa endaskipti á raunvemleikanum, stjórna honum, með afleiðingum sem allir þekkja. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.