Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Blaðsíða 15
15
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002
DV
mssm
HEILDARVIÐSKIPTI 1.356 m.kr.
Hlutabréf 296 m.kr.
Húsbréf 200 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Delta 82 m.kr.
Landsbanki íslands 33 m.kr.
íslandsbanki 28 m.kr.
MESTA HÆKKUN
o
o-
©-
MESTA LÆKKUN
0 Össur -3,0%
0 Delta -2,0%
0 Parmaco -1,5%
ÚRVALSVÍSITALAN 1,279
- Breyting -2,26%
Mikil viðskipti á
föstudag
Töluverð viðskipti voru í Kaup-
höll Islands á fostudag, en þá lauk
öðrum ársfjórðungi og þar með upp-
gjörstímabili flestra fyrirtækja
skráðum í Kauphöllinni. Mest við-
skipti voru með hlutabréf fyrir tæpa
3,5 ma.kr. og með húsbréf fyrir um
1.7 ma.kr. Af einstökum félögum
voru mest viðskipti með bréf ís-
landsbanka fyrir um 1,5 ma.kr. Við-
skipti urðu með bréf Kaupþings
banka fyrir 688 m.kr. en SPRON,
stærsti beini eigandi Kaupþings
seldi af hlut sínum. SPRON átti fyr-
ir söluna 12,57% en 9,35% eftir
hana. Sparisjóðurinn á endurkaups-
rétt á bréfunum. Úrvalsvisitalan
hækkaði um 0,8% og stóð í 1.309
stigum í lok dags. Úrvalsvísitalan
lækkaði um tæpt 1% 1 ársfjórðungn-
um en hefur hækkað um rúm 12%
það sem af er ári.
Minni viðskipti í
júní en undan-
farna mánuði
Viðskipti í Kauphöllinni námu
22.7 ma.kr. í júni sem er heldur
minna en undanfama mánuði en
veltan það sem af er ári nemur 161,5
ma.kr. Flugleiðir hækkuðu mest
síðastliðna viku eða um 8,4% en lít-
il viðskipti stóðu þó að baki þeirri
hækkun. Delta hækkaði um 7,2% í
vikunni í 1 ma.kr. viðskiptum en
nokkur eftirspum hefur verið eftir
bréfum félagsins. Framboð á bréf-
um félagsins er hins vegar frekar
lítið. Miklar sveiflur voru á gengi
bréfa Kers á fostudaginn og var
8,5% munur á hæsta og lægsta
gengi dagsins en - félagið hækkaði
um 1,6% í 94 m.kr. viðskiptum.
Ekta fiskur ehf
J S. *6b 1016 J
Utvatnaður saltfiskur,
án beina, til ao sjóða.
Sérútvatnaður saltpskur,
án beina, til að stetkja.
______________________________________________Viðskipti
Umsjón: Viðskiptabiaðið
Vísitala neyslu-
verðs mun hækka
Greining ÍSB spáir því að vísi-
tala neysluverðs muni hækka um
0,2% á milli júní og júli. Gangi
spáin eftir mun vísitala neyslu-
verðs hafa hækkað um 4,2% á síð-
astliðnum 12 mánuöum og er þar
með komin inn fyrir efri þolmörk
verðbólgumarkmiðs Seðlabanka
íslands. Á þennan mælikvarða
mun verðbólgan þá hafa hjaðnað
um meira en helming frá áramót-
um en yfir síðasta ár mældist
verðbólgan 9,4%. Einn helsti
áhrifavaldur spárinnar er eins
krónu hækkun á verði bensíns nú
um síðustu mánaðamót. Hækkun-
in er að mestu til komin vegna
þess að tímabundin lækkun á
vörugjaidi á bensíni, sem var lið-
ur í aðgerðum stjómvalda til að
halda visitölunni undir rauða
strikinu, hefur nú gengið til baka.
Umsvifm á fasteignamarkaði virð-
ast síst vera að minnka. Sést það
m.a. í þróun útgáfu húsbréfa und-
anfarið. í ljósi þess er því spáð að
húsnæðisliður vísitölunnar hækki
nú. Sumarútsölur á fötum og
skóm hafa byrjað nokkuð fyrr í ár
en á síðasta ári. Búast má við að
áhrif þeirra til lækkunar á vísi-
tölu neysluverðs verði öllu meiri
núna en í sama mánuði í fyrra.
Erlendar bækur lækka í verði
vegna lægri virðisaukaskatts.
Áhrif þessara breytinga á vísitöl-
una em hins vegar lítil. í spánni
er gengið út frá hækkun á verði
matvöra og þá aðallega ávöxtum.
Hagstofa íslands mun birta vísi-
tölu neysluverðs miðvikudaginn
10. júlí næstkomandi.
íslandsbanki
Greining ÍSB spáir því aö vísitala neysluverðs muni hækka um 0,2%
á milli júní og júlí.
Vöruskipti við út-
lönd enn hagstæð
Vöruskiptin við útlönd voru já-
kvæð um 2,6 miUjarða i mai en voru
óhagstæð um 3,6 milljarða á sama
tíma fyrir ári. Á fyrstu fimm mán-
uðum ársins hafa vöruskiptin verið
jákvæð um 10,7 milljarða en voru
óhagstæð um 9,2 miUjarða á sama
tíma í fyrra á sama gengi. Fyrstu
fimm mánuði ársins var því vöru-
skiptajöfnuðurinn 19,9 milijörðum
króna skárri en á sama tíma í fyrra.
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu
frnim mánuði ársins var 11,1 millj-
örðum eða 14% meira á fóstu gengi
en á sama tíma árið áður. Sjávaraf-
urðir voru 64% alls útflutnings og
var verðmæti þeirra 19% meira en á
sama tíma árið áður. Aukningu
vöruútflutnings má því helst rekja
til aukins útflutnings á sjávarafurð-
um, aðailega frystum flökum, fiski-
mjöli og heilum frystum fiski.
Einnig hefur útflutningur á lyfja-
vörum og lækningatækjum aukist.
Á móti kemur að mun minna hefur
verið selt af skipum úr landi en á
síðastliðnu ári.
Verðmæti vöruinnflutnings
fyrstu fimm mánuöi ársins var 8,8
miiljörðum eða 9% minna á föstu
gengi en á sama tíma árið áður. Að
stærstum hluta má rekja samdrátt-
inn til minni innflutnings á fjárfest-
ingarvörum og hrá- og rekstrarvör-
Gengi
gjaldmiðla
Frá og með 1. júlí 2002 verður
lögð af opinber skráning Seðla-
banka íslands á gengi gjaldmiðla
þeirra landa sem hafa tekið upp
evru. Þessir gjaldmiðlar eru: austur-
riskur skildingur, belgísk flórína,
fmnskt mark, franskur franki, grísk
drakma, hoflenskt gyflini, írskt
pund, ítölsk líra, portúgalskur
skúti, spænskur peseti og þýskt
mark. Seðlabanki Evrópu birtir á
vefsíðu sinni reiknistuðla sem not-
ast þegar reikna þarf út gengi eldri
gjaldmiðla út frá gengi evru.
um.
Amerískar
Vísitala byggingarkostnaðar
Á undangengnum tólf mánuöum hefur byggingarkostnaöur því veriö aö
hækka hraðar en markaösverð húsnæðis.
Vísitala byggingarkostnaðar hækkar
lúxusdýnur
Tilboð
Vísitala byggingarkostnaðar hækk-
aði um 0,1% á mifli maí og júní í ár.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala
byggingarkostnaðar hækkað um 7,1%.
I Morgunkomi íslandsbanka er bent á
að á sama tíma hefur íbúðarverð,
mælt með vísitölu neysluverðs, hækk-
að um 3,6%. Á undangengnum tólf
mánuðum hefur byggingarkostnaður
því verið að hækka hraðar en mark-
aðsverð húsnæðis. Þessa þróun má
rekja aflt til upphafs árs 2001 og setur
það mark sitt á framlegð við íbúða-
byggingar og framboð nýbygginga. Á
tímabilinu frá 1997 til 2001 hækkaði
íbúðaverð hins vegar talsvert umfram
byggingarkostnað og jókst framlegðin
við íbúðabyggingar á þeim tíma að
sama skapi. Tölur um útgáfu húsbréfa
vegna nýbygginga einstaklinga endur-
spegla þessa þróun. Á árunum 1999 og
2000 nam fjöldi húsbréfaafgreiðslna
vegna nýbygginga einstaklinga
1.800-1.900 en eftir mikla hækkun hús-
næðisverðs fór fjöldi afgreiðslna í
2.280 í fyrra og tölur þessa árs benda
til svipaðs fjölda í ár.
Amerískar heilsudýnur á tilboði.
25% afsláttur
Skiþhoiti 35 • Sími: 588-1955
DEH-P7400 fyrir MP.
Kr.74.900.-
Mosiet 4\50W • 3 RCA utgangur • tonja'
24 stodva rainni* MP3/OEL skjar • FM. M