Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Blaðsíða 19
19
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002
DV Tilvera
•Uppákomur
BGönguferft um Viðev
i kvöld verður farin gönguferð um Viðey.
Farið verður um austurhluta eyjunnar að
minjum lítils en öflugs útgerðarþorps
sem þar reis í byrjun síðustu aldar. Þar
verður saga þorpsins rakin í stuttu máli
en áætlað er að ferðin taki um
klukkustund. Gamanið mun hefjast með
siglingu yfir sundið með Viðeyjarferjunni
kl. 19.30. Leiðsögnin sjálf er
endurgjaldslaus en í ferjuna kostar 500
krónur fyrir fullorðna en 250 fyrir börn.
Fólki er bent á að klæða sig eftir veðri og
hafa góða skó meðferðis.
•Opnanir
■Mórar í Gallerí Skugga
Sýningin “Mórar/nærvídd" var opnuð í
Gallerí Skugga síöustu helgi. Sýningin,
sem er samvinnuverkefni Katrínar El-
varsdóttur Ijósmyndara og Matthíasar
M.D Hemstock tónlistarmanns, notar
samspil mynda og hljóðs til að draga
fram hiö dularfulla t tslensku umhverfi. I
Mórum-nærvtdd leggja listamennirnir
áherslu á hina sálrænu hliö minja, staða
og skynjunar. Til að nálgast þessa hlið
tengja þeir saman myndir og hljóð með
það aö markmiði að sýningargestir upplifi
stöðnun fortíðarinnar samttmis þvt að
skynja framrás ttmans og eyðandi áhrif
veðurs og vinda á mannvirki og bústaði.
Bæði hljóð og Ijósmyndir eru teknar á
ýmsum stöðum á landinu og nákvæm
staðsetning þeirra er áhorfendum óljós.
Ö
Sýningin stendur til 14. júlí. Gallert
Skuggi er opinn frá kl. 13 til 17 alla daga
nema mánudaga.
PPortúgölsk listakona í Gallerí
Tukt
Elsa Rodrigues, ung listakona frá Lissa-
bon í Portúgal, opnaði um stöustu helgi
einkasýningu t Gallerí Tukt. Elsa byrjaði
á undirbúningi verkanna þegar hún dvaldi
á íslandi á síðasta ári. Hún sýnir Ijós-
myndir þar sem hún notar sjálfa sig sem
efnivið til að túlka viðfangsefnin. í gegn-
um linsuna reynir hún svo aö endur-
spegla hvað hún hugsar og skynjar hverju
sinni. Sýningin stendur til 14. þessa
mánaðar og eru allir velkomnir aö líta inn
og skoöa hvað fram fer.
BSogið i Gallerí Hlemmi
Magnús Sigurðarson opnaöi nýlega aðra
einkasýningu stna t Gallerí Hlemmi. Sýn-
inguna nefnir listamaðurinn Sogið en við-
fangsefni innsetningarinnar liggur á svið-
um næringarfræðarinnar og pappírs
ákefðar (fetish).
Bakgrunnur og umgjörð verksins liggur t
gamalli tilvitnun þar sem RabbiAkiba (t
rómverskri fangavist) sagði við uppá-
haldsnemandann sinn, Stmon ben
Yochai: Sonur minn, meira en kálfurinn
sækist eftir að sjúga óskar kýrin eftir því
að gefa. Magnús hefur haldið fjölda
einka- og samsýninga, bæði hér heima
og erlendis. ðllum er velkomið að Itta inn
og skoða sýninguna en fólk er jafnframt
hvatt til að hafa regnföt með sér. Gallerí
Hlemmur er í Þverholti 5 en opið er
fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.
Heimasíöan er galleri.hlemmur.is og eru
allar nánari upplýsingar þar aö finna.
■Vatnskennd svning á ísafirði
ÖNNUR, sýning fimm myndlistarmanna,
var opnuð í Slunkaríki á Isafirði á
laugardag. Sýningin stendurtil 14. júlí en
myndlistarmennirnir sem þar sýna verk
sín eru Birta Guðjónsdóttir, Fjölnir Björn
Hlynsson, Guðlaugur Valgarðsson, ída
Sigríður Kristjánsdóttir og Rósa Sigrún
Jónsdóttir. Almenningur er hvattur af
sýningaraðilum til að mæta og stimpla
sig inn í listalífið en grunur leikur á að
þetta verði afskaplega vatnskennd sýn-
ing.
Lárétt: 1 frost,
4 vélræði, 7 hundur,
8 skilningarvit,
10 frumeind, 12 skop,
13 sáðland, 14 klifur,
15 læsing, 16 megna,
18 menn, 21 fiskinn,
22 tegund, 23 niska.
Lóðrétt: 1 svaladrykk-
ur, 2 frestaði, 3 rangla,
4 glöggur, 5 speki,
6 óhreinindi,
9 aukaspii,
11 frábrugðna,
16 okkur, 17 kvendýr,
19 fataefni, 20 rölt.
Lausn neðst á síðunni.
Svartur á leik!
Skömmu áður en Paul Morphy hélt
til Evrópu og mátaði alla þar, mátaði
hann nokkra landa sína í New York.
Skákhæfileikar hans voru svo mikir
að undrum þótti sæta, en Morphy var
einfaldlega fljótari en aörir að leika
hvössustu og „innihaldsmestu" leikj-
unum. Hann var frá New Orleans og
Umsjón: Sævar Bjarnason
tefldi því miður aðeins í fáein ár
áður en hann hvarf af sjónarsviðinu.
En hann skildi eftir sig merkilega
sögu og skákir og menn eru enn í dag
að hugsa um hvað hann hefði haft að
segja í nútímameistarana. Morphy
var svo sannarlega á undan sinni
samtíð!
Hvítt: David Meek
Svart: Paul Morphy
Skoski leikurinn.
New York (3), 1857
1. e4 e5 2. RÍ3 Rc6 3. d4 exd4 4.
c3 dxc3 5. Rxc3 Bc5 6. Bc4 d6 7. h3
Be6 8. Bb5 Rge7 9. Rg5 0-0 10. Dh5
h6 11. RÍ3 Rg6 12. g4 Rce5 13. Rxe5
dxe5 14. g5 Dd4 15. Be3 Db4 16.
Bxc5 (Stööumyndin) 16. - Dxb2 17.
0-0 Dxc3 18. BxfB HxfB 19. Hacl
Db2 20. Bc4 Rf4 21. Ddl Rxh3+ 22.
Kg2 Rf4+ 23. Khl Db6 24. gxh6
Bxc4 25. h7+ Kxh7 26. Dg4 Dh6+
27. Kgl Bxfl 28. Hxfl Hd8 29. a4
Hd6 30. f3 Hg6 31. Kf2. O-l.
Lausn á krossgátu___________
•joa 02 ‘tie; 61 n ‘sso 91 ‘B5jno n
‘uasipr 6 ‘ureij 9 ‘}ia q ‘uuAsdJBJjs f ‘;sBjBptrep g ‘ojp z ‘so3 1 :;;pjpori
■jjnu ez ‘IJOS ZZ ‘EunsA \Z ‘JB}Á 81 ‘eijjÓ 91 ‘sb( qi
‘IjJd n ‘BJJja 8T ‘-rep 21 ‘uiojB oi ‘uofs 8 ‘jHHBJ 1 ‘5ftAS \ ‘ppBS t hlQJPi
—
DV-MYND GVA
Gömul þjóðlelð
Það eru helst hestamenn sem fara hinar gömlu þjóöleiðir sem farnar voru áöur fyrr þegar hesturinn var aöalfar-
artækiö. Myndin er tekin af hestafólki sem er aö fara yfir Þjórsá neöan Þrándarholts.
Dagfari
Með net út í búð
Börn eru ekki lengur send út
í búð. Það er að minnsta kosti
ekki eins algengt og á árum
áður. Þessar staðreyndir komu
upp í hugann þar sem ég rölti
um einn stórmarkað borgarinn-
ar með innkaupakörfuna á
undan mér. Þróun í verslun
hefur verið í átt til stærri og
hagkvæmari eininga og um leið
hagstæðara vöruverðs. Um þá
þróun er í sjálfu sér ekki nema
gott eitt að segja. En hins veg-
ar er það miður að börn fara
ekki lengur út í búö, fara í
mesta lagi út í sjoppu eftir
spólu og nammi. Þegar ég og
flestir á mínu reki voru á
barnsaldri voru sendiferðir út í
búð fastur þáttur í tilverunni.
Dag hvern roguðust börn heim
með fullt net (eða tösku) þar
sem plastpokarnir höfðu ekki
haflð innreið sína. í netinu var
mjólk, brauð, kartöflur og jafn-
vel fiskur og álegg. Mjólkin var
keypt í mjólkurbúðinni, kart-
öflurnar og áleggið hjá kaup-
manninum, fiskurinn í fiskbúð-
inni og brauðið í bakaríinu.
Þannig var veruleikinn í þá
daga. Peningur var settur í
buddu ásamt tossamiða og
hverju barni var fullkomlega
Ijóst að það kostaði svo og svo
mikið að borða. Pund af skyri,
100 grömm af hangikjöti
sneiddu í bréf, tvær hyrnur af
mjólk, ein af súrmjólk, normal-
brauð og kartöflur í bréfpoka,
sem reyndar var neyt-
endaskandall þess tíma. Og ný
ýsa, hausuð og slægð. Og það
var eins gott að hafa bein í nef-
inu ef húsmæður í sömu er-
indagjörðum áttu ekki að troð-
ast fram fyrir mann í röðinni. í
dag mundu reglugerðarskrif-
finnar í fjarlægum löndum
sjálfsagt finna upp á að flokka
svona sendiferðir undir svæsn-
ustu barnaþrælkun en í mínum
augum er þetta einfaldlega
hluti af skóla lífsins sem flest
börn í dag fara á mis við.
Haukur L.
Hauksson
blaöamaöur
•V
£
óke.í elekan.
I guðanna bænum!
Pað minnsta sem þú
getur gert er að
brosaí
Bráðavakt
Svona, brostu!
betta er stor
—n stund!
Svona,
Ýttu!
járanum 6takk
>myndavél upp í