Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002
Tilvera DV
Breska ofurfyrirsætan Kate
Moss hefur nú loksins séð að sér
og er hætt að reykja, enda kasól-
étt.
Útsendari breska tískublaðsins
Vogue segist hafa sé fyrirsætuna á
Lundúnabamum Julie’s í fylgd
nokkurra vina sinna. Tveir fyrr-
um góðkunningjar Kötu voru þó
fjarverandi, sígarettupakkinn og
brennivínið í glasinu. Stúlkan var
sem sé reyklaus og aðeins með
kóka kóla í glasinu.
Kate hefur annars verið alræmd
fyrir partílíferni þar sem hvergi
hefur verið slegið slöku við, reykt
og drukkið eins og fjandinn sé
laus. En nú er öldin sem sé önnur
og var víst ekki annað að sjá en að
fyrirsætan skemmti sér vel.
Biogag‘nr>ni
REUTERSMYND
Magadans í Moskvu
Þessar gildvöxnu konur stunduöu magadans af mikilli áfergju í tengslum
viö fegurðarsamkeppni gildra kvenna í Moskvu síöasta dag júnímánaöar.
Keppnin og annaö glens henni tengt var á vegum blaös unga
fólksins.
igíltgfiill " |
Smárabíó/Sambíöin - Biack Knight; jr i
Kate
Moss loks
hætt að
reyk j a
Hilmar
Úr takti við tímann -=isl
Valdib til fólksins
Martin Lawrence í hlutverki nútímamannsins sem er á skjön viö miö-
aldafólkiö.
Martin Lawrence,
er einhver mesti
kjaftaskur kvik-
myndanna. Hann fet-
ar dyggilega í fótspor
Eddie Murphys og er
farinn að slá honum
við í kjafthættinum.
Þessi stanslausi vað-
all getur verið ósköp
þreytandi til lendar
og það þarf sérstak-
lega góða sögu til að
vaðallinn í honum
virki. Ekki er hægt
að tala um handrit
þar sem mig grunar
að ekki sé farið mik-
ið eftir þvl þegar
Lawrence á I hlut.
Þar sem Martin
Lawrence hefur ein-
hæfan tjáningarmáta
þá eru það sjálfsagt
aðeins hörðustu að-
dáendur hans sem
sætta sig við allt sem
hann gerir. Þegar honum tekst best
upp eins og í The Big Momma’s
House þá er hann sjóðheitur
húmoristi og uppfullur af prakkara-
skap. Oftar hefur honum þó mistek-
ist að ná til fjöldans og varla er
nokkur leikari eins þreytandi og
Lawrence þegar húmorinn er
mislukkaður.
1 Black Knight er einstaklega
áberandi hvað það háir honum að
geta ekki verið öðruvísi en Martin
Lawrence. Sagan er tímaflakkssaga
sem hvorki er frumleg né sérstak-
lega skemmtileg. Myndin reiðir sig
á húmorinn hjá Martin Lawrence
og hann gerir hvað hann getur til að
halda áhorfendum við efnið svo úr
verður nánast eins manns kvik-
mynd sem stendur og fellur með því
hvað vel þér líkar við Martin
Lawrence. Og í þetta skiptið tekst
honum ekki að ná upp rífandi
stemningu.
Lawrence leikur gæslumann í
miðaldaskemmtigaröi sem verður á
í messunni þegar hann teygir sig
eftir djásni í síki sem hann er að
hreinsa. Djásnið dregur hann niður
í síkið og þegar hann kemur upp á
yfirborðið er hann staddur í Evrópu
á miðri fjórtándu öld þar sem barist
er um landyfirráð. Eins og vænta
má fer mikill tími í það hjá
Lawrence að haga sér eins og nú-
tímamaður innan um miðaldafólk.
Hann ætlar fyrst og fremst aldrei að
fatta að hann er ekki staddur í nýj-
um kastalaskemmtigarði sem átti
að fara að opna. Má segja að þarna
sé um fyrsta hluta af
skemmtidagskrá
Lawrence þar sem gert
er grín af ytri aðstæð-
um sem hann telur að
sé leikur. Þegar hann
loks kemst að hinu
sanna tekur við annar
hluti af kunnáttu
Lawrence. Þar gerir
hann grín að þeim að-
stæðum sem hann er
kominn í og reynir að
bjarga sér fyrir horn
með þvi að þykjast
ekki aðeins vera sendi-
boði eins og misskiln-
ingur hefur gert hann
að, heldur einnig hirð-
fifl. Lawrence lendir
nú í ýmsum hremm-
ingum, sem eru mátu-
lega fyndnar til að
halda áhorfandanum
við efnið, en eru þegar
grannt er skoðað
ófrumlegar og byggðar
á þekktum formúlum.
Aðrir leikarar en Martin
Lawrence eru nánast eins og statist-
ar, snúast i kringum stjömuna eins
og leikbrúður og leggja fátt til mál-
anna. Hvað varðar skemmtanagild
myndarinnar þá eru sum atriði sem
bera það með sér að Lawrence er
ekki allur þar sem hann er séður og
ef hann ætlar að halda sig á toppn-
um þá verður hann að gjöra svo vel
að koma með nýjar og virkari hug-
myndir.
Leikstjóri: Gil Junger. Handrit: Darryl J.
Quarles, Peter Gaulke og Gerry Swallow.
Kvikmyndataka: Ueli Steiger. Tónllst:
Randy Edelman. Aöalleikarar: Martin
Lawrence, Marsha Tomason, Tom Wilkin-
son og Vincent Regan.
Bíófréttir
Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum:
Adam Sandler í fót-
spor Gary Cooper
Vinsælasta kvikmyndin í
Bandaríkjunum um helgina
var gamanmyndin Mr.
Deeds. Um er að ræða endur-
gerð klassískrar kvikmynd-
ar, Mr. Deeds Goes To Town,
sem Franka Capra leikstýrði
og hafði Gary Cooper og Jean
Arthur í aðalhlutverkum. í
þeirra fótspor feta nú Adam
Sandler og Winona Ryder.
Mr. Deeds segir frá ungum
manni sem kemur frá smábæ
einum. Hann erfir óvænt
vænan hlut í fjölmiðlaveldi
eftir frænda sinn. Þegar hann
er kominn til stórborgarinn-
ar og tekinn við stjórnartaun-
um þá leggur hann ofurá-
herslu á að sýna kosti þess að búa í
smábæ á borð við Mandrake Falls,
en það er einmitt sá bær sem hann
ól hann upp. Annars er það merki-
legt við listann þessa vikuna hvað
teiknimyndahetjur eru að gera það
gott, Lilo & Stich og Hey Arnold!
The Movie eru teiknimyndir og
Scooby Doo og Spider-Man eru
byggðar á teiknimyndahetjum.
-HK
ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
SÆTl FYRRl VIKA TUILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA
O _ Mr. Deeds 37.162 37.162 3231
© 1 Minority Report 21.590 73.424 3001
© 2 Lilo & Stich 21.515 77.086 3222
o 3 Scooby-Doo 12.362 123.950 3447
© 4 The Bourne Identity 11.197 72.902 2663
© _ Hey Arnold The Movie 5.706 5.706 2527
© 5 The Sum of All Fears 4.858 105.370 2486
© 7 Divine Secrets of the Ya-Ya.... 4.051 55.388 2167
© 9 Star Wars: Episode II 3.668 286.253 1801
© 6 Windtalkers 3.501 33.175 2529
0 10 Spider-Man 3.130 395.874 1810
© 8 Juwanna Mann 2.608 10.115 1325
© 14 My Big Fat Greek Wedding 2.002 19.340 493
© 15 Insomnia 1.101 63.706 866
© 16 About a Boy 939 38.912 696
© 12 Undercover Brother 870 37.351 802
© 13 Spirit: Stallion of the Cimarron 752 70.374 1079
© 11 Bad Company 751 28.302 825
© 17 Space Station 573 10.607 55
© 19 Importance of Being Earnest 469 4.955 208
Vinsælustu myndböndin:
Misheppnaöur
stríðsrekstur
Hin rómaða stríðsmynd Rid-
léys Scotts tyllir sér á topp mynd-
bandalistans þessa vikuna. Mynd-
in er byggð á sönnum atburðum
og segir frá versta afhroði banda-
ríska hersins frá því í Vietnam-
striðinu, misheppnaða herferð
inn í Mogadishu, höfuðborg
Sómalíu, til að hertaka nokkra
liðsforingja stríðsherrans, Mo-
hamed Farrah Aidid. Þetta var
hættuför sem átti að taka rúman
hálftíma, en tók rúmar
átján klukkustundir.
Að herforinni lokinni
var stór borgarhluti
orðinn að blóðugum
vígvelli. Önnur ný
kvikmynd sest ofar-
lega á listann er það
gamanmyndin
Princess Diaries sem
fjallar um ósköp
venjulega ameríska
skólastelpu, sem fær
þá tilkynningu í haus-
inn að hún sé
prinsessa og eigi að
erfa konugsdæmi í
Evrópu. í ellefta sæti
er svo enn ein nýja
myndin, Serendipity,
sem er rómantíks
kvikmynd með John
Cusack og Kate Beck-
insale í aðalhlutverk-
um. í allt eru það sex
nýjar myndir sem
koma inn á listann
þessa vikuna. -HK
Black Hawk Down
Bandarískir hermenn fá að finna fyrir því
hvernig er aö berjast viö leyniskyttur.
SÆTI
o
©
©
o
©
o
©
©
©
0
0
©
©
©
©
0
®
0
©
©
FYRRI VIKUR
VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) Á USTA
_ Black Hawk Down (myndformi 1
Spy Game (sam myndbönd) 3
Domestic Distburbance (háskólabíó) 2
The Princess Diaries isam myndböndi 1
HeÍSt (SAM MYNDBÖND) 2
Zoolander (sam myndbönd) 4
Training Day (sam myndböndj 5
11 I Am Sam (myndform) 2
5 From Hetl (skífan) 3
_ Serendipity (skífan) 1
6 Behind Enemy Lines (skífan) 4
13 Riding In Cars With Boys (skífanj 2
_ Repli-Kate (sam myndböndi 1
8 The Glass House (skífan) 5
_ American Outiaws (sam myndbönd) 1
10 Bandits iskífan) 6
9 Summer Catch (sam myndböndi 3
15 Out Cold (MYNDFORM) 6
_ No Man’s Land (góoar stundir) 1
12 Corky Romano (sam myndbönd) 7