Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002
Fréttir DV
Sýknaður af ölvunarakstri eftir að lögreglu varð á í vinnubrögðum:
Sagðist hafa drukkið vín
við lögreglustöðina
- var stoppaður á algengum „áfengisblöndunar- og þvaglosunarstað“
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur sýknað 19 ára gamlan Ólafs-
firðing af ákæru um ölvunarakstur
og kemur málsmeðferð lögreglu þar
mjög við sögu. í október árið 2000
radarmældu tveir lögreglumenn frá
Ólafsfirði bíl á of miklum hraða en
i kjölfarið sveigði bíllinn út af aðal-
braut og niður óupplýstan malarveg
að gámasvæði í nágenni Ólafsfjarð-
ar. Löggan elti, en þegar hún kom
að bílnum var enginn í ökumanns-
sætinu. í kjölfarið var hópur ung-
menna færður á lögreglustöðina og
læknir kallaður út til að taka blóð-
sýni vegna gruns um ölvunarakst-
ur.
Maðurinn sem hlaut sýknuna
reyndist hafa 0,88% alkóhólmagn í
blóði sínu en hann bar að hann
hefði verið allsgáður þegar löggan
kom á vettvang en hefði ætlað að
hefja drykkju, enda væri gáma-
svæðið algengur áfengisblöndunar-
og þvaglosunarstaður. Löggan hafi
sagt honum að koma á stöðina og
ákveðið að aka bifreið hans án skýr-
inga i bæinn.
Ungi maðurinn sagðist síðan hafa
beðið fyrir utan lögreglustöðina í
töluvert langan tíma á meðan lög-
reglan talaði við aðra málsaðila. Á
þeim tíma hefði hann neytt áfengis
með félögum sinum. Síðar um nótt-
ina hefði löggan sagt honum að
koma inn og þá hefði hann verið lát-
inn blása í öndunarsýnamæli.
Kvaðst ákærði i fyrstu hafa neitað
að blása en látið undan. í framhald-
inu hafi honum verið tekið blóð og
hann látinn gefa skýrslu.
Vitni voru framburði unga
mannsins viihöll og er niðurstaða
dómsins að ákærði hefði ekki séð af
orðum eða athöfnum lögreglu að
hún grunaði hann um akstur undir
Dómstóll Norölendinga
Ólafsfiröingur sýknaöur afákæru um
ölvunarakstur. Hann var allsgáöur
þegar lögreglan kom.
áhrifum áfengis fyrr en lögreglu-
varðstjóri sótti hann út í bifreið,
nokkru eftir að lögreglumaður lagði
bifreiðinni við lögreglustöðina í
Ólafsfirði.
„Ljóst er af vætti nefnds lögreglu-
varðstjóra að hann leitaði ekki sér-
staklega eða með skipulegum hætti
eftir áfengi í bifreiðinni. Verður því
ekki meö nokkru móti útilokað að
framburður ákærða, um að hann
hafi geymt þar áfengi, sé réttur,“
segir í dóminum.
Einnig segir að ákærði hafi haft í
það minnsta nokkrar mínútur til
áfengisdrykkju fyrir utan lögreglu-
stöðina í Ólafsfirði eftir að lögregla
hafði afskipti af bifreið hans og þar
til hann var tekinn inn á lögreglu-
stöðina til yfirheyrslu og blóðtöku.
Skuli hann njóta vafans en hins veg-
ar var maðurinn dæmdur fyrir
hraðakstur. -BÞ
Brottfluttir íslendingar fleiri en aðfluttir:
Mest fólksfækkun
á Seltjarnarnesi
- Akureyringar bæta við sig 67 íbúum
Mest fólksfækkun varð á Seltjarn-
arnesi, í Sveitarfélaginu Skagafirði
og í ísafjarðarbæ fyrstu sex mánuði
ársins, skv. tölum Hagstofunnar. Á
þessu tímabili voru skráðar 26.355
breytingar á lögheimili einstaklinga
í þjóðskrá. Þar af fluttu 14.753 innan
sama sveitarfélags, 8.253 milli sveit-
arfélaga, 1.843 til landsins og 1.506
frá þvi.
Þetta þýðir að á tímabilinu flutt-
ust 337 fleiri einstaklingar til lands-
ins en frá því. Brottfluttir íslending-
ar voru 179 fleiri en aðfluttir en að-
fluttir erlendir ríkisborgarar 516
fleiri en brottfluttir. Aðfluttir um-
fram brottflutta voru umtalsvert
fleiri á sama tíma á árinu 2001., eða
881.
Til höfuðborgarsvæðisins fluttu
529 umfram brottflutta. Af þeim
fluttu 354 af landsbyggðinni og 173
frá útlöndum. í öðrum landshlutum
nema á Vesturlandi voru brottflutt-
ir fleiri en aðfluttir en víða er stað-
an í járnum, svo sem á Norðurlandi
eystra þar sem aðeins fækkaði um
átta manns alls.
Flestir fluttu frá Norðurlandi
vestra og Vestfjörðum, eða 64 íbúar
í báðum landshlutum. Af einstökum
sveitarfélögum fluttust flestir í
Kópavog eða 273, en 184 í Hafnar-
fjörð. Seltimingum fækkaði um 67,
Skagfirðingum um 37 og ísafjarðar-
bær missti 32 íbúa.
Af öðrum svæðum má nefna að
töluverð fjölgun varð fyrstu sex
mánuði ársins í Mosfellsbæ eða 44.
Á Suðumesjum fækkaöi um 31 og
munar þar mestu um fækkun íbúa í
Reykjanesbæ. Auk fækkunarinnar í
Skagafirði vekur mesta athygli stór-
fækkun í Höfðahreppi eða 28 manns
en á Siglufirði fækkaði um 10.
Á Akureyri fjölgaði um 61 og um
12 í Ólafsfirði. Mikil
fækkun varð hins vegar á
Húsavík og í Eyjafjarðar-
sveit, eða 22 hausar á
hvomm stað.
Á Austurlandi fækk-
aði alls um 29 manns og
missa Fellahreppur og
Seyðisfjörður flesta. í
Austur-Héraði fjölgaði
hins vegar um 14.
Sunnlendingar misstu
alls 25 manns og munar
þar mestu um 22 í Hruna-
mannahreppi og 15 Eyja-
menn. Stórfjölgun heldur
hins vegar áfram í Ár-
borg. Þar fjölgaði um 30
manns fyrstu sex mánuði
ársins. -BÞ
Séð yfir Seltjarnarnes
Þar fækkar íbúum, en á höfuöborgarsvæöinu í
heild sinni fjölgar umtalsvert
DV-MYND HARI
Síungur bíókóngur
Bíókóngur íslands, Árni Samúelsson, hélt upp á sextíu ára afmæli sitt í
Perlunni í gær þangaö sem fjöldi góöra gesta kom og heiöraöi
afmælisbarniö. En hjarta Árna næst á þessari stundu var auövitaö
fjölskyldan; þörn, tengdabörn og afkomendur þeirra, sem er afar gjörvilegur
hópur eins og sjá má.
Hugmynd um vikurnám í Mýrdal:
Ónotað hráefni und-
ir ógnandi eldfjalli
Kötluvikur hefur til þessa verið
ónotað hráefni en nú eru uppi
áform fyrirtækisins Kötluvikurs
ehf. um að hefja vikumám við Haf-
ursey á Mýrdalssandi og að reisa
verksmiðju til þenslu og flokkunar
á vikrinum. Atvinnulíf á svæðinu
ætti að eflast því reiknað er með 40
nýjum störfum í Mýrdal.
Á dögunum kynntu forgöngu-
menn vikurvinnslunnar áætlanir
sínar en Hönnun hf. hefur unnið
könnunarvinnu og gefið út saman-
tekt um málið. í hópi þeirra eru
Einar Elíasson í Seti hf. á Selfossi
og Þórir N. Kjartansson sem er
einn landeigenda og
framkvæmdaaðila. í
félagsheimilinu Leik-
skálum var opið hús
þar sem skýrslan um
umhverfisáhrif vik-
urvinnslu var kynnt.
Sótt hefur verið
um leyfi til að taka
200 þúsund
rúmmetra á ári af
vikrinum. í námu er
gert ráð fyrir einum
starfsmanni til að
byrja með og hann
mundi enn fremur
aka efhinu á bíl
sautján kílómetra
leið til Víkur. Lítið
er gert úr umhverfis-
spjöllum af völdum vikumámsins
en bent er á yfirvofandi hættu þar
sem Katla er.
„Vikumáman er á hættusvæði
vegna yfirvofandi eldgoss í Kötlu-
eldstöðinni. Ekki er mögulegt að
segja fyrir um hvenær goss er að
vænta en öll starfsemi í námunni
verður að taka mið af yfirvofandi
hættu þannig að starfsmenn þar
séu meðvitaðir um viðbrögð komi
til goss,“ segir i greinargerð Hönn-
unar sem telur að á heildina litið
hafi vikumám á Mýrdalssandi að-
eins óveruleg umhverfisáhrif í för
með sér. -JBP
DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON
VIII nýta vikurinn
Athafnamaöurinn Þórir N. Kjartansson, forstjóri Vík-
urprjóns, er í hópi þeirra sem vilja stofna til vikur-
náms og verksmiöju sem skapaöi 40 störf í Vík.
yuAföil
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 23.31 23.42
Sólarupprás á morgun 03.37 02.53
Síödegisflóð 20.45 13.47
Árdeglsflóð á morgun 09.14 01.18
Lægir með kvöldinu
Norðvestan og vestan 10-18 m/s en
hægari vindur um landið
vestanvert. Lægir heldur á
Norðausturlandi með kvöldinu.
Víða lítils háttar úrkoma um landið
en þurrt að mestu sunnan- og
vestanlands.
Víða rigning
Suðvestan og sunnan 8-13 m/s á
morgun en 10-15 austanlands. Víða
rigning eða súld en þurrt að kalla
suðvestanlands. Hiti verður á bilinu
7 til 15 stig.
iiMIK
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur
Hiti S° Hiti 10° Hiti 10°
til 20° til 20° tii 20°
Vindur: Vindur: Vindur:
S-13m/s 5-10 5-10 mA
Suövestanátt Fremur hæg Áfram hæg
og skúrir víöa vestlæg átt og vestlæg eöa
en hægari skýjaö meö breytileg átt og
vindur og bjart köflum en þurrt viöa skýjaö en
noröan til. aö mestu. aö mestu
úrkomulaust.
* 4 -4
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3.4- 5,4
5.5- 7,9
8,0-10,7
10.8- 13,8
13.9- 17,1
17,2-20,7
20,8-24,4
24.5- 28,4
28.5- 32,6
>= 32,7
EBXMSSE8D
AKUREYRI skýjaö 10
BERGSSTAÐIR skýjaö 8
B0LUNGARVÍK þoka 6
EGILSSTAÐIR rigning 7
KIRKJUBÆJARKL skýjað 11
KEFLAVÍK skýjaö 11
RAUFARHÖFN súld 9
REYKJAVÍK skýjaö 11
STÓRHÖFÐI skýjað 10
BERGEN rigning 17
HELSINKI léttskýjaö 24
KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 20
ÓSLÓ þrumuveöur 17
STOKKHÓLMUR 20
ÞÓRSHÖFN skýjaö 12
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 23
ALGARVE heiöskírt 27
AMSTERDAM skýjað 21
BARCELONA léttskýjaö 26
BERLÍN skýjaö 25
CHICAGO slqjjað 17
DUBLIN skúrir 15
HALIFAX léttskýjað 16
FRANKFURT skýjaö 24
HAMBORG skýjaö 22
JAN MAYEN þokumóöa 9
L0ND0N rigning 16
LÚXEMB0RG skýjaö 21
MALL0RCA léttskýjaö 27
MONTREAL heiðsklrt 17
NARSSARSSUAQ skýjaö 16
NEWY0RK heiöskírt 19
ORLANDO skýjað 24
PARÍS skýjað 22
VÍN léttskýjað 27
WASHINGT0N hálfskýjaö 17
WINNIPEG léttskýjaö 16
Logn
Andvari
Kul
Gola
Stlnnlngsgola
Kaldl
Stinnlngskaldl
Allhvasst
Hvassviöri
Stormur
Rok
Ofsaveöur
Fárviðri
GT A UPPLYSINGUM PRA VtOURSTOFU ISLAND