Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Side 11
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 11 Skoðun næsta dág. Niðurstaðan var sú sama og fyrr, rúgbrauð síld og hangikjötssalat. Nýjungagimin var ekki að drepa mig en ég vissi að hverju ég gekk. Þá styttist í heimkomu konu minnar og dóttur og því líklegt að ég lifði einsemd- ina af. Þess skal þó getið að ég keypti kryddsíld í þetta skipti, svona til nokkurrar tilbreytingar. Ég var satt best að segja kominn með þá marineruðu upp í háls, í bókstaflegri merkingu. „Mamma, kæliskápurinn er fullur af síld,“ kallaði dóttir okkar hjóna eftir að ég sótti þær mæðg- ur á flugvöllinn um miðjan dag í gær. Þótt greina mætti ákveðna hneykslun í rödd stúlkunnar fagn- aði ég athugasemdinni innilega. Ég var ekki lengur einn. Líf mitt öðlaðist tilgang á ný þótt hann birtist í tuði stelpunnar. Konan kíkti í skápinn og jesúsaði sig. „Það er nú ýmislegt fleira þar,“ sagði hún. „Hvað ætlarðu að gera við allt þetta hangikjötssalat,“ spurði hún í forundran. „Varla borðar þú allt þetta gums.“ „Ja,“ sagði ég og dró seiminn, „mér fannst gott að eiga þetta, kæmi einhver í heimsókn." Konan fjar- lægði síldina og salatið úr skápnum. „Maður spyr ekki að matar- smekknum," sagði hún en bætti við, heldur vin- gjamlega: „Var fjöl- menni hér? Þér hefur þá ekki leiðst meðan við vorum úti.“ jakkann á auða stólinn og skaust eftir amboðum, hníf og gafli auk sogrörs i gosdrykkinn. Fjöl- skyldufólkið á næstu borðum hló og skemmti sér saman. Ég sat einn. Sósa lak niður hökuna á eldri manninum. Kona hans tók orðalaust bréf af borðinu og þurrkaði hana burt áður en hún lak niður á skyrtuna. Það var ekki langt í gullbrúðkaupið. Orð voru óþörf. Engu var logið um matar- skammtinn. Hamborgarinn var stór. Einnegin kartöfluskammtur- inn. Ég réð ekki við þetta einn. Þá sýndist mér gosglasið af fjöl- skyldustærð. Helmingur þess fór því í ruslið með slatta af kartöfl- um. Ég dvaldi ekki lengur en ég þurfti á veitingastaðnum. Glaða fólkið var þar enn þegar ég fór. Tilgangur á ný Frekari stuðningur við veitingastaði var því úr myndinni. Því fór ég enn að hitta kaup- manninn á hominu Fréttir sem vekja athygli Ólafur Teitur Guðnason bladamaður Fréttamenn koma því gjaman á framfæri í upphafi frétta sinna, að eitthvað hafi „vakið mikla athygli". Það er einfold og þægileg leið til að hefja umfjöllun. Hún gefur líka til kynna að fréttin sé merkileg. í raun mætti allt eins byrja á orðunum „hér kemur merkileg frétt". Ekki er víst að alltaf sé mikil inn- stæða fyrir þessum orðum. Tiltekið mál hefur „vakið mikla athygli" ... hverra? Það er næstum aldrei tekið fram. Stendur kannski þjóðin á önd- inni? Eða hefur fréttamaðurinn það kannski bara á tilflnningunni að þetta tiltekna mál hljóti að vera of- arlega i huga margra? Kannski vegna þess að honum sjálfum fannst það merkilegt? Hálastur verður þessi ís jafnan þegar fjölmiðlar segja að þeirra eig- in frétt - jafnan frá því deginum áður - hafl vakið mikla athygli. FuUyrðtngin getur vitanlega átt full- an rétt á sér en það mætti gjaman fylgja sögunni hvar og hvemig þessi mikla athygli hafi birst. Frétt 1 Raunar vöktu óvenjumargar fréttir í fréttatíma Sjónvarpsins á fimmtudaginn var athygli þess sem þetta skrifar. Fyrsta ber að telja frétt þess efnis að kærunefnd jafn- réttismála hefði komist að þeirri niðurstöðu, að sjálfur framkvæmda- stjóri Jafnréttisstofu hefði brotið jafnréttislög með því að ráða karl til starfa hjá Leikfélagi Akureyrar en ekki konu sem sótti um sama starf. Svo háttar til að framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu er jafnframt fram- kvæmdastjóri leikhússins. Það blasir við að nánast ógem- ingur er fyrir vinnuveitendur að fara að lögum við mannaráðningar þegar sjálfur framkvæmdastjóri Jafnréttismála gerist brotlegur við þau í góðri trú. Auðvitað kemur engum til hugar að framkvæmda- stjórinn hafi látið kynferði umsækj- enda ráða afstöðu sinni til þeirra. Til þess að fylgja lögunum verða vinnuveitendur því að leita leiða til að verða kaþólskari en páfmn. Það getur ekki talist sanngjöm krafa. Ekkert felur i sér meiri kynjamis- munun en einmitt lög og reglur sem miða að því að koma í veg fyrir hana. í gildandi lögum er lagt blátt bann við mismunun með afar skýru ákvæði þar sem segir einfaldlega, að „hvers kyns mismunun eftir kynferði, hvort heldur bein eða óbein, [sé] óheimil." Nú má deila um hvort þetta ákvæði sé skynsamlegt. Miklu rök- réttara virðist að leyfa mismunun; hvert og eitt okkar mismunar fólki daglega og hveijum ætti að vera frjálst að efna til eða hafna sam- skiptum og viðskiptum við fólk eins og honum sýnist. En ef við follumst nú á að þetta sé skynsamlegt ákvæði rekum við þeg- ar augun í næstu málsgrein. Þar segir að heimilt sé að „koma á jafn- rétti“ með tímabundnum aðgerðum sem auka sérstaklega möguleika annars kynsins. Það er sem sagt ekki fyrr búið að leggja blátt bann við mismunun en hún er leyfð aftur, og það I þeim meinta tilgangi að „koma á jafn- rétti“. Leitun er að annarri eins mótsögn. í fegrunarskyni er hún stundum kölluð „jákvæð mismun- un“ og fýkur þá út í veöur og vind ákvæðið um að „hvers kyns“ mis- munun sé bönnuð. „Inngangurinn var á þá leið að komið hefði í Ijós að markaðsvirði þessara merku bygginga væri langt undir raunverði! Seinna í kom hins vegar í Ijós að með „raunverði“ var ekki átt við raunverð heldur matsverð. Enda hefðu húsin líklega selst upp á nokkrum mínút- um ef markaðsverð þeirra hefði í raun verið langt undir raunverði. “ Raunar er óskiljanlegt að bann við mismunun sé yfirhöfuð haft þarna með. Það er falskt flagg. Miklu ærlegra hefði verið að koma orðum að stefnunni eins og hún er í raun og veru. Lögin hefðu þá getað heitið: „Lög um að kynferði skuli skipta máli.“ Frétt 2 Önnur frétt í þessum fréttatíma tengdist því hvaða sjónarmið ættu eða mættu ráða fór þegar tiltekinn aðili tekur ákvörðun. Að þessu sinni snerist málið um sveitar- stjóm, sem þarf að ákveða hvort hún veitir framkvæmdaleyfi fyrir virkjun. Önnur leyfi munu liggja fyrir þannig að öll spjót standa á sveitarstjóminni. Af þessu tilefni var í fréttatímanum birt viðtal við iðnaðarráðherra sem sagðist vonast til þess að sveitarstjómin tæki ákvörðun á „málefnalegum" for- sendum en ekki „pólitískum". Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjómmálamaður virðist ganga út frá því að málefnalegar forsendin- og pólitískar séu andstæður. Ekki er víst að það sé mjög klókt - þ.e. pólitískt klókt - að kynda þannig undir neikvæðri ímynd stjómmála- mannsins. Og upp í hugann kemur mynd af þjálfara knattspyrnuliðs sem segist vonast til að andstæðing- arnir leiki nú eftir reglunum í stað þess að falla í þann fúla pytt að sýna af sér íþróttamannslega framkomu. Þá virðist ráðherrann gefa í skyn, að leggist sveitarstjómin gegn fyrir- huguðum framkvæmdum hljóti sú niðurstaða að vera til marks um að „pólitik" hafi ráðið för en ekki mál- efni. Að hin málefnalega afstaða hljóti að vera iðagrænt ljós. Slík skilaboð væru klassískt dæmi um „pólitísk" skilaboð en ekki málefna- leg. Fréttir 3 og 4 Ein fréttin til var um áhyggjur Samtaka verslunarinnar af því að gjaldþrot verslunarinnar Nanoq gæti leitt til þess að fákeppni héldi inn- reið sína á sportvörumarkaðinn og að „viðskiptastórveldi sem þegar hafa tangarhald á öðrum mörkuðum hér á landi nái einnig að festa sport- vörumarkaðinn í klóm sínurn". Verslunin Nanoq hafði ekki verið rekin ýkja lengi þegar hún varð gjaldþrota. Getur sú staða sem nú er uppi verið - eða orðið - verri með tilliti til fákeppni en áður en Nanoq hóf rekstur? Nei, það virðist mega lýsa stöðunni sem svo, að það sé nú af sem áður var ekki. Það er talað um klær og tangar- hald, en snýst ekki allt starf við- skiptanna um að styrkja og efla stöðu sína? Hámarka afrakstur og árangur? Fákeppni í frjálsu við- skiptaumhverfi skerðir ekki rétt eins eða neins, þótt vissulega sé hún heldur ekki draumafyrirkomulag. Loks verður að geta fréttarinnar þar sem sagði að margar gamlar skólabyggingar víös vegar um land- ið stæðu tómar og verið væri að reyna að koma þeim í verð. Inn- gangurinn að fréttinni var á þá leið, að komið hefði í ljós að mark- aðsvirði þessara merku bygginga væri langt undir raunverði! Seinna í fréttinni kom hins vegar í ljós að með „raunverði“ var ekki átt við raunverð heldur matsverð. Enda hefðu húsin liklega selst upp á nokkrum mínútum ef markaðsverð þeirra hefði í raun verið langt und- ir raunverði. Það er kannski sammerkt með þessari siðustu frétt og þeirri fyrstu, að í báðum tilvikum liggur fyrir álitamál sem er algjörlega háð huglægu mati, en opinberir „mats- menn“ eru sjálfkrafa taldir hafa yf- imáttúrlega hæfileika til þess að mæla þau á hlutlægan kvarða og kveða upp endanlegan, sannan dóm um „raunvirði" húsa og leikstjóra- efna. Sannarlega athyglisvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.