Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 12
12
Helgarblað
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002
DV
Yfir fimmtíu þjóðir stofna með sér samband:
Afríka sameinast í von
um velsæld og lýðræði
Afríkurlki tóku sig saman í vik-
unni og stofnuðu samband sem ætl-
að er að skapa vettvang fyrir sam-
vinnu 53 afriskra rikja og tryggja
frið og framfarir i álfunni. „Við
verðum að binda enda á þá tíð þegar
fjöldi manna fyrirleit íbúa álfunnar
okkar,“ sagði Thabo Mbeki, forseti
Suður-Afríku, á stórkostlegri opn-
unarathöfn fyrsta fundar Afriku-
sambandsins í Durban í heimcdandi
hans.
Þessi heimsálfa sem er hvað mest
hrjáð af fátækt, striði og sjúkdóm-
um sér nú vonina í því að samein-
ast. Margir Vesturlandabúar láta
sér fátt um finnast og benda á Ein-
ingarsamtök Afríku sem þóttu
einna helst líkjast klíkufundi ein-
ræðisherra. Aðildarlöndin eru enn
þau sömu og leiðtogamir hafa lítið
breyst. Því líta margir vantrúaraug-
um á þessa stórfogru hugsjón sem
ætlað er að gera 21. öldina að öld
Afríku.
Einingarsamtök Afríku. Nú er
grundvallarforsenda sameiningar-
innar velsæld fólksins og lýðræði,
að minnsta kosti opinberlega. Ríkin
hyggjast hjálpa hvert öðru í átt til
nútímalegri stjómarhátta og lífsskil-
yrða, og ef eitt villist af leið verður
gripiö til sameiginlegra aðgerða því
til leiðréttingar. Til þess verður
stofnað til friðargæslusveita. Á tima
Einingarsamtakanna var enginn
reiðubúinn að leyfa öðmm að hnýs-
ast í sín innanríkismál, enda félli
það illa að einræðisforminu.
Afríka byrjar að bera ábyrgð á
sjálfri sér og í vissum skilningi full-
orðnast hún eftir tæplega hálfrar
aldar sjálfstæði. Og sá andi sem
sveif yfir vötnum á stofnfundinum í
Durban gaf til kynna að Afríka hef-
ur tekið mjög mikilvægt sálfræðilegt
skref. Hún hefur endurheimt sjálfs-
traustið og stoltið og vill standa
hnarreist frammi fyrir ESB og
Bandaríkjunum.
En til þess að ná fram þessum há-
leitu markmiðum verður sambandið
að búa yfir þeim völdum að geta
breytt þróun innanríkismála í ein-
stökum ríkjum og þora að gera það.
Þetta kallar Tabo Mbeki Suður-Afr-
íkuforseti aö sambandið verði að
vera „vel tennt". Og vissulega er
samstaða til lýðræðis þegar farin að
segja til sín þar sem meðlimir sam-
bandsins hafa neitað eyrikinu
Madagaskar um aðild þar sem for-
setinn mun hafa öölast völd á ólýð-
ræðislegan hátt.
Rotnir leiðtogar
Margir Afríkubúar hafa litla trú á
nýstofnuðu sambandi og segja litið
munu breytast nema skipt verði um
leiðtoga. Gaddafí Líbýuforingi er
gott dæmi um leiðtoga sem hefur
setið óratíma á valdastóli og neitar
nú að verða viðfang utanaðkomandi
eftirlits. Þetta er maðurinn sem vildi
sameinaða Afríku, en margir efast
um heilindi hans. „Ekki meira
þrælahald. Ekki meiri nýlendu-
stjóm. Þetta er ný dagrenning,"
sagði Gaddafi á fundinum í Durban
við fögnuð fylgismanna sinna. En
þetta eru orð fortíðarinnar.
Mbeki hins vegar talaði fyrir
breyttri tíð: „í gegnum aðgerðir okk-
ar skulum við lýsa því yfir við heim-
inn að við erum heimsálfa lýðræð-
is,“ sagði hann við sama tækifæri.
Nú fær hinn vestræni heimur
tækifæri til þess að fylgjast með Afr-
íkumönnum reyna að leysa sín mál
sjálfir og koma sér vel fyrir á lýð-
ræðisbraut. Hvort það tekst á sem
bestan hátt er ekki það eina sem
skiptir máli. Hér hafa verið mörkuð
timamót í sögu Afríku og það ber að
lofa. Eða eins og segir í fomu mál-
tæki að ekki skal skoöa skoltinn í
hrossi sem manni er fært að gjöf.
Heimildir: BBC, Reuter og E1
Pais.
Moammar Gaddafi
Líbíuforinginn sterki kallaói á
stofnun „Bandaríkja Afríku“ fyrir
um þremur árum.
Margt smátt gerir eitt stórt
Hugmyndin að Afríkusamband-
inu kom fyrst fram eftir aö mörg
ríki álfunnar höfðu fengið sjálfstæöi
frá nýlenduveldunum. Vildu sumir
sameina ríki álfunnar en aðrir
vildu heldur að einstök sjálfstæð
ríki myndu styrkjast með tímanum
áður en farið væri út í sameiningu.
Farinn var miUivegurinn og stofnuð
Einingarsamtök Afríku sem var lóg-
að við lítinn orðstír til að rýma fyr-
ir nýju og sterkara sambandi.
Að stórum hluta byggir nýstofn-
aö Afríkusamband á evrópskri fyr-
irmynd en veruleikinn þar er allur
annar. Evrópusambandið var stofn-
að til þess að forðast það að stríðs-
átök brytust út á ný og til þess að
auka enn á hagsæld og frelsi. Með
Afrikusambandinu er hins vegar
vonast til þess að binda enda á
stríðsátök og hjálpa til við að ná
Afríkuríkjum upp úr þeim víta-
hring að vera vanþróuð framleiðslu-
lönd fyrir fyrrverandi nýlendu-
herrana í vestri.
Meöal markmiða sambandsins er
að stofna sameiginlegt þing, banka
og dómstól. Vonast er til að álfan
geti í kjölfarið tekið upp sameigin-
legan gjaldmiðil og þeir allra hörö-
ustu vonast eftir eins konar Banda-
ríkjum Afríku.
Nú þegar efnahagsblokkir eru að
myndast víða um heim þykir mjög
erfitt fyrir Afríkuríki að vera áfram
sundruð í yfir 50 einingar, en Afríka
er sú heimsálfa sem hefur flest riki.
Enn í dag eiga Afríkuríki fremur í
viöskiptum við fyrrum nýlendu-
veldi heldur en afríska nágranna
sína. Afríkusambandið er tilraun til
að stöðva þetta og gera viðskipti
innan Afríku auöveldari. Hugmynd-
in er að skipta álfunni upphaflega í
svæðisbundnar blokkir í vestri,
norðri, austri, miðjunni og suðri.
Síðar verða þessi svæði sameinuð í
eitt, en til að byrja með þykir ein-
faldara að 5 svæði semji sín á milli
Súlúdansarar
Menning Afríku er afar litrík og seiöandi. Dansarar af ættbáiki
Súlúmanna í Suöur-Afríku sýndu list sína leiötogum annarra ríkja áifunnar
á tlmámótafuntíinum í Durban.
Vel tennt Afríkusamband
Það efast enginn um að hugmynd-
in um Afrikusambandið sé fögur.
Forsprakkar þess hyggjast læra af
þeim mistökmn sem gerð voru með
Andllt Afríku
Einingarsamtök Afríku voru einna helst gagnrýnd fýrir aö vera klíka einræöis-
herra. Margir halda því fram aö lítiö muni breytast þó þau heiti nú
A fríkusambandiö.
lýst eftir pólitískum jámvilja til
þess að ná þessum háleitu markmið-
um sem langt í frá eru ómöguleg.
Nágrannavakt í Afríku
Þótt það muni án efa styrkja
heimsálfuna að sameinast í eina
efnahagslega blokk þá er bjöminn
ekki þar með unninn.
„Hvorki neyðarhjálp né viðskipti
geta breytt nokkm hvað striðsátök
varðar," sagði Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
í varúðarskyni.
Markmiöið með stofnun Afríku-
sambandsins er ekki sist að koma á
lýðræði í allri álfunni og að mann-
réttindi verði virt. Forsenda þess er
að skotið verði loku fyrir stríðsátök.
í þessum tilgangi mun sambandið
stofna dómstól og ráð sem fylgist
með framgangi mannréttinda- og
lýðræðismála í hverju landi fyrir
sig. Auk þess verður stofnað Örygg-
is- og friðarráð sem hefur rétt til
þess að grípa í taumana ef eitt ríki
brýtur mannréttindi, eða ef hætta
er á átökum. Aðild veröur frjáls að
fyrmefnda ráðinu sem hefur eftirlit
með lýðræðismálum og skapar það
ákveðin vandamál. Til dæmis hefur
Mohammad Gaddafi, leiðtogi Líbíu-
manna, lýst því yfir að hann muni
ekki leyfa neinum að hafa með sér
eftirlit.
Hins vegar hafa forsprakkar Afr-
íkusambandsins tekið það skýrt
fram að enginn leiðtogi fái aö sitja í
ráðum þess nema hann hafi verið
kjörinn með lýðræðislegum hætti.
Athyglisvert verður að fylgjast með
því hvernig brugðist verður við
þátttöku Gaddafís, en hann var
einmitt sá fmmkvöðull sem fyrstur
talaði fyrir stofnun Bandaríkja Afr-
iku.
heldur en að 53 ríki sitji við samn-
ingaborðið á sama tíma.
Líklegt þykir aö nokkur bið verði
á því að markmiðum Afrikusam-
bandsins í efnahagsmálum verði
náð. Ætlunin er aö koma á samein-
uðum markaði, gjaldmiðli og banka.
Það tók Evrópusambandiö 40 ár að
ná þessu og ólíklegt er aö Afríka
verði fljótari að því.
Jón Trausti
Reynisson
blaöamaöur
Helsta vandamálið við efnahags-
legan samruna er sá gríðarlegi
munur sem er á milli rikja eins og
Suður-Afriku á annað borð, og hins
vegar margra hinna fátækustu ríkja
heims sem fyrirfmnast í álfunni.
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, sem er frá Gana, hefur
Erlendar fréttir viku
Vísitöluhrun
Dow Jones-fjár-
málavísitalan í
Bandaríkjunum féll
um 3 prósentustig á
miðvikudaginn, sem
er mesta fall hluta-
bréfa á einum degi
siðan hryðjuverka-
árásirnar voru gerðar
þann 11. september. Eftir lokun í gær
stóð vísitalan í 8.814 stigum og hafði
því rofið hin táknrænu 9 þúsund
stiga mörk. Þetta gerðist í kjölfar
ræðu Bush Bandaríkjaforseta þar
sem hann kynnti hertar aðgerðir
gegn aukinni ijármálaspillingu i land-
inu. Fallið haföi slæm áhrif á fjár-
málamarkaði og féllu hlutabréf í
Þýskalandi og Frakklandi t.d. um 4%
og í London hefur hlutabréfavísitala
ekki verið lægri í 5 ár.
Bretar leyfa neyslu
David Blunkett, innanríkisráð-
herra Breta, kynnti á þriðjudaginn
breyttar reglur um flokkun kannabis-
efna sem þýðir að varsla lítilla ein-
inga efnisins verður ekki refsiverð,
heldur mun lögregla aðeins veita
áminningu.
íhaldsmenn setja sig á móti breyt-
ingunum en talið er að Verkamanna-
flokkurinn sé með þessu að afla sér
aukins fylgis meðal ungs fólks og um
leið að létta á lögreglunni þannig að
hún geti frekar einbeitt sér að alvar-
legri glæpum.
Cheney lögsóttur
Bandarísku and-
spillingarsamtökin
Réttarvaktin ákváðu i
vikunni að höföa mál
gegn Dick Cheney,
varaforseta banda-
ríkjanna, fyrir meint
bókhaldssvik hans í
is hjá olíufyrirtækinu
Halliburton á síðasta áratug, en hann
er sakaður um að hafa hagrætt bók-
haldi með þeim afleiðingum að hluta-
bréf í fyrirtæki hans voru ofmetin.
Blökkudrengurinn í mál
Blökkudrengurinn, sem beittur var
hrottaskap er hann var handtekinn af
lögreglunni í Inglewood-umdæmi í
Los Angeles um síðustu helgi, hefúr
ákveðið að höföa mál gegn lögreglu-
og borgaryfirvöldum í LA. Bandarisk
stjórnvöld hafa einnig fyrirskipað
rannsókn á málinu og á sama tíma
bárust fréttir af öðru svipuðu atviki
sem var nýlega fest á filmu I Okla-
homa.
Bretar bjóða hjálp
Bretar hafa boðið fram 30 þúsund
hermenn til að aðstoða við fyrirhug-
aða innrás Bandaríkjamanna í írak
og er haft eftir háttsettum embættis-
manni i breskum varnarmálum að
verið sé að draga herdeildir frá
Balkanskaga og Afganistan til að und-
irbúa árás á írak snemma næsta vor.
Stjórnarkreppa Tyrkja
Lífdagar þriggja
flokka samsteypu-
stjórnar Bulents Ece-
vits, forsætisráðherra
Tyrklands, gætu ver-
ið taldir, eftir að
nokkrir ráðherrar í
stjóminni og þar á
meðal þeir Ismail
Cem utanríkisráðherra og Husamett-
in Ozkan aðstoðarforsætisráðherra,
sögðu af sér. Ozkan, helsti samstarfs-
maður Ecevits, lét ekki nægja að
segja af sér sem ráðherra, heldur
sagði hann sig líka úr flokki Ecevits.
Nýtt bóluefni
Alþjóðleg alnæmisráðstefna var í
vikunni haldin í Barcelóna á Spáni og
var þar greint frá því að nýtt bóluefni
gegn alnæmi kunni að verða komið á
markað fyrir árið 2005. Þá var einnig
greint frá því að vísindamenn væru
að gera tilraunir með nýtt lyf, svo-
nefnt T-20, sem hindra á alnæm-
isveiruna í að bijótast inn í heilbrigð-
ar frumur. Stjómvöld í efnaðri ríkj-
um vom harðlega gagnrýnd á ráð-
stefnunni og fullyrt að mikið vantaði
á að staðið heföi verið við gefin loforð
um aðstoð við fátækari þjóðir í bar-
áttumri“gegn alnæmi.
si.nBnilBÍus.www