Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 14
. LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 DV Helgarblað og þá til jafns viö náttúruna. Það þarf aö bæta samvinnu og tengsl milli safna og ferðamálayflrvalda svo samráð verði auðveldara og árangur aukinn," segir Margrét. Aukið samstarf safna undir for- ystu Þjóðminjasafns er nauösyn- legt, að mati Margrétar. „Það var einnig lögð á það áhersla að sýn- ingum yrði fjölgað, en ekki söfn- um, og mynduð yrði slóð um hvert svæði. Eftir sem áður þarf að byggja á sérkenni hvers svæðis og sýningar eiga að varpa ljósi á ímynd svæðisins. Sýningar eiga jafnframt að nýtast heimamönn- um og skólafólki á hverjum stað.“ Gerviveröld ekki eftirsótt Margrét segir niðurstöðu yflr- ferðar sinnar að mikilvægt sé að efla Safnasjóð og bæta starfsað- stöðu til varðveislu og rannsókna, ekki síður en til uppsetninga á sýningum. Að hennar sögn þarf að koma upp samráðsvettvangi á hverjum stað, eins konar minja- ráði, meta fjölda starfa sem geta orðið til við aukið safnastarf, koma upp aðstöðu til forvörslu og rannsókna á hverju svæði og búa verði til ákveðið samstarfsnet allra safna í landinu. Mikilvægt er að gera greinarmun á söfnum sem gegna mjög fjölþættu hlutverki á sviði minjavörslu og sýningum sem fyrst og fremst snúa að fræðslustarfi út á við. Þá verður að leggja áherslu á að fá Þingvelli og Skaftafell inn á heimsminja- skrá sem hefúr gildi fyrir alla ferðaþjónustu. Við þurfum að leggja áherslu á raunverulegar minjar, ekki tilgátuhús og gervi- minjar, enda sækjast ferðamenn fyrst og fremst eftir því að sjá það sem er ekta, t.d. torfbæina og ósnortna náttúru. Gestir okkar eru ekki að sækjast eftir gerviver- öld,“ segir Margrét. Vilja varpa ljósi á sinn stað Nú standa yfir fomleifarann- sóknir samtímis á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum. Aðspurð hvort ekki sé í of mikið ráðist seg- ir Margrét: „Auðvitað vUl hver landshluti varpa ljósi á sinn stað og sína sögu. Það er hins vegar mikilvægara að grafa ekki allt upp á einum stað heldur eiga tölu- vert eftir ósnortið á öllum stöðun- um. Þjóðminjasafnið er aðili að öhum þessum rannsóknum. Þetta á ekki síst við um Þingvelli, enda hafa þar verið fyrst og fremst könnunarrannsóknir, enda mikil- vægt ef Þingvellir eiga að komast á heimsminjaskrá að þar sé ekki mikið grafið. Það verður farið í uppgröft að mjög yfirveguðu máli. Bæði í Skálholti og Hólum er ver- ið að taka lítinn hluta. Sérstaða Hóla er sú að þar hefur aldrei ver- ið grafið áður,“ segir Margrét HaUgrímsdóttir þjóðminjavörður. Alþjóðlegur safnadagur haldinn hátíðlegur á morgun: Mikilvægt að koma Þingvöllum og Skaftafelli á heimsminjaskrá - segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður „Söfnin gegna mikilvægu hlut- verki i menningarstarfsemi um allt land og menningartengdri ferðaþjónustu eins og fram kemur í nýrri skýrslu menntamála- og samgönguráðuneytis en safnastarf hefur verið mikUvægt undirstöðu- atriði varðandi ferðaþjónustu í landinu og þar af leiðandi vaxandi atvinnugrein. En það er ijóst að það þarf að efla mjög samstarf safna og ferðaþjónustuaðila í land- inu til að ná betri árangri. Eins er mikilvægt að tengja safnastarfið skólastarfinu í landinu," segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóð- minjavörður og formaður safna- ráðs. HK. Geir Guösteinsson blaðamaður Margrét er nýkomin úr mikilli ferð þar sem hún heimsótti byggðasöfn vítt og breitt um land- ið og átti viðræður við safnverði, sveitarstjómarmenn og þing- menn. Þema ferðarinnar var skil- greining, staða og stefnumótun is- lenskra safna á sviði þjóðminja- vörslu. Ferð þjóðminjavarðar var styrkt af menntamálaráðuneytinu og settur var á stofn stýrihópur með fulltrúum hvaðanæva af land- inu til að skilgreina stöðu safna. Margrét segir markmiðið að efla tengsl Þjóðminjasafnsins, sem höf- uðsafns, við önnur söfn. Einnig að auka fagmennsku á öUum verk- sviðum safna, sem og samvinnu safnanna og samstarf við aðrar menningarstofnanir og fiölga safn- gestum og auka þannig rekstrarfé safnanna með öllum tiltækum ráðum. Sýningum þarf að fjölga Á morgun er alþjóðlegi safna- dagurinn og af því tilefni hefur verið sett upp sýning á vegum Þjóðminjasafns i Þjóðmenningar- húsinu. Á sýningunni verður hægt að skoða merkar ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum 1860 en þær eru meðal elstu ljósmynda sem tU eru hérlendis. Hér eru á ferðinni magnaðar myndir vegna þess að þær koma mjög nálægt því fólki sem á þeim er. Þessi sýning er fyrsti liðurinn í auknu samstarfi Þjóðminjasafnsins og Þjóðmenn- ingarhússins. En margt fleira er á döfinni og spennandi sýningar víða. „Það má benda á húsin í húsa- safni Þjóðminjasafnsins, sem eru 44 hús eða húsþyrpingar víða um land, flest torfbæir, torfkirkjur og timburhús, en í mörgum þeirra eru sýningar og söfn. Meðal þeirra eru Víðimýrarkirkja, Grenjaðar- staður og bænhúsið á Núpsstað en nýjasta viðbótin er Reykholts- kirkja í Borgarfirði þar sem nú eru unnar endurbætur. í nýrri ferðabók Landmælinga íslands er hægt að sjá hvar þessi hús eru,“ segir Margrét. Hún segir á hafa skort að ferða- málayfirvöld hafi áttað sig á mik- ilvægi þess að flétta saman nátt- úru og sögu. „Feröamálayfirvöld þurfa að leggja meiri áherslu á söfn og sögustaði en verið hefur Þjóðminjavörður nýkominn úr reisu um iandið Við þurfum aö leggja áherslu á raunverulegar minjar, ekki tilgátuhús og gerviminjar, enda sækjast ferðamenn fyrst og fremst eftir því að sjá þaö sem er ekta, t.d. torfbæina og ósnortna náttúru. Gestir okkar eru ekki að sækjast eftir gerviveröld, “ segir Margrét. ÚTBOÐ Orfcuveha Reykjavíkur HITHVfilTH * I f í 4 I 1 I 4 í » I I Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Orkuveitu Reykjavfkur vegna Hitaveitu Þorlákshafnar, óskar eftir tilboðum í lagningu dreifikerfis hitaveitu fyrir Grímsnesveitu, á sumarbústaðasvæðinu Ásgarði í Grímsrtes- og Grafningshreppi, alls um 18.000 m. Útboðið nær til jarðvinnu og frágangs á plastpípum ásamt tilheyrandi búnaði, s.s. samsetningum, lokum, greiningum o.fl. Pípur eru foreinangraöar PEX-pipur (plast). Vettvangsskoðun frá Þrastarfundi þriðjudaginn 23. júlí 2002, kl. 10.30. Áætlaðar heistu magntölur em: PEX22 í 77 mm kápu: 6.000 m PEX28 (90 mm kápu: 3.000 m PEX32 í 90 mm kápu: 2.500 m PEX40 í 110 mm kápu: 2.200 m PEX50 í 125 mm kápu: 700 m PEX63 í 140 mm kápu: 1.500 m PEX 75 i 160 mm kápu: 1.500 m PEX 90 í 160 mm kápu: 600 m Fjöldi samtenginga: 1.200 stk. Gröftur 5.400 m3 Brottflutt og tilfært efni: 2.450 m3 Aðfiuttur sandur 1.200 m3 Verklok 14. október 2002 Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavfkurbongar frá og með 17. júlf 2002, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 29. júlí 2002, kl. 14.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Frfkirkjuvegi 3,101 Reykjavík. Allar leiðbeiningar á íslensku ÖKO-LAVAMAT I AEG Þvottavi éf I .ooa. 74439 ÍSLAND FO* . »vom*, uni* A A tVÓTTÍM* 'J Qi 1400 0 1200 0 900 « 700 400 « SKOLSTOfP MLETTA ÞVOTTIM0 HtMB' STAKT - r STOff • . FOwvomM 0 AMWvomm 0 j skouin • STUnvWOWG UAKKT AOAUWmm AUKASKOUm ORKU- fMMUMM VWTNSUKUN SÚtSKOUM FÍNSKOLUN fVOTTAMM 0 3 ára ábyrgð • íslenskt stjómborð • 24 þvottakc • ítarleg notendahandbók • Vinda 400-1400 snúningar 40 . , «4td* VtMVAMT j[ SIWTTSTtAOMfTT j • Sparneytin á vatn og rafmagn • Hljóðlát og umhverfisvæn ORMSSON LAGMULA 8 • SÍMI 530 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.