Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 13. JÚLf 2002
H&lQarblað DV
9
Vonandi hefur kerfið lært mikið af þessari reynslu.
Ég er að minnsta kosti búinn að læra mína lexíu. Ég
var í sambandi við heilbrigðisfulltrúann á Akureyri í
gegnum nágranna minn og það hjálpaði mér mikið.
Heilbrigöiseftirlitið kom ekki hér fyrr en löngu eftir
að lýðum var ljóst hvað var á seyði. Hingað komu
menn frá Sóttvömum ríkisins og fleiri ríkisstofnun-
um og framkvæmdu eitthvað sem þeir kölluðu vett-
vangsrannsókn en enginn þeirra hafði neinar leið-
beiningar eða ráðgjöf fyrir okkur.“
- Fannst ykkur þá vanta algerlega viðbrögð í kerf-
ið?
„Það vantaði einhvern einn til að taka stjórn og
taka ábyrgð á hlutum. Það má svo sem segja að allir
sem komu að þessu gerðu eins vel og þeir gátu en það
vantaði alla yfirstjóm.“
Óskemmtílegur starfi
- Það er án efa óskemmtilegur starfi að fella lung-
ann af sínum eigin fjárstofni um hábjargræðistím-
ann en jafnvel við það fékk Birgir enga ráðgjöf.
„Ég varð algerlega að sjá um það sjálfur að fella
féð, útvega mér menn til hjálpar og sjá til þess að
því yrði fargað á réttan hátt en það má ekkert nýta
af neinu. Við nutum góðs af ráðgjöf Bjarna Egils-
sonar, formanns landbúnaöarnefndar, sem útvegaði
okkur björgunarsveitarmenn frá Sauðárkróki til
aðstoðar og sá algerlega um förgun fjárins.
Ég varð sjálfur að setja upp aðhald niðri í mýri
og þar rákum við féð saman og förguðum því með
loftbyssu í eina dráttarvélaskóflu í einu sem síðan
var flutt í gám á bíl uppi á hlaði. Héraðsdýralækn-
ir, Ólafur Valsson, var á staðnum til að sjá til þess
að þetta væri framkvæmt sómasamlega og í sam-
ræmi við reglur og sinnti sínu starfl mjög vel.
Við gættum þess að ekkert blóð eða enginn skít-
ur bærist úr mýrinni annað en það er þannig sem
þetta smitast."
- Það voru samtals rúmlega 500 fjár sem ýmist
drápust eða var fargað á Ríp í kjölfar salmonellu-
sýkingarinnar.
„Þær sem drápust í mýrinni voru grafnar á
staðnum. Ég gætti þess að grafa þær mjög djúpt og
setja vel yflr svo þar eru þær enn og verða áfram,“
segir Birgir og verður harðneskjulegur á svipinn
þegar hann rifjar upp þennan vinnudag í mýrinni á
Ríp.
Besta féð fór undir hnífinn
„Það er ömurlegt hlutskipti ræktunarmanns að
skera bústofn sinn og ekki síður að þurfa að standa í
því sjálfur. Ég vildi hlifa nágrönnum mínum við að
taka þátt í þessu en tveir góðir vinir og faðir minn og
björgunarsveitarmenn lögðu mér lið en það var
ákveðinn léttir þegar þessu var lokið.“
- Um árabil hefur verið stunduð markviss sauðfjár-
rækt á Rip með góðum árangri og búið meðal þeirra
fremstu á landinu hvað varðar fallþunga og gerð.
Tuttugu hrútar Birgis bónda fóru allir í þessum
hremmingum en þeir voru nýlega komnir niður í
mýri. Er þá öll ræktun fyrir bí í bili?
„Hún er það ekki en þetta var afurðamesta féð,
þarna fór 4, 5 og 6 vetra féð og aukinheldur var þetta
allt ullarfé sem lá við opið í vetur og hafði ekki verið
rúið.“
- Síðan skorið var hefur verið fylgst nákvæmlega
með vatni í mýrinni og ekki hefur orðið vart við
neina salmonellu. Féð sem var í næstu hólfum við þar
sem aldrei mældist neitt athugavert hefur verið flutt
á afrétt þar sem það verður til hausts. Það eru þrír
yngstu árgangamir sem lifa og elstu ærnar.
- í fréttum var talað um að hrosshræ í skurði hefði
ef til vill valdið þessari sýkingu. Er eitthvað hæft í
því?
„Það getur enginn vitað og mér finnst ansi langsótt
að það hafi valdið þessu. Það mun aldrei komast nein
niðurstaða í það hver uppruninn er, segja vísinda-
menn. Mér finnst líklegast að fuglar hafi borið þetta
hingað, sérstaklega vargfugl."
- En máttu nýta beitarhólfið í sumar?
„Það er ólíklegt."
Þung orð falla í fámenninu
- Verðið þið vör við að fólk sé hrætt við þetta?
„Það er töluvert áberandi. Margir virðast halda að
farbannið gildi einnig fyrir heimilisfólk og virðast
undrandi á að við látum sjá okkur meðal fólks og við
vitum að menn hafa látið þung orð falla vegna þessa
þótt enginn segi það við okkur beint. Það er margt tal-
að í svona litlu samfélagi."
- Þegar haft er í huga hvemig þökusalan hefur
dregist saman er ljóst að þetta áfall hefur valdið Birgi
og Ragnheiði verulegu tjóni öðm en því beinlínis að
missa besta hluta bústofnsins. Það verður aldrei
reiknað nákvæmlega út hve mikið tjónið nákvæmlega
er. En hver bætir skaðann?
Smáa letrið
„Það er alls staðar smátt letur í tryggingaskilmál-
um og ekki síður í þessu máli en öðrum sem ég hef
þurft að sækja til tryggingafélaga. Búsmali minn er
tryggður en það nær ekki yflr þetta tjón. Trygging-
amar borga ekkert af þessu.
Bjargráðasjóður bætir þetta að hluta en ég veit ekki
hve langt það hrekkur og eigin áhætta er há. Svo höf-
um við góð orð frá Guðna Ágústssyni landbúnaðar-
ráöherra um að tjón okkar verði að fullu bætt og viö
berum fullt traust tU hans. Guðni er afbragðs maður
sem ég hef mikið álit á.
Það segja aUir við okkur að við skulum vera róleg
því tjón okkar verði að fullu bætt en ég veit ekkert
hvernig nákvæmlega það verður.
Þetta hefur verið mjög erfíður tími bæði í aðdrag-
anda þessa máls og einnig eftir að fénu var fargaö.
Þessu fylgir óvissa þótt maður auðvitað reyni að bera
sig vel og treysta því að aUt fari vel.
Bændasamtökin hafa reynst okkur stoð og stytta og
aðstoða okkur eftir megni við að fá þetta bætt og
margir aðrir hafa haft samband við okkur og veitt
okkur stuðning og uppörvun í þessu mótlæti."
Minkurinn brást
- Birgir segir að fjárhagur búsins hafl ekki verið
góður áður en þetta áfall reið yfir. Hann var einn
þeirra sem fóru í loðdýrarækt að hvatningu opin-
berra aðila á sínum tíma og minkahúsið stendur enn
ofarlega í túninu þótt aldrei væru minkar í því nema
einn vetur þegar markaðurinn hrundi og atvinnu-
greinin með. Bændur borga enn af lánunum.
En hvað hyggjast Rípurbændur fyrir?
„Ég ætla bara að halda áfram," segir Birgir.
„Þetta er kannski vísbending að ofan um að maöur
eigi að minnka við sig en þá fór Skaparinn ekki rétta
leiö að því.
Það er enginn bilbugur á mér í rauninni. Ég á ná-
lægt því 600 fjár á fjalli og hlýt að geta fundið eitthvað
úr því til að halda áfram að rækta."
- Er þetta áfall fyrir sauðfjárræktina í heild?
„Ég er ekki frá því en það hefði getað farið miklu
verr ef þetta hefði breiðst meira út. Það var mörgu
logið um þetta, bæði því að þetta hefði verið I neyslu-
vatni heimilisfólks og hér væri ekki rotþró. Það var
ekki allt alveg rétt en það var margt talað og margir
sem þóttust vita betur en við sjálf um alla skapaða
hluti hér.“
Hrikaleg mistök
Birgir segir að staðan í sauðfjárrækt sé í það heila
tekið skelfileg og fum ráðamanna við stjórnun á fram-
leiðslu hafi skemmt fyrir mönnum og margir sauð-
fjárbændur tærist upp og safni skuldum án þess að
sjá nokkra framtíð.
„Það er lygilegt hvemig hefur verið farið með sauð-
fjárbændur. Svo horfum við upp á gróna mjólkur-
bændur auka framleiðslu sína á lambakjöti í róleg-
heitum og senda í slátrun á besta tíma meðan við sem
erum fastir við þetta sveltum stöðugt. Þeir sem seldu
kvótann fyrir nokkrum árum geta nú aukið við sig og
hafa komið inn á markaðinn hjá okkur hinum sem
áttum að lifa af þessu. Það voru hrikaleg mistök að
leyfa þetta.“
E1 ekki upp bændur
- Elsti sonur þeirra hjóna lærir hársnyrtingu í
Reykjavík en ætla hinir að taka við búi af föður sín-
um?
„Nei,“ segir Birgir.
„Ég er ekki að ala upp bændur."
- Birgir segist halda aö landbúnaður í Skagafirði
standi fóstum fótum þrátt fyrir samdrátt í sauðfjár-
framleiðslu.
Hann hrósar kaupfélaginu og þeirri uppbyggingu
sem það hefur beitt sér fyrir en viðurkennir að von-
andi sé mikið af framsóknarmönnum í Skagafirði sem
styðja kaupfélagið.
Það er alveg sama hvað spurulir blaðamenn reyna
að fá upp úr Birgi hvort hann ætli að hætta aö búa,
hann þrjóskast við en segist frekar myndu fara alfar-
inn úr Skagafirði en að bregða búi á Rip. Bak við
brosið glittir nefnilega í þrjóskuna sem hefur haldið
lífinu í íslenskum sauðfjárbændum og búsmala þeirra
frá Hrafna-Flóka til þessa dags.
-PÁÁ