Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 20
Helgctrblctcf 33V LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 Kynlíf í biblíunni Biblían - bók bóka - geymir Guðs orð. Hún er mjög líklega mest lesna, útbreiddasta og umdeildasta rit sögunnar. Reyndar er hægt að máta flest lýsingarorð við Biblíuna suo passi, allt eftir þvíhverrar skoðunar fólk er. Flest varðandi biblíuna er íefsta stigi. Margir hafa æstsig yfir biblíunni, sumir mikið, en sá æsingur hefur þó yfirleitt verið aföðrum meiði en holdsins. Kynlíf hefur al- mennt ekki verið talið fyrirferðarmikið - hreint útsagt ekki til - íorðaforða Drottins enda áhersla ritningarinnar auðvitað fyrst og fremst á önnur og andlegri svið. £n það er ekki þar með sagt að ritningin sé nátt- úrulaus með öllu... EF BIBLÍAN ER LÖG GUÐS ÞÁ hefur kirkjan frá öndverðu verið allt í senn túlkur með einkaleyfi í krafti latínukunnáttu, dómari og böðull, hvort sem er í eigin- legri eða óeiginlegri merkingu. Biblían var lengi notuð dálítið eins og óútfyllt ávísun, vonandi í þeim göfuga tilgangi að reyna að festa sálirnar lausnaranum í stað þess að þær seldu sig Lúsífer. Kynlíf var ekki meðal þess sem kirkjan var áfram um að fólk velti sér upp úr og því er ekki að undra að það komi ekki fyrst upp í hugann þegar hana ber á góma. En auðvitað er kynlíf að finna í bókinni einu eins og flest annað sem tengist mannlegu eðli. Meira að segja heilan helling af því. Hér er, svo það sé á hreinu, vitanlega ekki verið að tala um klám. Kynlífið í biblí- unni er fyrst og fremst til komið vegna tvenns. í fyrsta lagi voru gyðingar gamla testamentisins ekki síður en í dag allir af vilja gerðir til að hlýða skipun- um skaparans. Fyrstu fyrirmæli hans til Adams og Evu voru einmitt, eins og segir i fyrstu Mósebók (1M) 1:28 (fyrsta vers, tuttugasti og áttundi kapítuli): „Veriö frjósöm, margfaldisí og uppfylliö jöröina ..." Mannfólkið lét ekki segja sér þetta tvisvar og hefur verið iðið viö kolann síðan með þeim afleiðingum að upp af þessum tveimur hafa vaxið um það bil 6.267.000.000 manneskjur. Þessa kanínulifnaðar sér vit- anlega þegar stað í gamla testamentinu. I öðru lagi og miklu meira áberandi en beinar vísan- ir til kynlifs eru myndlíkingar þar sem kynlíf er notað til að lýsa siðferðisbrestum þjóða. Þannig má til dæm- is víða sjá svæsnar lýsingar Guðs gegnum hina ýmsu spámenn á hórdómi ísraelsþjóðar eða hinna ýmsu borga og íbúa hennar þegar honum þykir viðkomandi hafa snúið við honum baki og lagt lag sitt við aðra guði eða syndgað herfilega á annan hátt. Einnar kennt, annarri tvennt Það er augljóst hverjum manni, jafnvel án þess að hann hafi lesið biblíuna, að eftirfarandi orðanotkun myndi tæplega samrýmast hinni kristilegu sagnahefð: „Maöurinn sarð konu sína Evu, og hún varð þunguð ..." Hin hversdagslegu orð yfir samfarir, fyrir utan að hafa fæst verið til eða ígildi þeirra að bersöglislegu inn- taki, eru auðvitað ekki kosher í virðulegum texta auk þess sem blygðunarsemin - og siðprýðin - var meiri á fyrri öldum. Hins vegar hafa hvorir um sig, fágaðir menn og teprur, allra alda auðvitað fundið ijölmargar leiðir til að segja hlutina án þess að hrópa þá eða mæla undir rós, eins og sagt er. Er það vel þar sem við á og hefur ekki síst gilt um allt sem tengist samlífi manns og konu. Og auðvitað verður tæplega sagt frá uppgangi mannkyns á trúverðugan hátt án þess að víkja eilítið aö mekaníkinni. Eina leiðin sem manninum var þá fær, fyrir tíma tækni- og glasafrjóvgana, var hin gamla góða því hinn guðdómlegi getnaður er jú í valdi drottins eins. Þess vegna segir Biblían, kannski af illri nauðsyn, í 1M 4:1: „Maöurinn kenndi konu sinnar Euu, og hún varð þunguð ..." Og kemst ansi snyrtilega frá þessu. Sögnin „að kenna“ einhvers er þarna allt í senn, forleikur, sam- farir og koddahjal, og tekur yfir ástarleikinn eins og hann leggur sig enda koma smáatriði hans framvindu sögunnar ekkert við. Erótík er þarna víðs fjarri - að minnsta kosti eins og sagt er frá í biblíunni, það er ómögulegt að segja hvað Adam og Eva fengu út úr „kenningunni" - því tilgangurinn er jú sá einn að uppfylla fyrirmæli drottins um „frjósemi og margföld- un“. Önnur skrauthvörf fyrir sama hlutinn sem finna má í biblíunni eru öllu langsóttari. I Rutarbók (Rt) segir frá ríkum bónda, Bóasi, og samskiptum hans við Rut, sem þá var bláfátæk ekkja en átti síðar eftir að verða ættmóðir Davíðs. Bóas auðsýndi Rut velvild og gaf henni korn þegar vinnumenn hans voru við kornskurð. Þegar honum var lokið og Bóas „hafði etið og drukkið og var í góðu skapi" sofnaði hann við end- ann á kornbingnum. Með öðrum orðum: Bóas datt í það að loknu góðu dagsverki og lognaðist út af undir berum himni á þreskivelli sínum - en bent hefur ver- ið á að þreskivellir eru nátengdir ástarfundum í bibl- íunni. Rut gengur til hans, flettir upp ábreiðu hans „til fóta honurn" og leggst þar niður. Bóas verður var við að „þá lá kona til fóta honum" og tekur henni fagnandi. Frá þessu og öðrum samskiptum þeirra þetta kvöld segir í Rt. 3:7-14 og er þar hvað eftir ann- að vikið að „fótum“ Bóasar og að endingu sagt að Rut hafi legið „til fóta honum til morguns“. Fætur Bóasar eru hér skrauthvörf fyrir getnaðar- lim hans og er sami háttur hafður á á öðrum stöðum í ritningunni. Það er því ljóst að athæfi Rutar var annað en það einfaldlega að sofa til fóta eins og það er þekkt í dag. „Gusur sem úr stóðhestum“ Eins og áður sagði færist hins vegar fútt í leikinn þegar kemur að kynlífi sem grundvelli líkingamáls. Ezekíel (Ek) er mesti spámaðurinn þegar syndir manna eru færðar yfir á svið kynlífs og ber höfuð og herðar yfir aðra og minni í þeirri deild. 16. og 23. kap- ítular Ek. hafa að geyma beinskeyttustu kynlífsmynd- ir sem flnnast í fornum ritum. Að mestu leyti er þetta reiðilestur guðs yfir íbúum Jerúsalem þar sem hann ásakar þá um saurlifnað og hinar svívirðilegustu syndir auk sviksemi, að hafa snúið baki við sér, „eig- inmanni“ sínum. Af nógu er að taka en hér skal grip- ið niður í Ek. 16: 25-26: „Á öllum gatnamótum reistir þú þér blótstalla og ósœmdir fríöleik þinn og glenntir sundur fœtur þína framan í hvern, sem fram hjá gekk. Og þú drýgöir enn meiri hórdóm. Þú drýgöir hórdóm meö Egyptum, hin- um hreöurmiklu nábúum þínum ..." í Ek. 23 er sögð dæmisaga af tveimur systrum er standa fyrir Samaríu (höfuðborg ísraels) og Jerúsal- em og hétu Ohola og Oholibah. Skapaðar af guði og eiginkonur hans gerðust þær síðar hórkonur á stjarn- fræðilegan mælikvarða (Ek. 23: 19-21): „... hún [Jerúsalem, enn og afturj minntist œsku- daga sinna, þá er hún framdi saurlifnaö á Egypta- landi. Og hún brann af girnd til friöla þeirra, sem voru eins hreöurmiklir og asnar og gusan úr þeim sem úr stóöhestum. “ Óneitanlega litskrúðugar lýsingar það og ekkert látið liggja milli hluta. „Say it, don’t spray it“ svo not- uö séu orð skáldsins. Nauðgunartilraun Sódómuinanna Jerúsalem var ekki eina borgin sem kenndi á reiði skaparans. Hún slapp vel miðað við Sódómu, sem guð eyddi í eldi og brennisteini fyrir syndir borgarbúa. Og ekki að undra ef tekið er mið af eftirfarandi frá- sögn úr fyrstu Mósebók. Af miskunnsemi sinni send- ir guð tvo engla til Sódómu til að komast að því hvort ástandið þar væri jafnslæmt og sagan sagði. Eins kon- ar síðasti séns, því ef sendiboðarnir fyndu svo mikið sem 10 réttláta menn í borginni átti aö þyrma henni. Þessu lofaði guð Abraham, en frændi hans Lot bjó í borginni. Englamir ferðuðust sem óbreyttir aðkomu- menn og hittu grunlausan Lot. Hann bauð þeim gist- ingu, sem þeir þáðu. Fyrr en varði staðfesti þó karl- peningur Sódómu það illa orð sem fer af borginni svo um munaði með því að safnast allir sem einn saman á þröskuldinum hjá Lot og hugsa englunum gott til glóðarinnar (1M 19: 5): „Hvar eru mennirnir sem komu til þín i kveld? Leið þú þá út til vor, aö vér megum kenna þeirra. “ Hvað sögnin „að kenna" merkir í þessu samhengi er augljóst, samanber frásögnina af samlífi Adams og Evu hér að ofan. Af einskærri skyldurækni sem gest- gjafi bauð Lot æstum múgnum dætur sínar í staðinn - (1M 19: 8) „... gjörið við þær sem yður gott þykir“ - en þeir brugðust þá ókvæða við og hugðust „leika Lot enn verr en þá“. Ólátunum linnti ekki fyrr en englarnir slógu dónana blindu og björguðu Lot. Því næst ráðlögðu þeir honum að hafa sig og sína á burt úr borginni því örlög Sódómu voru ráðin - innsigluð með áætlunum þeirra um að gera svívirðilega til sendiboða drottins. Það sleppur enginn óskaddaður frá því að ætla aö nauðga engli, enda vandfundinn meiri glæpur, og var þetta vægast sagt kornið sem fyllti mælinn gagnvart hinni spilltu borg. Til nánari útskýringar á athæfi Sódómu-manna skal sagt að það ku hafa verið venja þeirra að hafa endaþarmssamfar- ir - sem æ síðan hafa verið kenndar við borgina - við nauðuga aðkomumenn til að undirstrika yfirburði sína og mátt og því hér um að ræða ofbeldi af verstu sort. Ávextir unnustans En ekki er bara um að ræða svívirðu og subbuskap á þeim stöðum sem kynlíf kemur við sögu í biblíunni. Ljóðaljóðin sjá til þess. Biblían er að öðru leyti gjör- sneydd rómantík en í Ljóðaljóðunum er hvorki meira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.