Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Síða 27
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 Helcjarblaö JOV 27 í/uað Ae/wr reynst vera besta vegatónlistin - og ut- anvegatónlistin, auóvitaö líka? „Við vorum öll hrifin af einhvers konar B-mynda- tónlist frá sjöunda áratugnum. Hún þótti passa vel í einni ferðinni. En annars er þetta svo mikið og fjöl- breytt. Velvet Underground virðast fara vel við hvernig vegi sem er. En mér hefur lítið tekist að kveikja áhuga hjá ferðafélögunum á arabíska diskin- um mínum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir." Ekki einu sinni í eyöimörkunum? „Nei, ekki einu sinni þar. En ég held áfram að reyna.“ Engin jómfrú á fjöllum Síðustu fimm sumur hefur Rósa unnið sem leið- sögumaður uppi á hálendi þar sem hún hefur í krafti fjalla- og frönskukunnáttu lóðsað útlendinga, aðallega Frakka, um ótroðnar slóðir. Hún segir þann kost fylgja þáttagerðinni að hún - sem farið hefur um flest fjöll og firnindi og er því sjálf engin jómfrú á fjöllum - hafi fengið að kynnast stöðum sem hún hafi ekki þekkt áður. Hún lítur í kringum sig í sólinni á bekknum við fót- skör forsetans: „Fyrst við erum stödd hérna á Austurvelli í rjóma- blíðu,“ hugsar hún upphátt „rennur allt i einu upp fyrir mér að ég hef ekki eytt sumri í Reykjavík síð- ustu átta árin. Þá ákvað ég að fara upp á Vatnajökul og vinna þar á vélsleðaleigu á Skálafellsjökli. Þar var ég næstu þrjú árin en í framhaldi af því ákvað ég að nýta mér frönskukunnáttuna, sameina þetta tvennt og taka að mér að drösla Frökkum um landið. I upp- hafi voru þetta mest blandaðar ferðir, bæði á láglendi og hálendi en síðustu ár hef ég aðallega einbeitt mér að lengri gönguferðum á hálendinu: Fjallabak, Lónsöræfi eða svæðið norðan Vatnajökuls." Og er þetta fólk yfirleitt jafnheillaö af landinu og lýsingarorö í erlendum fjölmiölum gefa til kynna? „Já, ég held það verði enginn fyrir vonbrigðum með íslenska náttúru. Þetta er mikið til fólk sem hef- ur ferðast út um allan heim, er þaulvant og er komið gagngert til að njóta náttúrunnar. Þetta eru langar og oft nokkuð erfiðar ferðir, sem hentar fólkinu vel því það vill hafa fyrir hlutunum. Það er vel búið og vill vera með þunga bakpoka, sofa í tjaldi, elda á prímus og svo framvegis. Ég held að enginn sem er tilbúinn að leggja eitthvað á sig verði svikinn af gönguferð á íslenska hálendinu.“ Hún tekur sér smá málhvíld, leggur niður fyrir sér hugsanir sínar og heldur svo áfram. „Að mínu viti eru tvær þjóðir i þessu landi. Og þá er ég ekki að tala um þessa hefðbundnu skiptingu í landsbyggðina og Reykjavík, þó það séu mörkin í grófum dráttum. Ég á við þá sem átta sig á hvað land- ið býður upp á og hina sem hafa ekki enn þá uppgötv- að hvað er hérna rétt við túnfótinn. Ég hljóma kannski eins og gömul kerling en mér finnst oft sorg- legt að fólk, og sérstaklega margt yngra fólk, skuli ekki átta sig á hvað er hægt að gera margt hérna. Ég vona að umfjöllun eins og okkar kveiki í þeim sem lít- ið eða ekkert hafa hætt sér út fyrir borgarmörkin hingað til. Ef ég vissi af einhverjum sem héngi allar helgar á Kaffibarnum og hefði ákveðið að drífa sig úr bænum eftir að hafa séð stelpuskjátuna gera það fynd- ist mér það frábært. Ég hljóma kannski fordómafull en er það ekki i raun. Staðreyndin er bara sú að margir hafa bara ekki hugmynd um hvað er handan við hornið." ...og oft veltir lítil stúlka þungum rassi, ekki satt? Hafandi veriö meira og minna utan þjónustusvœöis í öll þessi ár, saknaröu aldrei borgarlífsins? „Mér finnst ágætt að eiga mér eitt sumarlíf og eitt vetrarlíf. Ég bý í Reykjavík, dvel hér og starfa á vet- urna en finnst líka ómissandi að fara í burtu. Fyrir mér er það nauðsynlegt. Mér finnst notalegt að koma hér við dag og dag til að hvíla mig og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða, sem er auðvitað fjöl- margt. En hitt togar bara meira i mig á sumrin. Ég er eins og kýrnar, það hleypur eitthvað í mig á vorin.“ Því færra fólk, því meiri upplifun Það gleddi Rósu ef hún gæti stuggað við kaffibars- rottunum og kveikt í þeim útþrá. En hvernig fékk hún sjálf fjallabakteríuna? Er sá sjúkdómur arfgeng- ur eða smitaður í hennar tilviki? „Ég var í sveit þegar ég var lítil og það nána sam- neyti við náttúruna hefur eflaust haft sitt að segja. Svo hef ég smalað með pabba mínum. Hann er gamall bóndi sem enn hefur ekki losnað við stráið úr munn- inum. En mestu máli hefur örugglega skipt að fara upp á Vatnajökul. Það er ekki hægt að fara þangað án þess að smitast af fjallabakteríunni. Að ferðast um ís- lenskt hálendi er eins og ferðast um sjáifan sig. Það heillar mig afar mikið." Hverjir eru annars þínir uppáhaldsreitir af þessum 103 þúsund ferkílómetrum? „Mitt uppáhaldssvæði er svæðið norðan Vatnajök- uls, það er að segja Kverkfjöll, Askja og nágrenni og þær slóðir allar. Lónsöræfin eru líka í miklu uppá- haldi hjá mér. Því færra fólk, þvi meiri upplifun." Talandi um fólksfœö: Hafið þið í störfum ykkar orö- iö vör viö einhvers konar andúö á þessari kynningar- starfsemi? Er fólki sem kann aó meta unað auönanna og hefur smá slatta af eigingirni í kaupbœti ekkert illa viö aö veriö sé aö breiöa oröiö út og auka hœttuna á aö þarna upp frá veröi í framtíöinni þröng á þingi og fólki troöið um tœr? „Stundum höfum við upplifað það en afar sjaldan. Maður verður samt að taka með í reikninginn að ferðamannaiðnaðurinn á íslandi er afar viðkvæmur bransi sem þó skilar þjóðinni, held ég, mestum gjald- eyristekjum af öllum atvinnuvegunum fyrir utan fisk- inn. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að þegja hann i hel eða halda honum sér fyrir fámennan hóp. Það verður bara að treysta fólki, innlendu sem er- lendu, til að ganga vel um þessi svæði.“ Flestum ættu að vera kunnugar hinar miklu sögur sem ganga um hegðun og umgengni sums fólks á fjöll- um. Hinar svæsnustu gefa þá mynd af íslenska fjallagarpnum að hann sé mígandi fullur svoli sem finnist fátt ómerkilegra en að halda sig, trukknum og fjörutíu tommu blöðrunum á vegum eða slóðum og aki því utan vega sem hann má, spænandi upp við- kvæmt gróðurlendi, skjótandi á allt sem hreyfist. Að minnsta kosti hafa slíkir menn, hversu miklar undan- tekningar sem þeir eru, spillt fyrir ímynd þorra sóma- kærra náttúruunnenda. Hvernig samræmist þetta raunveruleikanum? „Ég myndi nú segja að þetta væri ekki staðan í dag. Engan veginn. Á síðustu árum hefur orðið vakning í þessum málum meðal íslendinga og umgengnin batn- að til muna. Ég hef að minnsta kosti ekki mikið orð- ið vör við utanvegaakstur, óhóf eða áberandi slæma umgengni í þann tíma sem ég hef verið á hálendinu." En hvernig er þaó, er ekki ógurleg karlremba land- lœg á hálendinu, þessu meinta karlaveldi? „Þetta er mjög góð og þörf spurning,“ segir Rósa hlæjandi. „Þegar farið er upp á hálendi finn ég fyrir því að ég stíg inn í dálítið grófara hlutverk. Þegar ég hef verið að taka á móti Frökkunum, til að mynda, og í hópnum eru filefldir karlmenn sem komast að því að þarna er mætt einhver ung stelpa sem ætlar að segja þeim til á hálendinu þá hef ég orðið var við það að mér finnist ég þurfa að sanna mig. Ég veit ekkert hvort þeir velta þessu yfirhöfuð fyrir sér og maður þurfi að standast eitthvert próf í þeirra augum en ég fæ ekki varist þessari tilfinningu. Svo er hitt annað mál að það er fullt af ungum og flottum stelpum uppi á fjöllum sem eru harðar i horn að taka og gefa köll- unum ekkert eftir. En oft er alveg blússandi karl- remba í gangi, auðvitað. Hjá íslendingunum birtist það þannig að þeir halda sumir, kannski ósjálfrátt, að konur geti ekki keyrt bíla, hvað þá jeppa. Sú skoðun er nú fljót að detta upp fyrir þegar á reynir. Útlend- ingarnir hins vegar gnæfa yfir mann með 30 kíló á bakinu og virðast einhvern veginn ekkert á því að þeir séu að fara að feta í fótspor mín uppi á fjöllum. En þeir taka mig í sátt um leið og ég er búin aö tölta þá uppi nokkrum sinnum!" -fln

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.