Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Síða 28
28 Helcjarbladi DV LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 Ég féll fyrir lyktinni „Rokkið er ástríða og þegar þú hefur staðið á sviði fyrir framan tíu þúsund manns, og jafnvel þó það vteru ekki nema tíu manns, þá er þetta tilfimrng sem þú vilt alltaf upplifa aftur,“ segir Helgi og útskýrir hvers vegna hann geti ekki hætt að rokka. Ljósmyndari: Hari. Helgi Björnsson er nýgiftur og líður eins og 25 ára gömlum manni. Hann ræddi um rokk og rómantík íopinskáu i/iðtali við DV. „ÆTLI ÉG HAFI EKKI VERIÐ tíu ára þegar ég ákvað að verða rokkstjarna. Ég hafði séð Bítlamynd- imar, Hard days night og Help, og í kjölfarið bjó ég mér til gítar en hann var meira svona upp á lúkkið. Mjög snemma var ég farinn að syngja og söng mig oft i svefn. Ég man eftir löngum stundum fyrir framan gamla lampatækið þar sem ég hlustaði og söng með. Ef ég man rétt var klukkutími af popptónlist á viku. Bítlamir voru mín átrúnaðargoð en svo komu Stones þegar eistun náðu orðið vel niður og blóðið farið að renna á rétta staði.“ Svona minnist Helgi Björnsson, söngvari Graflk og síðar Síðan skein sól, sinna fyrstu kynna af rokkinu. Hann hefur verið í hringiðu íslenskrar dægurtónlist- ar í tuttugu ár og sennilega hafa fáir íslendingar svitnað jafn mikið á þessum tíma og Helgi. Þó það liggi kannski ekki margar klassískar breiðskífur eft- ir hann eru táningahelgisöngvarnir sem hann ber ábyrgð á orðnir svo margir og samofnir íslenskri ung- lingamenningu að erfitt er að ímynda sér hana án þeirra. Helgi og hljómsveitin hans eru fyrst og síðast tónleikaband. „Saga okkar fer fram á sviðinu en ekki í hljóðveri og í aðra röndina finnst mér óskaplega leiðinlegt að plöturnar okkar hafa aldrei náð aö fanga andrúmsloftið sem er á tónleikunum okkar og þetta sérstaka grúv sem ég tel okkur hafa. Við höfum gefið út létt og nett popplög sem hljóma aggressív og hrá þegar viö flytjum þau læf,“ segir hann sjálfur um hljómsveitina sem hann stofnaði fyrir rúmlega fimmtán árum. Verð að fá mitt ldkk í dag ertu eini upprunalegi meðlimurinn. Er ekkert skrýtið að spila með mönnum sem eru þó nokkuð Amri og jafnvel aðdáendur þínir,'? st, .lUöflfflfiignt gú „Jakob (Smári Magnússon, bassaleikari) er að vísu kominn aftur og reyndar hafa þeir sem hætta til- hneigingu til að snúa aftur,“ útskýrir Helgi og glott- ir. „En ég fíla mig vel í þessari útgáfu af hljómsveit- inni. Það er svolítiö skrýtið með þessa hljómsveit að það virðist vera andi í henni sem er orðinn sjálfstæð- ur og það skiptir nánast ekki máli hverjir eru í band- inu. Þegar nýir menn byrja hefur þeim bara verið leyft aö gera það sem þeim sýnist og það er gott og blessað svo lengi sem tónlistin grúvar." En ef þú myndir hætta og hinir héldu áfram með nýjum söngvara. Væri það hægt? „Ja, svei mér þá. Ég bara veit það ekki, ha? Ég sé nú ekki alveg í fljótu bragði hvemig það væri hægt. Það væri sennilega ekki Síðan skein sól, eða hvað? Myndi einhver líta þannig á hlutina? Ég á mjög erfitt með að ímynda mér þessa stöðu enda er ég ekkert aö hætta. Og þessi hljómsveit mun ekki hætta. Núna erum við að skipuleggja stóra og mikla tónleika í haust þar sem öllu verður tjaldað til. Við ætlum að kalla saman regnhlífarsamtökin því nóg er af mann- skap í þessu bandi. Ég segi stundum að ég eigi tvö sett af þessari hljómsveit, stundum þrjú, fer eftir því hvort um er að ræða hljómborðsleikara, bassaleikara, gítarleikara o.s.frv.“ Þú hefur hins vegar oft tekið þér pásur en snýrð alltaf aftur. Hvað togar í þig? „Rokkið er ástríða og þegar þú hefur staðið á sviði fyrir framan tíu þúsund manns, og jafnvel þó það væru ekki nema tíu manns, þá er þetta tilfinning sem þú vilt alltaf upplifa aftur. Hún togar í þig eins og heróín. Ég myndi ekki geta lifað ef ég gæti ekki kom- ið fram með hljómsveitinni minni. Hin seinni ár hef ég verið að sinna ýmsum öðrum störfum en ég væri orðinn ær ef ég fengi ekki mína útrás. Það sama á við um leiklistina. Ég fæ jafnmikið út úr henni en hún er öðruvísi. Hún er kannski ekki eins hömlulaus skemmtun og rokkið. Á tónleikum er skemmtunin meira gagnvirk. Þar talar þú beint til fólksins, þú hrópar: „je, je, je“ og salurinn öskrar á móti „je, je, je.“ Þetta gerist ekki á sviðinu í Þjóðleikhúsinu eins ipgiþú'.gpturiímyjidaðiþéDi;) wj oiv Klassísk Sól Nærðu enn þá sambandi við ungmennin? „Við vorum aö spila á skólaballi fyrir stuttu sem við höfðum ekki gert nokkuð lengi. Ég var frekar stressaður fyrir ballið og ekkert viss hvort okkur myndi takast vel upp. Ætli þessir krakkar muni nokkuð eftir þessum lögum, hugsaði ég. Síðan byrjuð- um við að spila og það var sungið með í öllum lögum, meira að segja í lögum af fyrstu plötunni okkar. Lög sem komu út þegar þau voru kannski tveggja ára gömul. Þetta var yndileg tilfmning og ég fann að lög- in eru að verða tímalaus. Krakkarnir hafa alist upp með þessum lögum og þau eru orðin hluti af þeim.“ Sérðu enn þá andlit sem þú sást fyrir fimmtán árum á tónleikum með Sólinni? „Já, það gerist oft og það er mjög sniðugt. Maður sér kannski einhvern sem er í sama stuði og hann var í fyrir tólf árum. Það gefur mér mikið þegar ég sé ein- hver gömul andlit. Það segir mér að við séum ekki þeir einu sem höfum enn þá gaman að þessu.“ Er lykilatriði hjá þér að skemmta fólki og koma þvi í gott skap? „Já, mér finnst það. Ég hef praktíseraö og notið þess að skemmta í mörg ár og það hefur leitt mig áfram frekar en allt annað. Og það gerist alltaf eitt- hvað þegar við komum fram. Einhvern veginn náum við einhverri stemningu. Jafnvel þegar við vorum að byrja og kannski tíu manns mættu á tónleika hjá okk- ur þá spiluðum við með því hugarfari að gefa þeim það besta sem þeir gátu fengið. Þetta gat kostað það að við gáfum helmingi meira en venjulega og vorum oft eins og útspýtt hundsskinn á eftir. En þetta var bara mottó hjá okkur og ég er viss um að þetta hug- arfar hefur tryggt okkur vissan hóp áhangenda sem mæta á öll böll hjá okkur." Og þú skemmtir þér alltaf? „Það er auðvitað misjafnt. Á tímabili spiluðum við hverja einustu helgi og ég er ekki viss um að ég gæti það núna. I dag er það þannig að mér finnst nóg kom- ið ef við spilum þrjár helgar í röð. Þá er ég oröinn þreyttur en það líður mjög stuttur tími og þá vil ég faraiað spila aftur.rÉg ikémst aiitaf í einhvermham og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.