Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Side 34
3 4-
H <s? / q ct r b l ct ö 3Z>"V’ LAUGA.RDA.GUR 13. JÚLÍ 2002
Besti staður
á Islandi?
að sælgætinu. Það er ýmislegt sem mætti betur fara
hérna miðsvæðis, t.d. þyrfti að rífa einhverja kofa og
byggja upp verslunarhúsnæði."
En hvað með berin, eru þau ekki vinsæl? „Jú, fólk
sem labbar fram hjá lætur freistast," segir Logi
Helgason, eigandi Vínbersins.
Miðbærinn væri ómögulegur án Brvnju, segir
Brynjólfur Björnsson í Brynju.
Fólk kemur alltaf í miðbæinn
Ein verslun hefur verið í miðbænum allt frá árinu
1919, eða í 83 ár. Margir hafa lagt leið sína í bygginga-
vöruverslunina Brynju til að kaupa skrúfur, tappa
eða verkfæri. Líklega er Brynja ein rótgrónasta versl-
unin í miðbænum. Brynjólfur Björnsson er verslun-
arstjóri Brynju: „Héma var áöur vefnaðarvöruversl-
un en árið 1929 fluttum við hingað. Borgaryfirvöld
mega standa sig betur varðandi bílastæðamál en fólk-
ið kemur samt alltaf í miðbæinn. Mikil fjölgun íbúa
varð með tilkomu blokkanna í Skúlagötunni og hefur
það lífgað upp á miðbæinn."
Hverjir versla helst við ykkur i Brynju? „Eigendur
gamalla húsa og opinberar stofnanir versla mikið hjá
okkur. Við höfum breitt vöruúrval og mikið af vörum
sem aðrir vilja ekki eiga á lager. Miðbærinn væri
ómögulegur án Brynju."
Miðbærinn getur lifað allt af, segir Gunnar Guðjóns-
son hjá Gleraugnamiðstöðinni.
Eins og best gerist í Evrópu
Margs konar verslanir eru í miðbænum sem bjóða
fjölbreytt úrval af vörum. Ef einhvern vantar gler-
augu þá eru nokkrar slíkar verslanir í miðbænum.
Þar á meðal er Gleraugnamiðstöðin sem býður flest
það sem viðkemur sjóninni, hvort sem eru gleraugu,
linsur eða jafnvel sjónauka fyrir þá sem vilja.
„Ég er mjög ánægður með miðbæinn og sérstaklega
ánægður með hve hann hefur blómstrað í góða veðr-
Fólk sem labbar fram hjá lætur freistast, að sögn
Loga Helgasonar, eiganda Vínbersins.
Eðalkonfeltt og ber á sumrin
Þegar fólk gengur niður Laugaveginn, sérstaklega á
góðviðrisdögum, hefur það án efa einhvern tíma
keypt sér bláber, jarðarber eða vinber í, jú auðvitað,
Vinberinu. „Ætli Vínberið hafi ekki veriö hérna i 30
ár. Staðurinn er ávallt sá sami en við höfum í seinni
tí4,sérhæft okkur meira. Hérna fæst eðalkonfekt sem
er ekki á hverju strái og við ætlum að einbeita okkur
MIÐBÆRINN HEFUR UPP Á mikið að bjóða. Þrátt
fyrir að verslunarmiðstöðvar hafi risið upp ein af
annarri hefur miðbærinn náð að halda velli með fjöl-
breytni og litskrúðugt mannlíf að leiðarljósi. í mið-
bænum eru fjölmörg fyrirtæki sem eru allt frá versl-
unum að kaffihúsum, pöbbum að galleríum. Enginn
sem leggur leið sína í miðbæinn verður svikinn af því
sem fyrir augu ber.
Það er ekki úr vegi að labba Laugaveginn og skoða
í búðir, kíkja á kaffihús og fá sér kaffibolla eða kakó
með kleinu. Af Laugavegi liggja margar hliðargötur
þar sem verslun og mannlíf er mikið. Á Skólavörðu-
stígnum eru nokkrar verslanir í bland við flóru af
galleríum og kaffihúsum.
Allt til alls
Einnig er hægt að ganga niður á Austurvöll en þar
hafa veitingahúsaeigendur stórbætt aðstöðu fyrir fólk
sem vill sitja, hvort sem er, inni eða úti. Á góðviðrisdög-
um jafnast fátt á við það aö setjast við kaffihús við Aust-
urvöll eða á grasið, horfa á fjölskrúðugt mannlifið eða
dást af þeim byggingum sem eru í miðborginni. f mið-
borginni er allt til alls. Þar er stjórnsýslan, Dómkirkjan
og Tjörnin, allt í einum hnapp á besta stað í bænum.
Ekki vita allir hversu mikið úrval er af þjónustustöð-
um í miðbænum og þótti okkur því kjörið að taka hús á
nokkrum kaupmönnum, kaffihúsaeigendum og listafólki
og heyra hvað miðborgin hefur upp á að bjóða.
Rómansinn er hér
Þeir sem fara í bæjarferð vilja án efa geta sest nið-
ur og fengið sér gott kaffi og eitthvað með því. Svarta
kaffið hefur verið á Laugaveginum í langan tíma og
gengur vel.
„Svarta kaffið hefur verið hérna í átta ár og hefur
verið ágætt að gera í þann tíma. Ég sé framtíðina fyr-
ir mér með breyttu móti, meira um skemmtistaði og
kaffihús. Ég er fylgjandi breytingum. Hérna verði
meira um íínar, dýrar verslanir. Miðbærinn má alls
ekki detta út. Rómansinn er hér en ekki inni í ein-
hverju húsi,“ segir Rakel Rán Guðjónsdóttir sem rek-
ur Svarta kaffið á Laugavegi.
Rómansinn er hér, segir Rakel Rán á Svarta Kaffinu.
inu. Það er reglulega gaman að sjá hvað veitinga-
menn hafa gert niðri á Austurvelli en þetta er sam-
bærilegt við þá stemningu eins og best er i borgum
Evrópu. Veitingahúsamenn eru að gera margt fyrir
viðskiptavininn. Borð eru komin út, stundum teppi
og skjólveggir settir upp, allt fyrir kúnnann. Ég er
sannfærður um það að þetta er ekki bara bundið við
góða veðrið heldur verði til frambúðar," segir Gunn-
ar Guðjónsson í Gleraugnamiðstöðinni.
En getur miðbærinn lifað af samkeppni frá stórum
verslunarmiðstöðvum? „Ég vil snúa spurningunni
við og spyrja hvort aðrir verslunarkjarnar geti lifað
af samkeppnina við okkur? Geta þeir lifað það af,
miðborgin með alla þá rekstraraðila sem hér eru og
þá kjölfestu sem er í miðborginni? Geta þeir lifað af
þá samkeppni sem við erum að veita þeim? Miðborg-
in kemur alltaf til með að vera með þeirri verslun
sem er þar.“
Spennandi tímar. að sögn Soffíu Sturludóttur í Nike-
búðinni.
Engin jól án miðbæjarins
Á Laugaveginum má kaupa flest það sem hugurinn
gimist. í Nike-búðinni fást vinsælar íþróttavörur,
hvort sem eru hlaupaskór, húfur eða bolir. Soffía
Sturludóttir tók ásamt manni sínum nýverið við
rekstri búðarinnar og horfir bjartsýn fram á veginn.
„Við tókum við búðinni nýveriö þar sem okkur þótti
þetta spennandi búð sem er með mikla möguleika
eins og reyndar allur Laugavegurinn gerir vegna
þeirrar uppbyggingar sem hefur verið. Ég er ánægð
með miðbæinn eins og hann er. Mikil trafflk er hjá
okkur og bærinn líflegur. Mér finnst reyndar vanta
að fólk viti hvað er í boði í miðbænum. Hann er
miklu persónulegri en þessar stóru búðir. Svo eru
engin jól án þess að fara í miðbæinn."
Það hentar öllum að koma í miðbæinn, segir Ilildur
Margrétardóttir hjá Galleríi Hnossi.
Fjölbreytilegt mannlíf
Miðbærinn er blanda verslana, pöbba, veitingastaða
og síðast en ekki síst eru þar nokkur galleri. Á Skóla-
vörðustíg má finna flott gallerí sem ber nafnið Gallerí
Hnoss. Þar reka nokkrir listamenn saman gallerí þar
sem má skoða og auðvitað kaupa listaverk. „Gallerí
Hnoss hefur verið hérna í 3 ár og okkur líður vel hérna.
Mannlífið er fjölbreytilegt og stundum er þetta eins og
að sitja á kaffihúsi og horfa á mannlífið. Fólk á svæðinu