Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Side 37
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 Helgctrblað JOV ekki að neita að ég hafði skilning á þeirri ákvörðun hans að hætta hjá fyrirtækinu á sínum tíma. Menn voru hissa á því að ég skyldi þora að hætta en ég skildi sáttur við Samherjafrændur," segir Sturla. Nýtt og glæsilegt skip Þegar Sturla hætti hjá Samherja fyrir rúmu ári vissi hann ekkert hvað tæki við. Hann þurfti þó ekki að bíða lengi eftir atvinnutilboði. Ásbjöm Árnason, útgerðarstjóri hjá Festi hf., hafði sam- band við hann og leitaði eftir því hvort hann væri tilbú- inn að taka við nýju og glæsilegu skipi sem útgerðin var með í smíðum i Kína. Sturla sló til. „Viö smíðina á þessu nýja skipi hafði gengið á ýmsu og hafði tekið á fjórða ár en þegar þarna var komið sögu var Guðrún Gísladóttir GK væntanleg til landsins. Þetta var skip af svipaðri stærðargráðu og Vilhelm og ég var spenntur að hefja störf hjá nýrri útgerð. f verkefninu fólst ákveðin ögrun því reksturinn varð að ganga upp strax. Mjög var þrengt að útgerðinni og ekki var svig- rúm til að taka langan tíma í að láta hjólin snúast," seg- ir Sturla. Haldið var tU sUdveiða í lok nóvember síðastliðnum. „Okkur gekk strax vel að fiska og náðum smám sam- an tökum á skipinu og búnaðinum," segir hann. Martröðin Reksturinn gekk vel og þegar haldið var tU veiða á síld úr norsk-íslenska sUdarstofninum í vor gekk allt upp. Afköstin voru að nálgast hámark og eftir annan túr- inn var bjart yfir rekstrinum. Þegar skipið var komið meö fullfermi í síðustu veiðiferðinni leit út fyrir að reksturinn væri kominn á beina braut. En þá dundi ógæfan yfir og skipið strandaði á landleiðinni. „Ég hafði kynnt mér siglingaleiðina vandlega og hafði yfir að ráða nýjustu sjókortum. Ég var margbúinn- að setja leiðina út mörgum dögum áður en ég fór i land og engar visbendingar voru um annað en þetta yrði venju- leg sigling. Við vorum við veiðar austarlega í lögsögu Svalbarða og það munaði um 30 sjómUum að fara um sundið Nappstraumen," segir Sturla. TU að gæta alls öryggis hafði hann samband við Ás- björn útgerðarstjóra og bað hann að hafa samband við lóðs tU að bera leiðina undir hann með tUliti tU stærðar skipsins og djúpristu. „Á landleiðinni var ég ánægður með árangurinn sem var mjög ásættanlegur. Verðmætiö i lestinni var 70 miUj- ónir króna og hjólin voru farin að snúast á fuUu og okk- ar björtustu vonir voru að rætast. Ásbjörn hringdi í mig og sagði mér að lóðsinn segði að siglingaleiðin um sund- ið væri mjög greiðfær en segir þó að þeir bendi mönnum ekki sérstaklega á að fara þessa siglingaleið. Þeir ráð- lögðu mér ekki að taka lóðs og þess vegna gerði ég það ekki. VeðurskUyrði voru með besta móti og fuUkomustu siglingartæki um borð auk þess að við vorum með nýj- ustu kort. Það var ekkert sem sagði mér að ég þyrfti lóðs. Ég hef siglt þvers og kruss um norska skerjagarð- inn án þess að hafa lóðs,“ segir Sturla. í sjókortunum var leið þar sem minnsta dýpi var sýnt 14 metrar í norðanverðu sundinu. „Ég var sjálfur við stjómina inn í sundið og aUar dýpistölur sem ég hafði sett út stóðust upp á metra. Þeg- ar ég var að koma út úr því að sunnanverðu dundi skelf- ingin yfir. Skipið steytti á grunni og aðalvélin drap á sér í sömu svifum og ég kúplaði frá. Það var enginn fyrir- vari,“ segir hann. Sturla leit strax á dýptarmælinn og sá að grynnt hafði á örskotsstundu og augljóst var að 4000 þúsund tonna þungt skipið hafði strandað á grunni. Samkvæmt kort- inu átti að vera þarna 30 tU 40 metra djúpur áll en reyndist vera 5 tU 6 metra dýpi. „Gat kom á skipið og sjórinn fossaði inn. Þá byrjaði það að leggjast mikið á stjórnborðshliðina. Þetta gerðist svo hratt að ég hélt að skipið myndi velta strax. Það lá ekkert annað fyrir en að yfirgefa skipið. Við sendum strax út neyðarkall og ég skipaði áhöfninni að gera sig klára í björgunarbátana," segir Sturla. Tuttugu mínútum eftir að skipið strandaði um átta- leytið að morgni 18. júní var öU áhöfnin komin í björg- unarbátana. Sturla hafði óskað eftir öflugum dráttarbáti og afkastamiklum dælum. Um 50 mínútum eftir strandið komu samtímis bátur og þyrla frá norsku strandgæslunni. Áhöfnin var tekin um borð í bátinn enda stafaöi engin hætta að áhöfninni í blíðskaparveðri. „Meðan við biðum í bátunum sá ég mér tU léttis að skipið hætti að síga á hliðina þegar það var komið í um 45 gráðu halla," segir Sturla. Sem sjóræningi Hann segist hafa talið að með öflugum dráttarbáti og góðum dælum væri auðvelt að losa skipið. Sturla Einarsson skipstjóri ásamt Elvari Erni, syni sinum, sem í liaust var í viku milli heirns og helju með heilahimnubólgu. Elvar Örn slapp heill og var með föður sínum í veiðiferðinni örlagaríku. stjórann á dráttarbátnum til að færa taugina yfir á bak- borðsbóginn þar sem mikilvægt væri að rétta skipið við. Hann harðneitaði því og hékk áfram í línunni," segir Sturla. Skipið sekkur Hann var eigi að síður bjartsýnn á að á morgunflóðinu tækist að losa skipið af strandstað. Þegar nokkuð var lið- ið á nótt fóru Sturla og yfirvélstjórinn um borð í gæslu- skipið tii að halda fund meö Norðmönnunum og búa sig undir það sem þeir töldu vera lokaátökin við að losa skipið. „Þá fengum við boð um að eitthvað væri að gerast með skipið. I ljós kom að skipið var að síga enn meira en áð- ur. Greinilegt var að sjór streymdi látlaust inn í skipið og það var farið að síga ískyggilega. I örvæntingu vildi ég að dráttarbáturinn gerði tilraun til að rétta það af,“ segir hann. Hann var í brúnni á strandgæsluskipinu og horfði sem lamaður á skip sitt sökkva, 20 klukkustundum eftir að það strandaði. Þá loksins sleppti dráttarbáturinn línunni að aftan og setti upp taug að framan. „Ég var eins og dofinn á meðan skipið seig niður að aftan, losnaði af grunninu og sökk. Tilfinningin var hræðilegri en orð fá lýst og þeirri hugsun skaut upp að betra væri sjálfur að fara með skipinu niður,“ segir hann. Sturla og Hilmar vélstjóri reyndu að hughreysta hvor annan sem strandgæsluskipið sigldi af vettvangi áleiðis til hafnar í Leksnes. „Ég hafði hugsað þetta frá því ég var smástrákur að það hlyti að vera hræðileg reynsla að sjá á eftir skipi sínu í djúpið. Reynslan nú segir mér að þetta er miklu átakanlegra en ég hafði nokkru sinni getað gert mér í hugarlund. Ég var með farsímann minn og skömmu eft- ir að við lögðum af stað í land hringdi hann. Vélstjórinn svaraði og sagði að ég gæti ekki talað eins og stæði á. Hann sagði mér að þetta hefði verið kunningi minn, séra Pálmi Matthíasson, sem hefði beðið fyrir kveðju til mín og beðið vélstjórann um að klappa mér duglega á bakið. Þá var sem allt brysti innra með mér og ég fór að há- gráta,“ segir Sturla. Ábyrgð Norðmanna Hann segir að við sjóprófin hafi komið fram að enginn hafi vitað af þessum grynningum nema einhverjir flski- menn sem stunduðu veiðar á svæðinu. Þá hafi komið fram að þessi siglingaleið hafi ekki verið viðurkennd af varnarmálaráðuneytinu fyrir erlend skip. Þær upplýs- ingar hafi hvergi verið aðgengilegar áður og ekki einu sinni lóðsinn hafi virst vita af því. Við sjóprófin hafi skipstjóri Strandgæslunnar gagnrýnt kollega sinn á dráttarbátnum harðlega og tekið undir sjónarmið sin. Hann segir aö Norömenn hafi enga tilraun gert til þess að kryfja málið til mergjar. „Því er algjörlega ósvarað hver ber ábyrgð á því að hvergi er í kortum að sjá þær grynningar sem urðu skipi mínu að fjörtjóni. Þegar ég tilkynnti Strandgæslunni um ferðir mínar á landleiðinni og að ég hygðist fara um sundið fékk ég enga viðvörun. Hvers vegna vissi enginn af grynningunum? Það er lyk- ilatriði í öllu málinu," segir hann. Sturla Einarsson skipstjóri, sem stjómað hefur fleiri íslenskum aflaskipum en nokkur annar, veit ekki hvað tekur við. Hann segist hafa fengið gríðarlegan stuðning eftir skipskaðann og að útgerðin standi þétt við bak sér. Áhöfnin hafi eytt miklum tíma saman eftir atburðinn og þeir hafi fengið áfallahjálp. „Atburðurinn mun alltaf lifa með mér og ég veit ekki hvaða áhrif hann hefur á sálarlífíð. Ég stefni að því að fara á sjóinn aftur og mun læra að lifa með lífsreynsl- unni. Samviska mín er hrein,“ segir hann. -rt Skömmu eftir að áhöfnin var komin um borð í gæslu- skipið fékk Sturla þær fréttir að von væri á dráttarbáti sem hefði öflugar dælur. „En það virtist enginn vita hver hefði óskað eftir aðstoð þessa tiltekna báts en seinna kom í ljós að þetta var einkaaöili sem hafði heyrt af strandinu í talstöð. Þegar báturinn birtist brá mér mjög að sjá hve lítill hann var. Ég sá strax að hann átti ekki minnstu möguleika á að hagga skipinu," segir Sturla. Skipstjóri dráttarbátsins byrjaði á því að setja taug í Guðrúnu aftanverða. „Hann kom eins og sjóræningi á svæðið og án þess að tala við nokkurn mann sigldi hann beint að skut Guð- rúnar og sendi menn um borð með línu og tryggði sér fasta línu við skipið. Þeirri linu vildi hann síðan aldrei sleppa. Líklega var hann að hugsa um að halda björgun- arlaunum," segir Sturla. Sturla segir að hann hafi reynt að fá skipstjóra drátt- arbátsins til að dæla úr skipinu en hann hafi ekki fallist á það. Hann hafi aðeins hangið í línunni en hafnað allri samvinnu. „Seinnipart dags var mér sagt að strandgæsluskipið Tromsö væri á leiðinni. Skipið var nógu öflugt til að draga Guðrúnu af grunninu og um borð voru kafarar og dælur. Þegar leið að kvöldflóðinu vildi skipstjóri dráttar- bátsins reyna að draga Guðrúnu af grunninu og taldi aö skipið myndi sökkva án þess þó að færa nein rök fyrir því. En ég taldi það ekki ráðlegt þar sem líkur væru á því að skipið opnaðist og sykki þegar það losnaði af klettinum. Ég vildi bíða eftir Tromsö, sem væntanlegt var um miðnætti, og láta kafa niður og skoða skemmdir og dæla úr skipinu," segir Sturla. Sturla segir að skipstjóri gæsluskipsins hafi þá spurt sig fyrir hönd þess á dráttarbátnum hvort hann væri til- búinn að taka á því ábyrgð ef skipið sykki án þess að reynt yrði að draga það á flot. „Auðvitað gat ég ekki tekið ábyrgö á því að skipið sykki og ég sagði þeim þá að reyna. Og það var gert eft- ir að bíða þurfti leyfis frá umhverfisráðuneytinu í 20 mínútur. Öll yfirstjóm Norðmanna á vettvangi var í megnasta ólestri og það var eins og enginn væri tilbúinn að taka neinar ákvarðanir," segir hann. Dráttarbáturinn hóf síðan að reyna að losa skipið und- ir fullu afli. I klukkustund gerðist ekki annað en það að skipið snerist örlítið. „Hann náði að draga afturendann aðeins til en við það er augljóst aö skemmdirnar á skipinu jukust. En skipið rétti sig þó á flóðinu og þá var ég nokkuð öruggur á því að Tromsö, sem var væntanlegt, tækist að losa skipið," segir hann. Þegar Tromsö kom á staðinn fóru Sturla og Hilmar Sigurðsson yfirvélstjóri um borð í Guðrúnu til að kanna stöðuna þar. Kafari frá Tromsö fór niður til að kanna skemmdir og kom með þær fréttir að þær væru óveruleg- ar sem jók Sturlu enn bjartsýni. Þegar flæddi að féll Guð- rún aftur á stjómborðssíðuna og að þessu sinni var hall- inn meiri en um morgiminn. „Ég reyndi þá að fá skip- —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.