Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Page 38
•42 Helgo rblað 33V I ALJGAROAC.UR 13. JÚLf 2002 Þolinmæðin „ er þarfasti eiginleiliinn Fva María Þórarinsdóttir og Margrét Dan eru skálaverðir á Hveravöllum á Kili fgrir Ferðafélag Islands annað sumarið íröð. Þær tala við DV um gildi þolinmæðinnar, um- gengni ferðalanga og fegurð náttúrunnar. HÁLENDI ÍSLANDS ER EINN dýrmætasti fjársjóöur sem land okkar á og eðlilega nota margir sumarið til þess að leita á vit þessarar fjársjóðskistu. Hveravellir á Kili eru einn af vinsælustu viðkomustöðum á hálendinu enda er Kjalvegur einna greiðfærastur hálendisvega en hann er fær öllum bílum. Kjalvegur liggur frá Gullfossi í suðri og kemur niður til byggða við Blönduvirkjun í Blöndudal. Um það bil miðja vegu eru Hveravellir en þar er allmikið hverasvæði í dálítilli kvos milli eyðisanda, mela, hrauna og jökla. Ótal hverir prýða svæðið og eru þeir fjölbreyttir að gerð og útliti. Bláhver ber nafn með rentu, blátær og fag- ur og lygn en Öskurhólshver hefur byggt stóran hól úr hverahrúðri utan um blástursop sín. Fyrr á öldum lét svo hátt í hvernum að heyrðist um langan veg og Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, sem fóru um þessar slóðir 1755, liktu blæstri hans við ljónsöskur. Frægasti útlagi allra tíma, Eyvindur Jónsson frá Hlíð í Hrunamannahreppi, sem lá úti á hálendi Islands ára- tugum saman, dvaldi lengi á Hveravöllum og sjást menj- ar um vist hans þar og heitir Eyvindarhellir í hrauninu rétt við hverasvæðið og rétt sem hann smalaði stolnum kindum í stendur enn í hraunhól ekki langt þar frá. Einn hveranna á Hveravöllum heitir Eyvindarhver og er sagt að hann hafi soðið mat sinn í honum. Engin miskunn hjá Magnúsi Það gerði einnig Magnús sálarháski, umrenningur sem sagt er að hafi gert tilraun til að leggjast út á Hvera- Eva María Þórarinsdó.ttir og Mfirgrét Dan eru skálaveröir á HV|erayöllum fyrir Ferðafélag fslanös. Það eru til rauðir hverir á Hveravöllum og kannski hefur Fjalla-Eyvindur einhvern tímann setið við þennan hver og soðið sér spóaegg. DV-myndir ÞÖK Bláhver á Hveravöllum er eitt þeirra náttúruundra sem draga ferðamenn í þúsundatali á staðinn. völlum. Magnús hljóp uppi lamb og ætlaði að sjóða í hvernum og stakk lambinu ofan í og hélt í afturfæturna. Lambið jarmaði ámátlega við þessa meðferð og er sagt að Magnús hafi þá mælt: „Það er engin miskunn hjá Magnúsi." og var haft að orðtæki lengi síðan. Magnúsi mistókst herfilega suðan á lambræflinum og sat að lokum uppi með lungun hrá sem flutu ofan á hvernum. Hann sagði svo frá síðar að hann hefði lifað á þeim eina viku, aðra á munnvatni sínu og þriðju vikuna á Guðsblessun og sú hefði verið verst. í dag koma ferðamenn til Hveravalla til að njóta nátt- úrunnar, skoða hverina og baða sig í frábærri laug sem er undir vegg gamla sæluhússins á Hveravöllum en Ferðafélag íslands á þar tvö reisuleg sæluhús en félagið hefur starfað á Hveravöllum í rúma hálfa öld. Aldrei friður hjá Evu og Margréti Starfsmenn Ferðafélagsins á Hveravöllum er tvær ungar stúlkur sem þar eru skálaverðir annað sumarið i röð og heita Eva María Þórarinsdóttir og Margrét Dan Þórisdóttir. Þær eru nýlega útskrifaðar úr námi og er önnur stúdent af málasviði en hin tannsmiður. Saman standa þær vaktina á Hveravöllum frá því snemma í júní til 25. ágúst og það er aldrei friður. Umferð um svæðið hefst klukkan 8 á morgnana og sjaldan eða aldrei komin ró á fyrir klukkan 12 á kvöldin. í verkahring þeirra stúlkna er að hafa eftirlit með svæðinu og skálanum og annast þrif á skála og salern- um, innheimta gistigjöld og áningargjöld sem heimt eru af þeim sem ekki gista en nýta sér aðstöðu á svæðinu með því að fara í bað, nota laugina og þar fram eftir göt- unum. Þeir segja fólki til vegar um svæðið og næsta nágrenni þess, selja kaffi og veita almennar upplýsingar. En hver skyldi vera mikilvægasti eiginleikinn í þjónustustarfi eins og þessu? Persónutöfrar og gribbuskapur „Það er alveg örugglega þolinmæðin. Það er gríöarlega mikið áreiti í þessu starfi og má segja að það sé aldrei friður allan daginn. Við getum þurft að hafa afskipti af fólki til þess að fá það til að fara upp úr lauginni eða koma kyrrð á nógu snemma og þá reynir á þolinmæð- ina,“ segir Eva María og brosir eins og hún geti fengið hvern sem er til að hlýða. „Það þarf stundum netta blöndu af persónutöfrum og gribbuskap," segir Margrét sem viðurkennir að hafa ekki alveg eins mikla þolinmæði og stallsystir hennar gagnvart Islendingum sem eru kóngar í ríki sínu hvar sem þeir fara og taka ekki alltaf tilsögn af :þejj;þi vifð- ingu sem gott er að sýna skálavörðum þótt þeir hafi ekki lögregluvald. Eftir samtal við þær stöllur er ljóst hvor er vonda löggan og hvor er góða löggan í þessu samstarfi svo gripið sé til þekktra samlíkinga úr kvikmyndum. Þeir stallsystur tala samtals öll Norðurlandamálin, ensku, þýsku, frönsku, ítölsku og spænsku að visu mis- vel en Margrét er alin upp í Noregi en Eva María á ítal- íu og það kemur fyrir að ítalskir ferðamenn koma sér- staklega á Hveravelli af þvi þeir hafa heyrt sögur af henni og tungumálakunnáttu. „Við höfum eignast óskaplega mikið af vinum gegnum þetta starf og ætlum í Evrópureisu í haust og erum með langan lista af viðkomustöðum hjá fólki sem viö höfum kynnst. Svo má ekki gleyma öllum hílstjórunum og far- arstjórunum og ekki síst girðingasnillingunum og veður- athugunarfólkinu sem eru nokkurs konar foreldrar okk- ar. Við höfum verið afskaplega heppnar." Hver er friðurinn? Það er því augljóst að sú öræfakyrrð og þögn og hvíld sem margir halda til fjalla til að finna fer að mestu fram hjá önnum köfnum skálavörðum sem aldrei geta brugð- ið sér af bæ. „Ekki á þessum annatíma en framan af tímabOinu og þegar fer að líða á það getur önnur okkar í einu farið í gönguferð eða eitthvað. Annars er þetta svæði alltaf jafn töfrandi hvort sem það er fullt af fólki eða maður er nán- ast einn í heiminum," segja þær staUsystur og lýsa fjálg- lega ferðum að næturlagi tO að sækja hverabrauð í seyð- ingu þegar allir sofa. Skálaverðir þurfa ekki að fara á sérstakt landvarða- námskeið eins og landverðir en þær hafa aflað sér tals- verðrar þekkingar á náttúru svæðsins á dvöl sinni þar og af kynnum af kunnugum ferðalöngum. Þær kunna undirstöðuatriðin í skyndihjálp en segjast vona að tO þeirrar kunnáttu komi helst aldrei. „Annars getur áreitið orðið svo mikið að uppáhalds- staðurinn manns sé klósettið þar sem maður þarf ekki að opna þótt sé bankað. Þar er aUtaf friður.“ - I kofanum í Hvítárnesi sem er skammt frá Hvera- vöUum er harðvítugur draugagangur. Er reimt á Hvera- völlum? „Sumir segja að Eyvindur og HaUa séu hér á sveimi en við höfum aldrei orðið varar við neitt," segja Eva og Margrét. Það er haUarbylting í aðsigi á Hveravöllum þar sem Ferðafélagið hefur selt allar eigur sinar þar tU Svína- vatnshrepps eftir harðvítug málaferli árum saman. Þær Eva María og Margrét vita því ekki hvort þær eiga aft- urkvæmt í þennan sælureit en segjast þá munu sækjast eftir þessu erUsama starfi einhvers staðar annars staðar. „Ef maður einu sinni fær fjaUaveikina þá or hún ólæknandi." -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.