Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 13. JÚLf 2002
/ / c> / cj ct rb l í7 ú X>"V
53
Jón Elías Bjömsson
fyrrv. bóndi og starfsmaður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, verður sjötugur á morgun
Jón Elías Björnsson, fyrrv. starfsmaður Mjólkur-
samsölunnar í Reykjavík, Miklubraut 72, Reykjavík,
verður sjötugur á morgun.
Starfsferill
Elías fæddist að Þverá í Fremri-Torfustaðahreppi í
Vestur-Húnavatnssýslu en flutti á fyrsta ári að Reyni-
hólum í Miðfirði og ólst þar upp við öll almenn sveita-
störf þess tíma. Hann tók við búi foreldra sinna 1966
og bjó til 1976. Þá flutti hann í Sandgerði.
Elías var starfsmaður Sandgerðisbæjar og sinnti
ýmsum almennum störfum fyrir bæjarfélagið til 1987.
Þá hóf hann störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík
og starfaði þar til 1998 er hann lét af störfum af
heilsufarsástæðum.
Fjölskylda
Eiginkona Eliasar er Ása Tulinius, f. 28.4.1941, hús-
móðir. Hún er dóttir Karls D. Tulinius, f. 13.7. 1902, d.
8.9. 1945, og Guðrúnar M. Tulinius, f. 16.9.1902, d. 28.3.
1998.
Börn Elíasar og Sjafnar Kristinsdóttur eru Sigurð-
ur Kristinn, f. 21.9. 1966; Jóna Guðrún, f. 30.1. 1968;
Andrea, f. 21.10. 1969.
Börn Eiíasar og Svövu Valgerðar Kristinsdóttur,
eru Tryggvi, f. 19.5. 1970; Ingibjörg, f. 18.11. 1971; Sig-
rún, f. 2.7. 1974; Arthúr, f. 27.2. 1976; Ingvar Bingir, f.
30.6. 1977.
Systkini Elíasar: Hólmfríður, f. 5.9. 1917, d. 24.11.
2000, húsmóðir í Sandgerði; Jóhanna, f. 27.1.1919, hús-
freyja að Skarfshóli í Miðfirði; Guðmundur, f. 28.8.
1920, fyrrv. bóndi í Tjarnarkoti, nú að Laugarbakka;
Björgvin, f. 16.6. 1925, d. 15.1. 2000, afgreiðslumaður í
Kópavogi: Ólöf, f. 14.12. 1926, húsmóðir í Reykjavík;
Jóhannes Ingvar, f. 1.1. 1930, fyrrv. hreppstjóri að
Reynihólum, nú að Laugarbakka.
Foreldrar Elíasar: Björn Guðmundsson, f. 23.2.1885,
d. 24.3. 1985, bóndi að Reynihólum, og k.h., Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 9.12. 1891, d. 4.6. 1974, húsfreyja.
Sjötíu og fimm ára
Ætt
Björn var sonur Guðmundar, b. í Reynihólum, Jó-
hannessonar, b. á Dalgeirsstöðum, Ólafssonar. Móðir
Guðmundar var Agnes Eiríksdóttir, b. á Efri-Núpi, Ei-
ríkssonar, pr. á Staðarbakka, Ólafssonar, b. á Kjörs-
eyri, bróður Þórðar, afa Helga Thordarsen biskups.
Ólafur var sonur Þórðar, b. á Kjörseyri, Ólafssonar,
bróður Guðrúnar, langömmu Björns Gunnlaugssonar
stærðfræðings.
Móðir Björns var Þorbjörg, systir Sigurðar, afa
Skúla Guðmundssonar alþm. Bróðir Þorbjargar var
Jónas, faðir Guðmundar Hlíðdals, póst- og símamála-
stjóra. Þorbjörg var dóttir Jónasar, b. á Tittlingastöð-
um, Sigurðssonar og Ragnhildar Aradóttur.
Móðurbróðir Elíasar var Helgi, faðir Marinós,
fyrrv. kaupmanns í Brynju. Annar móðurbróðir Elí-
asar var Jóhannes, faðir Ólafs, aðalumsjónarmanns
Happdrættis SÍBS. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. í
Huppahlíð í Miðfirði, Jónssonar.
Móðir Ingibjargar var Ólöf Helgadóttir, b. I Huppa-
hlíð, Jónssonar frá Tannastöðum í Hrútafirði. Móðir
Ólafar var Jóhanna Jóhannesdóttir frá Nýjabæ í Rifi
á Snæfellsnesi.
Elías verður að heiman á afmælisdaginn.
Ég ætla að þessu sinni að byrja þáttinn á braghendu
sem ég lærði nýlega. Höfund hennar veit ég ekki en
hún lýsir á myndrænan hátt áhyggjuleysi unga fólks-
ins:
Æskuhryggó er eins og mjöll á apríldegi.
Á augabragöi einu hjaönar
óöar en fyrir sólu glaönar.
Sturla Halldórsson
fyrrv. hafnarvörður
Sturla Halldórsson, skipstjóri
og fyrrv. hafnarvörður, íbúð 305,
Hlíf 2, Torfnesi, Isafirði, er átt-
ræður í dag.
Starfsferill
Sturla fæddist á fsafirði og
ólst þar upp. Hann öðlaðist vél-
stjóraréttindi , 1940, skipstjóra-
réttindi 1942 og hin meiri skipstjó'rnarréttindi fiski-
skipa 1950.
Sturia byrjaði þrettán ára til sjós á ms ísbirni ÍS 15,
var skipstjóri á ms Særúnu SI, Sæfara ÍS, Auðbimi ÍS
17, Vébimi ÍS 14, Sólborgu ÍS 260 og Gylfa fS 303, og
var hafnarvörður við ísafjarðarhöfn 1964-1993.
Sturla var félagi í Vélstjórafélagi fsaíjarðar, Skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni, Félagi opin-
berra starfsmanna á ísafirði og Stangaveiðifélagi ísa-
íjarðar og er félagi í Kiwanisklúbbnum Básar.
Fjölsltylda
Sturla kvæntist 31.12. 1944 Rebekku Stígsdóttur, f.
29.6. 1923, húsmóður. Hún er dóttir Stígs Haraldsson-
ar, bónda á Horni í Hornvík, og Jónu Jóhannesdóttur
húsfreyju.
Börn Sturlu og Rebekku eru Guðjón Elí, f. 15.9.1945,
d. 21.2. 1958; Frímann Aðalbjöm, f. 12.6. 1947, skipa-
tæknifræðingur en kona hans er Auður Harðardóttir
og eiga þau þrjú börn; Jónína, f. 4.11.1949 og var fyrri
maður hennar Guðmund'ur G. Jóhannesson en seinni
maður hennar er Helgi Jóhannesson og á hún þrjú
börn; Stígur Haraldur, f. 20.10. 1953 en kona hans er
Ásgerður Ingvadóttir og eiga þau fjögur böm; Guðjón
Elí, f. 7.7. 1959, blikksmíðameistari, var kvæntur
Hrafnhildi Haraldsdóttur en þau skildu og eiga þau
tvö börn; Friðgerður Ebba, f. 4.7. 1965 og á hún eitt
barn.
Systkini Sturlu: Anna, f. 18.8.1913, d. 24.11. 1978, var
gift Jóni Einarssyni og eignuðust þau tíu börn;
Katrín, f. 15.8. 1915, d. 28.4. 1935, var gift Einari Jó-
hanni Eiríkssyni og áttu þau eitt barn; Guðjón, f. 18.8.
1917, d. 2.10. 1991, var kvæntur Karlottu Einarsdóttur
og eignuðust þau sex börn; Lilja, f. 4.6. 1919, gift Guð-
mundi E. Guðmundssyni og eiga þau fjögur börn; Sig-
urður, f. 8.9. 1921, d. 7.7. 2002; Guðjón Guðmundur, f.
2.1. 1926, d. 2.9. 1954; Steindór, f. 24.9. 1927, kvæntur
Guðrúnu Pétursdóttur; Ólafur, f. 16.7. 1929, d. 19.6.
1999, var kvæntur Sesselju Ásgeirsdóttur og eignuðust
þau átta böm; Málfríður, f. 22.5. 1931, gift Arnóri
Stígssyni og eiga þau fjögur böm; Jón Laxdal, f. 7.6.
1933, kvæntur Catherine Laxdal og eiga þau tvö börn.
Foreldrar Sturlu: Halldór Friðgeir Sigurðsson skip-
stjóri og Svanfríður Albertsdóttir húsmóðir.
Sturla verður meö opið hús í Kiwanishúsinu á
ísafirði 1 dag, laugardag, kl. 15.00-18.00.
Anna Sigurkarlsdóttir
ellimálafulltrúi
Anna Sigurkarlsdóttir elli-
málafulltrúi, Bjarmhólastíg 17a,
Kópavogi, verður sjötíu og fimm
ára á morgun.
Starfsferill
Anna fæddist í Kaupmanna-
höfn en ólst upp í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi frá MR
1948 og kennaraprófí frá KÍ 1956.
Anna var búsettt á Eyrarbakka 1953-73 og hefur
verið búsett í Kópavogi frá 1978.
Anna stundaði kennslu frá 1971, var forstöðumaöur
Félagsstarfs aldraðra í Kópavogi 1979-94 og síðan
stjórnandi Kirkjustarfs aldraðra í Digraneskirkju.
Anna hefur setið í ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar frá
1982. Hún ritstýrði bókinni Saga Félagsstarfs aldraðra
í Kópavogi, útg. 1994, var ritari Sambands sunn-
lenskra kvenna í tólf ár og sat í ritstjórn bókar þess,
Gengnar slóðir.
Fjölskylda
Anna giftist 14.7. 1950 Magnúsi Guðjónssyni, f. 26.6.
1926, presti á Eyrarbakka og síöar biskupsritara. For-
eldrar hans voru Guðjón Jónsson verkamaður og
Steinunn Magnúsdóttir húsmóðir.
Börn Önnu og Magnúsar eru Sigríður, f. 18.5. 1953
hjúkrunarfræðingur, gift Stefáni N. Stefánssyni lyíja-
fræðingi og eru börn þeirra Anna, Lýdia, Davíð og
Kristín; Sigurkarl, f. 19.2.1957, landfræðingur, smiður
og kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, kvæntur
Agnesi Eydal líffræðingi og eru börn þeirra Magnús
Freyr og Hildur Hllf; Guðjón, f. 6.11. 1960, fiðluleikari
og tónlistarkennari á Reyðarfirði og Eskifirði,
kvæntur Gillian Haworth, skólastjóra Tónlistarskóla
Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og eru börn þeirra Dan-
íel Kári og Gabriel Rán en sonur Gillian frá fyrra
hjónabandi er Ævar Stormur.
Bræður Önnu eru Stefán, f. 12.7. 1930, fyrrv. lyfsali
í Reykjavík, kvæntur Önnu Guðleifsdóttur lyfjatækni;
Guðjón, f. 17.10. 1931, fyrrv. læknir á Selfossi, kvænt-
ur Unni Baldvinsdóttur meinatækni; Sigurður Karl, f.
30.9. 1939, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra hf.,
kvæntur Amalíu Svölu Jónsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi; Gísli Kristinn, f. 24.1. 1942, lögfræðingur í
Reykjavík, kvæntur Arnheiði Ingólfsdóttur hjúkrun-
arfræðingi; Sveinn, f. 2.11.1943, héraðsdómari, kvænt-
ur Ragnhildi Jóhannesdóttur viðskiptafræðingi.
Foreldrar Önnu voru Sigurkarl Stefánsson, f. 2.4.
1902, d. 30.9. 1995, stærðfræðingur og yfirkennari við
MR og kennari við verkfræðideild HÍ, og Sigríður
Guðjónsdóttir, f. 25.11. 1903, d. 20.10. 1984, húsmóðir.
I tilefni afmælisins býður Digranessöfnuður vinum
og ættingjum til kaffisamsætis í Safnaðarheimili
Digraneskirkju mánudaginn 15.7. kl. 20.00.
Ég þekki ekki heldur höfund næstu vísu en hún
fjallar um mál sem reyndar hefur áður borið á góma
hér í þættinum. Það er sú staðreynd að þegar hérvist
okkar lýkur gagnar okkur ansi lítið að eiga gnótt
þessa heims auðæva. Allt það sem mölur og ryð
grandar verður eftir hérna megin. Vísan er þannig:
Þóít þú eigir fegri flík
og fleiri í vösum lykla,
okkar verður lestin lík
á lokadaginn mikla.
Auðunn Bragi Sveinsson las það í bók eftir Gunnar
Dal að þegar efnið verði tæmt breytist allt í ljós. það
verður að milljón ljósárum liðnum. Þetta varð honum
að yrkisefni:
Á efsta degi er efnió tœmt,
allt er baöaó Ijóss í flóði.
Er þaö kannski eitthvaö slæmt
eftir milljón Ijósár, góöi?
Og Auðunn Bragi er lítt hrifinn af þeim mönnum
sem yrkja án þess að nota stuðla. Um það kveður
hann:
Eru þeir á einu máli;
allt er kallaö Ijóö,
þó hvorki örli á stuölastáli
né stefja- dýrri -glóö.
Þeir félagar Kristján frá Djúpalæk, Rósberg G. Snæ-
dal, Heiðrekur Guðmundsson og fleiri góðir hagyrð-
ingar og skáld á Akureyri ortu í félagi margar góðar
vísur. Eitt sinn þegar Kristján bjó í Hveragerði fór
hann norður um land til æskustöðva sinna á norð-
austurhorninu án þess að líta við hjá vinum sín-
um á Akureyri. Þeim þótti sér misboðið og ortu:
Vini alla einskis mat,
yfir fjalliö strekkti.
Meira gallaö mannrassgat
maöur varla þekkti.
Ég enda á nýlegri vísu eftir Sigurð Ó.
Pálsson á Egilsstöðum. Þegar hann frétti
að borgaryfirvöld í Reykjavík ætluðu að gera
bílastæði undir Tjörninni varð þessi til:
Höföingjum vorum heiöur sé,
hver og einn fœr sitt lof.
Davíð óó bara upp í hné
en Ingibjörg fór í klqf.
Umsjón
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
ria@isinennt.is