Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Blaðsíða 4
Hvorki Beck né AC/DC á Airwaves Airwaves-tónlistarhátíðin verður haldin dagana 16.-20. október eins og áður hefur komið fram. Dagskrá hátíðarinnar er óðum að taka á sig mynd og að sögn Kára Sturlusonar tónleikahaldara má búast við endanlegri upp- röðun eftir um tvær vikur. Miklar sögusagnir hafa verið í gangi um hvaða erlendu hljóm- sveitir komi til með að spila á hátíðinni og und- anfamar vikur hafa þær magnast verulega. Þannig hefur nafn Beck Hansen heyrst lengi og nýlega hafa heyrst kjaftasögur um að rokk- aramir í AC/DC væru á leiðinni. Aðspurður sagði Kári þessar sögusagnir ekki réttar, hvorki er von á Beck eða AC/DC að þessu sinni. Vð bíðum því spennt eftir endanlegri uppröðun hátíðarinnar. Heil appelsína í Eyjum Þau leiðu mistök urðu í síðasta Fókus að hljómsveitamafh misritaðist. Hljómsveitin sem verið var að tala um heitir Whole Orange en ekki Half Whole Orange eins og stóð í blaðinu. Hljómsveit þessi mun spila á Þjóðhá- tíð í Eyjum og er lag frá henni væntanlegt í spilun á útvarpsstöðvunum á næstunni. Sperr- ið því eyrun. SlCUR RÓS AFLÝSIR TÓNLEIKUM Strákamir í Sigur Rós eru á fúllu við að klára plötuna sína sem koma á út í október eins og greint hefur verið frá á síðum blaðsins. A dög- unum voru þeir í Bath á Englandi þar sem þeir unnu að því að mixa en nú em þeir aftur komn- ir til landsins. 1 sumar voru fyrirhugaðir fjöl- margir tónleikar í Evrópu en nú hefur Sigur Rós aflýst þeim öllum, að v2002 hátíðinni und- anskildri, til að einbeita sér að fullu að plöt- unni. Hætt hefur verið við tónleika í Irlandi, Portúgal, Þýskalandi og Frakklandi auk þess sem sveitin kemur ekki til með að spila á stórri tónlistarhátíð á Spáni þar sem Radiohead spila meðal annarra. Sigur Rósar-mönnum er þvf greinilega kappsmál að klára verkið með sæmd og verður gaman að heyra útkomuna í október. Rappstrákarnir í Ouarashi eru búnir að vera á flakki um Bandaríkin síðan í maí. Fyrir um mánuði sagði Ómar Swarez okkur upp og ofan af ferða- lagi þeirra en þó nokkuð hefur drifið á daga þeirra síðan þá. Þegar Fókus heyrði í piltunum í vikunni voru þeir á leiðinni til Kanada eftir góða törn í miðríkjunum og gott spjall við B-Real úr Cypress Hill. Nalgast 100.000 eintök í Bandaríkjunum Það gengur mjög vel hjá Quarashi í Bandaríkjunum þessa dagana, nærri 100.000 eintök seld og allt að verða vitlaust í Japan. Quarashi er þessa dagana á Warped-túrnum svokallaða þar sem hún ferðast um með fjölda hljómsveita og spilar upp á hvern dag. Þeir búa í rútu sem er vel búin af rúmum, græjum, sjónvörpum og tölvum svo eitthvað sé nefnt. Það væsir því ekki um piltana þó vissulega geti verið erfitt að spila á hverjum degi eins og þeir gera nú, sérstaklega þar sem hitastigið hefur verið óbærilegt í miðríkj- um Bandaríkjanna undanfarið. Asíubúarnir áhucasamir Þegar Fókus heyrði í Höskuldi söngvara í vikunni var hljóm- sveitarrútan á leiðinni til Kanada þar sem nokkrir tónleikar voru fyrirhugaðir. Undanfarið hafa þeir íerðast um miðríkin og spilað á litlu sviði þar sem um og yfir þúsund manns hafa verið að mæta á hverja tónleika. Segir Höskuldur það fólk aðallega vera fólk sem hafi heyrt í Quarashi áður. Á næstunni fara þeir aftur yfir á aust- urströndina og þá verða þeir á stærra sviði sem fleiri gestir sækja. Sala á plötunni Jinx hefur gengið framar vonum, fer að nálgast 100.000 eintök í Bandaríkjunum. Quarashi hefur hins vegar þeg- ar selt um 50.000 eintök í Japan þó hún hafi ekki enn spilað þar. „Það er alveg fúrðulegt hvað þetta gengur vel í Japan. Annars virðist hljómsveitin af einhverjum orsökum afar vinsæl hjá Asíu- búum því þeir eru líka mjög duglegir að mæta á tónleikana okkar héma úti,“ segir Höskuldur. Með B-Real í LA Og það gat auðvitað ekki annað verið en að einhver frægur yrði á vegi strákanna í Quarashi. Á dögunum spiluðu þeir á tvennum tónleikum f Los Angeles og eftir aðra tónleikana var bankað á hurðina hjá þeim. Þar á ferðinni enginn annar en B-Real úr Cy- press Hill sem sagðist vera mikill aðdáandi sveitarinnar. Vel fór á með honum á bandinu og í kveðjuskyni var smellt nokkrum myndum af hópnum saman. Nú er nokkuð liðið síðan fyrsta smáskífa Quarashi, Stick’em up, kom út í Bandaríkjunum og því fer að líða að útgáfu nýrrar. Það verður Mr. Jinx og ætti hún að koma út eftir 2-3 vikur. Lagið er þó þegar komið í spilun á einhverjum útvarpsstöðvum vestanhafs. 1 síðustu viku tók sveitin svo upp myndband við lagið. Höskuldur vildi sem minnst gefa upp um þemað en sagði að eitthvað væri um að hlaupið væri í myndbandinu. Líklegt má telja að Islendingar fái að berja myndbandið augum eftir um mánuð. 1 millitíðinni er besta leiðin til að fylgjast með ferðum Quarashi að fara inn á heimasíðu hennar, www.quarashi.net. FÁANLEGUR I NÆSTÖ M TÖLUULEIKIAVERSLUN Fóllk sem vinnur í sjoppu er ekki verra en hvað annað. bað er bara melri lúserar. f ó k u s 4 19. júlf 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.