Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2002, Qupperneq 11
Dreifbýlingum verður á næstu dögum færð djasstónlist beint í æð. Nokkrir ungir tónlist- armenn, sem kenna sig við Jazzkvartettinn Camival, lögðu nefnilega af stað í hringferð um landið í gær en þeir ætla að halda fánum djasstónlistarinnar á loft næstu daga. Djassinn í vandræðum „Þetta eru allt í allt 11 tónleikar á 10 dög- um sem við erum að fara að spila á, víðs vegar um landið,“ segir Ómar Guðjónsson, gítar- leikari hópsins. Hann hefur ásamt þeim Helga Sv. Helgasyni slagverksleikara, Eyjólfi Þorleifssyni saxófónleikara og Þor- grími Jónssyni bassaleikara sett saman Jazzkvartettinn Carnival sem mun á næstu dögum ferðast um landið í þeim tilgangi að leika djass fyrir landsmenn. Auka fjölbreytnina „Með þessu erum við að reyna að auka menninguna í okkar landi,“ segja pihamir. „Það vantar meira af djassviðburðum á Islandi og þá sérstaklega úti á landi. Héma í Reykja- vík fáum við nóg að gera en það er bara al- mennt lítið um lifandi tónlist úti á landi. Yf- irleitt eru það bara sveitaböll og svo er kannski stöku tónlistarklúbbur sem styrkir einhverja klassíska viðburði. Við ætlum því að reyna að ýta undir að það verði meira að gerast en bara þetta tvennt.“ Jazzkvartettinn Camival hóf tónleikaferð sína í gær með tónleikum í Stykkishólmi, í kvöld verða þeir í Grundarfirði og á morgun munu þeir bæði leika á Blönduósi og Siglu- firði. „Flestir tónleikanna verða á litlum kaffi- húsum þannig að við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu þann tíma sem við erum á hverjum stað. Þetta er ekki mest hardcore djassmúsík sem fyrirfinnst þannig að fólk sem hefur ekki bijálaðan áhuga fyrir djassi getur haft gaman af þessu líka. Mörg lögin þekkir fólk en þetta eru t.d. gömul söngleikjalög sem við höfum sett í aðeins djassaðri búning.“ Djassinn í vandræðum Drengimir segjast hafa fúndið fyrir aukn- um áhuga á djasstónlist á síðustu ámm og munar þar mestu um að djassinn er farinn að Jazzkvartettinn Carnival verður á flugi um landið næstu vikuna og mun koma víða við. Þeir Þorgrímur, Eyjólfur, Ómar og Helgi munu alls leika á ii tónleikum á 10 dögum þar sem léttur djass, sem allir ættu að geta haft gaman af, verður á dagskránni. renna saman við það sem er að gerast f tónlist- inni í dag. Einnig hefur fólk mætt djassinum með opnari hug heldur en off áður. „Ahuginn fyrir djasstónlist hefur aukist mjög mikið, t.d. meðal fólks á okkar aldri. í dag er fólk líka farið að sækja mikið í þá tón- list sem er í gangi og notar í djassinn hvort sem það er drum ‘n bass, hip hop eða raftón- list. Þetta skilar sér líklega í auknum áhuga. En þegar sumir heyra orðið djass halda þeir að þetta sé bara eitthvað fyrir afa og ömmu. Hugtakið djass er bara svo teygjanlegt og angamir svo margir að það er mjög erfitt að leggja fingurinn á það. Það sem sumir kalla rokk köllum við t.d. impróviseraðan djass. Hugtakið er bara búið að vera víðtækt svo lengi að það er búið að koma sér í vandræði," segja þeir að lokum. KLIKKAÐ TILBOÐ!!! m nýjum áskrífendum færð þú gefins Aiwa TVC-140014”sjónvarp ísl. textavarp - A/V-tengi Euro scart-tengi -fullkomin fjarstýríng. Áskriftorskuldbindinq er6 mánuðir* 550 50 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.