Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 DV Fréttir Uppbygging við Viðskiptaháskólann á Bifröst með nýju skólahúsi og nemendabústöðum: Byggt fýrir milljarð á menntasetri - 500 manna þorp í Norðurárdal DV-MYNDIR: SBS Viö nýja skólahúsiö „Þetta veröurallt aö vera tilbúiö um helgina," sagöi Runólfur Ágústsson. Aö baki hans er nýja 1.200 fermetra skólahúsiö en fyrsti hluti þess veröur tek- inn í notkun um heigina. Um eitt hundrað iðnaðarmenn eru nú að leggja lokahönd á umfangsmikl- ar framkvæmdir við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst í Borgarfirði. Þar verð- ur um helgina tekinn í gagnið fyrsti hluti 1.200 fermetra skólahúss, þar sem verður meðal annars nýr fyrir- lestrarsalur, vinnu- og rannsóknarað- staða fyrir kennara og þjónustuver skólans. Þá er einnig verið að taka í notkun nemendagarða með 16 fjöl- skylduíbúðum og 20 íbúðum fyrir ein- staklinga. Allt er þetta hluti af upp- byggingu í háskólaþorpinu á Bifröst sem staðið hefur yflr sl. þrjú ár. Segir Runólfur Ágústsson, rektor skólans, að nauðsyn hafi verið að mæta vexti í skólastarfinu með þessum hætti, en hann segir að kostnaður við fram- kvæmdir á svæðinu nemi nær einum milljarði króna. Hér hefur fólk allt til alls „Þetta verður allt að vera tilbúið um helgina," sagði Runólfur Ágústs- son þegar hann kynnti stöðu mála á staðnum fyrir tíðindamanni DV í gær. Mikið er eftir enn - en allt verður að hafast í tæka tíð. Ekki einasta er ver- ið að stækka skólahúsið og byggja fleiri nemendabústaði við þá sem fyr- Á Bifröst Nýir nemendagaröar sem nemendur eru aö fiytja inn í þessa dagana. Faríö veröur í frekari framkvæmdir viö íbúö- arhúsnæöi á næstu mánuöum. ir eru. Á vegum Borgarbyggðar er verið að stækka leikskólann á staðn- um - þannig að rými verður fyrir sex- tíu börn í stað 25. Einnig hefur verið lagt nýtt holræsakerfi á staðnum og Vegagerðin hefur fært þjóðveginn um Norðurárdal nokkuð fjær skólaþorp- inu. Nemendafjöldi í Viðskiptaháskólan- um á Bifröst hefur aukist mikið und- anfarin ár, meðal annars með tilkomu lögfræðideildar. Breytingar á starfs- umhverfi háskóla gera Bifröst nú einnig mögulegt að útskrifa fóik með formlega viðskiptafræðimenntun, sem Háskóla íslands var einum heimilt til skamms tíma að gera. Svonnefnt MBA-nám í viðskiptafræðum og stjórnun er jafnframt á dagskrá í allra næstu framtíð. 1 vetur munu á Bifröst verða alls 260 nemendur í staðnámi auk þess sem sjötíu eru í fjarnámi. Aðsókn að skólanum er mikil og mörgum umsækjendum um nám er hafnað. 500 manna samfélag „Hér í samfélaginu á Bifröst verða í vetur í kringum 500 manns, og eru þá inni í þeirri tölu nemendur, fjölskyld- ur þeirra, kennarar, annað starfsfólk og fleiri," segir Runólfur, sem segir að nýjar námsbrautir og ýmiss konar vaxtarbroddar í skólastarfinu sem verið sé að hlúa aö gefa fullt tilefni til þess að ætla að innan þriggja til fjög- urra ára verði íbúar í samfélaginu á Bifröst kannski um 800 talsins. Runólfur segir að sérstaða Við- skiptaháskólans á Bifröst sé tvímæla- laust sú að i kringum hann sé ákveð- ið samfélag. „Hér búa fimm hundruð manns og þörfum þess fólks verður að mæta. í nýju skóla- og þjónustubygg- ingunni sem við tökum í notkun um helgina verður til dæmis bankaútibú, kjörbúð og kaffihús. Fyrirlestrasaln- um nýja verður einnig hægt að breyta og efna þar til kvikmyndasýninga og tónleika. Hér hefur fólk allt til alls.“ Skólahúsið nýja á Bifröst er byggt af þeirri sjálfseignarstofnun sem stendur að rekstri skólans. Kostnaður á hvem fermetra er 170 til 180 þús. krónur og er það nokkru lægri kostn- aður en við byggingu sambærilegra mannvirkja í opinberri eigu. Hvað varðar nemendabústaðina þá eru það félagslegar leiguíbúðir sem íbúðalána- sjóður hefur lánað til. Segir Runólfur að strax á næstu mánuðum verði að fara í byggingu fleiri íbúða því í dag séu tugir nemenda og kennara sem ekki hafi húsnæði á staðnum og þurfi jafnvel að aka langan veg til náms eða starfa. Mikilvægt fyrir Borgarfjörð „Skólinn er að styrkja byggð hér og mannlíf afar mikið. Margir nemendur setjast að á Vesturlandi og fá þá í krafti mennntunar sinnar góð laun. Það er nokkuð sem landsbyggðin þarf á að halda. Sömuleiðis hafa kennarar hér við skólann verið að sinna fiöl- þættum rannsóknarverkefnum, sem meðal annars snúa að málefnum þessa svæðis. Ég held að enginn fari í grafgöt- ur um hvaða þýðingu skólinn á Bifröst hefur fyrir byggð og mannlíf í Borgar- firði og raunar mun víðar," sagði Run- ólfur Ágústsson að lokum. - sbs Solargangur o REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 20.55 20.40 Sólarupprás á morgun 06.03 05.48 Síödegisflóó 22.17 13.56 Árdegisflóð á morgun 10.00 02.50 Veðrið í kvöl Bjartviðri Norðlæg átt, 10 til 15 metrar á sek- úndu , en hægari sunnan- og aust- antil fram eftir degi. Bjart með köfl- um suðvestan- og sunnanlands, en annars rigning eða súld meö köfl- um. Léttir heldur til austanlands þegar líður á daginn. Skýjað með köflum Fremur hæg breytileg átt og bjart- viðri vestanlands á morgun, en skýj- að meö köflum og dálítil súld öðru hverju austantil. Veðrið næstu daga Laugardagur Sunnudagur Mánudagur w Hiti 7° H'iti 7° Hiti 5° til 16« til 16° til 14° Vindur 10-15 "’A Vlndun 13-23«"/* t Vindun 8-14 nV* 7» Rigning vestan- lands, en hæg- ari og þurrt aö kalla austantll fyrri part dags. Rlgning á sunnudag, vlöa 18 tll 23 metrar á sekúndu vestantil, en annars hægari. Skuraveöur og kófnar í veöri m/s Miklar kvartanir út af nýju sameiginlegu símakerfi Landspítalans: Það er ekkert að kerfinu sjálfu - segja fulltrúar spítalans en búist við vandamálum fram á vetur Landspítali - háskólasjúkrahús Margvíslegir hnökrar hafa komiö upp viö þaö aö skipta um símakerfi sem nú er sameiginlegt fyrir allar deildir spítalans. I sumar hefur verið unnið að því að taka upp nýtt og samræmt símakerfi hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Miklar kvartanir hafa borist vegna vandamála sem upp hafa komið í sumar, bæði vegna samskipta sjúk- linga, aðstandenda og starfsmanna um nýja kerfið. Þá datt símakerfið hreinlega út 2. ágúst sl. og var óvirkt í um fiórar klukkustundir með til- heyrandi truflunum á tölvukerfi spít- alans. Ingólfur Þórisson, framkvæmdar- stjóri skrifstofu, tækni og eigna hjá spítalanum, segir að ástæðan fyrir bil- un í byrjun ágúst hafi ekkert með nýja símakerfið að gera. Þar hafi ver- iö um bilun í gagnaflutningsneti spít- alans að ræða. Nýja símakerfið sem slikt virki hins vegar vel og mikil ánægja sé með það. Samskiptavandræði Skiptiborð sjúkrahússins er nú á einum stað og þar er svarað í nýja að- alnúmerinu 543-1000 fyrir allar deildir í öllum húsum spítalans. Á þá að gilda einu hvort það er í Fossvogi, á Hring- braut, Landakoti, Kleppi eða annars staðar. Síðan framkvæmdir hófust við uppsetningu nýja kerfisins hefur fólk hins vegar lent í margvíslegum vand- ræðum. Dæmi eru þó um að leita hafi þurft eftir upplýsingum um sjúklinga í gegnum lögregluna í Reykjavík vegna vandræða í samskiptum innan stofnunar. Þá munu starfsmenn oft á tíðum hafa þurft að treysta á notkun farsíma sem þó er bannað að nota inn- an veggja spítalans. Jón Baldvin Halldórsson upplýs- ingafulltrúi segist ekki telja að neitt sé að kerfinu sem slíku sem ættað er frá bandaríska framleiðandanum Cisco, en skiptiborðið er sænskt að uppruna. Hann segir þó mjög flókið að koma símakerfum spítalanna sam- an í eitt og menn hafi aldrei gert ráð fyrir að það gengi hnökralaust fyrir sig. Einhver vandamál ftam á vetur „Ég hef heyrt að það hafi orðið ein- hver vandræði, en það að skipta um stærsta símakerfi landsins með um 5000 símum er aðeins meira en að segja það og gríðarlega flókið. Ég held að það hafi ekki nokkur lifandi maður búist við að þetta myndi gerast þegj- andi og hljóðalaust. Mér kæmi ekki á óvart að einhver vandamál verði í kerfinu langt fram á vetur," segir Jón Baldvin Halldórsson. Símakerfi þetta byggir á IP-tölvu- tækni og Verslunarráð íslands gerði athugasemdir til Ríkiskaupa, fyrir hönd tilboðsgjafa í fyrra, um að slíkt kerfi væri tekið upp. Bent var á ýmsa tæknilega vankanta við rekstur tölvu- símakerfa í spítalaumhverfi. Ingólfur Þórisson segir góða reynslu af notkun IP-símakerfa víða um lönd. Lína.Net hafi verið með ódýrasta tilboðiö af þessum toga og samt það fullkomnasta. Landspítalinn kaupi ekki símakerfið, heldur borgi fyrir notkun og rekstur þess um 26 milljónir króna á ári. Önnur tilboð hafi verið frá þessu verði og upp í um 70 milljónir króna. Þar hafi ýmist ver- ið um að ræða gamaldags kerfi, blöndu af því og kerfum með IP-tækni og síðan hrein IP-kerfi. Bilanir á kostnað Línu.Nets Kostnaður vegna hugsanlegra bil- ana lendi alfarið á rekstraraðila kerf- isins. Þá segir Ingólfur að ef kerfið fari niður fyrir 99,997% öryggi í rekstri, þá greiði Lína.Net sektir vegna tafa sem kunna að verða. Vegna þessa sé í raun um að ræða þrjár símstöðvar sem taki hver við af annarri ef eitthvað bilar. „Þá spörum við okkur milljónatugi á því að þurfa ekki að setja upp sér- stakt stimpilklukkukerfi við hlið simakerfisins. Við erum að fá til okk- ar í heimsókn í september tæknimenn frá norskum spítölum. Þeir vilja kynna sér þetta þar sem mjög mikill áhugi er hjá þeim að taka þar upp sams konar kerfi," segir Ingólfur Þór- isson. -HKr. Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvlöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 Veðriö kl. 6 AKUREYRI rigning 9 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK rigning 8 EGILSSTAÐIR þokumóöa 8 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 9 KEFLAVÍK léttskýjað 9 RAUFARHÖFN rigning 8 REYKJAVÍK þoka 8 STÓRHÖFDI þoka 9 BERGEN rigning 16 HELSINKI léttskýjaö 16 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 18 ÓSLÓ þokumóöa 14 STOKKHÓLMUR 14 ÞÓRSHÖFN rigning 12 ÞRÁNDHEIMUR úrkoma í gr. 12 ALGARVE þokumóöa 19 AMSTERDAM þoka 15 BARCELONA léttskýjaö 18 BERLÍN þokumóða 19 CHICAGO léttskýjaö 19 DUBLIN súld 17 HALIFAX léttskýjaö 14 FRANKFURT þokumóöa 18 HAMBORG skýjaö 16 JAN MAYEN skýjað 6 LONDON mistur 15 LÚXEMBORG þokumóöa 17 MALLORCA léttskýjaö 16 MONTREAL 14 NARSSARSSUAQ alskýjaö 6 NEW YORK rigning 19 ORLANDO skýjaö 24 PARÍS þokmumóöa 17 VÍN skýjað 17 WASHINGTON rigning 14 WINNIPEG heiöskírt 16 imnMiujmi.iHii,',u:mi.iii:hMiiimi;ri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.