Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002 DV Fréttir Sameining Brúarskála og Staðarskála hefur verið rædd Halda ársfund á íslandi Merkjasöludagar Hjálpræðishers- ins hafnir Hinir árlegu merkjasöludagar Hjálpræðishersins á íslandi verða að þessu sinni frá fimmtudeginum 29. ágúst til laugardagsins 31. ágúst. „Merkjasala Hjálpræðishersins er þýöingarmikil fjáröflunarleið fyrir starf hans hér á landi. Tekjur af merkjasölunni eru notaöar til að fjármagna barna- og unglingastarf sem nú er að hefjast að afloknu sumarfríi,“ segir Knud Gamst, deildarstjóri Hjálpræðishersins. Merkið verður selt á götum Reykjavíkur og Akureyrar og einnig verður víða selt í húsum. Verðið er hið sama og undanfarin ár, kr. 200. „Það er okkar von að sem flestir kaupi sér merki og styrki þannig félags- og hjálparstarf Hjálpræðishersins," segir Knud. -ss Hörgárbyggð: Helga Arnheiður sveitarstjóri Nýr sveitarstjóri hefur verið ráð- inn í Hörgárbyggö. Helga Amheið- ur Erlingsdóttir, í Landamótaseli í Þingeyjarsveit, varð fyrir valinu en hún er fyrrum oddviti Ljósavatns- hrepps til margra ára og núverandi varaþingmaður Vinstri grænna. Ríflega 20 manns sóttu um og sagði Helgi Steinsson, oddviti Hörgárbyggð- ar, í samtali við DV í morgun að fjöldi umsækjenda hefði farið fram úr björt- ustu vonum en endurspeglaði þann áhuga sem menn sýndu sveitarstjóra- störfum þessa dagana. Helgi segir að einhugur hafi ríkt um ráðningu Helgu Arnheiðar og mikil ánægja sé með valið. „Hún hefur mikla reynslu af bókhaldi og öðru því sem við vorum að sækjast eftir.“ Hörgárbyggð er nýlegt sveitarfélag sem varð til um áramótin 2000-2001 við sameiningu Glæsibæjarhrepps, Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps. Ibú- ar eru tæplega 400 talsins. -BÞ Hundrað „nýlr“ bætast við. Séð yfir bílasafniö á Garösstööum viö ísafjaröardjúp. Nokkuö afbílum ergeymt inni. Garðsstaðir við ísafjarðardjúp: Hundrað bílar bætast við á túninu Fyrir ári birtist viðtal í DV við Þorbjörn Steingrimsson á Garð- sstöðum í Ögurvík við Ísaíjarðar- djúp og mynd af um 180 bílum sem hann á og er með á túninu heima hjá sér. Þessi grein í DV vakti at- hygli margra sem síðan hafa gert sér ferð til Þorbjamar til að skoða bílana sem eru í misjöfnu ástandi en er skipulega uppraðað á túninu. Þorbjörn hefur ekki slegið slöku við að safha því um eitt hundrað bílar hafa bæst við á árinu. Auk bílanna á hann mikið af varahlutum í alls konar bíla og segir að margir leiti til sín eftir varahlutmn. -JI Grænlenska sveitarfélagasam- bandið heldur ársfund sinn á ís- landi dagana 3. til 6. september nk. Fundurinn verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði. Jafnframt hefur Grænlandsnefnd Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sömu daga skipulagt ráðstefhu um sveitarfélög- in og atvinnulífið með þátttöku inn- lendra og erlendra fyrirlesara. Einnig gefst grænlensku þátttak- endunum tækifæri til að skoða all- mörg fyrirtæki og að ræða við full- trúa sveitarfélaga um hlutverk þeirra og reynslu af atvinnumálum. Á fundinum veröa fulltrúar firmnt- án af átján sveitarfélögunum í Grænlandi. -GG Kaupfélag Hrútfirð- inga hættir rekstri Hjörleifur Jakobsson Oliufélagið hf. tekur þessa dagana við rekstri veitingaskálans á Brú i Hrútafiröi af Kaupfélagi Hrútfirð- inga vegna ákaf- lega bágrar stöðu kaupfélagsins sem skulda mun um 600 milljónir króna. Sagðar eru fyrirhugaðar fleiri breytingar í kjölfarið, s.s. að ESSO leggi Brú- arskála og gömlu símstöðina á Brú inn i Staðarskála og sameini þannig veitingaskálana tvo í eitt félag. Við Staðarskála er selt bensín frá Skelj- ungi en ef af sameiningu verður mun ESSO taka þar við. Bent hefur verið á að þá muni Skeljungur horfa til þess að opna nýja greiðasölu á Gauksmýri. Kristinn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Staðarskála, neitar þessu, segir að þetta hafi ekki komið til umræðu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, segir að félagið hafi þegar tekið yfir rekstur Brúar- skála með kaupum á skálanum af Kaupfélagi Hrútfirðinga en sest verði yfir það á næstu vikum hvernig rekstrinum veröi hagað og hvort breytingar verði á hon- um. - Er fyrirhuguö sameining á Brúarskála og Staðarskála í kjöl- farið? „Við erum búnir að kaupa rekst- urinn í tengslum við íjárhagslega endurskipulagningu kaupfélagsins Þaö er oft mikii umferö um Brú, ekki síst aö vetrarlagi þegar allra veöra er von. og þurfum á næstu vikum að fara yfir málið en ég sé ekki fyrir mér nú að skálinn á Brú verði lagður niður. Við erum ekki að kaupa hann til að leggja hann niður. Brú- arskáli stendur vel við þjóðveginn og grípur bæði þá sem fara norður og vestur. Það er ekki markmið okkar að reka sjálfir skálann á Brú til lengri tíma litið, við rekum ein- göngu bensínstöðvar á höfuðborgar- svæðinu, annars staðar erum við yf- irleitt í samvinnu við heimamenn og munum ræða við ýmsa aðila á næstunni. Kaup okkar núna eru fyrst og fremst til að tryggja okkar hagsmuni, við vildum hafa okkar hluti á hreinu.“ segir Hjörleifur Jakobsson. Ragnar Pálmason, oddviti Bæjar- hrepps og bóndi á Kollsá II, segir að sem félagsmaður sé honum full- kunnugt um vandkvæði Kaupfélags Hrútfirðinga sem standi mjög illa en sveitarstjórn hafi ekki rætt um þá stöðu sem kynni að koma upp ef kaupfélagið hætti rekstri eða yrði gjaldþrota, hvað þá ef rekstri Brúar- skála yrði hætt. Það vinni margir í sveitarfélaginu á Brú og það yröi því alvarlegt áfall. Á Borðeyri rekur Kaupfélag Hrútfirðinga dagvöru- verslun og pakkhús með byggingar- vörur og landbúnaðarvörur og sam- starf er við aöila í Búðardal um þjónustu þar. Ragnar telur allar lík- ur á að breytingar verði á starfsemi kaupfélagsins á næstunni en ef verslun legðist af á svæðinu yrði gríðarlega langt í næstu verslun fyr- ir íbúana. Guðbrandur Ólafsson á Sólheim- um, varaformaður stjómar kaupfé- lagsins, vildi ekkert tjá sig um mál- ið. Karl Sigurgeirsson á Hvamms- tanga, sem sér um daglegan rekstur kaupfélagsins, segir að verið sé að leita að samstarfsaðilum að rekstr- inum. „Kaupfélag Hrútfirðinga er að selja reksturinn á Borðeyri og Brú- arskála auk gistihússins á Brú þar sem áður var símstöð. Olíufélagið yfirtekur reksturinn á Brú en Kaup- félag Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga reksturinn á Borð- eyri. Síðan mun kaupfélagið vinna úr sínum málum í framhaldi af því en ljóst er að það hættir rekstri en verður vonandi eignarhaldsfélag um ákveðnar eignir. Það er ekki stefnt i gjaldþrot en félagið er lítið í litlu samfélagi og við ráðum ekki við þetta umhverfi. Þessi endurskipulagning hefur staðið til í nokkur ár, fyrst með því að selja hluti félagsins í sláturhúsi og mjólkurstöð," segir Karl Sigur- geirsson. -GG Ny merki Til að panta skjámerki sendir þú skeytið: fokus logo númer. T.d.: fokus logo 1508, til að velja Police merkið, og sendir á þitt þjóustunúmer. 99 kr. stk. DOWNLOADING- UlhUS fllN'T NEED NO FUCKINC LOGO Ííiiiíái:iíliiilll 1301 1307 1314 rrWINNIE \ POOM!! 1302 OET UR DiFITY HANDS OFF MY PUONE!!!! 1310 S^Playenl 1501 THI55I0EUP 1303 1311 1507 'ftí CjfOT( HltlpEWEK 1304 1316 1508 lcpgiRL&^ SCHODL SUCHS UHMman 1305 1317 1509 Stjörnuspá Fáðu stjörnuspána þína beint í farsímann þinn. Ef þú ert t.d. fiskur sendirðu skeytið is fiskur. Á hverjum degi munum við senda þér stjörnuspá dagsins beint í farsímann þinn. Til að stöðva þjónustuna sendu is fiskur stoppa. Að móttaka hvert skilaboð kostar 49 kr. is Steingeit is Hrutur is Naut is Tviburi is Krabbi is Ljon is Meyja is Vog is Sporddreki is Bogamadur is Fiskur is Vatnsberi ■ kr./stk. Ljoskubrandari í simann þinn! Sendu SMS: Smart Joke, og fáöu sprenghlægilegan Ijóskubrandara fyrir aöeins 99 kr. Þú færð aldrei sama brandarann tvisvar. Eíngöngu fVr,r sin13 smant> srr>s Sendu skeytin á 1415 Tal eða 1848 Síminn eða Gluggi>Nýtt Íslandssími (ekkimerki). www.smartsms.com J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.