Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2002, Side 29
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2002
í
29
Ekki aðgerð hjá Keane
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri
Manchester United, segir að Roy Keane,
fyrirliði liðsins, þurfi ekki á uppskurði
að halda vegna hnémeiðsla sem hafa
verið að hrjá hann allt frá lokum síð-
asta tímabils. Engu að síður gætu
meiðslin haft áhrif á getu leikmannsins
þegar tekur að líða á tímabilið og
leikimir fara að verða fleiri með minni
hvíld á milli.
Þetta eru gleðitíðindi fyrir United þar
sem margir lykilmenn eiga við meiðsl
að stríða, nú síðast Paul Scholes sem
snéri á sér ökklann í sigurleiknum gegn
Zalagerszeg í vikunni, og verður hann
frá I tvær vikur hið minnsta. -vig
Paö eru ekki allir |
jafn velkomnir i |
fööurlegan
landsliösfaðm Atla
Eövaldssonar I
landsliösþjálfara ef
marka má val hans
á landsliöshópn-
um i undanförnum
tveimur vináttu-
landsleikjum.
DV-mynd E. Ól
HM í körfuknattleik hefst í kvöld:
Bandaríkjamenn
sigurstranglegastir
- þurfa þó að vara sig á liði Júgóslava
Heimsmeistaramótiö I körfu-
knattleik hefst í kvöld í Indiana-
polis í Bandaríkjunum.
Flestir búast við því aö Banda-
ríkjamenn, sem eru í riðli meö Al-
sir, Kína og Þýskalandi, fari með
sigur af hólmi en þeir hafa harma
að hefna eftir að hafa aðeins náð
þriðja sætinu í Aþenu í Grikk-
landi fyrir tveimur árum. Þeir
stilla upp sterku liði þar sem leik-
menn eins og Elton Brand hjá Los
Angeles Clippers, Reggie Miller
hjá Indiana Pacers og Michael
Finley hjá Dallas Mavericks leika,
og ætla sér að sjálfsögðu sigur.
Þeir skulu þó vara sig á Júgó-
slövum sem hafa titil að verja.
Júgóslavar, sem eru í riðli með
Angóla, Spáni og Kanada, eiga
flmm leikmenn í NBA-deiIdinni,
miðherjann Vlade Divac og fram-
herjann frábæra Predrag Stoja-
kovic, sem leika báðir með Sacra-
mento Kings, miðherjann Predrag
Drobnjak og framherjann Vlad
Radmanovic sem leika báðir með
Seattle Supersonics og bakvörðinn
Marko Jaric sem leikur með Los
Angeles Clippers.
Meðal annarra leikmanna í
NBA-deildinni sem verða í sviðs-
ljósinu í mótinu eru Þjóðverjinn
magnaði Dirk Nowitzki, sem leik-
ur með Dallas Mavericks, hinn
risavaxni Kínverji Yao Ming, sem
valinn var fyrstur af Houston
Rockets í nýliðavalinu í sumar,
Spánverjinn Pau Gasol, sem lék
mjög vel á fyrsta tímabili sínu
með Memphis Grizzlies í fyrra og
Rússinn Andrei Kirilenko hjá
Utah Jazz. Það má því búast við
spennandi móti. -ósk
*
Brenndar bryr
- eiga ákveðnir leikmenn ekki afturkvæmt í landsliðið undir stjórn^Atla?
Þvi er ekki að neita að það læðist
að manni sá grunur að ákveðnir ís-
lenskir knattspyrnumenn eigi ekki
afturkvæmt í landsliðið undir stjóm
Atla Eðvaldssonar miðað við lands-
liðshópana sem Atli hefúr valið í
tveimur síðustu leikjum.
Atli hefur gengið framhjá leik-
mönnum eins og Tryggva Guðmunds-
syni, Þórði Guðjónssyni og Amari
Grétarssyni að ógleymdum Guðna
Bergssyni og svo virðist sem þessir
menn, sem þó allir standa sig með
sóma í sínum félagsliðum, séu ekki
hátt skrifaðir hjá landsliðsþjálfaran-
um.
Umræðan hefur verið mikil undan-
farið ár, sérstaklega um Guðna Bergs-
son og síðan Tryggva Guðmundsson
og Þórð Guðjónsson og henni hefúr
eiginlega aldrei linnt. Sá sem á
stærstu sökina á því er landsliðsþjálf-
arinn sjálfur sem hefur aldrei haft
kjark til að segja sína skoðun heldur
farið eins og köttur í kringum heitan
graut og gefið loðin svör sem enginn
hefur trúað.
Atli gæti verið búinn að loka þess-
ari umræðu í eitt skipti fyrir öll með
því að vera hreinskilinn.
Sannleikurinn sagna bestur
Hver er ástæða þess að hann velur
ekki Tryggva Guðmundsson, marka-
hæsta leikmanninn i norsku úrvals-
deildinni, í tvo
vináttulandsleiki
sem eiga að vera
undirbúningur
fyrir alvöruleiki
haustsins?
Er það af því
að það er svo
mikið álag á
Tryggva og hann
vill hvíla hann?
Er það af því að
hann veit hvað Tryggvi getur og því
þarf hann ekki að spila neina lands-
leiki? Er það af því að honum fmnst
Tryggvi ekki vera nógu góður til að
spila með landsliðinu? Eða er það
vegna þess að Tryggvi er fljótfær og á
það til að missa út úr sér ummæli í
blöðum sem hefðu sennilega betur
verið ósögð?
Atli gefur þá skýringu að hann
þurfi ekki að skoða Tryggva. Trúir
þessu einhver? Atli þarf að segja það
sem honum býr í brjósti og þegar
hann gerir það mun hann njóta meiri
virðingar jafnvel þótt menn séu ekki
sammála honum.
Annað mál er
Þórður Guð-
jónsson. Þórður
var lykilmaður
í landsliði föður
síns Guðjóns en
eftir að Atli Eð-
valdsson tók
við fjaraði fljótt
og örugglega
undan lands-
liðsferli Þórðar.
Það var reyndar í takt við erflðleika
hans með félagsliðum sínum en það
hlýtur að vera með ólíkindum að leik-
maður, sem er að spila frábærlega í
nýrri stöðu hjá efsta liðinu í þýsku 1.
deildinni, skuli ekki vera inni í mynd-
inni hjá þjálfara íslenska landsliðsins.
Það að segja að hann sé að koma
sér fyrir og ná áttum eftir tveggja ára
bekkjarsetu á Spáni og í Englandi og
því eigi að gefa honum frið til koma
sér í gang er bamalegt og með ólík-
indum léleg afsökun. Þórður ætti að
þola þriggja daga ferðalag á milli
Þýskalands og íslands án þess að líf
hans raskaðist mikið. Það hlýtur að
búa meira að baki þessari ákvörðun
Atla að velja hann ekki í þessa tvo
vináttulandsleiki þar sem það hefði
verið kjörið að skoða leikmann, sem
Atli þekkir ekki í þeirri nýju stöðu
sem hann er að spila. Telur Atli
landsliðið betra statt án Þórðar en
með hann innanborðs? Er Þórður
ekki nægilega góður leikmaður í aug-
um Atla eða er hann lélegur karakter
eftir að hann lét í ljós vonbrigði sín
með lítinn spilatíma hjá landsliðinu í
fjölmiðlum?
1 dag höfum við ekki pláss fyrir
markahæsta leikmanninn í Noregi,
fyrirliða liðs í ensku úrvalsdeildinni
og varnartengilið, sem jafnframt er
einn besti leikmaðurinn í efsta liðinu
í þýsku 1. deildinni, í landsliðinu okk-
ar. Ég fagna því og segi: Rosalega
hlýtur landsliðið að vera gott. -ósk
HMlMITiTn
Ekkert verður af fyrirhuguðum
kaupum Newcastle á ástralska væng-
manninum hjá Feyenoord, Brett Em-
erton. Newcastle buðu átta milljónir
punda en Feyenoord vildu fá níu
milljónir og eru forráðamenn New-
castle ekki reiðubúnir að reiða fram
svo háa fjárhæð.
Finnski landsliósframherjinn hjá
Liverpool, Jari Litmanen, mun ekki
ganga til liðs við Galatatasary, að
sögn umboðsmanns leikmannsins.
Litmanen, sem hefur aðeins fengið
örfá tækifæri hjá Liverpool síðan
hann gekk til liðs við félagið, ætlar að
halda áfram aö berjast fyrir sæti sinu
í liðinu.
David Thompson, sem er til mála
hjá enska 1. deildar félaginu
Coventry, er á leiö til Blackburn.
Thompson á aðeins eftir að skrifa
undir samning en kaupverðiö er
rúmar 300 milljónir króna.
Fyrrverandi leikmaður Tottenham,
Chris Armstrong, mun að öllum lík-
indum ganga til liðs við Guóna
Bergsson og félaga í Bolton áður en
frestur til félagaskipta í Englandi
rennur út þann 31. ágúst.
„Hann er fœddur markaskorari og
verður án efa mikilvægur hluti af
hópnum um leið og hann hefur kom-
ið sér í form. Það var nauðsynlegt að
styrkja hópinn fyrir baráttuna sem
fram undan er,“ segir Sam Allar-
dyce, framkvæmdastjóri Bolton, um
Armstrong sem hefur þegar staðist
læknisskoðun hjá félaginu og á að-
eins eftir aö semja um kaup og kjör
við liðið.
Frakkinn Oliver Panis mun keyra
fyrir lið Toyota næstu tvö keppnis-
tímabil í formúlu 1 kappakstrinum.
Mika Salo og Allen McNish, sem
voru ökumenn liðsins í ár, verða
hvorugur með á næsta ári en þeim
hefm- ekki gengiö vel í ár.
Talsmenn Toyota hafa ekki gefið
upp hver hinn ökumaður liðsins
verði en líklegast er talið að hinn
brasilíski Cristiano da Matta,
fremsti kart-ökumaðurinn í heimin-
um í dag, verði fyrir valinu hjá jap-
anska keppnisliöinu sem ætlar sér
stóra hluti á komandi timabili. -vig
Hermann leggur skóna á hilluna
- hættur vegna þrálátra bakmeiðsla eftir farsælan feril
Hermann Hauksson, sem hefur ver-
ið einn af bestu körfúknattleiksmönn-
um landsins síöustu ár, hefúr lagt
skóna á hilluna og er orðinn aðstoðar-
þjálfari hjá meistaraflokki KR. Her-
mann á glæsilegan feril að baki en
hann lék lengst af með KR, fyrir utan
tvö ár með Njarðvík og eitt sem at-
vinnumaöur í Belgíu. Hermann var
valinn besti leikmaður íslandsmóts-
ins 1996 og á fjöldann allan af lands-
leikjum að baki.
Hermann hefur átt við bakmeiðsli í
mörg ár en í október sl. kom í ljós að
hann var með ónýtan liðþófa á milli
hryggjarliða og því lék Her-
mann aðeins einn leik á síð-
asta tímabili. Hann segist
sjáifur vera búinn að sætta
sig við það að vera búinn að
leika sinn síðasta leik.
„Ég get ekkert beitt mér
lengur í körfunni þannig að
ég verð að hætta. Maður hef-
ur lítið að gera í efstu deild
þegar maður getur ekki
hoppað lengur eða reynt eitthvað á
sig. Læknamir vilja ekki skera þar
sem liöþófmn er svo nálægt mænunni
og mikið af taugum í kringum hann.
Hermann Hauksson.
Ég var búinn að glíma við
bakmeiðsli í mörg ár eða
síðan 1994 en alltaf geta ver-
ið i boltanum með því að
vera í stanslausri sjúkra-
þjálfun en núna verð ég ein-
faldlega að hætta. Ég var bú-
inn að fara til margra lækna
og allir voru með mismun-
andi skýringar á þessum
meiðslum minum þannig að
ég var aldrei viss hvað þetta væri ná-
kvæmlega. Ég er fínn dags daglega en
karfan er ekki lengur á dagskrá.
Ég kannski held mér við með
bumbunni hjá KR bara svona til að
leika mér. Ég er alveg búinn að sætta
mig við þetta núna en gerði það ekki
í fyrstu. Ég er búinn að eiga ágætis
feril þar sem ég hef spilað með góðum
liöum og prófað ýmislegt."
En hvernig líst honum á aö vera að-
stoöarþjálfari í meistaraflokki?
„Þaö er gaman að það skuli hafa
verið leitað til manns. Ég er reyndar
ekki að stefna á neinn þjálfaraferil
heldur bara vera enn viðloðinn liðið í
stað þess að kúpla mig alveg út úr
þessu,“ sagði Hermann að lokum.
-Ben