Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 1
i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i DAGBLAÐIÐ VÍSIR________________________205. TBL. - 92. ÁRG. - MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002___VERD I LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Ólga meðal kennara í Áslandsskóla í Hafnarfirði: Ganga út hætti Sunita ekki - segja skipulagsleysi og óeðlilega afskiptasemi einkennandi Ólga er meðal kennara í Áslands- skóla 1 Hafnaríirði og ljóst er að þar kemur til uppgjörs á næstu dögum. Ástæðan eru samskiptaörðugleikar við Sunitu Gandhi, framkvæmda- stjóra skólans. Munu kennarar nú í byrjun vikunnar kynna kröfur sín- ar, sem eru þær að Sunita víki frá skólanum. Gangi það ekki eftir ætla þeir velflestir að segja upp störfum. Kennaramir sátu fyrir helgina á fundi með forystumönnum Kenn- arasambands íslands þar sem farið Ingibjörg enn undir feldi: Getur haft slæm áhrif 7 segir Steingrímur „Ég vil ekki gera of mikið úr eða oftúlka styrk ein- staka stjórnmála- manna, jafnvel þótt öflugir séu. Áhrifln eru ekki öll í eina áttina og ég vil að menn horfi fyrst og fremst til málefn- anna. Innkoma Ingibjargar Sól- rúnar í landsmálin getur lika haft þveröfug áhrif á að hér verði mynduð vinstri stjóm eftir næstu kosningar ef hún yfirgefur borgar- málin i illu við hina flokkana sem standa að Reykjavikurlistanum," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Hann staðfestir að hafa um helgina fundað með borgarstjóra, sem nú liggur undir feldi og íhug- ar sína stöðu eftir að skoðana- könnun leiddi það í ljós að fylgi Samfylkingarinnar í næstu kosn- ingum ykist nokkuð byði hún sig þá fram. Hafa raunar ýmsir fleiri sett sig í samband við borgar- stjóra og rætt við hana um ýmsa fleti á hennar pólitísku framtíð, það er hvort hún fari í landsmálin eða sitji áfram í Ráðhúsinu. Heim- ildarmenn DV á vinstri væng stjórnmálanna töldu hins vegar flestir hverjir líklegast að Ingi- björg Sólrún færi hvergi. Ekki náðist í Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur í gærkvöld vegna þessa, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. -sbs var yflr helstu atriðin í málinu og lúta þau í stórum dráttum að því að samskipti kennara og Sunitu ganga ekki fyrir sig ágreiningslaust. I ein- hverjum tilvikum er ljóst að kjara- samningar eru brotnir, að sögn Ei- riks Jónssonar, formanns KÍ. Samkvæmt heimildum DV eru kennarar ósáttir við að sérstök skólanámskrá sé ekki til staðar, þeir þurfi sjálfir að gera stunda- skrár og þá fengu skólaliðar laun sín ekki greidd um síðustu mánaða- mót. Þrír þeirra hafa þegar gengið út. Kennurum þykir jafnframt sem algjört skipulagsleysi ríki í skólan- um og því valdi óeðlileg afskipta- semi Sunitu. Telja þeir að grunn- skólalög séu í sumum tilvikum brot- in, til dæmis þar sem engin sér- kennsla sé við skólann. „Við göngum út ef Sunita fer ekki. Það er alveg klárt,“ sagði einn kennaranna i samtali við DV í gær- kvöld. Fimmtán kennarar eru við skólann og ellefu þeirra ætla að hætta nái kröfur þeirra ekki í gegn. Heimildir blaðsins herma enn frem- ur að kennararnir séu ósáttir við að skólastjórinn megi ekki funda með þeim nema Sunita sé þar einnig við- stödd. „Kennarar ætla hér að mæta til fundar með mér eftir helgina, ég veit ekki hvert tilefni fundarins er,“ sagði Skarphéðinn Gunnarsson, skólastjóri - sem reyndar þvertók fyrir að nokkur ólga væri í skólan- um. Kennarar líta sumir hverjir hins vegar svo á að hann geti ekki sinnt starfi sínu vegna óeðlilegra af- skipta Sunitu Gandhi. Lúðvik Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kvaðst í samtali við DV hafa frétt af þeirri ólgu sem nú er í skólanum en ekki haft afskipti af málinu enn sem komið væri. Áslandsskóli er rekinn af ís- lensku menntasamtökunum sem á sínum tíma tóku að sér skólastarf í kjölfar útboðs. Skólahúsiö sjálft er byggt i einkaframkvæmd. Lengi hafa verið væringar um þær leiðir sem þama eru farnar í skólastarfi - og Samfylkingin, sem í vor náði meirihluta í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar, hefur boðað að samningur- inn við íslensku menntasamtökin verði endurskoðaður. Ekki náðist í Sunitu Gandhi í gærkvöld. -sbs Islendingur kominn heim lC m - ■ j \ J Allt að tuttugu og fimm þúsund manns fylgdust með víkingaskipinu íslendingi sigla upp að Ijósum prýddu Berginu í Keflavík á laugardagskvöld en það atriðið var einn af hápunktum Ljósanætur í Reykjanesbæ. Hér eru þeir HalldórÁs- grímsson utanríkisráðherra, Sturla Böövarsson samgönguráðherra, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Gunnar Marel skipstjóri komnir um borð. Meira um Ljósanótt á bls. 36. VALUR UPP, ÍR NIÐUR: Valsmenn héldu upp á bikarafhend- inguna með 5-1 sigri á ÍR LEIKLISTARGAGNRÝNI OG FRUMSÝNING: Beyglurnar slógu í gegn 13 og 36 BÍLASPRAUTUN OG RÉTTINGAR ^ AUÐUNS jm Nýbýlavegi 10 og 32 200 Kópavogi S: 554 2510 Bílaréttingar Bílamálun ÁUKARAF Skeifan 4 Sími 585 0000 www.aukaraf.is Hand- talstöðvar Bíla og báta talstöövar Bíla- hljómtæki Fjarstýringar Radarvarar Geislaspilarar 12- Þjófavarnir lausnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.