Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Side 2
2 MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Halldór vill forsætisráðuneytið: Eðlilegur metnaður - segir Árni Mathiesen „Það hvernig Halldór Ásgrímsson myndi spjara sig sem forsætisráð- herra ræðst auðvitað alveg af því hvaða flokkar yrðu með honum í ríkisstjórn," sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í samtali við DV. Eins og fram kom í DV um helgina lýsti Halldór því yfir á fundi með innsta kjarna Fram- sóknarflokksins á Selfossi sl. föstu- dag að framsóknarmönnum væri mikið í mun að leiða næstu ríkis- stjóm sem hann myndi þá leiða. Kjósendur ættu þó lokaorðið og málefnin réðu við stjórnar- myndun. Árni M. Mathiesen segir að draumsýn um forsætisráðherra- stól hljóti hjá Halldóri Ás- grímssyni ... að Halidór Ásgríms- vera ofur eðlileg- son. ur metnaður hjá stjórnmálamanni og sanngjörn krafa stjórnmálaflokks að vilja leiða ríkisstjóm," seg- ir Árni. Hann tel- ur þetta á engan hátt loka fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf Framsóknar- flokks og Sjálf- stæðisflokks, sem nú hefur staðið í tvö kjörtímabil. Frekar megi ætla að yfirlýsing Halldórs nú sé í ein- hverju samhengi við vangaveltur um hugsanlega innkomu Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur á sviö landsmálanna. Vilji Halldór þá i þeirri umræðu hafa áður merkt sér stól forsætisráðherra. „Þó vil ég ævinlega forðast allar samsæriskenningar. Þær eru yfir- leitt miklu fleiri en samsærin sjálf,“ segir Árni, sem kveðst telja litlar líkur á að vinstri stjóm verði mynd- uð eftir næstu kosningar. Skoðana- kannanir bendi ekki til að slíkt sé gerlegt. -sbs Árni M. Mathiesen. Nóg af kartöflum „Meðan tíðin er svona er bjart yflr okkur,“ sagði Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Skarði í Þykkvabæ, við DV í gær en þar, eins og annars staðar á landinu, er kartöfluupptaka komin á fullt. Sigurbjartur telur uppskeruhorf- ur bærilegar þótt sprettan sé síðri en í fyrra enda hafi það ár verið með ein- dæmum gott. „Það stefnir í meðalár,“ sagði hann og bætti við að garðamir hefðu verið blautir og erfiðir yfirferðar í síðustu viku en eftir þurrviðrið um helgina horfði allt til betri vegar. „Ég býst við að nóg verði til af kart- öflum," sagði Ægir Jóhannsson á Grenivík og var ánægður með að Norðurland hefði sloppið við nætur- frost. í Homafirði sagði Hjalti Egilsson á Seljavöllum: „Hér er uppskeran með besta móti, stefnir í toppár." Sigurbjartur og Hjalti vom sam- mála um að lenging skólaársins væri fremur bagaleg fyrir kartöflubændur því þar misstu þeir dýrmætan vinnu- kraft inn í skólastofurnar. -Gun. Valt undir Ingólfsfjalli Bíll fór út af veginum og valt ofan í skurö á þjóöveginum ofan viö Selfoss undir Ingólfsfjalli í gærdag. Tveir farþegar voru í bílnum. Báöir voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Læknir á slysadeildinni sagöi í gærkvöld aö meiösli þeirra sem lentu í slysinu væru minni háttar, annar væri útskrifaöur og hinn væri í skoöun en líklega yröi hann útskrifaöur aö henni lokinni. Aö sögn lögreglunnar á Selfossi í gær var ekki búiö aö komast aö því hvaö olli slysinu. Yfirlýsing Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs Group ehf.: Segir Jón Sullenberger hafa blekkt lögregluna - og hafa haft í hótunum um að skaða sig og fyrirtækið „Allar greiðslur Baugs Group hf. til Nordica Inc. vom samkvæmt reikn- ingum útgefnum af Nordica Inc. sem er alfarið í eigu og stjómað af Jóni Gerald Sullenberger. Þessar greiðslur, sem samtals hljóðuðu upp á 491.000 bandaríkjadali og náðu yfir tveggja og hálfs árs tímabil, runnu til uppbygg- ingar á starfsemi Nordica Inc. Enda var það mat forsvarsmanna Baugs Group hf. á þeim tíma að samstarf fyr- irtækjanna yrði til hagsbóta fyrir Baug Group hf. Þessum viðskiptum var slitið um leið og í ljós kom að frammistaða Nordica Inc. stóð ekki undir væntingum. Þar sem skjótt var bmgðist við varð fjárhagslegur skaði Baugs Group hf. vegna þessara við- skipta óverulegur," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjómarformaður Baugs Group, i yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöld vegna að- gerða embættis Ríkislögreglustjóra gagnvart fyrirtækinu. Jón Ásgeir segir jafnframt að Baug- ur Group hf. tengist á engan hátt skemmtibátnum Thee Viking. Hann sé í eigu félags Jóns Geralds, New Viking. Fjárfestingarfélagið Gaumur lánaði Jóni Gerald 38 milljónir króna vegna kaupa á þessum bát, én hefúr enn ekki fengið afsal fyrir hlut í New Viking eins og ráðgert var, né fengið fullnægjandi tryggingar fyrir láninu þótt eftir þessu hafl ítrekað verið leit- að. Skuld Jóns Gerald við Gaum er skráð í bókhaldi félagsins og hafa end- urskoðendur þess staðfest það við embætti Ríkislögreglustjóra, segir Jón Ásgeir. í yflrlýsingunni segir að Jón Ger- ald hafl tjáð lögregluyfirvöldum að Baugur Group hf. hafi gjaldfært reikning upp á $ 589.000 í bókhaldi fé- lagsins til hagsbóta fyrir yfirstjórn- endur þess. Hið rétta sé hins vegar að umræddur reikningur sé kreditreikn- ingur og því færður til tekna hjá fyr- irtækinu. Þetta hafi lögregluyfirvöld staðfest við málflutning hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur. Haft í hótunum „Einsýnt er að Jón Gerald Sullen- berger hefur vísvitandi blekkt lög- regluyfirvöld í því skyni að hefja op- inbera rannsókn vegna málsins," seg- ir í yfirlýsingunni. „Eins og sjá má af ofansögðu urðu viðskipti félaga, sem ég er í forsvari fýrir, við Jón Gerald Sullenberger ekki með þeim hætti sem að var stefnt. Traust er undirstaða í ölium viðskiptum og ég gat ekki lengur treyst Jóni Gerald. Viðbrögð hans við því að Baugur Group hf. hætti við- skiptum við Nordica Inc. hefur styrkt þetta mat mitt enn frekar. Jón Gerald hefur í samtölum við bæði ættingja mína og starfsfólk þeirra félaga, sem ég veiti forstöðu, haft í hótunum um að skaða bæði þessi félög og mig per- sónulega. Hann hefur sömuleiðis reynt að koma sögusögnum um við- skipti okkar á framfæri við fjölmiðla á íslandi en ekki haft erindi sem erf- iði. Baugur Group hf„ stjómendur þess, lögmenn og endurskoðendur, hefðu með einföldum hætti getað hrakið ávirðingar Jóns Gerald ef emb- ætti Ríkislögreglustjóra heföi viljað kanna sannleiksgildi þeirra. í stað þess að leita skýringa ruddist flokkur lögreglumanna í höfúðstöðvar Baugs Group hf„ lagði hald á bókhaldsgögn og færði stjómendur fyrirtækisins til yfirheyrslu." Hagsmunum ógnað Loks segir i yfirlýsingunni: „í ljósi þess að Baugur er enn eitt islenska fyrirtækið á síðustu tólf mánuðum sem verður fyrir sambærilegri aðför ríkisvaldsins ættum við hjá Baugi Group hf. ef til vill að láta þetta yfir okkur ganga þegjandi og hijóðalaust. En einmitt sökum þess hversu algengt þetta er orðið er ástæða til að mót- mæla. Hjá Baugi Group hf. starfa um 4.000 manns. Félagið veltir um 50 milljörðum króna. Um tvö þúsund ís- lendingar eiga hlut í félaginu. Baugur Group hf. er mikilvægur þáttur 1 ís- lensku samfélagi. Það er því óásættan- legt að embætti Ríkislögreglustjóra, sem starfar í umboði okkar allra, skuli í skjóli rakalausra fullyrðinga Jóns Gerald Sullenberger setja í hættu hagsmuni starfsmanna, hlut- hafa og viðskiptavina Baugs Group hf.,“ segir Jón Ásgeir. -Ótt Gengur á bak orða sinna Halldór Ásgríms- son, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði í fréttum Stöðv- ar 2 að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borg- arstjóri væri að ganga á bak orða sinna ef hún gæfi kost á sér í forystusæti fyrir Samfylk- inguna í alþingiskosningum næsta vor. Fyrstu með MBA Háskólinn í Reykjavik hefur útskrif- að fyrstu nemendur sína með alþjóð- legt MBA-próf (GEM), en 31 nemandi HR tók þátt í útskriftarathöfn í EGA- DE-viðskiptaháskólanum í Monterrey í Mexíkó. Mbl. sagði frá. Náttúrufræðihús Brátt sér fyrir endann á fram- kvæmdum við Náttúrufræðihúsið í Vatnsmýrinni í Reykjavík, en fyrsta skóflustungan var tekin sumarið 1996. Stefht er að því að húsið verði opnað haustið 2003. Mbl. sagði frá. Hlaut vísindverðlaun Bergljót Halldórsdóttir meinatæknir hlaut vísindaverðlaun Alþjóðasamtaka meinatækna á alþjóðamóti meina- tækna sem haldið var í Orlando i Bandaríkjunum. Mbl. sagði frá. Vill 1. sætið Magnús Stefánsson alþingismaður gefúr kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi í komandi alþingiskosningum. Davíð hjá Berlusconi Davíð Oddsson for- sætisráðherra átti á föstudag fund með Silvio Berlusconi, forsætisráðherra ítal- íu, í Róm. Þá hélt iiann til Sardiníu þar sem hann dvelur í einkaheimsókn hjá ítalska forsætisráðherranum. Með því er endurgoldin heimsókn Berlusconis til Islands síðastliðið vor. í dag heldur Davíð Oddsson til Róm- ar á ný. Á morgun mun hann flytja er- indi á hádegisverðarfundi íslensk- ítalska verslunarráðsins. Léleg veiði Laxveiði í Rangánum á Suðurlandi er ekki nema tæpur þriðjungur í sum- ar af því sem var í fýrra. Sala jókst Heildarsala á krabbameinslyfjum flórfaldaðist í krónum talið frá 1996 til 2001. Gert er ráð fýrir að kostnaður hins opinbera hafi aukist í réttu hlut- falli við aukna sölu. Vika símenntunar Menntamálaráðherra ýtti Viku sí- menntunar úr vör á Hofsósi i Skaga- firði í gær. Yfirskrift vikunnar er Sí- menntun í atvinnulifinu og verður sér- stök áhersla lögð á að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að afla sér þekk- ingar allt lífið. Hrifinn af kvótakerfi Will Hogarth, aðstoðarfiskimála- stjóri Bandaríkjanna, telur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hafa reynst vel og vill hann beita sér fýrir því að sams konar kerfi verði tekið upp í Bandaríkjunum. -hlh RÖGUM Á MDRGUN Fáöu þér miða! síma 800 6611 eða á hhl.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.