Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Page 4
Fréttir MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 DV Þáttur Magnúsar Leópoldssonar í rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins: Rannsókn Láru V. er langt komin - ýmsir nýir hlutir komnir fram í dagsljósið „Ég tel mig vera langt komna,“ sagði Lára V. Júlíus- dóttir, sem dóms- málaráðherra skipaði á síðasta ári sem sérstak- an saksóknara. Henni var falið að rannsaka með hvaða hætti Magnús Leópoldsson tengdist rann- sókninni í Guðmundar- og Geir- finnsmálinu og var í réttarstöðu grunaðs manns þegar lögreglan rannsakaði málið. Hann sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði. Samkvæmt heimildum DV hefur rannsóknin skýrt ýmislegt og leitt í ljós hluti sem ekki hafa komið fram í dagsljósið áður. Lára vildi hins vegar ekkert tjá sig um rannsókn- ina. Hún býst við að skila málinu af sér í haust en hún fékk það í hendur í júní á síðasta ári. Ríkissaksóknari hafði áður hafn- að kröfu lögmanns Magnúsar um að taka mál hans upp sérstaklega. Alþingi gerði tvisvar breytingu á lögum um meðferð opinberra mála áður en ráðherra notaði heimild í lögum til að skipa Láru. Heimildin kvaö á um að taka mætti mál sem þetta upp þótt ætla megi að refs- ingu verði ekki við komið. Einnig var það ákvæði sett í lögin að sá sem á hagsmuna að gæta - Magnús í þessu tilviki - geti kært ákvörðun ríkissaksóknara til dómsmálaráð- herra hafi embættið hafnað beiðni hans. Synjun ríkissaksóknara var því kærð á fyrri hluta siðasta árs og Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra skipaði Láru til að verða sérstakur saksóknari. Hún er nú komin með það á lokastig að rann- saka hvers vegna Magnús blandað- ist í málið og hvers vegna honum var ekki sleppt fyrr úr gæsluvarð- haldi en raun bar vitni. Rétt er að geta þess að rannsókn- in beinist ekki að refsiábyrgð þeirra sem komu að rannsókn Guð- mundar- og Geirfinnsmálsins. -Ótt Lára V. Júlíusdóttir. Biskup íslands: Vígöi þrjú til þjónustu Við messu í Dómkirkjunni í gær- dag vígði biskupinn yfir íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, þrjá guðfræðinga til þjónustu og fara þeir til starfa sem prestar á næstu vikum. Þetta eru þau sr. Helga Hel- ena Sturlaugsdóttir sem verður sóknarprestur næsta árið í Grund- arfirði, sr. Fjölnir Ásbjömsson mun til jafnlengdar að ári þjóna Sauöár- krókssókn og Þorvaldur Víðisson verður prestur í Vestmannaeyjum. „Biskupinn sagði í ræðu dagsins að við skyldum mæta viðfangsefn- um okkar alls áhyggjulaus og vera glöð i bragði. Það ætti lika að vera auðvelt því við erum með fagnaðar- erindið í farteskinu," sagði Þorvald- ur Víöisson, verðandi Vestmanna- eyjaprestur, í samtali við DV. Hann sagði starfið leggjast vel í sig, en síð- asta árið hefur hann verið æsku- lýðsfulltrúi við Dómkirkjuna í Reykjavík - og þvi ekki með öllu ókunnugur störfum sem verkamað- ur á vínakri drottins. -sbs DVWYND JOKULL I Dómkirkjunni Karl Sigurbjörnsson biskup í Dómkirkjunni ígær eftir vígsluathöfn. Honum á vinstri hönd er sr. Helga Helena Stur- laugsdóttir en síöan þeir Fjölnir Ásbjörnsson og iengst til hægri Þorvaldur Víöisson. Fullt út úr dyrum þegar íslensku sjávarútvegssýningunni lauk: Skipstjóri Hólmaborg- ar fiskimaður ársins MYNDTXT: DVWYNDIR SJO Flskimaður árslns Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri Hóimaborgar, tekur viö verölaunum sínum sem fiskimaöur ársins, en skip hans aflaöi 8.400 tonna á árinu. Honum á vinstri hönd er Guöjón Einarsson, ritstjóri Fiskifrétta, sem afhenti verölaunin, og hægra megin Gísli Marteinn Baldursson, sem var kynnir. íslensku sjávarútvegssýningunni 2002 lauk á laugardaginn og var fuEt út úr dyrum á sýningarsvæðinu þegar henni lauk. Þátt tóku um 800 sýnendur frá 30 þjóðlöndum. Góður rómur var gerður að sýningunni. Á fostudagskvöld voru íslensku sjávarútvegsverðlaunin afhent en alls var um 14 verðlaun að ræða í tveimur flokkum. M.a. má nefha að hátæknifýr- irtækið Marel hlaut verðlaunin fyrir bestu nýju framleiðsluvöruna, Skelj- ungur hlaut verðlaun fyrir besta sýn- ingarbásinn, Færeyingar fyrir besta hópsýningarbásinn en Danir fyrir framúrskarandi starf að markaðsmál- um. Samherji hlaut verðlaun sem framúrskarandi útgerð og bar þar hærri hlut gegn útgerðarfýrirtækjun- um Gjögri og Vísi, en í öllum flokkum komu fram þrjár tilnefningar. Útgerö- arfélag Akureyringa hlaut verðlaun sem framúrskarandi fiskvinnsla. Skag- inn hf. á Akranesi hlaut verðlaun sem framúrskarandi íslenskur framleið- andi á sviði fiskvinnslubúnaðar. Skag- inn hefur þróað nýja tegund af laus- frysti sem er byggður á nýrri tækni þar sem hefðbundnar aðferðir sem not- Framúrskarandl fiskvinnslubúnaöur Forsvarsmenn Skagans hf„ þeir Sig- mar Guöni Sigurösson og Ingólfur Árnason, tóku viö veröiaunum fyrir framúrskarandi íslenska framleiöslu fiskvinnslubúnaöar. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útfiutningsráös ís- lands, lengst t.v., afhenti verölaunin. aðar eru við frystingu í dag eru sam- einaðar í einu tæki. Vakti sýningarbás þeirra mikla athygli. Þorsteinn Krisfjánsson, skipstjóri á Hólmaborg frá Eskifirði, hlaut viður- kenningu sem framúrskarandi fiski- maöur en skip hans aflaði um 8.400 tonna upp úr sjó á 12 mánaða tímabili, sem er hreint frábær árangur. -GG Netumferð á Cantat Viðgerð hefur staðið yfir á Cantat 3-sæstrengnum sem nettengir ísland við umheiminn. Loka þurfti fyrir umferð á strengnum meðan á við- gerð stóð en nú hefur netumferð verið sett aftur á hann. Talsamband Símans er enn í gegnum gervitungl. Ekki er gert ráð fyrir að viögerð ljúki endanlega fyrr en 11. septem- ber nk. -HÞG VG í Suðurkjördæmi: Mótmælir Þjórs- árvirkjunum Öllum áform- um um virkjanir og vatnsmiðlun í efsta hluta Þjórs- ár og Þjórsárver- um er harðlega mótmælt i álykt- un fundar kjör- dæmisráðs Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs í Suður- kjördæmi sem haldinn var um helg- ina. Fundurinn var haldinn vestast í hinu nýja víðfeðma kjördæmi, það er í Vogum á Vatnsleysuströnd. Formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, mætti þar til skrafs og ráðagerða og meðal annars var farið yfir áherslur í nýju kjördæmi í kom- andi kosningum og hvemig best verður að undirbúa kosningabarátt- una. Valin var nefnd til að fjalla um uppstillingu listans og henni falið að heQa störf sem fyrst. í virkjunarályktim fundar VG seg- ir að óumdeilt sé að Norðlingaöldu- veita muni valda verulegum óaftur- kræfum spjöllum í Þjórsárverum. „Fundurinn lýsir undrun á úrskurði Skipulagsstofnunar og skorar á um- hverfisráðherra og Alþingi að hafna öllum áformum um frekari fram- kvæmdir á svæðinu," segir í ályktim. -sbs Margir stútar í Kópavogi Óvenjumargir voru teknir fyrir ölvun við akstur i Kópavogi um helgina. Sjö ökumenn fengu sér neð- an í því og tóku þá óskynsamlega ákvörðun að keyra eftir drykkjuna. Lögreglan tekur að meðaltali tvo til þrjá um hverja helgi fyrir þessa iðju þannig að þetta verður að teljast mjög mikið. Þaö þarf ekki að taka fram að viðurlög við ölvunarakstri er svipting ökuleyfis og háar sektir. -HÞG Steingrímur J. Sigfússon. Sprenging í Járn- blendinu Mikil sprenging varð í Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga á laugardagskvöld. Engan sakaði en einhverjar skemmdir urðu. Náðu starfsmenn að slökkva eld sem kviknaði við sprenginguna áður en slökkvilið kom á staðinn. Talið er að vatn hafi verið í keri sem glóandi jámi var hellt í og við það hafi myndast sprenging. Ekki er taliö að mikið fjárhagslegt tjón hljótist af og hefur vinnsla ekki stöðvast vegna þessa. -HÞG Tveir á slysadeild Harður árekstur varð á homi Miklubrautar og Grensásvegar í fyrrinótt. Þar lentu saman tveir fólksbílar og þurfti aö flytja tvo á slysadeild úr öðrum bílnum. Liðan þeirra er góð að sögn læknis á slysa- deild. Áreksturinn var það mikill að Orkuveitan þurfti að koma á stað- inn til gera við götuljós sem skemmdust er annar bíllinn lenti á þeim. -HÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.