Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Síða 7
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 7 DV Fréttir Færð þú Saltfisksetrið var opnað formlega í Grindavík í gær: Akyreyingar kvarta: Subbugangur og ónóg löggæsla - á Strandgötu Bæjarráð Akureyrar hefur falið sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs aö svara kvörtun tveggja íbúa við Strandgötu 45 á Akureyri. íbúarnir finna ýmislegt að rekstri tveggja veitingahúsa í nágrenninu, „Oddvit- ans“ og „Við Pollinn". Þeir telja að ekki sé farið að lögum og reglugerð- um hvað varðar rekstur þessara skemmtistaða. Það eru Eiríkur Kristvinsson og Anna Dóra Gunnarsdóttir sem gera m.a. athugasemdir við lélega hljóð- einangrun „Pollsins", eins og skemmtistaðurinn er nefndur í dag- legu tali, og þá telja þau að loftræsti- kerfi sé ekki fullnægjandi. Þau segja að hávaðamengun frá staðnum sé svo mikil að íbúar í húsinu verði iðulega að flytja sig miili herbergja. Hvað „Oddvitann" varðar gera bréfritarar athugasemdir við að þar hafi gestum verið leyft að drekka utan dyra við borð á gangstéttinni. „Annað mál, og ekki síður alvar- legt, þar sem beinlínis kemur til kasta lögreglunnar, er sú staðreynd að hún er ekki nógu vel mönnuð til að halda uppi þeirri löggæslu sem nauðsynleg er í hænum, enda höfum við löngu gefist upp á þvi að leita að- stoðar lögreglu," segja Eiríkur og Anna Dóra. Þá gera þau einnig at- hugasemdir við lítinn þrifnað á Strandgötunni eftir gleðinætur og segja að subbugangur komi óorði á aUa íbúa götunnar. -BÞ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti islands, opnaði á föstudag Saltfisk- setur íslands í Grindavik að við- stöddu fjölmenni. Er þar með brotið í blað í sögu safna á íslandi þar sem þetta er fyrsta og eina sérhæfða safnið þar sem rakin er saga og þró- un saltfisks og áhrifa hans á menn- ingu og daglegt líf fólks í gegnum tíðina. Það er Grindavikurbær auk fjölda fyrirtækja og einstaklinga í bænum sem hafa sameinast um að byggja og reka safnið sem er sjálfs- eignarstofnun. I þessum fyrsta áfanga er einn stór aðaisýningarsalur auk minni salar á annarri hæð sem ætlaður er undir minni sýningar og fundi eða samkomur af einhverju tagi. Einnig er gert ráð fyrir veitingastað síðar og stækkun til vesturs. Björn G Björnsson leikmynda- hönnuður hefur hannað sýninguna og vill hann að fólk upplifi sýning- una eins og leiksvið þar sem hljóð, myndir og lykt gera sýningargest- um kleift að fmna sig í gömlu sjáv- arþorpi. Gengið hefur ágætlega að safna munum á safnið þrátt fyrir að ekki sé neitt byggðasafn í Grindavík og hafa fyrirtæki og einstaklingar lagt til sýningargripi auk þess sem margir munir hafi verið smíðaðir fyrir sýninguna. Björn segir að mjög skemmtOegt hafi verið að vinna að sýningunni og telur hann að bæjarstjómin hafi sýnt stórhug með því að ráðast í þetta verkefni. Nýráðinn bæjarstjóri Grindavik- ur, Ólafur Öm Ólafsson, er stjómar- formaður Saltfisksetursins og telur hann einkar viðeigandi að þetta sér- stæða safh sé staðsett í Grindavík þar sem saltfiskvinnsla hefur verið stunduð öldum saman og Grindavík oft verið stærsti saltfiskútflytjand- inn. Sumir hafa viljað kalla Grinda- í vetur verður mánaðarlega dregið út nafn eins heppins MasterCard korthafa* sem mun vinna 50.000 kr. MasterCard ferðaávísun. vík höfuðborg saltfisksins á Islandi sem er nærri lagi. Ólafur telur að safnið eigi eftir að gegna stóru hlut- verki í fræðslu ungmenna um þenn- an gamla tíma en þó er líka stórt markmið að ná til sem flestra ferða- manna. ístak hefur séð um alla verkþætti og átti lægsta tilboð í al- útboði og hafa allar áætlanir staðist. Þá hefur einnig verið unnið við lóð- ina og þar komið fyrir bekkjum sem geta komið sér vel við allar útisam- komur. í tengslum við opnunina verða portúgalskir dagar nú um helgina hjá fjórum veitingahúsum bæjarins og verða þar matreiðslumenn frá Portúgal til liðsinnis og munu þeir reiða fram alls kyns fiskrétti að hætti Portúgala og er þetta því gott tækifæri til aö kynnast matargerð suðrænna þjóða. -ÞGK DVWYNDIR ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Sá besti Saltfiskurinn frá Grindavík þykir mikiö lostæti víöa um lönd. Hér sýnir Björn G. Björnsson, leikmyndahönnuöur sýningarinnar, forseta ísiands, Ólafi Ragn- ari Grímssyni, vel verkaö flak. Meö þeim er hinn nýi bæjarstjóri Grindavíkur, Ólafur Örn Ótafsson. Aftar á myndinni má sjá Friörik Pálsson, stjórnarfor- mann SÍF, Pát Sigurjónsson, forstjóra ístaks, sem byggöi Saltfísksetriö og Dagbjart Einarsson, landsfrægan saltfiskverkanda í Grindavík. MasterCard ferðaávísun má nýta sem greiðslu inn á pakkaferð (flug og gistingu) hjá lcelandair, Heimsferðum, Úrvali-Útsýn, Terra Nova-Sól og Plúsferðum. Korthafi með MasterCard kort m. ferðaávísun. r. MasterCard ferðaávísun? • 5.000 kr. ávísun með nýju korti • Upphæð ávísunar er tengd veltu innaniands og fyrnist hún á tveimur árum. Uppsöfnun þegar þú greiðir með eftirfarandi kreditkortum: • ATLAS kort og fslandsbanka Silfurkort m/ferðaávísun 4 kr. af hverjum 1.000 kr. • MasterCard Gullkort, ATLAS Gullkort, fslandsbanka Gullkort, SPRON Platinumkort og fslandsbanka Platinumkort. 5 kr. af hverjum 1.000 kr. Nánari upplýsingar er hægt aö nálgast í bönkum, sparisjóöum og MasterCard þjónustuveri i síma 550 1500. www.europay.is 0 ^JTERRA fWNOyA ' Helmsferðlr _ imtmli Ávlsunina má nýta sem greiðslu inn á eina pakkaferð hjá söluaðilum ferða i samstarfi við MasterCard. Sérstætt safn í höf- uðborg saltfisksins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.