Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 Menning_____________________________________________________________________________________________________________________J>V Umsjón: Siíja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Tnnliot Hvað er borg? Djúpbleik ógleði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hóf nýja röö hádegisfyrirlestra Sagnfrœðingafélags Íslands síðastliöinn miövikudag í Norrœna hús- inu meó erindinu „Höfuöborgin - samviska þjóöarinnar". Þetta átti vel viö því fyrirlestrar- ööin er nú skipulögö í samvinnu viö Borgar- frœóasetur og ber yfirskriftina „Hvað er borg?“. Alls veröa haldnir fjórtán fyrirlestrar um sögu, skipulag og þróun Reykjavíkur og borgasamfé- laga almennt og sá nœsti er á morgun kl. 12.05 stundvíslega. Þá heldur Helgi Þorláksson sagn- frœðingur erindiö „Upphaf og ekkert meira - þéttbýlisvísar á íslandi fram á 19. öld“ þar sem hann kannar af hverju bœir uröu ekki til á ís- landi á fyrri öldum og dregur fram líklegar ástœöur þess. DV-MYND TEITUR Páll Björnsson sagnfræöingur Um leiö og menn fara aö velta fyrir sér hvernig borgin gæti veriö þá vilja þeir líka skoöa hvernig hún hafi veriö. Páll Björnsson, formaður Sagnfræðingafé- lagsins, segir að þessir hádegisfundir séu orðn- ir fastur liður í borgarlífinu á vetuma. „Að- sóknin hefur verið mjög góð, nokkrum sinnum hefur Norræna húsið yfirfyllst," segir hann, „ekki síst þegar við höfum verið með fyrirles- ara utan fræðanna, þekkt nöfn eins og Matthí- as Johannessen, Davíð Oddsson og nú síðast Ingibjörgu Sólrúnu. En fræðimennirnir fyUa líka!“ - Var fyrirlestur Ingibjargar einhvers konar grunnur að röðinni? „Ja, hún opnaði auðvitað röðina en aðallega talaði hún frá eigin sjónarmiði um borgina og stöðu hennar og lýsti því hvemig borg og þá einkum þessi borg ætti að vera. Flestir aðrir kynna hér eigin rannsóknir, hver á sinu sviði.“ Mikil breidd - Verður ekki meira um fræðslu en ögrandi umræðuvaka í vetur með alla þessa sérfræðinga? „Það kemur í ljós,“ segir Páll, „en styrkur rað- arinnar felst i því að fyrirlesararnir koma úr ýmsum áttum, þarna eru listfræðingar, arkitekt- ar, afbrotafræðingar, þjóðfélagsfræðingar, skipu- lagsfræðingar og bókmenntafræðmgar, fyrir utan hóp af sagnfræðingum, og þessi mikla breidd gef- ur manni vonir um að umræður eftir fyrir- lestrana verði fjörugar. Það eykur enn á fjöl- breytnina að fyrirlesaramir eru á ólíkum aldri, sumir eru þegar landskunnir af verkum sínum á meðan aðrir eru rétt að hefja sinn fræðimannsfer- il. Þá eru hlutfóllin milli kynjanna nánast jöfn.“ - Er áhuginn að aukast á borgarmálum hjá okkur? „Já, ég er ekki frá því. Sagnfræðingar og aðrir hafa verið duglegir að skrifa sögu þéttbýlisstaða á landinu undanfarna tvo áratugi þannig að sá áhugi er ekki nýr en nú sinna æ fleiri borginni. Kannski hangir það saman við meiri umræður í þjóðfélaginu um skipulagsmál sem blossuðu upp í kringum atkvæðagreiðsluna um Vatnsmýrina og Reykjavíkurmynd Hrafns Gunnlaugssonar sem ýtti við fólki, hvatti það til að hugsa um hvemig borgin gæti verið. Um leið og menn fara út í slíkar vangaveltur vilja þeir líka skoða hvemig borgin hafi verið. Þessi röð getur varpað Ijósi á það og hjálpað mönnum að horfa fram á veginn.“ í vetrarlok, nánar tiltekið 4. apríl, lýkur svo fyrirlestraröðinni með ráðstefnu um framtíð borga. Upplýsingar um dagskrá hádegisfundanna eru á heimasíðu Sagnfræðingafélags íslands http://www.akademia.is/saga og Borgarfræða- seturs http://www.borg.hi.is/. Stríöstónar Annað kvöld kl. 20 leiða fjórir is- lenskir tónlistar- menn af yngri kyn- slóðinni saman hesta sína i Tíbrár- tónleikaröð Salarins í Kópavogi: Freyja Gunnlaugsdóttir klarinettuleikari, Una Sveinbjarnar- dóttir fiðluleikari, Nicole Vala Carigl- ia sellóleikari og Árni Heimir Ingólfs- son píanóleikari (á mynd). Á efnis- skránni em tvö áleitin og áhrifamikil verk sem bæði voru samin á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, Píanó- tríó nr. 2 eftir Dmitri Shostakovítsj og Kvartett fyrir endalok tímans eftir Olivier Messiaen. Píanótríóið samdi Shostakovítsj árið 1944, en þá hafði hann mátt þola ofsóknir af hendi Stalínsstjórnarinnar í átta ár. Gyðingleg stef eru áberandi i verkinu og með því að nota þau lagði Shostakovítsj enn frama sinn að veði, því að gyðingahatur grasseraði í Rússlandi á þessum árum. Kvartett fyrir endalok tímans varð til siðla árs 1940 þegar Olivier Messiaen var stríðsfangi nasista i Görlitz-stríðs- fangabúðunum í Slesíu. í tónleikaskrá er tilurð verksins rakin til þess að yf- irmaður fangabúðanna hafði dálæti á tónlist, og þegar hann frétti að meðal fanganna væru þrír hljóðfæraleikarar og tónskáld lét hann útvega þeim hljóðfæri og keypti nótnapappír handa Messiaen. Kvartettinn var frumfluttur í fangabúðunum 15. janú- ar 1941 og voru áheyrendur 5.000 sam- fangar Messiaens. Mikið er um trúar- legar vísanir í verki Messiaens og seg- ir Árni Heimir að bjargfost trúarsann- færing hins kaþólska organista sé alls staðar nálæg í kvartettinum, Jafnvel þótt yrkisefni hans sé dómsdagurinn sjálfur". Hljóðfæraleikararnir fjórir eru allir á þrítugsaldri og hafa ýmist lokið eða eru í þann veginn að ljúka framhalds- námi í tónlist við erlenda háskóla. Freyja og Una stunda tónlistamám í Berlín og hafa báðar lagt sérstaka rækt við flutning nútímatónlistar. N- icole Vala lauk M.M.-námi í sellóleik frá New England Conservatory í Boston árið 2001 og hefur síðan starf- að sem lausráðinn sellóleikari þar í borg. Árni Heimir er að ljúka doktors- námi í tónvísindum við Harvard-há- skóla og tók nýlega við kennarastöðu í tónlistarfræðum við Listaháskóla ís- lands. Eins og sennilega alltof fáir hafa vitað þá stóð í síðustu viku yflr tónlistarhátíðin Ung Nordisk Musik hér í Reykjavík. Það er örugglega ekkert óeðlilegt við það að frekar fámennur en fastur kjarni sækir flesta tónleika svona hátíðar, en samt sorglegt. Áhugi á því nýjasta ætti að höfða til miklu stærri hóps og þá ekki síst innan sömu kynslóðar. Sinfóníuhljómsveit íslands lék á fimmtudags- kvöld undir góðri stjóm Hermanns Báumer flmm verk eftir ung, norræn tónskáld og svo eitt eftir eldra tónskáld sem var gestur hátíðarinnar. Fyr- irsögnin hér að ofan vísar í áhrifin af verki þess síðastnefnda. Haustið talar eftir Lauri Kilpio var einkenni- legt val inn í aðstæður í Háskólabíói. Það er skrif- að fyrir tólf strengjaleikara og efnið þess eðlis að það kallar á meiri nánd kammertónleikanna. Þetta reyndist hins vegar ágæt tónsmíð, trega- blandin og stundum stemningsrík. Á eftir inn- blásnum inngangi fylgdi vel skrifaöur kafli, en efniviðurinn ekki nógu áhugaverður. Vinnsla áfram bar vott um hæflleika og ljóst að vert væri að heyra þetta verk við betri aðstæður. Næsta verk, 10-11 eftir Stefán Arason, var flutt mannsgaman hér heima á Myrkum músíkdögum síðastliðinn vetur. Verkið er í fimm mislöngum köflum þar sem mikið er leikið með andstæður i birtu og lit. Eftir dökkan inngang, sem hljómar eins og vinna mætti meira úr efninu, kemur bjartur og stund- um bamslegur annar kaflinn. Innri andstæður í mjúku, dropakenndu hlutverki píanósins annars vegar og svo stundum tónum sem hoggnir eru út úr strengjahljóðfærunum skapa þrátt fyrir allt áheyrilega heild. Flugi nær þó verkið varla fyrr en í þriðja hluta þar sem vinnslan fær meira rými og athyglinni þannig beint að framvindu efnisins. Annað nokkuð sterkt verk á þessum tónleikum var Farben eftir Kyrre Sassebo Haaland frá Nor- egi. Höfundur nær þéttum tökum á hljómsveit- inni og beitir henni af leikni sem kemur nokkuð á óvart. Þannig flæddu hugmyndir leikandi milli hljóðfærahópa í byrjun og upphafið skapaði væntingar sem ekki náðist þó alveg að standa undir. Efniviðurinn var ekki nógu ferskur, svolit- ið kvenlegur Xenakis í köldum og ópersónulegum „strúktúrum" sem bjuggu þrátt fyrir allt yfir ein- hverjum náttúrulegum töfrum. Stílbrotið í lokin kom Ula út. Fyrsta verk eftir hlé, Stratactive eftir Kristian Rusila, átti það sameiginlegt með Farben að vera að stórum hluta vel skrifað fyrir hljómsveitina en glíma við skort á áhugaverðum efnivið. Var það öllu meira áberandi í Stratactive sem er þó áhugavert fyrir það að vera ávöxtur ungs tónhöf- undar í glímu við frelsið frá tilfinningaseminni. Benjamin Staern fékk þarna flutt eftir sig verk- ið Ógnir stríðs eða The Threat of War. Þarna skorti alla raunverulega ástríðu og verkið hljóm- aði eins og konfektkassi fullur af molum úr ýms- um áttum. Búið var að bíta í þá alla og þeir því ekki lengur freistandi. Svona getur farið þegar menn reyna að taka það besta úr fortíðinni án þess að geta bætt neinu við nema þessari púsltil- raun sem sum verk byggjast á. Steininn tók svo hressilega úr þegar verk læri- meistarans Clarence Albertsson Barlow var flutt. Píanókonsert nr. 2 er að alltof stórum hluta léleg eftirmynd hins hræðilega „klædermanns“-stíls og uppmögnuð innskot úr tölvu breyta engu þar um. í undirtitli er reynt að visa til þess að verið sé að ferðast gegnum stílbrigði aldanna í verkinu, en engin slík mælgi breytir þvi að þarna er á ferð- inni neyðarlega lélegt verk. Skærbleik væmnin í fullkomlega andlausum stefjum og alfarið hug- myndasnauð tenging við samtímann kallaði hreinlega fram líkamlega ógleði sem fjaraði ekki út fyrr en undir berum hausthimni. Sigfríður Bjömsdóttir Síðdegi í San Marínó í þetta sinn var það San Marínó. Skrýtið land, ef land skyldi kalla. Miklu fremur klett upp úr Ítalíu, því stóra landi. Fór þama í von um að finna fagra menningu og sögu af því maðurinn hefur alltaf gaman af því sem áður hefur verið gert. Gekk upp steinilagðan hallann, inn á milli þreytulegra húsa og fólks í geispa dags. Settist niður á rólegri götukrá, hallaði mér aft- ur í notalegum tágastól og taldi tvö ský á himni. Þama var ágætt að vera. Einn og yfirgefinn. Kannski þjónn og bjór, kaldur og svalandi. Svo komu fjórir dvergar og fóru að bjástra við hljóðfæri á litlu torgi framan við krána. Tveir héldu á mandólíni og hinir tveir á ofboðlitlum pikkalóflautum. Allir klæddir í leður svart, jafht buxur og vesti. Og húfur, mikil ósköp. Þegar þeir byrjuðu á fyrsta laginu, sem var tregafullt þjóð- lag, stöppuðu þeir taktinn með pínulitlum fótum sínum. Ótt og títt og allir í takt. í nokkra stund var ég eini áhorfandinn nema ef vera kynni að þjónninn hafi gáð. En það varði ekki lengi. Smám saman skyggðu vegfarendur á þessa óvenjulegu sýn, já þessa furðulegu sýn sem minnti á atriði úr bíómynd en var þó aðeins svo- lítið síðdegi í San Marínó. -SER. matar- Að venju er mörg matarkistan á námskrá Endur- menntunarstofiiun- ar Háskóla íslands í haust og streyma nú gamlir og nýir lærdómsfíklar inn á Netið til að skrá sig í eitthvað spenn- andi. Eitt námskeiðið heitir meira að segja Mörg er matarkistan - Listin að matreiða jarðargróður - og hefst 16. september kl. 20.15. Þar leiðir Hildur Hákonardóttir myndvefari áhuga- sama inn i reynslu sína af að hagnýta villtan jarðargróða til matar og rækta margvíslegt grænmeti á lífrænan hátt. Hún ræðir um innlenda og erlenda matarmenningu, listina að matreiða, lækningamátt matar og ýmis hug- myndakerfi þar að lútandi. Sérstak- lega hugar Hildur að því hvernig nýta má okkar fátæklegu en bragðmiklu jarðarávexti og kennir nemendum að byggja einfóld og ódýr gróðurskýli til að lengja vaxtartímann í heimagörð- um. Frekari upplýsingar eru á vefsíð- unni www.endurmenntun.is og þar má einnig skrá sig á námskeið. Vefur um sagna- arf Við vekjum athygli á að starfrækt er vefsíða um sagnaarf Evrópu í fimm Evrópulöndum, Finnlandi, Islandi, Ítalíu, Skotlandi og Frakklandi. Um er að ræða samvinnuverkefni í marg- miðlun með 18 evrópskum goðsögnum og vefurinn er ætlaður fólki á aldrin- um 10-15 ára. Veffangið er: www.europeoftalesnet. Mörg er kistan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.