Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Qupperneq 15
14 MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24, 105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfuféiagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða tyrir myndbirtingar af þeim. Biðlisti dœmdra manna Þegar DV var aö afla frétta í liðnni viku um ófriö sem viðgengist hefur í fanga- húsi lögreglunnar á Akur- eyri kom fram aö fangahús- inu hefur stundum veriö lok- að yfir sumartimann en i ár hafi það verið hiuti af hag- ræðingaraðgerðum að full- nýta fangelsið til að létta á Litla-Hrauni. Meðal annars þess vegna hafi vandamálin skapast enda bjóði fangahúsið á Akureyri ekki upp á lang- tímavistun. Yfirlögregluþjónninn á Akureyri lýsti þvi svo að þar væri ekki sú aðstaða sem þyrfti. Bæði væri plássið lítið og svo ekki möguleikar á námi eða tómstundum sem hægt er að stunda á Litla-Hrauni. Heilli deild var sem sagt lokað á Litla-Hrauni yfir sum- arleyfistímann og sú lokun stendur enn og mun standa fram til 1. október. Þá fyrst nýtast þau 22 pláss sem eru á deildinni. Ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu lýsir því svo að rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu Litla- Hrauns hafi legið fyrir um áramótin þegar fjárlögin voru afgreidd. Þar hafi átt sér stað mistök sem menn hafi ekki komist til botns i. Fangelsið fékk þvi ekki næga fjárveit- ingu til reksturs þetta ár. Fjórðungur fangelsisins hefur þvi verið óstarfhæfur. Það hefur bitnað á öðrum fangels- um eins og dæmið um fangahúsið á Akureyri sýnir. Þessi mistök bitna þó fyrst og fremst á þeim sem dæmd- ir hafa verið til fangavistar en lenda á sístækkandi biðlista, geta ekki tekið út sinn dóm. Fangelsisstjóri segir biðlistann hafa lengst um helming og að ástandið hafi ekki verið eins slæmt árum saman. Þegar blaðið fór dýpra ofan i málið fyrir helgina kom i ljós að riflega eitt hundr- að manns eru á biðlista Fangelsismálastofnunar, nánast jafnmargir þeim fóngum sem sitja i fangelsum þessa stundina. í hópi þeirra sem bíða eru margir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarleg brot. Ofan á hundrað manna biðröðina bætast um 500 beiðn- ir sem liggja hjá Fangelsismálastofnun þar sem lögreglu- embætti landsins óska eftir að stofnunin taki tfl fullnustu vararefsingar vegna ógreiddra sekta. Það leiðir af sjálfu sér að engin leið er að sinna slíkum málum fyrr en lausn finnst á vanda þeirra sem biða refsingar fyrir alvarlegri brot. Þá ber þess að geta að dómstólar hafa verið í réttar- hléi. Biðlisti dæmdra manna mun þvi enn lengjast næstu vikurnar þegar þeir taka til starfa á ný. Þetta ástand er íslensku samfélagi til vansæmdar. Ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðuneytisins hefur greint frá því að 10 milljónir kosti að reka þá deild á Litla-Hrauni sem lokað var vegna mistaka sem gerð voru við fjárlagagerð- ina. Þótt vissulega verði að gæta aðhalds í rekstri fangelsa eins og annars staðar i rikisrekstrinum eiga slík mistök ekki að koma niður á því dæmda fólki sem bíður þess að afplána dóma. Með þessu er brotið á þessu fólki og fjöl- skyldum þess enda hlýtur það að vera keppikefli hverjum manni sem hlýtur dóm að ljúka þvi máli sem fyrst til þess að komast aftur út i þjóðfélagið. Dómurinn á að vera næg refsing þótt ekki bætist við bið um langan og óvissan tima, e.t.v. vinnuskerðing þegar verst á stendur og með- fylgjandi röskun á fjölskylduhögum. Fangelsisyfirvöldum ber skylda til að ganga á biðlista dæmdra manna hið bráðasta. Hafi verið gerð mistök varð- andi fjárveitingar ber að leiðrétta þau hið snarasta. Jónas Haraldsson DV Skoðun * Rýrar heimtur í Jóhannesarborg Heimsþingi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun lauk í sl. viku án þess að þar væri tekið með afgerandi hætti á að- aiorsökum fátæktar hjá þriðjungi jarðarbúa; skorti á heilsugæslu, menntun og aðgangi að auðlindum jarðar. Framkvæmdastjóri SÞ, Kofi Ann- an, hafði lagt upp með 5 aðalatriði í baráttunni gegn fátækt og fyrir meiri jöfnuði. Þau voru: aögangur að hreinu drykkjarvatni, ódýrum og sjálfbærum orkugjöfum, grunn- heilsugæslu, auk úrbóta í landbún- aöi og áherslu á gildi líffræðilegs fjöl- breytileika fyrir sjálfbæra þróun um- hverfisins. Allt eru þetta brýn grund- vallarverkefni og áhyggjuefni að sá pólitiski vilji sem til þarf til þess að hrinda þeim í framkvæmd skuli ekki hafa myndast á ráðstefnunni í Jó- hannesarborg. Það eru rýrari heimt- ur en margir áttu von á. Bandaríkin utan garðs Um fátt var frekar rætt í fjölmiðl- um við upphaf fundarins en að George Bush, forseti Bandaríkjanna, skyldi ekki sjá ástæðu til þess að heiðra samkomuna með nærveru sinni. Fjarvera Bandaríkjaforseta kom undirritaðri ekki á óvart. í mín- um huga staðfesti hún orðspor hans í umhverfismálum og þjónkun hans við fjölþjóðafyrirtækin, ekki síst olíurisana sem eru helsti bakhjarl Bush-fjölskyldunnar í stjórnmál- um. Bush-feðgamir ganga erinda olíufyrirtækjanna í tíma og ótíma og stóðu m.a. í vegi fyrir því að hægt væri að setja tölusett og raunhæf markmið um aukna notkun endumýjanlegra orku- gjafa í framkvæmdaáætlun Jó- hannesarborgarráðstefnunnar. Ábyrgðarleysi stærsta og vold- ugusta ríkis heims í umhverfis- málum boðar ekki gott. Bandarík- in eru lent utan garðs á þessu sviði eins og fleiri á alþjóðlegum vettvangi og gera lítið annað en að þvælast fyrir þeim sem hafa vilja og áhuga á því aö stuðla aö sjálfbærri þróun og minnkandi fá- tækt í heiminum. í Jóhannesar- borg mátti glöggt heyra að bæði þingmenn og fulltrúar frjálsra fé- lagasamtaka í Bandaríkjunum hafa þungar áhyggjur af stefnu Bandaríkjastjómar og telja hana ekki endurspegla vilja almenn- ings vestra. Mugabe: Fantur eða hetja? Annar leiðtogi vakti blendnar tilfmningar meðal ráðstefnugesta, í þessu tilviki með nærvera sinni, en það var Robert Mugabe, forseti Zimbabwe. Hann fór mikinn í ræðu sinni, sérstaklega gegn Evr- ópusambandinu og þeim sem hafa leyft sér að gagnrýna þjóðnýtingu jarða í Zimbabwe. Mugabe leiddi þjóð sína í löngu og grimmilegu frelsisstríði til sjálfstæðis árið 1980. Forsetinn hefur haft tvo ára- tugi til þess að móta og fram- kvæma stefnu um þaö hvemig eigi að skila landinu aftur til svarta meirihlutans í landinu. Það hefur hann ekki gert en hefur á undanfomum misserum notfært sér félagsskap fyrrverandi her- manna í frelsisstríðinu til þess að ala á sundrungu og óánægju með aðgerðaleysið. Landnýting og bar- átta landlausra fyrir auknum rétt- indum er hápólitískt og mikilvægt réttlætismál í sunnanveröri Afr- íku. Langflestir stórlandeigendur í Zimbabwe eru hvítir bændur Forsetinn hefur haft tvo áratugi til þess að móta og framkvœma stefnu um það hvemig eigi að skila landinu aftur til svarta meirihlutans í landinu. Það hefur hann ekki gert en hefur á undanfömum missemm notfœrt sér félagsskap fyrrverandi hermanna í frelsisstríðinu til þess að ala á sundmngu og óánœgju með aðgerðaleysið. sem hafa alið allan sinn aldur í landinu. Nú hefur Mugabe fyr- irskipað þeim að fara af jörð- um sínum en með þeirri aðgerð leggur hann landbúnað í Zimbabwe í rúst og þar með efnahagslífið. Því landnæði sem losnað hefur hefur svo ver- ið deilt út til fjölskyldu, stór- vina og flokksfélaga forsetans. En á meðan Mugabe fer sinu fram blasir hungursneyð við 13 milljónum manna í sunnan- verðri Afríku og aðgerðir hans munu án nokkurs vafa einung- is auka á neyð hins almenna borgara. Heilsa og réttindi kvenna Allt tal um sjálfbæra þróun og betri umgengni við náttúru- legar auðlindir hefur holan hljóm ef ekki fylgja skýr mark- mið um að tryggja konum að- gang að heilsugæslu, mæöra- vernd og grunnmenntun. Nið- urstaða leiðtoganna um rétt- indi kvenna var mér og fleiri mikil vonbrigði. í Afriku sunn- an Sahara, þar sem finna má flest fátækustu ríki heims, er staða kvenna veik og réttindi þeirra viða fótum troðin. Á þessum slóðum sjá konur og stúlkuböm nær algjörlega um öflun matar, drykkjarvatns og eldiviðar. Þær þræla sér út frá sólarapprás til sólseturs við líkamlegt erfiði. Þar sem ástandið er hvað verst geta konur þurft að eyða 40-50 klukkustundum á viku einungis í að tína saman sprek í eldiviö. Það segir sig sjálft að við þessar aðstæður snýst lífið bara um það að lifa af. Að- gangur að ódýram og endumýjanleg- um orkugjöfum mundi valda bylting- arkenndum breytingum á högum og kjörum þessara kvenna. íslensk stjómvöld eiga að hafa frumkvæði að slíkum verkefnum og styðja á all- an hátt baráttuna fyrir auknum rétt- indum kvenna. Þróunaraðstoð sem beint er til kvenna skilar sér nefni- lega margfalt í betri kjörum kvenn- anna og barna þeirra. Minnkandi höfuðstóll Um það er ekki lengur deilt að iðn- ríkin hafa nú í tvær aldir gengið á höfuðstól náttúruauðlinda og jarðar- gæöa án tillits til þess hluta jarðar- búa sem býr i þriðja heiminum, svo- kallaða. Viðhorf Vesturlandabúa til náttúrunnar og nýtingar hennar, verslunar og viðskipta, og til sam- skipta við fátæku ríkin verður að taka grundvallarbreytingum ef öll háfleygu orðin sem féllu á Jóhannes- arborgarráðstefnunni um gildi sjálf- bærrar þróunar fyrir kjör mannkyns eiga að hafa einhverja þýðingu fyrir meirihluta jarðarbúa. Þótt fram- kvæmdaáætlunin frá Jóhannesar- borg sé rýrari í roðinu en margur vonaði dugar ekki að láta deigan síga. Verkefnin blasa við hvert sem litiö verður, bæði heima fyrir og er- lendis og það er skylda okkar sem einnar ríkustu þjóðar í heimi að ganga fram með góðu fordæmi í þess- um efnum. v c Sandkom sandkorn@dv.is Hávaði í Framsókn Vestfirðingar og Suðurnesjamenn gefa lít- ið fyrir framkomnar hugmyndir um að Orkubú Vestfjarða og RARIK renni inn í sameiginlegt orkufyrirtæki með Norðurorku og höfuðstöðvmn á Akureyri. Er það ekki síst stór hlutur norðanmanna i sameinuðu félagi sem vekur andstöðu, sem og flutning- ur höfuðstöðva OV og RARIK til Akureyrar. Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra orkumála, fær frekar bágt fyrir málflutning sinn vegna þessara hugmynda og er sögð ganga erinda Akureyringa. Suðumesjamenn vilja ekki sleppa RARIK átakalaust og vilja hluta þess á Reykjanesið, og þá væntanlega inn í Orkuveitu Suður- nesja. Vestfirðingar, meö Guðna Jóhannes- son, framsóknarmann og formann Fjórð- ungsþings Vestíirðinga, i fararbroddi, vilja hins vegar ríghalda í OV og óttast fólksfækk- un ef höfuðstöðvamar verða fluttar norður. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins, hefur einnig látið í ljós nokkum ótta við sameiningarhugmynd- ir orkufyrirtækjanna. Menn spyrja sig því hvort þetta mál sé að springa í andlitið á Val- gerði, með tilheyrandi hávaða innan Fram- sóknarflokksins ... Ummæli Heilmikil krísa sé komin upp I sem leikmanni að heil- mikil krísa sé komin ' ’ *tA upp. Ekki er í sjón- ■ J jj máli frekari stækkun K Æ lögsögunnar og þar af leiðandi hefur hlut- ® verk Gæslunnar og verkefni hennar breyst. Ekki er ég allt of viss um að allir ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir þeirri óravíðáttu sem fólgin er i efnahagslögsögu okkar íslendinga. Hvað sem því líður þá er það ijóst að yfirvöld verða aö setja kraft í að marka framtíðarstefnu um hlutverk Landhelgisgæslu íslands. Ég ge'ri mér grein fyrir að það er ekki hrist fram úr erminni að sefja kúrsinn í þessu máli. Þar er aö ýmsu að hyggja. Öryggissjónarmið vega þungt auk þess sem gæslu- og eftirlitshlut- verkið verður ávallt til staðar." Árni Bjarnason, forseti FFSÍ,! Sjö- mannablaðinu Víkingí Skipti sköpum fyrir launafólk „Rauðu strikin héldu og gott betur. Verðbólgan miðað við 12 mánaða tímabil er nú 2,8% og flest bendir til að hún geti lækkað enn frekar. Ljóst er að þakka má forystu Al- þýðusambandsins og stéttarfélaganna á almenna markaðnum fyrir að það tókst að snúa af þeirri óheillabraut í efnahagsmálum sem allt efnahags- kerfið var fast í. Breytingin hefur skipt sköpum fyrir launafólk og fyrir- tæki. Því miður hafa ekki allir sem geta haft veigamikil áhrif á verðþró- un, verið tilbúnir í slaginn við verð- bólguna. Þar hafa nokkur stórfyrir- tæki skorist úr leik, s.s. Landssíminn. Það vekur einnig óneitanlega athygli hvernig Seðlabankinn tregðast við að lækka vexti en veltir sér nú upp úr vel heppnaðri peningastefnu og þakk- ar sér góðan árangur í efnahagsmál- um. Því miður ber annan skugga á. í sumar höfum við verið að sjá hækk- andi atvinnuleysistölur." Siguröur Bessason á Efling.is Hálfgert feigðarflan „Það er mikil áhætta fyrir Ingi- björgu að fórna öraggum borgar- stjórastólnum fyrir hæpnar vænting- ar um að mögulega nái miðjuflokk- arnir tveir meirihluta. Og jafnvel þó það heppnaðist er ljóst að meirihlut- inn yrði tæpur og jaðarþingmenn meirihlutans alls ekki þægir, sér- staklega þegar hugsað til Evrópu- sambandsins. Ekki liggur heldur fyr- ir hvort friður yrði innan Samfylk- ingarinnar um þessa yfirtöku. Þessi innkoma yrði því að öllum líkindum hálfgert feigðarflan, sem pólitískir andstæðingar Ingibjargar og Sam- fylkingarinnar hlakka mikið til að fýlgjast með. Það eru fleiri flokkar en maður hugði þar sem hópar fólks virðast tilbúnir að vaða eld og brennistein til að kviksetja leiðtoga sína og vonarneista." Guömundur Svansson á Deiglan.com Á að banna skautdans? Bubbi Morthens tónlistarmaður Kjallari Ég hef aldrei farið inn á súlustað hér á iandi né erlendis. Og ekki haft löngun til þess. Þýðir það að hugur mixm og hjarta séu hrein eins og nýfallinn snjór? Varla. Ég get skilið þá sem það gera; fallega formuð konubrjóst og líkami kveikja í manni, sama hvað hver segir. Þessi form hafa heillað menn um aldir og um þau hafa mörg stórkostlegustu listaverk heims verið sköpuð. Gerir það mann að klámhundi að fara inn á súlustað til þess að horfa á bera konu dansa? Karlmenn virð- ast þannig innréttaðir að þetta sé nokkuö sem þeir séu afskaplega spenntir fyrir. Sumir fara inn á þessa staði af einmanaleika, drekka sitt glas og fara heim, aðrir til þess að svala hvötinni sem vakir í myrkri nárans og í þeirri von að kannski muni eitthvað ske, enn aðr- ir af forvitni, og svo má lengi telja. Klám er ekkert nýtt Ég hef horft á klámmyndir og viðurkenni fúslega að hafa haft gaman af. Gerir það mig að verri manni og kvenhatara eins og sum- ir vilja trúa? Klám hefur alltaf ver- ið til og mun verða svo lengi sem karlar og konur byggja jörðina. Skreytingar frá tímum Fomgrikkja þekkja flestir þar sem fólk í ótrúleg- ustu stellingum er sýnt á vösum vera að gera það. Menn geta skoöað þetta án þess að verða stimplaðir perrar á söfnum og í bókum, og þetta kalla flestir list. í Pompei má líta heilu veggina skreytta mósaíkmyndum af fólki í samfór- um. Nú er búið að banna einkadans fyrir norðan og í Reykjavík. Var það gert vegna þess að hér séu þrælabúðir, útibú fyrir eistnesku mafiuna? Vegna þess að hér séu fómarlömb hvítrar þrælasölu? Ef svo er og sannað þykir þá er sjálf- sagt að koma i veg fyrir það og lög- sækja þá aðila sem stuðla að því með því að taka á móti stúlkunum. Ef vændi er stundað á þessum stöð- um og menn hafa verið gripnir við að kaupa sér drátt, eða ef menn hafa veriö staðnir að dópsölu á þessum stöðum, þá skil ég málið. Lokum pleisinu. En hvers vegna mega ekki einn maður og ein stúlka vera saman í herbergi þar sem hún dansar á sinn hátt og hann borgar fyrir það? Það er þeirra mál'og ekki get ég séð neitt hræðilegt við það - helst það sé dá- lítið pínlegt fyrir bæði. Óréttlætanlegt bann Ef það reynist rétt að hellingur af stelpum líti á þetta sem pottþétta En hvers vegna mega ekki einn maður og ein stúlka vera saman í herbergi þar sem hún dansar á sinn hátt og hann borgar fyrir það? Það er þeirra mál og ekki get ég séð neitt hrœðilegt við það - helst það sé dálítið pínlegt fyrir bœði. tekjulind, að þær dansi af fúsum og frjálsum vilja, að sumar hafi gaman af þessari vinnu sinni og að þær finni fyrir valdi sínu yfir mönnum sem koma á staðinn til þess að láta kreditkortin svitna, þá hvað með það? Sumir virðast þó eiga erfitt með að kyngja því. Alltaf verður til fólk sem vill hafa vit fyrir öðrum. Ef til eru konur sem velja sér þessa leið til tekjuöflunar eigum við ekki að banna þeim það. Okkur kemur þetta i raun ekkert við. Og ef menn vilja svala óram sínum með því að horfa á þær dansa þá er það þeirra mál. Meðan engin sönn- un liggur fyrir um að eitthvað ólög- legt sé á sveimi á þessum stöðum þá getum við ekkert gert. Ég hef aldrei verið hrifinn af því að þessir staðir væra í miðborginni en það er allt annað mál. Þó að einhverj- um konum og körlum sé misboðið með því að þessir staðir séu til og sjái fyrir sér samfarir fyrir borgun í hverju horni þá réttlætir þaö ekki bannið á skautdansi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.