Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Qupperneq 23
35 MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 _______ DV Tilvera • riyndl ist ■ Persónuleg svning hiá Sævari Karli Ólöf Björg myndlistarmaður er með sýningu á verkum sínum í Galleríi Sævars Karls. „Það sem ég get sagt um sýninguna er að hún er innsetning og byggist á litrófi til- flnninga og upplifunar. Þegar mað- ur hefur upplifað eitthvað mikið og tekið stórt skref í lífinu er tilhneig- ing til að horfa til baka. Við getum sagt að sýningin sé um líflð en lífið upplifa menn á svo margvíslegan hátt. Sjálf hef ég tekið stór skref, ég er nýorðin móðir og hef stofnað fjöl- skyldu, en á ég mína fortíð eins og aðrir. Á sýningunni er fullt af hlut- um og málverkum sem tengjast inn- byrðis og snerta á þessum flötum,“ segir Ólöf Björg. Sýningin stendur til 26. september. ■ Sumarlok á Akurevri Sumarlok nefnist gluggasýning sem verður í Samlaginu/Listhúsi í Gil- inu á Akureyri dagana 7.-15. sept. Þar sýnir Halldóra Helgadóttir, sem ásamt 10 öðrum norðlenskum listamönnum rekur Samlagið/List- hús, nokkur af þeim málverkum sem hún hefur unnið að á þessu ári. Halldóra býr og starfar við myndlist á Akureyri. ■ Bæiarlistamenn á Seltiarnamesi Messíana Tómasdóttir og Rúna Gísladóttir, sem báðar hafa verið bæjarlistamenn á Seltjarnarnesi, opnuðu sýningu í Húsi málaranna á Eiðistorgi á laugardag. Sýningin er opin kl. 14-18 flm.-sun. og stend- ur tU 22. sept. ■ Guðfún í Bústoft Guðrún Karlsdóttir er með mál- verkasýningu í Húsgagnaverslun- inni Bústoð að Tjarnargötu 2, Keflavík. Sýningnin er opin á af- greiðslutíma verslunarinnar. Á sýn- ingunni eru um 20 myndir sem all- ar eru málaðar með olíu á síðustu 12 mánuðum. Þetta er þriðja einka- sýning Guðrúnar. ■ Haukur Pór í Listasalnum Man Haukur Dór sýnir' í Listasalnum Man, Skólavörðustíg 14. Sýning- unni lýkur 17. september. • Fundir ■ Gantlir skátar hittast Um árabil hafa eldri skátar haldið endurfundi sína einu sinni í mánuði yfir hádegisverði. Fyrsti endurfundur vetrarins verður í skátamiðstöðinni Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Húsið verður opnar kl. 11.30 og á hádegi verður borin fram súpa að hætti hússins með brauði. Allir eldri skátar eru hvattir til þess að mæta, sýna sig og sjá aðra, rifja upp gamlar minningar úr starfmu og bera saman bækur sínar. Krossgáta Lárétt: 1 bút, 4 ákefð, 7 fatagarma, 8 vonlaus, 10 kvenfugl, 12 flður, 13 skortur, 14 hlunnindi, 15 vökva, 16 annars, 18 slétt, 21 pus, 22 spil, 23 flskúrgangur. Lóðrétt: 1 stía, 2 svip, 3 samtökum, 4 skammur, 5 látbragð, 6 svelgur, 9 eftirtektarsöm, 11 vinna, 16 krap, 17 læsing, 19 kraftar, 20 tangi. Lausn neöst á síöunni. Skák Tlu gamalmenni söfnuðust saman í borginni Elista, Kalmatíu, til að minn- ast látins félaga og heimsmeistara í skák, Míkhaíls Botvínniks, og til að sýna og sanna að það er hægt að tefla í hæsta gæðaflokki á meðan hugurinn er heill! Þessi skák er ein af úrslita- skákum mótsins og sýnum við einfóld lok hennar en eftir 49. Kh8 50. Bf8! er öll nótt úti í þessari skák. Lokastaðan hjá gamlingjunum, sem margir hverjir eru vel þekktir hér á íslandi, varð þessi: 1-2. Klovans, (2425) Gligoric, Umsjón: Sævar Bjarnason (2459) 6 v.; 3. Razuvaev (2540) 5,5 v., Taimanov, (2425) og Nikitin, (2430) 5,5 v. 6. Vasiukov (2537) 5 v. 7. Karasev (2465) 3,5 v. 8. Bykhovsky (2378) og Zhukhovitsky (2346) 3 v. 10. Gaprindashvili, (2318) 2 v. Hvítt: Svetozar Gligoric (2459) Svart: Alexander Nikitin (2430) Minningarmót Botvinniks. Elista, Kalmatíu (1), 17.08.2002. 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. Rf3 d5 5. c4 c6 6. 0-0 Bd6 7. b3 De7 8. Bb2 0-0 9. Rbd2 b6 10. Re5 Bb7 11. Hcl Ra6 12. Rdf3 Hac8 13. e3 Re4 14. De2 Hfd8 15. Rd3 Rb4 16. Rxb4 Bxb4 17. Re5 Bd6 18. f3 Rf6 19. Hc2 c5 20. Hdl Ba6 21. Bfl dxc4 22. Rxc4 cxd4 23. exd4 Rd5 24. Df2 Bb8 25. Hel b5 26. Re5 Hxc2 27. Dxc2 Hc8 28. Dd2 Db4 29. Dxb4 Rxb4 30. Rd3 Rxd3 31. Bxd3 Kf7 32. d5 exd5 33. Bxf5 Hd8 34. Be6+ KfB 35. Bd4 Bb7 36. f4 Bd6 37. f5 a6 38. Hcl He8 39. g4 He7 40. h4 Hc7 41. Hxc7 Bxc7 42. g5 Bd6 43. h5 h6 44. f6 gxf6 45. gxh6 Be5 46. Bc5+ Ke8 47. Bf5 Kf7 48. h7 Kg7 (Stöðumyndin) 49. h6+ 1 S0U 08 ‘RO 61 ‘spi ii ‘Sfa 91 ‘J-reis n ‘pu{OA 6 ‘eqi 9 ‘sbj g ‘joISiubjo (■ ‘i§B[EpuBq g ‘æjq z ‘ojb ujqjqo'j ■sójj gz ‘iso3 ZZ ‘JQtS? iz ‘ujof 81 ‘E[[a 91 ‘2o[ ei ‘BBji n ‘E[qa gj ‘unp zi ‘esse oi ‘uæAO 8 ‘ejjej i ‘isjo p ‘qqmj j :jj0JEq Dagfarí__________________________________________________ Göngum öll á grasinu Það vantaði ekki að indælt var að labba um í haustbliðunni sem umlék allt í Reykjavík í gær. Fór í labbitúr með strandlengjunni upp við Grafarvog - og arkaði þar á malbikuðum göngustígum. Fékk hreint loft í lungun sem var auðvitað heilsubætandi á alla lund, en hitt var verra að fá síðan í bakið þegar göngu lauk. Það fer nefnilega ekki vel með líkamann að labba á hörðum as- faltlögðum stígum. Er eiginlega djöfullegt. Heyrði um daginn af velmeinandi lækni austur á Sel- fossi sem fengi til sín ótalmarga sjúklinga sem kvörtuðu undan þessu meini og ráðleggingin sem sá læknir gæfi fólki væri að labba sem mest um í kargþýfðum móum. Það ráð svínvirkar enda hverfur bakverkurinn við það. Öll munum við eftir merking- unum sem stundum má sjá í fal- legum skrúðgörðum þar sem seg- ir að bannað sé að ganga á gras- inu. En nú er sem sagt komið á daginn að ætlum við að halda skrokknum í lagi er um að gera að labba þar þvers og kruss. Við þurfum sem sagt meiri an- arkisma í þjóðfélagið. í ljósi framansagðs er ljóst að skrokk- urinn á okkur fer allur í skrall ef við göngum á skipulögðum stígum, fyrir utan svo hvað til- veran öll verður déskoti leiðinleg ef allt í lífi okkar fer að lúta of skipulagi bæði í stóru og smáu. Opinberum aðilum gengur ekki nema gott eitt til að hafa gott skikk á skólamálum, heilbrigðis- þjónustu, samgöngum og svo framvegis. Hafa gott skipulag á hlutunum. En er verið að mæta kröfum þjóðarinnar með þeim hætti? Þurfum við ekki öll að geta í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu fengið að ganga á gras- inu, bæði til að fá ekki í bakið - og eins til að halda sönsum í samfélagi þar sem reglugerðir og skipulag ætla hvern mann óstöðugan að æra? Sigurdur Bogi Sævarsson blaöamaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.