Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Page 28
AGFA ^ APS FILMUR Á BETRA Frarnköllunarverð á APS íilrnum Gæða framköllun HEIMSMYNDIR Smídjuv&gi 11,«gul gata *, 200 Kópavogur, afmi 544 4131 AGFA C MANUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (OD I _£__I _£_A Loforð er loforð Sfmi: 533 5040 - www.allianz.is Jón Ásgeir: Jón Gerald blekkti lögreglu ■v Jón Asgeir Jóhannesson .Einsýnt er að Jón Gerald Sul- lenberger hefur vísvitandi blekkt lögregluyfirvöld í því skyni að hefja opinbera rannsókn vegna málsins," segir í yfirlýsingu sem Jón Ásgeir Jó- hannesson, stjómarformaður Baugs Group, hefur sent frá sér vegna aðgerða embættis Ríkislögreglustjóra gegn fyrirtækinu. Þar segir einnig: „Jón Gerald hefur í samtölum við bæði ættingja mína og starfsfólk þeirra félaga, sem ég veiti forstöðu, haft í hótunum um að skaða bæði þessi félög og mig persónulega. Sjá bls. 2 -hlh Einkavæðingarnefnd: Niðurstaða í dag A fundi, sem einkavæðingamefnd hélt í gærkvöld, mun hafa verið tek- in ákvörðun um viö hvaða einn að- ila verður rætt varðandi sölu á hlut ríkisins í Landsbanka íslands. Kauphöll íslands fær niðurstöðu fundarins i dag. Þar kemur líka fram hvaða timamörk nefndin setur viðræöunum. -Gun Hlýtt fram undan Gera má ráð fyrir ágætisveðri á næstu dög- um. Þó að einhverjar skúrir verði hér og þar um landið þá verður að jafnaði fremur hlýtt og milt í veðri. Þetta er ágætt ferðaveður og hljóta að teljast jákvæð tíðindi fyrir þá sem taka sér síðbúið sumarfri. Seinni hluta vikunnar verður hlýj- ast norðan- og vestanlands en ágæt- isveður um land ailt. Góðviðri mun væntanlega haldast fram yfir næstu helgi og því ekki úr vegi að njóta s* blíðunnar með einhverri skemmti- legri útiveru. -HÞG EINN EINN TVEIR NEYÐARLlNAN LÖGREGLA SLÖKKVIUÐ SJÚKRALIÐ NU KEMUR FREE WILLY FRJÚ! UV-MYNU MILMAK Rjómablíöa í hofuöborginni Haustblíöan lék við hvem sinn fingur um helgina og er vonandi tákn um það sem koma skal í vetur. Veðurstofan spáir áframhaldandi blíðviðri og ættu allir að nota haustið til útiveru og gera eitthvað sér til dægrastyttingar með sínum nánustu. Ljósmyndari DV var á ferðinni í gær og náði á filmu þessu myndarlega fólki sem fékk sér is á Ingólfstorgi er það sleikti sólargeislana. • • Mið tekið af spennu vegna íraks, segir forstöðumaður öryggissviðs: Oryggisgæsla hert; mjog i Leifsstoð - ísland hefur sérstöðu - gæsla á eftir að aukast enn frekar í vikunni „Miðað við þann suðupott og þá spennu sem ríkir út af Miðaustur- löndum og nú síðast írak þá höf- um við gripið til sérstakra örygg- isráðstafana. Við íslendingar höf- um sérstöðu hvað varðar Banda- ríkin því héðan fara margar flug- vélar daglega vestur um haf. Auk þess erum við NATO-þjóð,“ sagði Stefán Thordersen, forstöðumað- ur öryggissviðs Flugmálastjómar á Keflavíkurflugvelli, við DV. Þeir sem fóru um Leifsstöð um helgina tóku eftir að öryggismál hafa verið hert - nákvæmari skoðun á skilríkjum, vopnaleit og fleira. Stefán segir að vaxandi spenna vegna umræðna Banda- ríkjamanna og Breta um að ráð- ast á írak og það að 11. september er á miðvikudaginn hafi í for með sér enn hertari gæslu i Leifsstöð í vikunni. „Miðað við aðra flugvelli í Evr- ópu þá höfum við sérstöðu," segir Stefán. „Á Gardemoen-flugvelli er um þúsund sinnum meira flæði farþega en hjá okkur. Samt eru þessi öryggismál að snerta okkur jafnvel meira en þar vegna tengsla okkar við Bandaríkin í fluginu." Stefán segir að þetta snerti auð- vitað Flugleiðir mjög. Þannig hafi auknar kröfur bandarísku flug- málastjómarinnar átt frekar við íslenskar flugvélar en víða um annars staðar vegna beinnar um- ferðar héðan til og frá Bandaríkj- unum. „Við reynum að miða okkar að- gerðir við gott og' hert eftirlit en með sem minnstum óþægindum. Á hinn bóginn viljum við ekki endilega hafa vopnaburð sýnileg- an eins og til dæmis er gert í Bret- landi. Það er búið að færa öryggis- staðalinn upp síðastliðið ár og það ástand hefur verið viðvar- andi. Það má búast við hertum að- gerðum," sagði Stefán. Hann segir ýmis aðildarfélög sem koma að flugi, hagsmuna- samtök og hið opinbera hafa hvatt til táknrænna aðgerða í kringum 11. september. Þannig er t.d. átt við að slökkvilið og lögregla sýni táknræna samstöðu og samúð þennan dag - stéttir þess fólks sem illa varð úti þegar tvíbura- turnarnir World Trade Center hrundu. -Ótt Bandarískir og íslenskir starfsmenn Ocean Future halda til Noregs: Keikó gefið að éta á ny Bandarískir þjálf- arar Keikós gáfu honum að éta í fyrsta sinn í tæpa tvo mán- uði í gær en fram að því hafði háhyrning- urinn verið sjálfum sér nægur við fæðuöflun. Honum var gefið tvisvar sinnum, síðast í gærkvöld. Ástæða þessa er að há- hymingurinn hefur ekki aflað sér fæðu svo heitið geti i síðustu viku þar sem hann hefur haldið til á til- tölulega grunnum sjó í Skálavíkur- firði, norðanvert í Noregi, eftir að hafa verið megnið af ágústmánuði á ferð í Atlantshafi. Bandarískir og ís- lenskir starfsmenn Ocean Future-sam- takanna eru á leið frá Vestmannaeyj- um til Noregs til að sinna háhymingn- um í Skálavíkur- firði næstu mánuði. „Keikó hefur ekki hreyft sig eins og við vildum hér í firðinum," sagði Colin Beard þjálfari við DV sem kveðst orðinn fremur lúinn eftir mjög annasama viku sem hefur ver- ið þrungin spennu vegna þess að Ocean Future-samtökin unnu svo dögum skipti að því að fá forvitna Norðmenn til að halda sig frá Keikó og hætta að gauka að honum mat. „Ástandið er orðið mun betra núna. Norsk yfirvöld hafa bannað fólki að koma nær Keikó en 50 metr- um, bæði frá landi og á bátum. En það hefur samt verið mikið af fólki sem hingað hefur komið um helg- ina,“ sagði Beard. Þjálfarinn segir vikuna hafa ver- ið mjög truflandi fyrir háhyming- inn. „Ég tel alveg ljóst að hann hef- ur ruglast á þessari miklu athygli. Við munum halda áfram og reyna að láta hann hreyfa sig því þegar hann kom hingað fyrst sáum við að ástand hans var sérstaklega gott eft- ir sundið frá íslandi. -Ótt BYSSUR SPORTVORUGERÐIN SKIPHOLT 5 562 8383 Talaðu við okkur um Auðbrekku 14, sími 564 2141

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.