Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Blaðsíða 6
Það styttist óðum í helsta tónlistarviðburð ársins hér- lendis. Airwaves-tónlistarhátíðin verður haldin dag- ana 16.-20. október næstkomandi og er það mál manna að hátíðin verði betri með hverju árinu. í vik- unni var gengið frá dagskrá hátíðarinnar og helsta viðbótin frá því sem áður hafði verið tilkynnt er að rapparinn J-Live hefur bæst í hópinn. fiirwaves-dagskrain fullkláruS J Live er nýjasta viðbótin ítónlist- arflóruna á Airwaves-hátfðinni í næsta mánuði. RCWELLS Tiska • Gædi • Betra verð J-live spilar á Gauki á Stöng á fimmtudagskvöldið með nokkrum af helstu hip- hop-listamönnum okkar, þeim Forgotten Lores, Bent og 7berg, Skyttunum, Crit- ical Mass, O.N.E. og Af- kvæmum guðanna. Á Nasa á fimmtudagskvöld spila Hera, Dead Sea Apple, Days- leeper, Land og synir og Remy Zero. í Iðnó spila með- al annars Jagúar, Delphi og DDD en á Vídalín eru það Lúna, Ulpa, Sofandi, Pom- opop og Funerals. Raftón- listin á svo heimili á Spotlight þetta kvöld þar sem Biogen, Frank Murder, Octal, Krilli, Einóma, Exos og Thor koma fram. Þá verð- ur ýmislegt í gangi á öðrum skemmtistöðum borgarinnar. Botnleðja, Mínus, Fídel og Maus spila á Gauknum á föstudagskvöld ásamt Rapt- ure, Alfonz X og Darren Em- erson, og strákamir í Ensími verða á Nasa með Singapore Sling, Vinýl, Leaves og Smack. Á Vídalín spila Kimono, Náttfari, Ampop, Svanur og Quicotix en í Iðnó koma fram Ske (fyrmm Skárr’en ekkert), Daníel Ágúst, Egill Sæbjöms., Trabant og Einar Örn. Það verður rokkað á Grandrokk svo um munar með Brain Police, Miðnes, Ceres 4, 200.000 naglbítum og Stjömukisa. Á Spotlight ræður raftónlistin ríkjum og eins verður dagskráin víða um borg. Laugardagskvöldið er aðal- kvöldið eins og fram hefur komið. Stórtónleikar verða í Laugardalshöll þar sem Fat- boy Slim er aðalnúmerið. At- hyglisverðasta nafnið á dag- skránni eru líklega sænsku rokkaramir f Hives en aðrir sem fram koma em Apparat, Blackalicious, Gus Gus og Darren Emerson. Mikið verð- ur um að vera í Laugardaln- um því dagskráin stendur lengi yfir og má búast við að hægt verði að slaka á í stóru tjaldi fyrir utan Höllina ef fólk vill taka sér frí frá tón- listinni. Allt verður þetta þó auglýst betur síðar. Ungfrú Bæjaraland Nafn: Resl Framti3arplön:Lýtaaðgerð til að losna við svip litlu systur Amold Schwarzenegger. ÁhugamáLSafna nærfötum Ludwig II. Tónlistarsmekkur:Söngur múrmeldýrsins. Ungfrú Víetnam Nafh: Diva Chae Áhugamál: Hár, förðun og lestur góðra tímarita Tónlistarsmekkur: Sixties tónlist, Doors, Janis Joplin ... Lífsmottó: Kostar klof að ríða rafti Ungfrú Kambódía Nafn: Ariya Beckham Lífsmottó: Enginn er of ljótur Áhugamál .-Sleikipinnar, frostpinnar, bananar og gulrætur Framtídarplðn: Að ganga í bandaríska herinn Ungfrú Ítalía Nafn: Gina Tonic Áhugamál: Gin, háir hælar og ítölsk matameysla. Lífsmottó: Ef ég man það ekki, þá gerðist það ekki. Stjómmálaskoðanir: Burt með alla stjómmálamenn sem em ekki foxý, hinir mega vera eftir, hverjir svo sem það ættu að vera. ÞAÐ EINA SEM GETUR LEITT ÞAU SAMAN ER HEFND. f ó k u s 6 13. september 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.