Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Blaðsíða 10
Óhætt er að segja að nýja Oueens of the Stone Age-platan Songs for the Deaf hafi tekið rokkheiminn með trompi, enda sérstaklega tilkomumikil og öflug plata. Trausti Júliusson rifjaði upp feril þeirra Josh Homme og Nick Oliveri en þeir störfuðu fyrst saman í hljómsveitinni Kyuss árið 1987. Rokkspámenn sem taka sig ekki of alvarlega Ramones-manían heldur áff Það er sitthvað forvitnilegt í boði þessa dagana fyrir Ramones aðdáendur þó að tveir af höfuðpaurum sveitarinn- ar, þeir Joey og Dee Dee, séu falinir frá. Nýlega kom út safnið Anthology - The Chrysalis Years, en þessi 3ja diska pakki safnar saman öllu þvíefni sem Ramones gáfu út hjá Chrysalis, þ.á m. tónleika- efni, en þriðji diskurinn er samfelld tón- leikakeyrsla, 33 lög (þ.á m. öll þekktustu lögin) og hvergi slegið af. 4. nóvember er svo von á plötu með útgáfum annarra listamanna á Ramones slögurum, en þar má m.a. heyra meðferð U2 á Beat On The Brat, Matallicu á 53rd b 3rd, Kiss á Do You Remember Rock’n Roll Radio, Marilyn Manson á The KKK Took My Baby Away, Motor- head á Rockaway Beach og Tom Waits á Jacky 6 Judy. Aðrir f lytj- endur verða m.a. Red Hot Chili Peppers, Garbage, Green Day, Rancid, The Offspring og Rob Zombie, en hann er jafnframt að alhvatamaðurinn að útgáfunni. Safnplötufár 1 (alþjóðlegt) Nú fer að styttast í jóla- köttinn og eins og vanalega er von á safnplötum með öll- um og ömmu þeirra. Annar hlutinn í U2-sögunni, Best of 1990-2000, kcmur 4. nóv- ember og mun innihalda 16 lög, en að auki mun annar diskur með b hliðum og DVD með aukaefni fylgja með fyrstu vikuna. Eftir það verður platan einföld. Ný Best Of plata kemur frá David Bowie 21. október og munu koma 16 mismunandi útgáfur víðs vegar um heiminn. Það hefur verið talað um nýja tvöfalda Bítla-safnplötu, en það er enn óstaðfest. Best of-plötur með Manic Street Pr- eachers, New Order, Blondie, Madness, Siouxsie b The Banshees, Cranberries og hinni nýlátnu Pulp verða líka í jólaflóðinu ásamt smáskíf ulagasafni írsku sveitarinnar Ash. Samt er líklegt að safn platan 40 Licks, með gómlu krumpufésunum í Rolling Stones, seljist meira en allar þessar plötur, enda platan, sem gefin er út í tilefni 40 ára starfsafmælis þeirra, fyrsta safnplata sveitarinnar sem spannar allan ferilinn. Safnplötufár 2 (innlent) Islenskir útgefendur ætla ekki að gefa þeim erlendu neitt eftir í saf plötuútgáf unni nú fyr- ir jólin. I september er von á plötunni Roy Rogers með Halla b Ladda sem safnar saman þeirra bestu lögum. Upp úr næstu mánaðamótum koma safnplöturnar tvær með Björk og seinna í október er von á „bara það besta“-plötum með Trú- broti, Þremur á palli og Rfó-trfóinu, ásamt plötunni Mýrdalssand- ur sem verður safn bestu laga hljómsveitar Bubba og Rúnars Júl, GCD. Að lokum er það svo Megas, en á sama hátt og Rolling Sto- nes fagna 40 ára starfsafmæli með 40 laga safni mun Megas halda upp á 30 ára útgáfuafmæli með 30 laga safni sem spannar allan feril hans. Af öðru endurútgef nu efni sem telja má líklegt að lendi í mörgum jólapökkum þetta árið má nefna vandaðar endur- útgáfur á 10 fyrstu plötum Megasar og sérstaka 20 ára afmælis- og spariútgáfu á Stuðmanna plötunni Með allt á heinu, en á henni verða m.a. lög úr myndinni sem ekki fóru á plötuna á sínum tíma. Manu Chao með tónleikaplötu Nú í vikunni kom út tónleikaplatan Radio Bemba Sound Sy stem með fransk-spænska tónlistarmanninum Manu Chao og hljómsveit hans, Radio Bemba, en Manu hefurverið á tónleikaferð með sveitinni síðustu 3 ár og spilað fyrir milljónir manna í þrem ur heimsálfum. Platan inniheldur lög af fyrstu tveimur sólóplöt- um Manu Chao, Clandestino og Proxima Estacion Esperanza, ný og áður óútgefin lög og svo gamla smelli frá því hann var meðlim- ur í hljómsveitinni Mano Negra, m.a. lög eins og King Kong Five, Casa Babylon og Mala Vida. Platan var tekin upp á tónleikum f La Villette í París 3. og 4. sept ember í fyrra og ólíkt mörg- um öðrum tónleikaplötum þá eru upptökurnar alveg látnar halda sér, ekkert verið að „laga“ og „bæta“ þær í stúd- íói eftir á. Flestir þeir sem hafa séð Manu Chao á tón- leikum eru sammála um að það sé frábær upplifun, m.a. þeir fjölmörgu íslendingar sem sáu hann á tveimur síð- ustu Hróarskeldu-hátíðum. gáfunni af Kyuss. Það samstarf varð að Queens Of The Stone Age og semma árs 1998 gekk Nick Oliveri til liðs við þá. Fyrsta platan og meistaraverkið Rated R Fyrsta stóra platan með sveitinni hét einfaldlega Queens Of The Stone Age og kom út hjá óháða plötufyrirtækinu Loos- egroove Records í október 1998. Platan vakti töluverða at- hygli og innihélt m.a. lagið If Only sem varð vinsælt á rokkút- varpsstöðvunum vestanhafs. Ári seinna gerðu þeir félagar svo samning við Interscope og fyrsti ávöxtur þess samnings var platan Rated R sem kom út árið 2000 og fékk allsstaðar frá- bæra dóma; var m.a. valin plata ársins af blaðamönnum NME. Hemandez hætti f sveitinni áður en Rated R kom út og síðan þá hafa Homme og Oliveri verið einu föstu meðlim- imir, en alls konar aukamenn komið við sögu bæði á plötun- um og á tónleikum. A nýju plötunni spila m.a., auk Homme, Oliveri og Grohl, Paz og Anna úr A Perfect Circle, Alain Jo- hannes og Natasha Shneider úr Eleven, Dean Ween og Blag úr Dwarves, Chris Goss úr Masters Of Reality og Scream- ing Trees-söngvarinn Mark Lanegan, sem reyndar kom líka við sögu á Rated R. Lög fyrir heyrnarlausa Eins og áður segir hefur Songs For The Deaf fengið mjög góðar viðtökur. Platan er nokkuð fjölbreytt þó að sándið haldi henni saman. Hún er brotin upp með tilkynningum úr út- varpi, sem er eins og rauður þráður í gegnum hana og gefur henni heildarsvip. Þó að rokkið sé allsráðandi þá eru sum lög- in með grípandi poppaðar melódíur. Platan minnir oft á frek- ar gamaldags þungarokk en samt er víða komið við. First It Giveth byrjar t.d. eins og Califomia Uber Alles með Dead Kennedys, meðan Do It Again notar grunninn úr Gary Glitter glam-rokk-smellinum Rock N Roll ... Og það sem skín líka í gegn á plötunni er að þeir félagar taka sig ekki allt of alvarlega. Þeir eru báðir með önnur verkefni í gangi. Josh rekur plötufyrirtækið Rekords Rekords og er að vinna sóló- plötu með Mark Lanegan, en á meðal annarra hliðarverkefna má nefna Head Band, sem Casey Chaos úr Amen er í , Mondo Generator, sem er aukaverkefni Oliveri, og svo hljómsveitina The Eagles (jfl ; Of Death Metal, sem er „eins og Eagles en spilar . 'iff/ death metal", eins og Josh orðar það svo skemmti- lega ... „Við emm ekkert að reka menn og ráða, menn geta verið eins lengi og þeir vilja og þeir geta líka hætt þegar þeim hent- ar,“ segir Nick Oliveri, bassaleikari og söngvari bandarfsku rokksveitarinnar Queens Of The Stone Age í nýlegu viðtali þegar hann er spurður út í endalausar mannabreytingar hljómsveitarinnar. Nick er eini fasti meðlimurinn ásamt Josh Homme, gítarleikara og söngvara, en aðrir koma og fara án þess að þeir félagar séu neitt að kippa sér upp við það. Á nýju plötunni ber mikið á Dave Grohl, fynum Nirvana-trommara og leiðtoga Foo Fighters, sem settist við settið affur og hefúr greinilega engu gleymt þó að hann hafi spilað á gítar með Foo Fighters undanfarin ár. Á tónleikaferð sveitarinnar f vor spiluðu Grohl og Troy Van Leeuwen, gítarleikari A Perfect Circle, líka, en nú hafa þeir báðir kvatt og snúið sér að öðm, en Homme og Oliveri em búinir að ráða fyrrum Danzig, Goatsnake og Wasted Youth- trommarann Joey Castillo í stað Grohl og em nú á tónleika- ferð með... And You Will Know Us By The Trail Of Dead til þess að fylgja nýju plötunni eftir. Songs For The Deaf, sem er þriðja plata QOTSA, hefur fengið ffábærar viðtökur gagn- rýnenda og rokkáhugafólks út um allan heim og verður ömgg- lega ofarlega á listum yfir rokkplötur ársins þegar árinu lýkur. En riflum aðeins upp söguna. Hin goðsagnakennda Kyuss Nick Oliveri og Joshua Homme vom báðir á meðal stofn- enda hinnar goðsagnakenndu sýmþungarokksveitar Kyuss í Palm Desert í Kalifomíu árið 1987. Sveitin, sem í upphafi var einnig skipuð John Garcia söngvara og Brant Bjork trommara starfaði til ársins 1995 og sendi frá sér fjórar plötur sem allar fengu mikið lof gagnrýnenda en nutu ekki mikillar hylli almennings. Kyuss er ein af þessum sveitum sem ekkert sérstaklega margir hlustuðu á þegar hún var starfandi en sem hefur haft mikil áhrif effir að ferli hennar lauk. Kannski var hinn almenni rokkaðdáandi ekki tilbúinn fyrir svona þunga tónlist á þessum tíma. Oliveri hætti reyndar í Kyuss 1992 og gekk til liðs við hina alræmdu Chicago-sveit, The Dwarves. Eftir að Kyuss hætti ‘95 spilaði Homme með Screaming Trees, stofhaði Gamma Rey, sem gaf út nokkrar smáskífúr, og gaf svo út sólóplötuna Instmmental Driving Music For Felons árið 1997. Það ár byrjaði hann svo að semja tónlist með trommu- leikaranum Alfredo Hemandez, sem hafði verið í síðustu út- plö^udómar Flytjandi: Schneider TIVl Platan: Zoomer Útgefandi: City Slang/Skífan Lengd: 45:50 mín. hvað fvrir skemmtileaar niSurstaða h vern? staðreyndir Schneider TM er aukasjálf þýska tón- listarmannsins Dirk Dresselhaus. Zoomer er önnur platan hans en sú fyrri, Moist, kom út hjá City Slang fýrir fiórum árum. Moist var instrúmental raftónlistarplata en á nýju plötunni eru öll lögin sungin. Platan inniheldur m.a. smáskífulagiö Frogtoise og lagið Turn On sem fýrrum Puppetmastaz-meðlim- urinn Max Turner rappar í. Þessi plata, Schneider TM, er enn ein sönnun þess að Þýskaland er eitt af mest spennandi popp-svæðum heims- ins I dag. Þetta er tónlist sem aðdá- endur sveita eins og Mouse On Mars og Notwist ættu að tékka á. Schneider TM notar mörg af sömu hljóðunum og „clicks & cuts“-raftónlistargengið not- ar, en hann gerir úr þeim sungin poþp- lög. Það varThe Light 3000 sem var útgáfa Schneider TM á Smiths-laginu There Is A Light That Never Goes Out sem kom Dirk á bragðið sem söngvara. Lagið, sem var á stuttplötunni Binokular, sló I gegn m.a. bæöi hjá Jarvis Cocker og John Peel (náði 8. sæti á árslista hans). Dirk segist annars vera undir hvað mestum áhrifum frá Lou Reed og furðufuglinum Daniei Johnston. Eins og Björk á Vespertine notar Dirk Dresselhaus snarkið, brakið og skröltið sem hefur verið áberandi hjá evrópskum raftónlistarmönnum í tilraunageiranum til þess að búa til popptónlist. Útkoman er frábær þó að tónlistin hér sé bæði popp- aðri og aðgengilegri en hjá Björk. Einstök plata sem sameinar það framsækna og það hefðbundna. Rott framtíðarpopp. trausti júliusson Dirty Vegas er tríó frá Suður-London, skipað þeim Ben Harris og Paul Harr- is, sem eru hljðmþoröa- og græju- menn, og Steve Smith sem syngur og spilar á ásláttarhljóðfæri. Þeir vöktu fyrst athygli í Bandarikjunum með lag- inu Days Go By sem var notað í Mitsu- bishi-auglýsingu. í framhaldinu fór þessi þlata, sem er þeirra fýrsta, beint I 7. sæti Billboard-listans. Tónlist Dirty Vegas er léttleikandi og poppað sambland af danstónlist og rokki. Dirty Vegas eiga þ.a.l. sitthvað sameiginlegt með sveitum eins og Hapþy Mondays sem blönduöu rokki og dansi saman fyrir 10 árum. Þetta - er samt poppaðri og léttari tónlist ef eitthvaö er (þeir nota t.d. kassagítara mikiö) þannig að alveg eins mætti kalla þetta klúbbapopp. Ben Harris var áöur i house-dúóinu Bullitt, Paul Harris var fastaplötusnúð- ur á Milk Bar-klúbbnum í London og Steve Smith var áður söngvari í rokk- hijómsveitinni Higher Ground. Hljóm- sveitin hét fýrst Dirty Harry en nafninu var auðvitað breytt til þess að forðast málaferli. Þegar Paul tapaöi miklu fé í spiiavíti í London datt þeim nafnið Dir- ty Vegas í hug. Við fyrstu hlustun virkar þetta eins og útþynnt útgáfa af danstónlist, en þegar maður hlustar betur þá fer maður að meta tónlistina út frá hennar eigin for- sendum. Þetta sambland af house og kassagítarpoppi virkar á köflum þokka- lega; platan rennur ágætlega í gegn og hefur fínan hljóm. Hún er samt fullein- hæf og tekst aldrei að rista mjög djúpt. trausti júlíusson 10 f ó k u s 13. september 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.