Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Blaðsíða 12
Austurbæjarbíó var opnað árið 1947 og var þá stærsta samkomuhús iandsmanna. Árið 1987 var nafninu breytt í Blóborglna og húsið gert upp svo það stæðist kröfur samtímans. í sumar var svo kvikmyndasýningum hætt í húsinu eftir 55 ár. En hvað tekur við? Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað gera eigi við húsið og víst er að ekki eru allir sammála. Á að rífa húsið eða fá því nýtt hlutverk? Fókus spurði nokkra einstaklinga um hvaða möguleikar væru í stöðunni. HvaS á að gera yiS flusturbæjarbíó? Austurbæjarbíó var starfrækt frá árinu 1947 og fram til 1987 þegar það breyttist í Bíóiborgina. Eldri myndin er tekin 1977 en sú innfellda í sumar þegar starfsemi í húsinu var hætt. MlKILVÆGT AÐ HLÆiA „Ég vil að húsið verði notað sem leikhús fyrir leik- ara sem vilja setja upp farsa eins og gert var áður. Ég man þegar faðir minn, Jón Hjartarson leikari, og félagar hans hjá Leikfélagi Reykjavíkur unnu hörðum höndum við að setja upp farsa í Austurbæj- arbíói sem komu öllum til að hlæja og var ágóðinn af sýningum þeirra notaður til að byggja Borgar- leikhúsið. Það er nauðsynlegt að geta hlegið, sérstak- lega á þessum ttmum sem við lifum nú á.“ Helga Braga Jónsdóttir leikkona Hjólabrettahöll, ekki spurning „Ég myndi vilja að í þessu húsi yrði sett upp hjólaskauta- og hjólabrettaæfingasvæði fyrir krakka og unglinga og raunar fyrir fólk á öllum aldri sem hefði áhuga á slíku sporti. Ég held að það sé engin almennileg aðstaða fyrir þetta fólk á höf- uðborgarsvæðinu og held að þetta sé góð hugmynd. Mér finnst að borgin ætti að kaupa húsið og láta verða af þessari hugmynd minni. Þá væri mögu- leiki að setja þama upp veitingaaðstöðu og veit- ingastaði sem fólk gæti íarið á eftir að hafa skemmt sér á pöllunum. Sjálfur er ég ekki mikið fyrir hjóla- brettin eða hjólaskautana en finnst vanta aðstöðu fyrir þá sem stunda sportið." Friðrik Weisshappel smiður Kaffi og gamlar myndir Ég vil nú helst halda í húsið enda hrædd um að í staðinn rísi 15 hæða gímald þar sem eitthvert ógur- legt innheimtufyrirtæki hefði aðsetur. Væri ekki gráupplagt að hafa þarna vinnu- og kennsluaðstöðu fyrir þroskahamlaða? Ég held að þeir hafi verið á hrakhólum undanfarið. Svo væri hægt að reka kaffihús f anddyrinu og setja upp sýningarsal. Þó mætti halda í gamla sýningarsalinn og sýna þar gæðamyndir eins og Kvikmyndahátíð í Reykjavík býður stundum upp á en við komumst aldrei yfir að sjá.“ Sólveig Kristbjörg hjá Mannlífi Vantar söngleikjahús „Það vantar Broadway-stemningu eins og er í New York hér á landi. Mér finnst að húsið ætti að vera notað sem söngleikja-leikhús. Húsið er alveg tilvalið í þess konar rekstur. Ég er svo sem ekki viss um að rekstur af því tagi myndi virka en þetta er það sem ég vildi sjá í húsinu. Fólk hefur jú verið að fara í sérstakar ferðir til London og New York til að sjá söng- leiki á borð við Phantom of the Opera og Cats og ég.er viss um að einhverjir að minnsta kosti vildu sjá þessa söngleiki hér á landi. Ég væri í það minnsta ánægður með að hafa leikhús af þessu tagi.“ Sigurður Rúnarsson útvarpsspekúlant Flott hús fyrir kvikmyndasafn „Ég vil helst að húsið verði áffam notað sem kvikmyndahús. Það er svo notalegt að geta hlaupið yfir götuna á náttfötunum og farið í bíó. Ég bý nefnilega mjög stutt frá bíóinu. En ef kvikmyndastarfsemi verður hætt myndi ég vilja sjá kvikmyndasafn í þessu húsi. Það verð- ur að tengja þetta hús á einhvern hátt við kvik- myndir, leikhús eða tónlist. Mér fyndist mikil synd ef húsið yrði rifið, sérstaklega ef þama ætti einungis að koma bílastæði eða því um líkt.“ Margrét Eir söngkona Tónleikahús fyrir krakka „Mér fyndist alveg frábært ef þessu húsi yrði breytt í tónleikahús fyrir krakka. 1 húsið gætu krakkar og unglingar komið og æft sig á hljóð- færi, sama hversu góð þau væru, og bara spilað að vild. Þá ættu hljómsveitir sem eru að hefja sín fyrstu spor einnig að hafa æfingaaðstöðu á svæðinu. Síðan væri gaman ef kunnir hljóm- listarmenn myndu öðru hvoru droppa inn og taka lagið. Þetta væri bæði þroskandi og skemmtilegt í senn.“ Magnús Scheving framkvæmdastjóri f ó k u s 12 13. september 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.