Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Blaðsíða 15
Hvað eiga tveir myndlistarnemar úr FB sameiginlegt annað en að bregða fyrir sér blýanti og rissa upp nakið kvenfólk? Þeir rappa! Bent rappar meðal annars með XXXRottweiler og þeir 7berg læra og syngja saman. Þeir eru á ákveðnum tímamótum í rappinu, það er plata á leiðinni en reyndar var þeim bannað af Flugmálastjórn að gefa hana út á ákveðnum degi. Bent og 7berg hafa þetta að segja um málið. Klikk-idi-klakk, íslenskan er málið „Flugmálastjóm talaði við Eddu miðlun, sem gefur út plötuna okkar, og bað um að platan væri ekki gefin út á þessum degi. Ekki vitum við af hverju en kannski vegna þess að hún átti að koma út þann 11. september og það er flugvél framan á diskinum." Bent og 7berg eru búnir að fikta saman við tónlist í tvö ár, Bent hefur rappað með XXX Rottweilerhundun- um og 7berg hefur þeytt skífum ásamt rappinu. „Við sömdum lög og vorum hressir. Síðan stóð til að gefa út smá- skífu með einhverjum lögum en okkur fannst það svo ghetto eitthvað, Skífan og Eddan sýndu þessu áhuga og við áttum fullt af lögum þannig að við slógum til og ákváðum að fara með þetta alla leið.“ Finnst Bent ekkert of mikið að rappa með Rottiveiler og gefa út plötu með 7berg! „Nei, alls ekki, fólk kaupir fleiri en einn disk á ári, en ef fólk kaupir bara einn þá á það að vera Bent/7berg en ef tvo þá má það kaupa nýja XXX Rottweiler'diskinn þegar hann kemur út. Það er reyndar að koma út fárán- lega mikið af rappplötum þessa dag- ana. Rappið er orðið tískufyrirbæri á íslandi, það er alveg fullt að gerast í þessari senu.“ En af hverju núna? „I kringum árið ‘97 þá sprakk þetta út. Quarashi og Subterranean voru að gera góða hluti og margir fylgdu í kjöl- farið. Nú er rappið orðið miklu sýni- legra en áður. Reyndar er mikið af vondu rappi þama úti og besta tónlist sem til er er gott hip-hop en sú versta er vont hip-hop. Það eru alltof margir copy-paste rapparar þama úti.“ BÝ HJÁ MÖMMU Hvemig virkar að vera í rappsveit, hverjir gera hvað? „Eg (Bent) og 7berg röppum. Svo erum við með tvo pródúsera sem búa til takta, hanna tónlistina. Þeir heita Tryggvi, sem er skákmaður, og Ámi, sem vann þar til nýlega í BYKO. Síð- an erum við með plötusnúð sem heitir Paranoia sem er undirheimamaður með meiru. Við (Bent og 7berg) búum til textana við rappið sem pródúser- amir fá. Þeir búa svo til takt í kring- um það. Við hittumst svo og fáum þetta til að virka." Af tónlistarmyndböndum á MTV að dæma þá eru allir rapparar forríkir með gullhálsmen, á nýjum Lexus, eiga hrúgu af mjög nánum vinkonum og eiga kastala fyrir heimili. Eruð þið orðnir ríkir af rappinu? „Eg (Bent) lifi á þessu. Eg á reynd- ar ekki bíl og bý hjá mömmu. Ef ég þyrfti að reka bíl, leigja húsnæði og borga bamameðlag þá gæti ég þetta líklega ekki. „ En hvaða fríðindi fylgja þessu þá? „Átta ára strákar koma upp að mér (Bent) og segja að ég sé kúl og 14 ára fullar stelpur hringja í mig og skella á áður en þær þora að segja eitthvað, það hjálpar manni að bústa upp egóið.“ Eruð þið þá fyrirmyndir? „Við lítum á okkur sem eftirmyndir en ekki fyrirmyndir. Við buðum okkur aldrei fram sem einhverjar bamapíur og ef einhverjir foreldrar eru á móti okkur þá er það bara þeirra mál. V0 erum samt betri fyrirmyndir en marg- ir þama úti. Ef það eru ekki við þá eru það einhverjar týpur úr einhverri bíó- mynd eða fíkniefhasalinn á horninu sem krökkum finnst kúl af því hann er með svo marga eymalokka og keyr- ir um á flottum bíl. Við röppum á móti ffkniefnum." ÍSLENSKA ER SÉRSTAÐA Flestar raþþsveitir syngja á ensku en af hverju syngja XXX og Bent/ 7berg á fslensku? „íslenskan hefur þetta harða, klikki- diklakk, klíkukrónubardagi, eins og bland af rússnesku og sænsku. ls- lenskan hefur margar myndir, beyg- ingar og föll sem hægt er að nota. Oll lögin okkar eru á íslensku nema eitt vers í einu lagi sem er á ensku. „ En getur íslenskt rapp meikað það á er- lendri grundu? „XXX Rottweiler hefur fengið gott plug frá erlendum blaðamönnum sem hafa komið hingað og svo er Rottweiler að fara til Svíþjóðar og Finnlands í september. Það væri frá- bært að spila í félagsmiðstöðvum og klúbbum úti en allt meira en það eru draumar." Þannig að enskan er ekki málið? „Ef við færum að syngja á ensku þá myndum við tapa sérstöðunni." Hvað vilja Bent og 7berg segja við aðdáendur sína sem langar að rappa? „Gera sinn hlut, æfa sig heima fyr- ir framan spegil og EKKl gefa út plötu á sama tíma og við!“ ■^SSf er>u —argir dropar ;->t þá nokfcra { ,jáv,;r. það ter ekkí a •U!A \ erié ti! mvci saralKo.v . Upp Hrf tíroans. og stöan n--tur cru roorg ár, roargar ar runni, mála ... ■r ntnagbs 'ítrih b.fðt tjjr.t •U-rif stóð standa alltr ein.r-- Á'Tettsesinn se sandkasMnn. crt ut og fOíist í það * cevna að stttndj stu ctnir á bári i þessu Mer fjtnnst ngntapa ^ cn Stóan tó '1 wj'hiþmxn -dbr eins ^ fs bar-' J rXrir' sf einhverium hálfvitum bt ^ Stiórnin . : vtd hla>n,tn á eitt au enn sero Ntr y þeir spib bara peppara sem ntaður a a0 KA"“ - - K, ,111 falla beirra toolUst er bara martvK "fll ,Vk„r þtð, við þurfum engar trek.tn smn .,.w » 7b,~tv ur Irtgttm „Mú ég rpar Texti og Fókusmyndir: Hilmar Þór 13. september 2002 f ó k u s 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.