Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2002 Fréttir X>V Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Ásta Möller og Katrín Fjeldsted stefna á 4. sæti - Pétur H. Blöndal undir feldi til mánaðamóta Katrín Fjeldsted, sem skipaði 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik fyrir síðustu þingkosning- ar, stefnir á 4. sæti í prófkjörinu sem haldið verður 22.-23. nóvember. Ásta Möller, sem skipaöi 9. sæti á lista flokksins síðast, stefnir á 4. til 5. sæti. Fyrir síðustu kosningar skipaði Sólveig Pétursdóttir 4. sæti listans. Hún gefur kost á sér áfram. „Ég stefni á eitt af efstu sætunum. Vonandi fæ ég brautargengi til þess,“ sagði Sólveig við DV í gærkvöld. Katrín Fjeldsted segist ekki vera að bjóða sig fram gegn Sólveigu. „í prófkjöri fer maður ekki gegn ein- hverjum heldur til að láta á það reyna hver staða manns er. Það á enginn frátekin sæti í prófkjöri," seg- ir Katrín. Rétt er að hafa í huga að sá sem hafnar í 4. sæti í prófkjörinu skipar 2. sæti á lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna tveggja. Sá sem hafnar í 3. sæti skipar 2. sæti Ásta Pétur Möller. Blöndal. í hinu kjördæminu. Hlutkesti ræður því á hvorum listanum efsti maður í prófkjörinu tekur sæti og aðrir rað- ast eftir því. Davíð Oddsson sækist eftir stuðn- ingi til að leiða listann á ný. Björn Bjamason, sem skipaði 2. sæti síðast, stefnir á eitt af efstu sætunum og Geir H. Haarde, sem skipaði 3. sæti síðast, stefnir á 2. sæti. Lára Margrét Ragnarsdóttir, sem skipaði 5. sæti síðast, segist stefna aö endurkjöri. Guðmundur Hallvarðs- son, sem skipaði 6. sæti, segist stefna á 5. sæti. Pétur H. Blöndal, sem skipaði 9. sæti síðast, hefur ekki tekið ákvörð- un um framboð. „Ég tek væntanlega ákvörðun um mánaðamótin," sagði Pétur í samtali við DV í gærkvöld. Þingmönnum Reykjavíkur fjölgar úr 19 í 22 í nýrri kjördæmaskipan. Nýja skipanin hefði fært Sjálfstæðis- flokknum 11 þingmenn í Reykjavík í stað 9 í síðustu kosningum miðað við óbreytt úrslit. -ÓTG Samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og IMS í höfn: Kostnaðurinn óljós - segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Nýir stjórnendur Fræösluyfirvöld í Hafnarfiröi hafa auglýst eftir skólastjóra og aöstoöarskólastjóra viö Áslandsskóla. Skótinn starfar nú undir stjórn Hafnarfjaröarbæjar, eftir aö samkomulagiö er í höfn. Líkamsárás í togara Austur-evrópskur maður hringdi í lögregluna í Reykjavík um klukkan fjögur aðfaramótt sunnudags og til- kynnti að stórslösuð kona væri um borð i togaranum Atlas við Granda- bryggju í Reykjavíkurhöfn. Konan, sem er frá Eystrasaltsríkjunum en bú- sett hérlendis, var alblóðug og voru sjúkraflutningamenn og lögreglumenn sendir að togaranum. Hún var flutt á slysadeild Landspítalans með höfúðá- verka en var útskrifuð þaðan fyrir há- degi í gær. Lögreglan handtók litháískan skip- verja af Atlasi grunaðan um líkams- árás á konuna og var hann yflrheyrð- ur í gær eftir að hafa sofið úr sér. Mik- il ölvun var um borð í togaranum um nóttina en ekki er vitað hvaða erindi konan átti um borð. Skipverjamir segja hana hafa dottið og slasast með þeim hætti. Hins vegar er rannsakað hvort henni hafi verið hrint. Að sögn lögreglu er málið vandmeðfarið, enda reyndist erfitt að eiga samskipti við aðila málsins sökum timgumálaörðug- leika. Túlkur var kailaður til en atvik- ið er enn í rannsókn lögreglu. Umræddur togari varð frægur á Is- landi fyrir þremur ámm þegar skip- veijar stóðu fyrir mótmælum vegna vangoldinna launa. Gekk togarinn þá undir nafninu Odincova og var í eigu Letta. -jtr Kostnaður vegna samkomulag sem náðist i gærkvöld milli Hafnar- fjarðarbæjar og íslensku mennta- samtakanna í kjölfar ágreinings vegna riftunar bæjaryfirvalda á rekstrarsamningi skólans er enn óljós, aö sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. Hann sagði við DV i gærkvöld að farið yrði í endanlegt uppgjör vegna samkomulagsins strax eftir helgina. Þær tölur sem fyrir lægju myndi hann kynna bæj- arstjóm áöur en farið yrði að fjalla um þær opinberlega. Umrætt samkomulag náðist eftir stífar samningaviðræður aðila um helgina. Samkvæmt því fellur samn- ingur bæjarins og ÍMS frá 11. maí 2001 niður, að fengnu samþykki bæjarstjómar Hafnarfjarðar. Fullt samkomulag er orðið um skilmála á yfirtöku á öllum þeim búnaði sem ÍMS hafa notað til reksturs Áslands- skóla. Þá náðist fullt samkomulag um yfirtöku Hafnarfjarðarbæjar á leigusamningiun vegna tölvubúnað- ar og annars nauðsynlegs búnaðar, um yfirtöku áfallandi rekstrar- kostnaðar, yfirtöku réttinda og skyldna gagnvart starfsfólki og um greiðslu til ÍMS vegna kostnaðar og vinnuframlags til uppbyggingar skólastarfs Áslandsskóla. Þá taka greiðslur til ÍMS einnig tillit til þess hluta kostnaðar við uppbyggingu skólans sem samtökin gerðu ráð fyr- ir að kæmu til greiöslu á síðari hluta þriggja ára samningstímans. Lúövík sagði við DV að það sem mestu skipti væri að búið væri að ná góðu samkomulagi sem tryggði að skólastarf færi fram með eðlileg- um og friðsamlegum hætti. Það væri álit beggja aðila að umrætt samkomulag þjónaði best hagsmun- um bamanna í Áslandsskóla. Um helgina auglýstu fræðsluyfir- völd í Hafnarfirði stöður skóla- stjóra og aðstoðarskólastjóra í skól- anum lausar til umsóknar. Einnig var auglýst eftir sérkennara og námsráðgjafa við skólann. Hafnar- fjarðarbær hefur nú tekið yfir starfsskyldur starfsmanna. Sunita Gandhi, framkvæmdastjóri ÍMS, lætur hins vegar af störfum við skólann með tilkomu samkomu- lagsins. -JSS Amerískur hvíldarsfóll Ótrúleqa þœgilegur! Laugarnestangi: íbúar kvarta yfir gæsaskít „Þegar mest er þarf ég klukku- tíma á dag til þess að hreinsa upp gæsaskítinn héma fyrir utan hjá mér. Það er mjög leiðinlegt að þurfa að standa í þessu,“ segir Birgitta Spur, íbúi á Laugarnestanga í Reykjavík, í samtali við DV. íbúar i þremur húsum á Laugar- nestanga hafa sent bréf til umhverf- is- og heilbrigðisnefndar borgarinn- ar þar sem þeir kvarta yfir ágangi gæsfugla. Þeim hefur fjölgað mjög að undanfornu. Segja íbúar sem blaðið ræddi við að nú sé svo kom- ið að gæsimar séu orðnar algjör plága en þær eru nú taldar i tugum. Við Laugamestanga 65 býr Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- maður sem haldið hefur gæsir und- anfarin ár. Enginn íbúanna sem skrifaði undir bréfið treysti sér hins vegar til þess að alhæfa um að allar gæsimar væra hans. „Við getum sagt að gæsimar komi sem ungar úr eggjum," sagði Kolbrún Björgúlfs- dóttir leirlistakona sem býr í húsi númer 62 á Laugamestanga. Erindi íbúa í Laugamesi var tek- ið fyrir á fundi umhverfisnefndar í síðastliðinni viku undir þeirri yfir- skrift að beöið væri um „uppræt- ingu gæsa“ á svæðinu. Afgreiðslu málsins var frestað. -sbs Kvartaö yflr ágangi Umhverfisnefnd borgarinnar hefur fengiö erindi um máliö. Flakið veröi fjarlægt Norska umhverfisráðuneytið krefst þess að flak Guðrúnar Gisladóttur KE, sem strandaði við Lófót í sumar, verði fjarlægt fyrir 1. maí nk. Þá á að vera búið að fjarlægja olíu úr skipinu fyrir 15. næsta mánaðar. Nýr sveitarstjóri Einar Öm Thorlacius lögfræðingur hefur verið ráðinn sveitarstjóri Reyk- hólahrepps og tekur við starfinu um mánaðamótin. Fráfarandi sveitarstjóri er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Ráðherraheimsókn Halldór Ásgríms- son átti í gær fund með Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku, en sá síðamefndi er í heimsókn hérlendis. Ráðherramir ræddu meðal annars sam- skipti íslands og Suður-Afríku og ástand mála í sunnanverðri Afríku. Rangt að breyta lögum Varaformaður fjárlaganefndar Al- þingis, Einar Oddur Kristjánsson, kveðst hafa miklar efasemdir um að rétt sé að gera breytingar á raforku- lögum eins og gert er ráð fyrir i nýju stjómarfrumvarpi. Framvarpið bygg- ist á tilskipun Evrópusambandsins en þingmaðurinn segir nauösyn að kann- aðir verði möguleikar á undanþágum frá fyrmefndri tilskipun. RÚV greindi frá. Paprikuræktun niður Útlit er að helmingi minna verði ræktað af papriku hér á næstu árum en nú tíðkast. Þetta er niðurstaðan ef tekið er mið af umsóknum grænmetis- bænda um úreldingu gróðurhúsa en umsóknir um úreldingu 60% þeirra liggja nú fyrir. RÚV greindi frá. Tiu félög í eitt Stofnfundur Verkalýðsfélags Vest- firðinga fór fram á ísafirði í gær. Þá sameinuðust 10 verkalýðsfélög innan vébanda Alþýðusambands Vestfjarða. Um 1440 manns era í félaginu. Ferjan óhentug Hraðferja þeirrar tegundar, sem nefnd hefur verið sem hugsanlegur arftaki Herjólfs, þykir óhentug enda getur hún ekki siglt i meira en 5 metra ölduhæð. Vestmannaeyingar héldu fund um helgina þar sem ræddar vora samgöngubætur fyrir eyjaskeggja. Vilja ekki samstarf við D-lista Ungliðahreyfing vinstri grænna skorar á forystu flokksins að hafiia samstarfi við Sjálfstæðisflokk. Unglið- amir, sem héldu aðalfund um helgina, vilja að mynduð verði vinstri stjóm eftir kosningamar á vori komanda. Ekki með riðu Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræðum að Keldum leiðir í ljós að granur um að kind frá Ásunnar- stöðum í Breiðdal væri riðuveik er ekki á rökum reistur. Sturla gefur kost á sér Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra gaf út yfirlýsingu á fundi Sjálf- stæðisfélagsins Skjaldar í Stykkis- hólmi þess efhis að hann gæfi kost á sér til þingstarfa áfram og óskaði eftir að skipa 1. sæti flokksins í Norðvest- urkjördæmi. Fundurinn fór ffarn á fóstudagskvöld. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.