Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2002 nv Fréttir Gunnar Sigurfinnson, kafarinn sem var rétt drukknaður í Kleifarvatni, er á batavegi: Maður fær aðra lífssýn - eftir að hafa verið svo nálægt dauðanum DV-MYND ÞÓK Heimtur úr helju Gunnar Sigurfmnsson og Hómeira Gharavi, eiginkona hans, ásamt dótturinni Sóley Mitru á heimili sínu í Dalalandi þegar DV ræddi viö þau í gærkvöld. „Maður fær aðra lífssýn eftir að hafa verið svona nálægt dauðanum. Nú er ég betri með hverjum degin- um sem líður,“ sagði Gunnar Sigur- flnnsson sem varð fyrir alvarlegu slysi viö köfun í Kleifarvatni þann 3. september síðastliðinn. Hann missti meðvitund úti á vatninu og lá milli heims og helju á Landspít- ala - háskólasjúkrahúsi svo sólar- hringum skipti eftir slysið. Fyrstu sólarhringana ríkti óvissa um hvort hann myndi lifa slysið af. Hann var meðal annars með lungnabólgu fyrstu vikuna. Á þeim tíma börðust læknar á spítalanum fyrir lífi hans. En dæmið snerist við, hann komst til meðvitundar og framfarir hafa veriö með ólikindum, miðað við það sem gerst hafði. Þar hafa einbeittur viljastyrkur og bjartsýni áreiðan- lega átt sinn þátt. Ekki var hlutur Hómeiru Gharavi konu hans þó minni. Hún sat við sjúkrabeð hans dag og nótt þennan tvísýna tíma. „Hún hélt i höndina á mér og styrkti mig. Það munaði mikið um þaö,“ sagði Gunnar þegar DV hitti hann og Hómeiru á heimili þeirra í Dalandinu í gærkvöld. Man ekkert Þeir voru þrír kafararnir sem voru að kafa saman í Kleifarvatni þegar slysið varð. Þeir höfðu verið að kafa niður á alit að 56 metra dýpi. Þegar þeir komu upp á yfir- borðið var alit í lagi en Gunnar missti síðan meðvitund á leiöinni í land. Hann man ekkert frá þessum tíma. Það siðasta sem hann man er að hafa hitt félagana í Bolholti áöur en haldið var að Kleifarvatni. Hann man ekkert eftir ferðinni þangað né því sem síðar gerðist. Nú rámar hann í þegar verið var að taka hann úr öndunarvélinni á spítalanum 60 klukkustundum eftir slysið en dag- amir sem á eftir komu eru ennþá gloppóttir í minninu. En Hómeira var með manni sín- um við Kleifarvatn og fylgdist með því sem gerðist. „Það var um kortér yfir sex sem við ókum frá Reykjavík," sagði hún við DV í gærkvöld. „Um 19,30 fóru Gunnar og félagar hans í vatnið. Um hálfníuleytið komu þeir upp. Ég sá þá strax að eitthvaö var að. Fé- lagar Gunnars hófu að synda i land en hann dróst Qjótlega aftur úr. Síð- an lá hann með andlitið ofan í vatn- inu, synti ekki og var byrjaður að drukkna. Þá sýndi Ásgeir M. Ólafsson, fé- lagi hans, mikið snarræði. Hann synti til Gunnars og tók að blása í hann. Hann synti síðan með hann til lands.“ Haldið sofandi Þar sem símasambandslaust var við Kleifarvatn ók Ásgeir síðan í snarhasti til að hringja eftir hjálp. Skömmu síðar komu svo sjúkra- bíll og lögregla frá KeQavík og síðan sjúkraQutningalið af höfuðborgar- svæöinu. Stöðugt var haldið áfram tilraunum til endurlífgunar á Gunn- ari. Þegar hann kom upp úr vatninu reyndist líkamshiti hans 31 gráða, enda er varminn í vatninu ekki nema 5-7 gráður. Þyrlan gat ekki lent alveg við vatnið þannig að sjúkrabíllinn varð að aka með Gunnar í nokkrar mín- útur til að koma honum um borð í hana. Svo heppilega vildi til að áhöfn þyrlunnar var að leggja upp í æfmgaRug þegar kallið barst. Hún kom því innan stundar á slysstað. Um klukkan tlu um kvöldið var Gunnar kominn á slysadeild, þá enn meðvitundarlaus. Klukkan hálftólf var hann svo kominn í svokallaðan þrýstijöfnunarklefa á spítalanum. Þar var hann til klukkan 7.30 um morgiminn. Hlutverk slíks klefa er að jafna þrýstinginn sem hefur orðið á lík- amanum þegar farið er of hratt upp á vatnsyfirborðið. Við það myndast loftbólur í blóðinu þannig að það „sýður" í líkamanum. Gunnar var settur í öndunarvél og honum haldið sofandi í rúmlega tvo sólarhringa. „Fyrst þegar ég vaknaði gat ég ekki hreyft hægri fótinn og hægri höndin lét ekki að stjóm,“ sagöi hann. „Það var óneitanlega dálítið óhuggulegt að geta ekki hreyft sig. En ég var harðákveðinn í að koma mér sem fyrst á fætur. Fyrst byrjaði ég aö geta snúið fætinum 1-2 sentí- metra. Það var stór sigur. Svo kom þetta stig af stigi. Fyrst var ég í hjólastól, níu dögum eftir slysið gat ég svo tyllt í fætuma í göngugrind og nú síðustu vikuna hef ég gengið við hækjur. Þeim æQa ég að sleppa eftir næstu viku. Þessar hröðu framfarir þakka ég einkum konu minni sem hefur stutt mig og styrkt í hvívetna. Einnig góðri sjúkraþjálf- un sem hefur mikið að segja. Það er mikilvægt að komast sem fyrst í hana eftir slíka legu.“ Beðið fyrir Gunnari Þegar þetta gerðist hringdi ein- hver í bænalínuna og lét biðja fyrir mér. Siðan voru boð látin út ganga á tölvupósti svo það var stór hópur fólks um allan bæ sem bað fyrir mér. Ég er sannfærður um að þetta hefur einnig hjálpað mér mjög mik- ið. Aðalatriðið er að missa aldrei trúna á að allt fari vel.“ Gunnar hefur dvalið á spitalan- um í Fossvogi þar til fyrir viku að hann fékk að fara í helgarleyR. Hann lagðist ekki inn aftur. Hann fer enn í þrýstijöfnunar- klefann á spítalanum einu sinni á dag og svo verður það næstu vik- una. Eftir dvölina í klefanum sem tekur rúma klukkustund í senn fer hann á endurhæfingardeildina á Grensási og er þar til klukkan fjög- ur á daginn. Þá er hann farinn að bregða sér í vinnuna stund og stund en þolir illa langar setur. Það er greinilegt að honum liggur á að koma sér af fullum krafti út í líRð á nýjan leik. Ekki mælt með köfun En hvað með köfunina? „Læknar mæla ekki með því að ég stundi hana í framtíðinni. Ég hlaut mænuskaða sem veldur tilflnningu eins og náladofa fyrir neðan brjóst og í hægri hendi. Magnleysið i fæt- inum stafar hins vegar af skemmd sem ég hlaut í vinstra heilahveli. Ég hef alltaf haft gaman af spennu og að takast á við áskoranir. Það kemur í góðar þarfir núna.“ -JSS Bíllausir í velslu. Sædís íva Elíasdóttir og Björn Ægir Hjörleifsson útdeila veitingum. Bíllaus dagur í Mýrdal Það var billalaus dagur í Vík í Mýrdal og Mýrdalshreppi öllum í gærdag. í Evrópu er 22. september bíllaus dagur. ísland er þátttakandi í þessum degi í fyrsta skipti í ár og er Mýrdalshreppur aðili að verkefn- inu. Umhverfis- og ferðamálanefnd hreppsins stóð fyrir bíllausa degin- um. í Vík tóku 50 manns þátt I tveggja tíma gönguferð undir leiðsögn Ás- laugar Einarsdóttir og um 30 manns tóku þátt í 10 kílómetra langri reið- hjólaferö sem tók sama tíma. Var þarna blandað saman hreyfingu, fróðleik og skemmtun. Þessu lauk svo með því að allir komu saman á sjávarkambinum í Vík og nutu veit- inga í boði verslunarinnar Kjarval í Vík. Þrátt fyrir bílleysið þennan dag mátti sjá bíl og bQ á ferðinni. Menn eru misjafnlega í stakk búnir að sleppa því að aka einn dag og sum- ir geta ekki hugsað sér dag án sam- neytis við ökutækið. -SKH Missti allt sitt í brunanum Pétur Karlsson í Skálavik á Stokkseyri stendur uppi eignalaus eftir brunann sem varð í húsi hans 6. september síðasfiiðinn. Húsið Skálavik var byggt 1915 og er Pétur einn af eigendunum og var búsettur í húsinu. Hafði hann lokið við að gera risíbúðina upp og var nýfluttur í húsnæðið með allt sitt innbú. Allt missti hann í brunanum og hafði ekki innbústryggingu. Taliö er að um íkveikju hafi ver- ið að ræða en þarna mátti ekki miklu muna að mannslíf töpuðust. Vinir Péturs og Petrína Rós Karlsdóttir systir hans hafa opnað söfnimarreikning í Búnaðarbankan- um á Selfossi í nafni Péturs. Númer- ið er 0325-13277 og eru framlög vel þegin. -JBP Frönsk spenna á jöklinum. Atriöi í frönsku spennumyndinni veröa tekin meöal annars viö Jökla- sel á Skálafellsjökli, sem er á þess- ari mynd, og fyrstu atriöin veröa tek- in þar næstu dagana. Hornfirðingar leika í mynd Upptökur á myndinni hefjast á Skálafellsjökli á dag ef veður leyf- ir,“ segir Hrönn Kristinsdóttir, hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasus, en ráðgert er að taka upp franska sjón- varpsmynd, Virus au Paradise, á þessum slóðum. Leikstjóri myndarinnar er Oliver Langlois sem fyrir nokkrum árum vann tQ óskarsverðlauna. Aðalleik- ari myndarinnar er Richard Bohringer og er hann mjög vel þekktur í Frákklandi. Auk hans leika í myndinni Margrét Ólafsdótt- ir, Steindór Hjörleifsson, Ólafur Darri Ólafsson, AQi Rafn Sigurðs- son og Jóhann Sigurðarson. Um 35-40 Homfirðingar koma fram í myndinni. Eins og fram hefur komið i DV er myndin spennumynd um leit að vírusi sem orðiö hefur fjölda manns að bana. „Það er spennandi að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Hrönn, og leikarinn Richart Bohringer segist hlakka til að koma hingað tQ myndatöku í náttúrulegu og rólegu umhverfi. -JI Hjóladagar Gosbrunnurinn i Tjorninni bilaður - spurning hvort viðgerð borgar sig ^rútuvogí 12» s. SÖ4 6000 Þeir sem eru mikið á ferð i mið- bæ Reykjavíkur hafa tekið eftir því að gosbrunnurinn i Tjöminni hef- ur ekki látið mikið á sér kræla í sumar. Hefur því verið fleygt að eftir kosningar hafi ekki þótt ástæða til að láta miöbæinn skarta sínu fegursta og þvi hafi gosbrunn- urinn ekki verið gangsettur. Þess má geta að húsverðir Ráðhúss Reykjavíkur gangsetja hann með fjarstýringu þegar veður leyfir. Þórólfur Jónsson, deUdarstjóri garðyrkjudeildar Reykjavíkurborg- ar, segir að ástæða þess að gos- brunnurinn er ekki í gangi hafi ekkert með kosningar að gera held- ur sé brunnurinn bUaður. „Fljót- lega eftir að brunnurinn var settur í Tjörnina í vor bilaði hann í tvígang. Eftir seinni bilunina er spurning hvort borgi sig að gera við hann.“ Þórólfur segir gosbrunninn vera orðinn nokkuð lúinn en sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi færði Reykjavíkurborg hann að gjöf fyrir um 25 árum. Síðast bilaði gosbrunnurinn fyr- ir 6 árum og þá reyndist erfitt að fá varahluti og ef að líkum lætur verður það ekki auðveldara nú. „Þvi miður er ekki hægt að halda svona tækjum við endalaust en nýjustu upplýsingar benda tU þess að sennilega borgi sig ekki að gera við hann. Þó hafa engar ákvarðan- ir verið teknar um framhaldið, hvorki um viðgerðir né kaup á nýj- um gosbrunni." Aðspuröur segist Þórólfur telja að nýr brunnur kosti miUjónir króna, með lögnum og öðru sem til þarf. Rekstur gosbrunnsins er nokkuð dýr, á hverju hausti er hann hífður upp úr tjörninni og settur í geymslu og svo þarf að koma hon- um aftur fyrir á vorin. Stóran krana þarf í það verk og þykir það nokkuð kostnaðarsamt. Einnig er brunnurinn frekur á ráfmagn og er orkukostnaður því umtalsverður. -ÓSB Sárt saknaö íbúar og starfsfólk í miöbæ Reykja- víkur hafa saknaö gosbrunnsins í Tjörninni en hann hefur ekki veriö í gangi um hríö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.