Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2002, Page 20
36
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2002
Islendingaþættir
DV
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
m
100 ára
IGuðrún Eggertsdóttir
Norödahl frá Hólmi,
Stórholti 17, Reykjavík.
Eiginmaður hennar var
Sigurður Júlíus Eiríksson
sem lést 1966. Foreldrar
Guðrúnar voru Eggert
Guðmundsson Norðdahl, bóndi á Hólmi,
og Vaigerður Guömundsdóttir Norðdahl
húsfreyja. Guðrún er að heiman en mun
taka á móti ættingjum og vinum í
Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105, 1.
hæð, að kvöldi afmælisdagsins 23.9.
kl. 20.30-22.30.
90 ára
Sverrlr Baldvinsson,
Lindasíðu 4, Akureyri. Hann veröur að
heiman á afmælisdaginn.
85 ára
Baldvin Ásgeirsson,
Furulundi 15c, Akureyri.
Hólmfríöur Eyjólfsdóttlr,
Kópavogsbraut la, Kópavogi.
Stefán Magnússon,
Hólalandi 4, Stöðvarfirði.
90 9ta
Borghildur Kjartansdóttir,
Langagerði 94, Reykjavík.
Helgi Þorvaröarson,
Frostafold 121, Reykjavík.
Ólöf Pálína Siguröardóttir,
Hverahlíö 20, Hveragerði.
75 árp
Bergur Þorvaldsson,
Möörufelli 1, Reykjavík.
Elín Bjarnadóttir,
Laugarnesvegi 112, Reykjavík.
Haila Hersir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
70 ára
Asta Torfadóttir,
Brekku, Tálknafirði.
Elma Jónatansdóttlr,
Miövangi 12, Hafnarfirði.
Geir Guönason,
Nesgötu 33, Neskaupstaö.
Guölaug Hróbjartsdóttir,
Hofteigi 6, Reykjavík.
Vernharöur Guðmundsson,
Fífuseli 4, Reykjavík.
Þuríöur Jónsdóttir,
Garðatorgi 7, Garðabæ.
60 ára
Birgir Orn Birgisson,
Dalalandi 11, Reykjavík.
Egill Ólafsson,
Kaldaseli 10, Reykjavík.
Guðfínna Svava Sigurjónsdóttir,
Hjallabrekku 14, Kópavogi.
Stefán Aðalsteinsson,
Melgerði 24, Reykjavík.
Steinn Lárusson,
Fífumýri 7, Garöabæ.
Svanhlldur Alexandersdóttir,
Asparási 8, Garðabæ.
50 ára
Friöþór Eydal,
Lækjarhjalla 8, Kópavogi.
Guöbjörg Garðarsdóttir,
Garöastræti 15, Reykjavík.
Guðmundur Jónsson,
Æsufelli 6, Reykjavík.
Hermann Guömundsson,
Heiðarhrauni 1, Grindavík.
Inga Erllngsdóttir,
Vallarbraut 10, Seltjarnarnesi.
Inga Lis Östrup Hauksdóttir,
Ránargötu 30, Reykjavík.
Jónas Steinþórsson,
Sundabakka 7, Stykkishólmi.
Þór Eiís Pálsson,
Grandavegi 4, Reykjavík.
40 ára
Anna Kristjana Ásmundsdóttir,
Syöra-Langholti 4, Árnessýslu.
Benedikt Steinþórsson Kroknes,
Selvogsgötu 13, Hafnarfiröi.
Birgir Arnar Birglsson,
Bárugötu 20a, Akranesi.
Borghlldur M. Bergvinsdóttlr,
Brekkugötu 5b, Akureyri.
Frlörik Bergþór Ástþórsson,
Birkigrund 22, Selfossi.
Guöbjörg H. Sigurðardóttir,
Hraunbæ 162, Reykjavík.
Hávaröur Finnbogason,
Kvistalandi 22, Reykjavík.
Helöa Krlstín Þ. BJarnadóttlr,
Veghúsum 25, Reykjavík.
Ingólfur Kjartansson,
Sveinseyri, Tálknafirði.
Ragnhelöur Júníusdóttir,
Kársnesbraut 45, Kópavogi.
Rannveig Krlstín Siguröardóttlr,
Hlíöarhjalla 61, Kópavogi.
Sigfús Eövald Eystelnsson,
Byggöavegi 91, Akureyri.
Súsanna Ernudóttir,
Stekkjarholti 7, Akranesi.
Fímmtugur
Hjálmar H. Ragnarsson
tónskáld og rektor Listaháskóla íslands
Hjálmar Helgi Ragnarsson, tón-
skáld og rektor Listaháskóla ís-
lands, er flmmtugur í dag.
Starfsferill
Hjálmar fæddist á Ísaíirði. Hann
nam tónlist hjá íoður sínum við
Tónlistarskóla ísafjarðar og síðar
píanóleik við Tónlistarskólann í
Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá
MR 1972, BA-prófi í tónlist frá frá
Brandeis University, Mass., 1974,
stundaði nám í raf- og tölvutónlist
við Instituut voor Sonologie í Ut-
recht 1976-77, lauk MFA-prófi í tón-
fræðum og tónsmíðum frá Comell
University, New York, 1980 en loka-
ritgerð hans fjallar um Jón Leifs,
æviferil hans, störf og tónsmíðar.
Hjálmar var tónlistarkennari við
Tónlistarskóla ísafjarðar og MÍ og
söngstjóri Sunnukórsins 1974-76;
tónlistarkennari og deildarstjóri
tónfræðadeildar við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík 1980-88; söngstjóri
Háskólakórsins 1980-83; kennari í
raftónlist við Tónmenntaskólann í
Reykjavík 1981-82; borgarlistamað-
ur Reykjavíkur 1988-91; og fyrsti
rektor Listaháskóla íslands frá 1999.
Hann sat í stjóm Islenskrar tón-
verkamiðstöðvar 1983-89; var for-
maður Tónskáldafélags íslands og í
stjóm STEFs 1988-92; formaður full-
trúaráðs STEFs 1992-94, 1996-98 og
2000-2002; varaforseti Bandalags ís-
lenskra listamanna 1989-91 og for-
seti samtakanna 1991-98. Þá hefur
hann setið í stjóm listamannalauna
frá 2001 og i stjóm Menningarsjóðs
SPRON frá 1996.
Meðal helstu tónsmíða hans eru
Sex sönglög fyrir rödd og kammer-
sveit 1978-79; Rómanza, tríó 1981;
Canto fyrir þrjá blandaða kóra 1982;
Fimm prelúdíur fyrir píanó 1983-85;
Ave Maria fyrir blandaðan kór 1985;
Messa fyrir blandaðan kór 1982-89;
Tengsl, sönglög fyrir rödd og
strengjakvartett 1988; Rauður þráð-
ur, ballett fyrir hljómsveit 1989;
Spjótalög fyrir sinfóníuhijómsveit
1989; Rhodymendia palmata, ópera
1992; Kaili og sælgætisgerðin, ópera
1991-93 (ófullgerð); Sónata, ævin-
týraópera 1994; Te Deum fyrir
blandaðan kór 1995; Konzert fyrir
orgel og hljómsveit 1997; í svart-
hvítu fyrir sinfóníuhljómsveit 2000.
Hjálmar einnig samið tónlist við
Fimmtug
fjölmörg leikrit, m.a.
Yermu, Rómeó og Júl-
íu, Stóran og smáan,
Pétur Gaut, Þrettándu
krossferðina, Trölla-
kirkju og Cyr-ano de
Bergerac, og við kvik-
myndirnar Tár úr
steini og Sporlaust.
Hann hefur enn frem-
ur skrifað fjölda greina
um tónlistarmálefni,
menningarpólitík og
náttúruvemd, og samið
kvikmyndahandrit i
samvinnu við aðra.
Verk Hjálmar hafa
verið flutt víða um
heim, bæði á tónleikum
og í útvarpi, og mörg
þeirra hafa verið geftn
út á hljóðritunum.
Hjálmar fékk riddara-
kross hinnar íslensku
fálkaorðu 1996.
Fjölskylda
Kona Hjálmars er Ása Richards-
dóttir, f. 19.8. 1964, framkvæmda-
stjóri. Foreldrar hennar eru Jónina
Júlíusdóttir, f. 20.8. 1928, fyrrv.
deildarstjóri, og Richard Björgvins-
son, f. 1.8. 1925, d. 23.4. 1999, við-
skiptafræðingur og fyrrv. bæjarfuil-
trúi.
Fyrri eiginkona Hjálmars er Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir, f.
13.8. 1952, mannfræðingur.
Böm Hjálmars em Ragnar, f. 18.9.
1978, stjórnmálafræðingur; Nína
Sigríður, f. 26.6. 1992; Snorri, f. 5.10.
1993.
Systur Hjálmars eru Anna Ás-
laug, f. 7.11. 1946, pianóleikari í
Múnchen; Sigríður, f. 31.10. 1949,
skólastjóri á ísafirði.
Foreldrar Hjálmars eru Sigríður
Jónsdóttir Ragnar, f. 26.7. 1922, d.
10.3.1993, kennari frá Gautlöndum í
Mývatnssveit, og Ragnar H. Ragnar,
f. 28.9.1898, d. 24.12.1987, söngstjóri
og tónlistarskólastjóri frá Ljótsstöð-
um í Laxárdal i S-Þingeyjarsýslu.
Ætt
Föðurbróðir Hjálmars var Torfi,
faðir Magnúsar hæstaréttardómara.
Ragnar var sonur Hjáimars, b. á
Ljótsstöðum í Laxárdal, bróður
Áma, fóður Gunnars, pr. í Kópa-
vogi, og afa Þórs Vilhjálmssonar
prófessors. Annar bróðir Hjálmars
var Sigurður, afi Jónasar Jónssonar
búnaðarmálastjóra. Hjálmar var
sonur Jóns, b. á Skútustöðum,
Ámasonar. Móðir Jóns var Þuríður
Helgadóttir, ættfoður Skútustaða-
ættar, Ásmundssonar.
Móðir Ragnars var Áslaug, systir
Ragnheiðar, móður Snorra skálds
og Torfa, fyrrv. tollstjóra. Áslaug
var dóttir Torfa, skólastjóra í Ólafs-
dal, Bjamasonar og Guðlaugar Zak-
aríasdóttur.
Sigríður var systir Böðvars, b. á
Gautlöndum, og Þorláks, afa Hjáim-
ars Jónssonar dómkirkjupr. Sigríð-
ur var dóttir Jóns Gauta, b. á Gaut-
löndum í Mývatnssveit, bróður
Hólmfríðar, móður Málmfríðar Sig-
urðardóttur, fyrrv. alþm. Jón var
sonur Péturs, ráðherra á Gautlönd-
um, bróðir Kristjáns ráðherra. Syst-
ir Péturs var Rebekka, móðir Har-
alds ráðherra og amma Jóns Sig-
urðssonar, fyrrv. ráðherra. Pétur
var sonur Jóns, alþm. á Gautlönd-
um, Sigurðssonar og Sólveigar
Jónsdóttur, ættfóður Reykjahlíðar-
ættar, Þorsteinssonar. Móðir Jóns
Gauta var Þóra Jónsdóttir, b. á
Grænavatni, Jónassonar og Hólm-
fríðar Helgadóttur, systur Þuríðar,
móður Hjálmars á Ljótsstöðum.
Móðir Sigríðar var Anna Jakobs-
dóttir, systir Bjöms, stofnanda
íþróttaskólans á Laugavatni.
Dagný Haraldsdóttir
launafulltrúi í Reykjavík
Dagný Haraldsdóttir fulltrúi,
Barðavogi 22, Reykjavík, er fimm-
tug í dag.
Starfsferill
Dagný fæddist I Keflavík og ólst
þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur
1969.
Dagný stundaði skrifstofu- og af-
greiðslustörf til 1983, starfaði á
Pósti og síma til 1992, stundaði
verslunarstörf á Kópaskeri
1992-94, var launafulltrúi og gjald-
keri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar
1994-99 og hefur síðan starfað á
launadeild Hrafnistu í Reykjavík.
Dagný starfaði í mörg ár meö
Leikfélagi Keflavíkur og var for-
maður þess, sat í stjóm Alþýðu-
bandaiagsins í Reykjavík, sat í
miðstjóm þess og vann við kosn-
ingastjóm þess í Reykjavík í
tvennum kosningum.
Fjölskylda
Dagný giftist 13.9. 1975 Guð-
mundi Axelssyni, f. 21.5. 1953, út-
gerðarmanni. Dagný og Guðmund-
ur skiidu.
Dagný giftist 24.9. 1994 Steinari
Harðarsyni, f. 8.4.1944, tæknifræð-
ingi og deildarstjóra hjá Vinnueft-
irliti ríkisins. Hann er sonur Harð-
ar Ólafssonar, vélstjóra i Reykja-
vík, og Guðrúnar Ingimundardótt-
ur húsmóður.
Sonur Dagnýjar og Steinars er
Símon, f. 19.5. 1992.
Systkini Dagnýjar eru Marta, f.
29.5. 1954, skrifstofumaður hjá
sýslumanninum í Keflavík; Helga,
f. 20.5. 1958, verslunarmaður í
Reykjavík; Haraldur, f. 15.2. 1961,
bifvélavirki og húsamálari í Kefla-
vík.
Foreldrar Dagnýjar: Haraldur
Guðmundsson, f. 18.8. 1930, d. 21.3.
1991, iðnverkamaður í Keflavík, og
k.h., Erla Sigurðardóttir, f. 3.12.
1929, fyrrv. starfsmaður við
Sjúkrahús Ketlavíkur.
Ætt
Haraldur var sonur Guðmundar,
múrara í Reykjavik, Guðmunds-
sonar, b. í Sölkutóft á Eyrarhakka,
Magnússonar, b. á Heimalandi í
Flóa, Jónssonar. Móðir Guðmimd-
ar i Sölkutóft var Rannveig Jóns-
dóttir, b. á Ragnheiðarstöðum,
Bjamasonar. Móðir Guðmundar
múrara var Halldóra, systir Svan-
hildar, móöur Sigurgeirs biskups,
föður Péturs biskups. Haiidóra var
dóttir Sigurðar, formanns í Neista-
koti á Eyrarbakka, Teitssonar.
Móðir Sigurðar var Guðrún, systir
Ólafar, langömmu Jóns, toðiu’
Hannesar Jónssonar, fyrrv. sendi-
herra, foður Hjálmars sendiherra.
Guðrún var dóttir Sigurðar, b. á
Hrauni, Þorgrímssonar, b. í Holti,
Bergssonar, ættfoður Bergsættar,
Sturlaugssonar. Móðir Guðrúnar
var Ólöf Jónsdóttir, hálfsystir Þor-
kels, langafa Salóme Þorkelsdótt-
ur, fyrrv. alþingisforseta.
Móðir Haralds var Marta Þor-
leifsdóttir, múrara í Reykjavík,
Ámasonar, hreppstjóra í Grænu-
mýrartungu, Einarssonar, b. í Há-
túni á Vatnsleysuströnd, Jónsson-
ar. Móðir Mörtu var Helga Helga-
dóttir, sjómanns á Kötluhóli, Áma-
sonar.
Meðal systkina Erlu má nefna
Sigurð Sigurðsson, fyrrv. íþrótta-
fréttamann. Erla er dóttir Sigurð-
ar, kaupmanns í Þorsteinsbúð í
Reykjavík, bróður Hildar, móður
Guðna, fyrrv. rektors MR. Sigurð-
ur var sonur Sigurðar, útvegsb. í
Seli í Reykjavík, Einarssonar, af
Bollagarðaætt. Móðir Erlu var El-
ísabet Böðvarsdóttir, bakara í
Hafnarfirði, Böðvarssonar og Sig-
ríðar Jónasardóttur, b. í Drangs-
hlíð, Kjartanssonar, pr. i Ytri-Skóg-
um, Jónssonar. Móðir Jónasar var
Sigríður Jafetsdóttir, stúdents í
Ytri-Skógum, Högnasonar. Móðir
Sigriðar var Ragnhildur Sigurðar-
dóttir, pr. á Heiði í Mýrdal, Jóns-
sonar. Móðir Ragnhildar var Sig-
ríður Jónsdóttir eldprests Stein-
grimssonar.
Ray Charles 72 ára
Eðaisöngvarinn Ray
Charles á afmæli í dag.
Charles hefur verið
biindur frá því hann
var sjö ára gamall.
Hann nýtur mikillar
virðingar meðal
kollega sem og almenn-
ings og þykir einn fremsti
soulsöngvari sem uppi hefur verið.
Mörg lög hefur Charles gert þekkt en
frægast er I Can’t Stop Loving You frá
árinu 1962. Charles hefur tvisvar giftst
og á níu böm. Um tónlistina segir
hann: „Ég fæddist með tónlistina í
mér. Ef ætti að aðskilja hana frá mér
þyrfti ég að fara á skurðarborðið."
Gildir fyrir þriöjudaginn 24. september
Vatnsberinn 120. ian.-18. febr.l:
Hvort sem þér líkar
betur eða verr eru
það mál annarra en
þín sem verða í
brennidepli í dag. Þú stendur
svo sannarlega ekki einn.
Fiskarnir (19. febr.-20. marsl:
I Hugmyndaflug þitt er
með mesta móti,
sérstaklega hvað
varðar endurbætur á
heimiíinu. Vertu óhræddur við
að taka ákvarðanir.
Hrúturinn (21. mars-19. apríll:
Þú þarft að gæta að
öðrum. Þú hefur um
nóg að hugsa í dag en
það er ekki sama
hvemig þú gerir hlutina.
Happatölur þínar eru 12,14 og 29.
Nautið 170. april-20. maíl:
Þú ert orkuminni en
venjulega og ættir
ekki að taka að þér
erfið verkefni.
hiningamálin eru í
einhverjiun flækjum.
Tvíburarnir m. maí-21. iúníi:
Þú verður fyrir
y^^vonbrigðum í dag en
I kvöldið bætir það
margfait upp. Farðu
samt varlega í mannlegum
samskiptum.
Krabbinn (??. iúni-??. iúin:
Þú hefur óþarflega mikl-
ar áhyggjur af sjálfum
þér. Þú ættir að leita
_____ leiða til að auka sjáifs-
traust þitf. Það er gott að deila
áhyggjum sínum með góðum vinum.
Liónlð 123. iúli- 22. áeústl:
SSKSBSk Mtur út fyrir að
þú verðir ekki valda-
mikill í dag og látir
aðra um að taka
forystuna. Þér hættir til að vera
kærulaus varðandi eigur þínar.
Mevian (23. ágúst-22. sept.l:
Nú er rétti tíminn til
að taka ákvarðanir
^^^■.varðandi fjölskylduna
^ f og heimilið. Þú þarft
að sýna lipurð í samskiptum. Þú
færð fréttir af vini í fjarlægð.
Vogln (23. sept.-23. okt.l:
Þú verður mjög
metnaðargjam í dag
en verður samt að
gæta þess að ganga
ekki á rétt annarra.
Happatölur þínar eru 9, 13 og 17.
Snorðdrekl (?4. okt.-2i. nóv.i:
Nú er öll áhersla lögð
á að rækta vinskapinn
en þú ættir að varast
að blanda viðskiptum
inn í þáu mál. Samvinna hentar
þér vel í dag.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l:
,Ef þú ert ósammála
einhveijum skaltu
fylgja eigin sann-
færingu. Ráð annarra
munu ekki duga þér. Það hjálpar
þér hve þú ert rólegur.
Stelngeltin (22. des,-19. ian,):
Þú hefur ekki mikinn
tima fyrir sjálfan þig
þar sem fjölskyldan
þarfnast allra krafta
þinna. Kvöldið lofar góðu og
rómantikin blómstrar.