Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 2
2
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002
Fréttir
33V
Mörg dæmi um þjófnað á gögnum úr Búnaðarbanka:
„Þetta var eins og
opinn kanall"
- segir heimildarmaður - fjöldi skjala rataði til Norðurljósa
Samkvæmt heimildum DV hafa
fleiri pappírar veriö afritaöir í
Búnaðarbanka og sendir Norður-
ljósum en áöur hefur komiö fram.
Þar er m.a. um að ræða fjölda
skjala sem komið hefur verið til
Norðurljósa, allavega í fjórum til-
vikum sem starfsmönnum bankans
er kunnugt um.
Eins og fram kom i frétt blaðsins
í gær mun vaktmaðurinn sem
handtekinn var í fyrradag hafa ít-
rekað leitað í gögnum bankans að
skjölum er tengdust Norðurljósum.
í sumar gerði Sigurður G. Guðjóns-
son, forstjóri Norðurljósa, opinber
gögn er vörðuðu Fjölmiðlafélagið
ehf. og hugmyndir um sameiningu
Skjás eins og Stöðvar tvö. Einnig
var upplýst um gögn er vörðuðu
áhuga manna á sameiningu Tals og
Íslandssíma. Sá sem afritaði þau
gögn og kom þeim í hendur for-
stjóra Norðurljósa lét þó ekki þar
við sitja. Þannig mun samkvæmt
heimildum blaðsins í það minnsta í
tveim tilvikum til viðbótar verið
lekið skjölum til Norðurljósa.
„Þetta var bara eins og opinn
kanall," sagði heimildamaður DV. í
öllum tilvikum mun sami maður
vera grunaöur um verknaðinn.
Hjá Norðurljósum starfar sem yf-
irmaður einnar deildar sonur vakt-
mannsins í Búnaðarbankanum.
Hann neitaði staðfastlega í samtali
við DV i gær að hafa haft milli-
göngu um að koma skjölum til for-
stjóra síns. „Þetta er algjört bull,“
sagði þessi yfirmaður hjá Norður-
ljósum.
í DV í gær sagðist Sigurður ekki
þekkja þann starfsmann Búnaðar-
banka sem handtekinn var og er
grunaður um að hafa komið til
hans gögnum. „... ég fékk bara
þessi gögn í hendur,“ sagði Sigurð-
ur.
í Morgunblaöinu í gær kom fram
að Sigurður G. Guðjónsson, for-
stjóri Norðurljósa, sagðist í samtali
við blaðið hafa fengið skjölin af-
hent og að sá sem það gerði hefði
haft samband við sig að fyrra
bragði. Við yfirheyrslu hjá lögreglu
í lok júlí neitaði Sigurður að gefa
upp hver afhenti honum gögnin.
Róbert Marshall, fréttamaður
Stöðvar 2, spurði Sigurð í fréttum i
fyrrakvöld: „Frá hverjum fékkst þú
gögn úr Búnaðarbankanum?" - Sig-
urður G. Guðjónsson svaraði:
„Fékk þau send.“ - Róbert spurði
þá aftur: „Og veist þú ekki frá
hverjum?" - Þá svaraði Sigurður G.
Guðjónsson: „Nei.“ -HKr.
Upplýslngalekl í Bunaöarbankanum
löinn uppljóstrari viröist hafa komiö
fjölda skjala til Noröurljósa meö
ólögmætum hætti.
DV-MYND E.ÓL
Einstök afmællsbörn
Halli og Laddi drógu ekki af sér þegar þeir minntust 30 ára grínafmælis
sem þeir bræöur eiga um þessar mundir. í tilefni afmælisins veröurgefm út
safnplata meö sígildum verkum bræöranna. Henni munu þeir svo fyigja eftir
meö skemmtidagskrá í Loftkastalanum.
Fjölmiðlakönnun Gallups:
100 þúsund lásu
DV Magasín
Um 100 þúsund manns lásu DV
Magasín i vikunni 15.-22. septem-
ber en þá kom blaðið út i annað
sinn. Þetta er niðurstaða
fjölmiðlakönnunar
Gallups. DV
Magasín er dreift
fritt á höfúðborg-
arsvæðinu og til
áskrifenda DV á
landsbyggðinni og
kemur út á
fimmtudögum
Könnun Gallups
bendir til að Magasín
fái góðan meðbyr strax
í byrjun.
Símakönnun Gallups var gerð í
umræddri viku meðal 1500 manns
á aldrinum 12-80 ára á öllu land-
inu. Heildarfjöldi svarenda var 899,
eða 62,5 prósent.
Samkvæmt
könnuninni
lásu 42,5
prósent á
1 a n d i n u
öllu DV
Magasín sem
kom út í
könnunarvik-
unni. Á höfuð-
borgarsvæðinu
lásu 52,8 prósent
blaðið. -hlh
Forstjóri LSH telur þörf á forgangsröðun:
Átta mig ekki á Magnúsi
segir heilbrigðisráðherra
Jón Kristjáns-
son heilbrigöis-
ráðherra segist
ekki átta sig á
hvað Magnús
Pétursson, for-
stjóri Landspítal-
ans, eigi við þeg-
ar Magnús telji
óhjákvæmilegt
að forgangsraða
í heilbrigðisþjón-
ustunni. í ræöu, sem Magnús flutti
fyrir skömmu, kom þetta viðhorf for-
sfjórans fram. Hann sagði:
„Mér sýnast erfiðleikarnir við nú-
verandi fjármögnun heilbrigðisþjón-
ustunnar, þ.e. með greiðslum TR
annars vegar og eftir föstum fjárveit-
ingum hins vegar, allt of miklir.
Skýrslur og ábendingár Ríkisendur-
skoðunar undanfarna daga hafa ver-
ið gott framlag til umræðunnar.
Vandamálin taka jöfnum höndum til
heilsugæslunnar, sjálfstætt starfandi
lækna, hjúkrunarþjónustu, félags-
þjónustu og sjúkrahúsanna. Miðað
við takmarkaða fjármuni er ljóst að
það verður að forgangsraða og er það
hlutverk stjómvaída í samráði við
fagfólk og stjórnendur, jafnt opin-
berra stofnana sem einkafyrirtækja.
Nú víkja menn sér undcm þessum
óþægindum en greiðslukerfm stýra
aftur á móti þjónustustiginu og
hvemig hún bygg-
ist upp. Þetta tel
ég óviðunandi og
órökrétt.
Heilbrigðisráð-
herra segir að i
gildi sé samningur
um heilbrigðisá-
ætlun þar sem
segi að sjúkdóma
eigi ekki að
flokka. Hann viti
ekki hvað Magnús eigi við en ljóst sé
í hans huga að ekki hafi verið farið
eftir aldri eða öðru slíku þegar
ákvarðanir séu teknar um þjónustu.
„Hver sjúklingur á að fá bestu lækn-
ingu sem völ er á,“ segir ráðherra.
Magnús sagði einnig eftirtektar-
vert að flest ef ekki öll nágrannalönd
íslendinga hefðu horfið frá fóstum
fjárveitingum sem fjármögnunarað-
ferð í heilbrigðisþjónustunni. Breytt-
ar aðferðir hefðu tekið mismunandi
stefnu í löndunum en kjami málsins
væri sá að leitast ávallt við að tengja
saman árangur og fjármuni.
Ráðherra segir að ef kostnaðar-
greining reynist lausnin frá þvi að
hverfa frá föstum fjárveitingum
komi ýmislegt til greina. Hann vilji
hins vegar ekki taka afstöðu til þess
hvort breyta skuli kerfmu fyrr en að
slíkri athugun lokinni. -BÞ
Magnús Jón
Pétursson. Kristjánsson.
Morðið á Klapparstíg:
Gæsluvarðhald til 8. nóvember
35 ára gamall maður, Steinn
Ármann Stefánsson, sem er grunað-
ur um aö hafa myrt 65 ára gamlan
mann í íbúð á Klapparstíg í Reykja-
vík i fyrrakvöld, var í Héraösdómi
Reykjavíkur úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 8. nóvember síðdegis 1
gær. Honum er einnig gert að sæta
geðheilbrigðisrannsókn. Maðurmn
vildi lítið tjá sig fyrir dómi. Hann
játaði ekki á sig morðið. -JSS
Sjá bls. 14 og 15.
Stuðmenn
að eilífu
Blaðíð í dag
Prinsessan
opnar sig
Leoncle Martin
Er baráttuþrek
ETA
samtakanna á
þrotum?
Erlent fréttaljös
Köttur,
ofurhetja og
formaður
Jóhann G.
Jóhannsson
Ég er
göldróttur
Hermundur
Rósinkranz
Ekkert
skemmtilegra en
fatahönnun
Guðrún Kristín
Sveinbjömsdóttir
Handtekin í Leifsstöð
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli
stöðvaði í gær við hefðbundið toll-
eftirlit konu sem reyndist við leit
vera með eitt kíló af hassi innan-
klæða. Konan er 36 ára þýskur rík-
isborgari og var að koma frá Kaup-
mannahöfn. Á síðustu tveimur
árum hefur 21 erlendur ríkisborgari
verið stöðvaður með fíkniefni í
Leifsstöö.
Laxi slátrað í haust
Ráðgert er að 300-400 tonnum af
laxi verði slátrað í laxeldisstöð
Sæsilfurs í Mjóafirði í haust. Lax-
inn verður fluttur yfir til Norðfjarð-
ar í slátrun hjá SÚdarvinnslunni á
Neskaupstað. Samkvæmt frétt á
mbl.is er fyrirhugað að slátrun hefj-
ist í nóvember.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borg-
arfulltrúi var í gær
endurkjörinn for-
maður Sambands
íslenskra sveitarfé-
laga á landsþingi
sambandsins sem
lauk á Akureyri í
gær. Vilhjálmur hefur gegnt for-
mennsku í tólf ár. Sjálfstæðismenn
eiga 5 menn í nýrri stjórn, fram-
sóknarmenn 2, Vinstri grænir einn
og Samfylking einn.
Hraðahundar teknir
Lögreglan á Akureyri tók nokkra
ökufanta í gær sem reyndust aka á
of miklum hraða. Að sögn er ekki
um marga að ræða en þeir sem voru
teknir óku á upp undir 130 km
hraða. Þannig voru tveir teknir á
128 km hraða en aðrir sem lögregl-
an þurfti að hafa afskipti af óku
heldur hægar.
I
Ruby flytur
Deilur hafa verið milli forráða-
manna Ruby Tuesday og leigusala á
Akureyri og er svo komið að veit-
ingahúsið hyggst flytja starfsemi
sína. Heimildir DV herma að m.a.
hafi verið tekist á um sorpmál og
vinnur veitingahúsið nú að því að
finna nýtt húsnæði á Akureyri. Að
sögn Steingríms Bjamasonar, fram-
kvæmdastjóra Ruby Tuesday, eru
engar áætlanir í gangi um að hætta
veitingarekstri í höfuðstað Norður-
lands og er leit að nýju húsnæði haf-
in.
Þrennt í fangelsi
Tveir karlmenn og kona, öll á þrí-
tugsaldri, voru í gær dæmd til fang-
elsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness
fyrir margvísleg brot. Körlunum er
gert að sitja í fangelsi í 10 og 12
mánuði en konan hlaut 6 mánaða
fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár.
Nýr vegur um Kleifaheiöi
Sturla Böðvars-
son samgönguráð-
herra var i gær við-
staddur þegar nýr
fjallvegur um
Kleifaheiði milli
Patreksfjarðar og
Barðastrandar var
formlega tekinn í
notkun. Með nýja veginum um
Kleifaheiði næst sá áfangi að bund-
ið slitlag sé samfellt á aðalvegi um
byggðina í Vestur-Barðastrandar-
sýslu frá Vatnsfirði til Bíldudals.
-aþ/JSS
Endurkjörinn