Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Side 11
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002
11
Skoðun
Hugsað við uppþvottinn
Laugardagspistill
Jónas
Haraldsson
aðstoðarritstjóri
Það var þögn í sumarhúsinu
morguninn eftir samkvæmið sem
hafði staðið fram á miðja nótt með
gleði, söng og dansi. Tónlistin var
við hæfi gesta, frá sokkabandsárum
þeirra. Hún vakti góðar minningar,
stundum ljúfsárar, jafnvel ára-
tugagamlar. Tilefni samkomunnar
var margþætt, íjórði í virðulegu
stórafmæli, saumaklúbbssamkoma,
með mökum til tilbreytingar, og létt
íþróttamót fyrr um daginn. 1 því
móti spreytti hópurinn sig á golf-
kylfum með misjöfnum árangri.
Morguninn eftir
Ég vaknaði fyrstur þótt ég hefði
tæpast náð fullum svefni. Það er
ekki jafn auðvelt að sofa út og áður.
Þó sá ég að sá hæfileiki er ekki
endilega bundinn aldri. Aðrir næt-
urgestir sváfu fast, margir heldur
eldri en ég. Það er sérstakt ástand á
húsi eða íbúð morguninn eftir partí
af öflugri gerðinni. Tómar eða háif-
tómar vínflöskur á víð og dreif og
glösin fleiri en tölu varð á komið í
fljótu bragði. Þær tómu voru af öll-
um gerðum. Hvít- og rauðvínsflösk-
urnar voru til marks um upphaf
veislunnar, siðaðasta hluta hennar,
neyslu borðvínanna. Bjórdósir og
flöskur voru víða en sem betur fer
flestar komnar í svarta poka. Það
þurfti því ekki að tína þær saman.
Einhver hafði hrokkið í tiltektargír-
inn áður en samkvæmið var allt. Ég
sendi viðkomandi þakkarskeyti í
huganum. Nóg var samt.
Misjafn smekkur
Bjórinn á sér ekki eins afmark-
aða stund í samkvæmum og borð-
vínin. Hann lifir frá upphafi til
enda. Svo var einnig í þetta sinn.
Þeir hörðustu höfðu skellt í sig
nokkrum meðan á íþróttamótinu
góða stóð. Aðrir biðu þar til grillað
var. Karlar hafa helgað sér þá mat-
reiðsluaðferð en vilja gjarnan taka
einn eða tvo kalda með, svona til að
mýkja handbragðið. Konur láta
þetta eftir þeim. Bjórmenn halda sig
síðan við þann drykk, með mat og
ekki síður er kvölda tekur, þegar
stuð færist í mannskapinn.
Aðrar áteknar flöskur á borðum
og gólfi hússins sýndu mismunandi
smekk, ailt frá dömulegu sérrii til
vodka. Greinilegt var að sumir í
þessum miðaldra hópi höfðu ekki
vaxið upp úr æskudrykkjunum,
þegar á reið að verða fullur sem
fyrst, jafnvel deyja drottni sínum
tímabundið. Sú tíð er sem betur fer
löngu liðin. Þarna var líka að finna
flöskur utan af Grand Mamier, vin-
sælum líkjör sem konur virðast
sækja í fremur en karlar en um leið
gat að líta koníaksflöskur. Karlam-
ir höfðu greinilega fengið sinn
skammt.
Jafnvel fyrir karlmenn
Það var þörf tiltektar en eitt hef-
ur þó breyst frá því sem áður var.
Það var minna í öskubökkum. Þeir
sem enn reykja stunda það flestir
undir berum himni. Daunillir
stubbar voru því fáir. Ég safhaði
glösunum saman og hóf uppþvott-
inn. Víst fór ég varlega til þess að
vekja ekki þá sem þreyttari voru
eftir nóttina. Ég er ekki þrautþjálf-
aður i uppþvotti en sérfræðingar á
þessu sviði mæla mjög með verk-
inu. Það sé svo gott að láta hugann
reika meðan á þvottinum stendur.
Verkið sé ekki flóknara en svo, jafn-
vel fyrir karlmenn, að þeir geti
hugsað um leið og þeir þvo upp. Ég
leyfði mér þennan munað.
Ósýnilegir en þó inn allt
Við samanburð á nýliðnu sam-
kvæmi og partíum fyrri ára sá ég að
margt var líkt. Það var tilhlökkun í
góðum og samstæðum hópi að hitt-
ast og sletta úr klaufunum, breyta
hvunndeginum. Hið sama átti við
fyrrum, hvort sem var i skólapartí-
um eða öðrum. Nú sem fyrr var
ákveðið að detta í það, taka þetta
með stæl. Allt var þó betur undirbú-
ið. Menn gáfu sér betri tíma og
veislufongin voru að sönnu glæsi-
legri, fjárhagurinn betri. Það sá ég á
matarbirgðunum sem bornar voru
inn í sumarhúsið og ekki síður vín-
inu. Jepparnir í hlaðinu voru líka
tákn um breytta stöðu en helsti mun-
urinn var rólegra hormónaflæði.
Hormónamir einkenndu partíin i
gamla daga. Þeir voru ósýnfiegir en
þó um allt, réðu samskiptum kynj-
anna. Þess vegna, meðal annars,
fóru ýmsir flatt á guðaveigunum.
Áfengið efldi mönnum kjark og þor.
Þeir sögðu hug sinn meöan rænan
var enn til staðar en vandinn var að
hún vildi hverfa, svo ört var sopið á.
Meðvitundarleysið var ekki langt
undan og þá var til lítils barist. Líð-
anin daginn eftir var ömurleg en
þeir timburmenn gleymdust fljótt.
Partíið hvarf út um
gluggann á meðan allir
sváfu nema ég. Friðurinn
var alger. Þess vegna hélt
ég tiltektinni áfram, sóp-
aði upp nasli og strauk af
borðum. Það var þá sem
ég áttaði mig á því að
ýmislegt hafði breyst frá
þvíforðum.
Hormónarnir tóku öll völd þegar leið
að næstu helgi. Það er fullmikið sagt
að þeir hafi verið í dái nýliðið kvöld
og nótt en fráleitt til vandræða.
Breyttir tímar
Ég þvoði glösin og þurrkaði.
Snapsaglös fóru á sinn stað, bjór-
glös á annan og vínglösin röðuðust
pent í skáp. Lengstan tíma tók að ná
varalitnum af sumum glösunum.
Augljóst var að konumar höfðu
ekki dregið af sér i andlitsskreyt-
ingunni. Þetta verk vandaði ég samt
af þeirri reynslu að gamall varalit-
ur á stöðnu glasi er ekki lystauk-
andi eins og sami litur getur þó ver-
ið á vömm við réttar aðstæður.
Varfæmum höndum strauk ég
bleytuna af koníaksglösunum. Þau
vora mitt uppáhald, fallega löguð
með mjúkar línur.
Ég opnaði glugga og hleypti
hressandi haustloftinu inn, tók sam-
an púða úr sófum og stólum og viðr-
aði. Partíið hvarf út um gluggann á
meðan allir sváfu nema ég. Friður-
inn var alger. Þess vegna hélt ég til-
tektinni áfram, sópaði upp nasli og
strauk af borðum. Það var þá sem ég
áttaði mig á því að ýmislegt hafði
breyst frá þvi forðum. Við eftirleit í
þá daga fundust ekki aðeins tómar
flöskur og fullir öskubakkar. Hugs-
anlegt var að upp úr sófa græfist
brjósta- eða nærhald eða annar vitn-
isburður um tilraunir til náins sam-
bands. Ég varð hvergi var við slíkt
og átti raunar ekki von á því. Frem-
ur að ég fyndi síðar nærbuxur ein-
hvers frá golfmótinu daginn áður.
Það sem ég fann á borðum og milli
púða í sófum voru gleraugu, ekki
ein eða tvenn heldur mörg, glögg
merki þess að samkvæmisgestir
voru famir að tapa sjón. Það voru
ekki aðeins hormónarnir sem höfðu
látið á sjá heldur líka speglar sálar-
innar. Sjáöldrin höfðu dofnað með
áranum.
Hjálpartækið
Gleggsta merkið um breytingu
frá fyrri tíð fannst þó til hliðar við
þægÚegan stól með örmum. Á öðr-
um þeirra hékk stafur, silfurbúinn.
Ég vissi ekki hver átti göngustaf
þennan en gaf mér það að eigandinn
hefði staðið og gengið á tveimur
jafnfljótum meðan stætt var daginn
áður. Þegar skyggja tók hafi eitt-
hvað látið undan, ökkli, hné eða
mjaðmarliður. Því hafi verið gripið
til hjálpartækisins. Kannski þarf
fljótlega að skipta um kúlu í mjöðm
einhvers félagans. Hugsanlegt er að
sá hinn sami hafi tæklað of djarft í
fótboltanum þegar hann var og hét.
Allt verður imdan að láta.
Þess ber þó að geta, sem er fagn-
aðarefni, að engan fann ég góminn.
Tannhiröu hefur, sem betur fer,
fleygt fram.