Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002
Fréttir
DV
Maður sem lögreglan fær úrskurðaðan í gæslu vegna morðsins á Klapparstíg:
Geðsjúkur afbrotamaður
á reynslulausn
- vistunarúrræði ekki til fyrir svona fólk, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar
Maðurinn sem lögreglan óskaði
eftir að fá úrskurðaðan í gæsluvarð-
hald, og grunaður er um að hafa
banað Braga Ólafssyni, 65 ára, á
Klapparstíg 11 á flmmtudagskvöld,
var á reynslulausn hjá Fangelsis-
málastofnun eftir að hafa afplánað
rúmlega 2/3 af fjögurra ára fangels-
isdómi fyrir alvarlega líkamsárás.
Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri
stofnunarinnar, sagði við DV að
vistunarúrræði virðist alls ekki fyr-
ir hendi í þjóðfélaginu fyrir menn
eins og þennan. Spurður hvort það
sé áfall fyrir Fangelsismálastofnun
að hafa veitt reynslulausn andlega
sjúkum fanga, sem nú sé grunaður
um morð, sagði forstjórinn að þegar
reynslulausnin var veitt hefði verið
talið heppilegra að veita manninum
hana, enda hefði vilyrði fengist fyr-
ir betri vistun á heimili annars
staðar. Eftir það hefði maðurinn
farið m.a. á Vog en þó allt hefði ver-
ið reynt þar hefði ekki fengist lausn
á vanda hans. „Þessi maður er mjög
illa veikur," sagði Þorsteinn.
Maðurinn hefur verið á „gráu
svæði“ í fangelsis- og heilbrigðis-
kerfinu meira og minna í áratug.
Hann hefur talist sakhæfur enda
þótt ljóst hafl verið allan þennan
tíma að hann hefur átt við alvarleg
geðræn vandamál að stríða ofan í
það að vera flkniefnasjúklingur.
Hann var árið 1992 dæmdur í 7 ára
fangelsi fyrir stórfellt flkniefnabrot,
glæfraakstur og líkamsárás á lög-
reglumann.
Óttar Sveinsson
blaðamaöur
Innlent fréttaljós
Lilmlestir lögreglumenn
Fjölmargir lögreglumenn hand-
tóku manninn þann 18. ágúst 1992 á
Vesturlandsvegi, eftir að hann hafði
ekið bifreið á lögreglubíl, með 1,2
kíló af amfetamín í farangursrým-
inu, með þeim afleiðingum að tveir
lögreglumenn slösuðust, annar
þeirra mjög alvarlega, og hefur
hann ekki náð sér. Málið var gjarn-
an kallað tálbeitumálið þar sem
flkniefnalögreglan fékk mann til að
„setja upp“ hinn grimaða - Stein
Ármann Stefánsson. Fíkniefnalög-
reglan elti síðan Stein frá sundlaug-
unum í Laugardal og endaði sú eft-
irför með skelfilegum afleiðingum
þar sem ein dramatískasta hand-
taka íslenskra sakamála átti sér
stað. Litlu munaði að lögreglumenn-
irnir létu lífið eftir að Steinn Ár-
mann ók harkalega aftan á lögreglu-
bílinn. Öðrum lögreglumanninum
tókst sjálfum að komast út með
naumindum en hinn var dreginn
meðvitundarlaus úr logandi flak-
inu. Þama var um almenna lög-
reglumenn að ræða. Þetta kvöld
lagði Steinn Ármann hins vegar
tvisvar sinnum til óeinkennis-
klædds lögreglumanns með skær-
um. Svo vildi hins vegar til að hann
var í leðurjakka og oddur skæranna
stöðvaðist í minnisbók sem hann
var með í brjóstvasa. Steinn Ár-
mann ók Subaru Legacy bílaleigu-
bifreið sem fikniefnalögreglan tók
sjálf á leigu hjá Bílaleigu Akureyrar
og var hún úrskurðuð ónýt eftir
áreksturinn.
Afskipti landlæknis
Eftir handtökuna á Vesturlands-
vegi kom fljótlega á daginn að
Steinn Ármann gekk ekki heill til
skógar andlega. Hann var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald og sat inni
svo mánuðum skipti í hinu ómann-
eskjulega einangrunarfangelsi í
Síðumúla. Þegar Steinn Ármann
hafði setið þar í um tvo mánuði fór
landlæknisembættið fram á það við
ríkissaksóknara og fangelsislækni
að kannað yrði hvort hægt væri að
vista manninn annars staðar. Þetta
var byggt á slæmu andlegu ástandi
afbrotamannsins. Álit manna var að'
geðheilsu hans hefði hrakað fljót-
lega eftir að inn var komið.
„Steinn Ármann er með mjög
truflað veruleikaskyn. Hann lifir 1
tveimur heimum. Ég skil ekki
hvemig hægt er að loka geðklofa
mann inni í einangrun. Ég hef
aldrei vitað til þess að slíkt hafl ver-
ið gert nema með hörmulegum af-
leiðingum," sagði einn heimildar-
manna DV á meðan á réttarhöldun-
um stóð árið 1992. Annar maður,
háttsettur opinber starfsmaður,
sagði: „Það er klárt mál að maður-
inn er truflaður á geði eins og er.“
Lífshættulegt magn kókaíns
Þegar Steinn Ármann var hand-
tekinn var blóðsýni tekið. Þegar
réttarhöld fóm fram kom á daginn
að sýnt þótti að hann væri með
kókaineitrun sem var ekki langt frá
því að vera banvæn. Sökum kóka-
ínáhrifanna hefði dómgreind hans
og fjarlægðarskyn truflast og í stað
þess að aka fram hjá lögreglubíln-
um hefði hann ekið aftan á hann.
Þegar þetta sakamál kom upp árið
1992 hafði Steinn Ármann þegar
hlotið þrjá refsidóma, meðal annars
fyrir líkamsárás og þjófnað.
Þegar dómur var kveðinn upp í
kókaínmálinu var Steinn Ármann
þrátt fyrir allt úrskurðaður sakhæf-
ur. Það þýddi að hann fór í afplán-
un á Litla-Hrauni. Á næstu árum
átti hann eftir að vera í læknismeð-
ferð eins og kostur var, meðal ann-
ars á réttargeðdeildinni að Sogni.
Kerfið virtist hins vegar ekki ráða
við þetta sjúkdómstilfelli.
Töldum okkur búna að ...
Þorsteinn Jónsson, forstjóri Fang-
elsismálastofnunar rikisins, sagði
við DV að þegar Steini Ármanni var
veitt reynslulausn fyrr á árinu hefði
stofnunin talið að búið væri að
tryggja athvarf fyrir manninn.
Skrifleg yfirlýsing hefði legiö fyrir
um að hann kæmist inn á sambýli
en 2 dögum áður en hann átti að
losna út var hún afturkölluð. „Þá út-
veguðum við honum vist í Byrginu,
þar sem hann var nokkra mánuði.
Síðan var hann í Reykjavík og loks
hjá SÁÁ. Þar þótti erfitt að tjónka
við manninn. Menn eins og hann
virðast hvergi eiga samastað. Mað-
urinn er illa haldinn og sjúkur og
við töldum þvi betra fyrir hann að
vera annars staðar en i fangelsi og
fengum vilyrði fyrir plássi á heppi-
legri stað. Þetta er maður sem er
mjög illa veikur en það virðast ekki
mörg úrræði fyrir menn eins og
hann í þjóðfélaginu," segir Þor-
steinn.
- Er það áfall fyrir stofnunina að
maður sem nýlega var veitt reynslu-
lausn skuli nú grunaður um morð?
„Okkur finnst aldrei ánægjulegt
að menn fremji afbrot þegar
reynslulausn er veitt. Við töldum
okkur búna að gera það sem hægt
var að ætlast til. Við reyndum mjög
mikið aö koma honum í varanlegt
skjól og kost en slík úrræði virðast
ekki fyrir hendi. Þórarinn Tyrfmgs-
son, yfirlæknir á Vogi, reyndi mjög
mikið að hjálpa þessum manni,
meira en venjulega er gert, en það
tókst ekki,“ sagði Þorsteinn. -Ótt
DV-MYND HARI
Færður fyrir dómara
Steinn Ármann Stefánsson, sem grunaður er um morðið á Klapparstígnum í fyrrakvöld, var síödegis í gær
færður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en farið hafði verið fram á gæsiuvaröhaidsúrskurð yfir honum.