Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Side 15
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002
15
I>V
Fréttir
Lögreglumenn vift rannsókn á vettvangi.
Fimm morö hafa veriö framin hér á landi þaö sem af er þessu ári.
Tíðni manndrápa fer vaxandi hérlendis:
Þrettán morð
framin síðan
1999
- þar af fimm á þessu ári
Þegar þrír mánuðir eru eftir af
þessu ári hafa verið framin 13 morð
hér á landi á tæplega fjögurra ára
timabili, þar af fimm í ár.
Árið 1999 markar viss tímamót í
morðsögu íslendinga. Það ár varð
sögulegt sökum þess að þá fjórfald-
aðist tíðni morðmála hérlendis frá
því sem verið hafði að meðaltali síð-
ustu áratugi. Tvö morð voru framin
1999 en meðaltal síðustu áratuga
sýnir að morð hafa ekki verið fram-
in hér á landi „nema“ annað hvert
ár. Síðan hefur þróunin verið skelfi-
leg og eiturlyfjafikn virðist æ rikari
þáttur í mikilli fjölgun alvarlegra af-
brota hérlendis.
Árið 2000 fjölgaði morðum
ískyggilega samkvæmt tölum Ríkis-
lögreglustjóra. Það ár féllu fimm
einstaklingar fyrir hendi morðingja.
Árið 2001 var framið eitt morð og
það sem af er ári eru morðin orðin
fimm talsins. Þegar þrír mánuðir
eru eftir af þessu ári hafa því verð
framin 12 morð hér á landi á tæp-
lega fjögurra ára tímabili. Inni í
þessum tölum eru ekki mál sem
flokkast undir manndráp af gáleysi.
Þó íslendingar yrðu lausir við
frekari morð það sem eftir lifir
þessa árs eru þau að meðaltali orð-
in 4,3 á ári það sem af er þessum
fyrsta áratug aldarinnar. Það er
ríflega tvöföldun á tíðni morða mið-
að við siðasta áratug.
Tíðnin tiltölulega lág
Miðað við mörg önnur lönd virð-
ast íslendingar sleppa tiltölulega
vel við þann ófognuð sem morð
annars eru. Á Islandi voru 1,8
manndráp framin á ári síðasta ára-
tug nýliðinnar aldar. Það samsvar-
ar 0,7 manndrápum á hverja 100
þúsund íbúa. Sama tala á við í
Finnlandi en 4,27 manndráp eru
framin á hverja 100 þúsund íbúa í
Danmörku - sjö sinnum fleiri en
hér á landi. í Bretlandi er talan 2,6,
4,11 í Frakklandi, 7,41 í Bandaríkj-
unum en 2,64 í Noregi. Kólombía á
sennilega metið. Þar voru 59 mann-
dráp framin á hverja 100 þúsund
íbúa, áttatíu og fjórum sinnum
fleiri en á íslandi á síðasta áratug.
Líkt og talið er í morðmálinu sem
nú er í rannsókn á Leifsgötu hefur
fikniefnanotkun æði oft komið við
sögu. Þar má t.d. nefna morð fram-
in við Espigerði, Öskjuhlíð og Víði-
mel. -HKr./Ótt
STA' *
DV-MYND SARI
Eldur f lögreglubílnum á Vesturlandsvegi
Eftir aö maöurinn í kókaínmálinu ók harkalega aftan á lögreglubílinn
tókst meö naumindum að koma öörum mannanna meövitundarlausum
út. Sá lögreglumaöur hefur ekki náö sér af meiöslunum.
1.200 grömm af kókaíni
Sakborningurinn var dæmdur fyrir innflutning á efninu / söluskyni, ofsa-
akstur þar sem lífi vegfarenda var stofnaö í hættu og tilefnislausa og
ofsafengna árás á lögreglumann meö skærum.
Klapparstígur 11
Moröiö var framiö í íbúð í rishæö hússins á Klaþparstíg 11. Aö sögn nágranna var talsvert blóö á veggjum og
einnig á gangi fyrir framan íbúöina.
35 ára karlmaður grunaður um morð í Reykjavík:
Hörð átök og bíóð
upp um veggi
- farið fram á gæsluvarðhald á hinum grunaða í gær
Héraðsdómur Reykjavíkur úr-
skurðaði i gærkvöld um
gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglu
yfir 35 ára gömlum karlmanni,
Steini Ármanni Stefánsyni. Mað-
urinn er grunaður um morð á 65
ára karlmanni, Braga Ólafssyni, á
Klapparstig 11 i Reykjavík í fyrra-
kvöld.
Sá grunaði hefur áður komið
við sögu sakamála hér á landi en
hann var í yfirheyrslum í gær.
Sömu sögu er að segja af þeim
sem myrtur var, en hann banaði
sambýliskonu sinni í sama húsi á
níunda áratugnum. Ljóst virðist
að hörð átök hafa átt sér stað í
húsinu á Klapparstíg 11 í fyrra-
kvöld og var blóð upp um veggi,
að sögn nágranna. Maðurinn var
alvarlega særður þegar lögregla
kom á vettvang en samt með lífs-
marki. Gat hann þó gefið lögreglu
upplýsingar um hvað gerst hafði.
Var hann síðan fluttur á slysa-
deild en var látinn þegar þangað
var komið.
Ekkert hefur verið greint frá
orsökum þeirra átaka sem leiddu
til þess að Bragi Ólafsson var
stunginn til bana á heimili sínu á
Klapparstíg 11 í fyrrakvöld. Ná-
grannar tilkynntu um líkamsárás
í húsinu rúmlega hálftíu um
kvöldið en manninum tókst að
skreiðast til þeirra og láta vita
hvernig komið var. Þegar lögregla
og sjúkralið komu á staðinn var
hinn grunaði árásarmaður á bak
og burt og hóf lögregla strax leit
að manninum og morðvopninu.
Lögreglan handtók nokkru síðar
Stein Ármann Stefánsson sem
grunaður var um verknaðinn.
Náðist hann í austurbæ Reykja-
víkur. Ljóst er, að sögn lögreglu,
að hinn handtekni var á staðnum
þegar árásin var gerð. Engin vitni
voru að árásinni en talið er víst
að mennirnir hafi verið einir í
íbúðinni, en báðir voru þeir bú-
settir í Reykjavík.
Morðið var framið í íbúð í
rishæð hússins á Klapparstíg 11.
Að sögn eiganda íbúðar á sömu
hæð var talsvert blóð á veggjum
og einnig á gangi fyrir framan
íbúðina. Sagði hann að lögregla
hefði inn'siglað Ibúð hins myrta.
Klapparstígur 11 er tvílyft timb-
urhús með risi og háum kjallara
og hefur einhvern tíma þótt reisu-
legt en er farið að láta talsvert á
sjá. Kona sem búið hefur í húsinu
í 17 ár segist ekki hafa orðið vör
við átökin í fyrrakvöld en varð
vör við að maðurinn fór tO dyra
um kvöldið.
„Það hefur verið svo hljótt í
húsinu undanfama mánuði og lít-
ið ónæði frá öðrum íbúum. Mað-
urinn sem myrtur var drakk mik-
ið en hann hélt sig venjulega í
íbúðinni og það fór lítið fyrir hon-
um. Hann gerði því lítið ónæði
svo ég viti til,“ sagði þessi kona.
Ibúi í húsinu númer 9, sem er
næst innganginum að morðstaðn-
um, sagðist lítið hafa orðið var
við þennan nágranna sinn sem
myrtur var eða aðra íbúa hússins.
Hann sagðist heldur ekki hafa
orðið var við að nein átök hefðu
átt sér stað fyrr en lögregla kom á
staðinn í fyrrakvöld. Annar ná-
granni sagðist heldur ekki hafa
gert sér grein fyrir hvað væri um
að vera. Ekki væri þó óalgengt að
háreysti væri í götunni. Þar væri
talsvert um fólk á rangli á kvöld-
in og um nætur sem væri þá oft
misjafnlega á sig komið. -HKr.