Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 17
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 H&lqarblað JO’V' IV göldróttur Hermundur Rósinkranz er göldróttur. Frá fæðingu hefur hann séð lengra en við hin og hann getur sagt manni hvenær maður degr. ímörg ár vissi Hermundur ekki hvernig hann ætti að beisla hæfileika sína og íopinskáu viðtali DVsegir hann frá erfiðri æsku og fórninni sem hann færði til að rækta það sem guð gaf honum. . Sjá næstu opnu „Við erum bæði snargöldrótt," segir Hermundur og á þá við sig og eiginkonu sína, Pálínu, en hún sér líka lengra nefi sínu. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína á Útvarpi Sögu á sunnu- dagskvöldum en hann virðist oftar en ekki hitta naglann á höfuðið þegar hann spáir fyrir fólki og atburðum komandi ára. í viðtali í útvarpsþætti á Bylgjunni í lok maí spáði hann því að jarðskjálftar og jarðhræringar yrðu fyrir norðan í haust og und- anfarna daga höfum við séð spána ganga eftir. Hann sagði í viðtali við DV fyrir þremur árum að hann hefði fundið dauðalykilinn og gæti sagt fólki upp á dag hvenær dauðann bæri að. „Ætli við hefð- um ekki bæði verið brennd á báli hefðum við verið uppi á sautjándu öld,“ segir Hermundur glottandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.